Morgunblaðið - 23.07.1974, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLI 1974
29
— Loftur Bjamason
Framhald af bls. 12
að á hann hlóðust fjölmörg
trúnaðarstörf á ýmsum sviðum,
því að hann lagði víða gjörva
hönd á plóginn. Svipmestu störf
hans voru á sviði útgerðarmála,
þar sem hann stóð að umfangs-
miklum atvinnurekstri og tókst
honum flestum betur að stýra
málum fyrirtækja sinna áfalla-
lítið f gegnum þrengingar, sem
gengu oft nærri ýmsum öðrum.
Naut hann þar frábærrar út-
sjónarsemi sinnar svo og þess, að
til hans valdist traust, dugmikið
og samhent starfsfólk.
Loftur var traustur stuðnings-
maður Sjálfstæðisflokksins alla
tíð. Hann átti sæti í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar frá 1934 — 1950.
Hann var um árabil i hafnar-
nefnd, enda var hann mikill
baráttumaður fyrir byggingu
hafnarinnar. Hann gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum innan Sjálf-
stæðisflokksins og varávalltstyrk-
ur og góður félagi, sem leysti sín
störf af réttsýni og alúð.
Kirkju sina, Fríkirkjuna, studdi
Loftur með ráðum og dáð og sæti
átti hann í bygginganefnd
Hallgrímskirkju í Sauðbæ á Hval-
fjarðarströnd og vann þar af sín-
um alkunna dugnaði. Sýndi hann
þannig í verki hug sinn til kirkju
og kristindóms.
Loftur var fæddur 30. apríl
1898 á Bfldudal, sonur hjónanna
Gíslínu Þórðardóttur og Bjarna
Loftssonar kaupmanns. Hann
fluttist til Hafnarfjarðar árið
1926 og bjó þar 'síðan. Hann
kvongaðist 11. maí 1939 Sólveigu
Sveinbjarnardóttur kaupmanns á
ísafirði, sem er traust, heilsteypt
og góð kona. Þannig er og með
börnin þeirra tvö, þau hafa reynzt
ábyggileg og heiðarleg í starfi
sinu og lífi.
Við kveðjum með þökk mikil-
hæfan mann. Mann, sem búinn
var þeim kostum, er haldbeztir
reynast í lífi og starfi hvers
manns og gera okkur minninguna
um góðan dreng svo sanna og
bjarta. Samúðarkveðjur flytjum
við aðstandendum öllum.
Páll V. Danfelsson.
Loftur Bjarnason er dáinn. Þar
er genginn góður drengur, maður
sannur og þjóðhollur. Hann var
athafnamaður i þess orðs beztu
merkingu og viðfangsefnin voru
við sjávarsfðuna og á útflutnings-
mörkuðum okkar. Það var jafnan
svo, að fyrirhyggja einkenndi
störf hans og þeim fylgdi gifta.
Ég man Loft Bjarnason frá
barnsaldri, en kynntist honum
fyrst planmaður í hvalveiðistöð-
inni í Hvalfirði. Hann var sá, sem
allir litu þar til. I honum bjó sál
stöðvarinnar, — þeim manni, sem
tók við henni á úrslitastundu og
gerði að svo góðu fyrirtæki, að til
er jafnað síðan um heilbrigðan
rekstur.
Loftur Bjarnason átti traust
starfsmanna sinna og vináttu.
Hann gerði kröfur, en ekki um of;
reyndist Ifka haukur í horni, ef á
reyndi. Þegar við átti, lék hann á
als oddi. Persónulegur og húmor-
ískur frásagnarstill hans, hlýjan
og framkoma öll lyftu slíkum
stundum upp úr gráum hvers-
dagsleikanum.
Ég á Lofti Bjarnasyni margt að
þakka, sem rifjast upp, þegar ég
skrifa þessar lfnur. Það er ungl-
ingi hollt að kynnast slfkum
manni og fá hjá honum margvfs-
legt veganesti. Og svo var það
jafnan, er við hittumst, að ég var
þiggjandinn, en hann veitandinn.
Þannig stendur hann mér fyrir
hugskotssjónum. Honum mun ég
aldrei gleyma.
Ég bið fjölskyldu Lofts Bjarna-
sonar guðs blessunar. Hugur gam-
alla hvalmanna mun dveljast hjá
henni f dag.
Halldór Blöndal.
Um þær mundir, ér Loftur
Bjarnason var kjörinn formaður
Félags ísl. botnvörpuskipa-
eigenda síðla árs 1959 hóf ég störf
hjá félaginu, hálfpartinn til
bráðabirgða f fyrstu, en festist þó
fljótt þar í sessi. Loftur var þá 61
árs að aldri, en ég 34 ára. Aldurs-
og þroskamunur var því æði
mikill, en útlitsmunur þó miklu
minni, þvf að Loftur Bjarnason
var ætfð með ólfkindum unglegur
á velli og f fasi. Þessi aldursmun-
ur olli þó ekki erfiðleikum í sam-
starfi og virtist verða æ minni
eftir því sem árin liðu og kynnin
jukust, enda var Lofti einkar
lagið að umgangast sér yngri
menn eins og raunar hvern sæmi-
legan mann, á hvaða aldri sem
var.
Það er vandasamt, svo að engu
skeiki, og raunar alltof langt mál
að ætla að lýsa hinum miklu eðlis-
kostum Lofts Bjarnasonar sem
samstarfsmanns, húsbónda og
forustumanns. Hann var afar
samvizkusamur við rækslu
trúnaðarstarfa, fylgdist með
hverju viðviki án þess þó að vera
smásmugulegur. Honum var mjög
sýnt um að sýna samstarfsmönn-
um sínum traust, fela þeim að
rækja störf, mikilvæg sem létt-
væg, en sjálfsagt þótti að láta
hann yfirfara verk áður en þeim
yrði fulllokið og frá sér skilað. Þá
kom frá afburðaskýrleiki hans,
nákvæmni og vandvirkni svo að
engu mátti skeika og heimildir
urðu að vera öruggar og traustar.
I þessum efnum var hann mér
einhver mesti kennari og leið-
beinandi, sem ég hefi nokkurn
tíma kynnzt, og fæ honum það
aldrei fullþakkað. Og ég efast
ekki um, að þessara eðliskosta
hafi notið ekki aðeins í öllum
félagsmálastörfum hans heldur
og I rekstri fyrirtækja hans.
Ég hefi umgengizt æðimarga
menn, sem áttu viðskipti og önnur
samskipti við Loft Bjarnason. Það
er áreiðanlega mjög fágæt
reynsla, að ég hitti aldrei
nokkurn mann, sem efaðist um
hreinskilni hans, drenglyndi og
heiðarleik í viðskiptum eða öðr-
um samskiptum. Sérhver maður
gat óhikað lagt málefni sín honum
í hendur án neins konar skriflegr-
ar vottunar eða viðurkenningar.
Loftur Bjarnason var maður
góðgjarn og glaðvær; hann kom á
skrifstofu F. I. B. hvern dag, að ég
held, er hann gat því við komið.
Með honum kom ætíð mikill glað-
værðargustur, en þó bjó ævinlega
mikil alvara að baki, alvara dags-
annarinnar og þeirra verka, sem
sinna þurfti. Hann var undir niðri
kröfuharður, en breiddi þó yfir
blæju hlýleika og vinarþels svo að
þessi kröfuharka gat ekki orkað
þrúgandi á mann. Kom þetta líka
glöggt fram í því, að jafnan sýndi
hann umburðarlyndi og þolgæði,
er eins hefði mátt vænta atyrða og
áminninga.
Mér hlotnaðist það stundum að
vinna Lofti Bjarnasyni smávegis
utan venjulegra starfa minna.
Þetta vildi hann ævinlega launa
og varð ekki undan komizt. Gerði
hann það á stórmannlegan hátt
svo að alltaf þótti mér langtum of.
En ávallt rétti hann slíkt fram
sem þakklæti fyrir að hafa létt af
sér starfi og amstri, ekki sem
kaup. Þess vegna var við tekið
með þakklæti, en ekki feimni og
undanslætti. Rausn hans get ég
aldrei fullþakkað og á þess vart
kost héðan af. Mér er ekki grun-
laust, að mjög margir eigi sams
konar minningar, þótt hljótt fari.
Loftur Bjarnason var í öllu sínu
lífi og starfi hinn mesti höfðingi í
þess orðs beztu merkingu. Hann
er einn tveggja eða þriggja
manna óvandabundinna, sem ég
mun ævinlega mest sakna.
Mér er mjög ljúft að verða við
þeirri beiðni að flytja Lofti
Bjarnasyni nú að leiðarlokum
alúðarþakkir og kveðjur stjórnar
og félagsmanna Félags íslenzkra
botnvörpuskipaeigenda. Ég hygg,
að allir, sem með honum störfuðu
í félaginu, hafi fundið til vináttu-
kenndar í hans garð og sumir
orðið aldarvinir hans, auk þess
sem allir mátu milils alla þá fórn-
fýsi, hollustu og trúnað, er hann
lagði í starfi sitt f þágu félagsins
og togaraútgerðarinnar. Á því
sviði sem öðrum var hann sómi
síns félags og samverkamanna,
faðir þeirra og bróðir 1 senn. öll-
um er okkur áreiðanlega um
megn að líta yfir þessi liðnu erfið-
leikaár I togaraútgerðinni — því
að við erfiðleika var að stríða
flestöll formennskuár Lofts — án
þess að sjá skýrt svip hans og
mynd í forustuhlutverkinu. Ég
rifja aðeins upp að lokum um-
mæli Valdimars Indriðasonar nú-
verandi formanns F. I. B., er hann
tók við formennsku af Lofti sl.
haust og þakkaði honum frábær
störf í þágu félagsins, þess efnis,
að hann óskaði og vonaði , að þótt
Loftur léti nú af formennsku í
félaginu mætti hann og aðrir
félagsmenn eftir sem áður njóta
hollráða hans enn um langt skeið,
þegar mikið lægi við. Slíkt var
mælt sem af munni allra félags-
manna, en stóð of skammt.
Við vottum Sólveigu konu
Lofts, börnum hans, tengdasyni
og dótturbörnum svo og öðrum
vandamönnum djúpa samúð. Guð
fylgi þeim og blessi minningu
hans.
Ingimar Einarsson.
Við fráfall Lofts Bjarnasonar
hafa útvegsmenn misst einn
sinnn mikilhæfasta og virtasta
starfsfélaga. Loftur átti að baki
óvenjulega farsælt starf sem út-
gerðarmaður, fiskverkandi og for-
stöðumaður Hvals h.f.
Þrátt fyrir mjög erilsamt ævi-
starf var hann mikilvirkur þátt-
takandi í félagsstarfi samtaka út-
vegsmanna. Hann átti sæti í
stjórn Landssambands ísl. útvegs-
manna frá árinu 1944-1973, en
hann dró sig í hlé fyrir aldurs-
sakir, er hann var orðinn 75 ára
að aldri. Hann var varaformaður
L.I.U frá árinu 1947-1973.
Ég stend persónulega í mikilli
þakkarskuld við Loft Bjarnason,
en hann féllst á að vera áfram
varaformaður L.I.U., er ég tók við
starfi formanns I þeim samtökum
árið 1970. Fyrir ungan mann, sem
ekki hafði hálfan aldur Lofts, var
það ómetanlegt að geta leitað til
og þegið holl ráð frá manni eins
og honum. Fyrir það færi ég
honum mínar beztu þakkir.
Auk félagsstarfa f L.I.U. var
Loftur I stjórn Félags ísl. botn-
vörpuskipaeigenda frá árinu
1948-1973 og formaður þess frá
1959. Ljóst er að þau störf hafa
verið tímafrek og erfið vegna
þeirra erfiðleika, sem togaraút-
gerðin hefur lengst af búið við.
Ég ætla ekki að rekja starfsferil
Lofts að öðru leyti, því að það
mun verða gert af öðrum. Mig
langar hins vegar til að geta lítil-
lega mannsins sjálfs. Að mati
allra, er höfðu aðstöðu til að
kynnast Lofti Bjarnasyni, var
hann litríkur persónuleiki. Hvort
heldur hann var staddur á fundi,
þar sem verið var að ræða erfið
viðfangsefni eða 1 samkvæmi, gat
hann ávallt séð björtu hliðarnar á
öllum málum og hrifið menn með
sér upp úr hversdagsleikanum.
Hann hafði einstaklega góða lund
og átti létt með að gera að gamni
sínu. Loftur var um mörg undan-
farin ár heimagangur á skrifstofu
L.I.U. vegna starfa sinna fyrir
samtökin og kynntist starfsfólkið
honum þvf vel. Hans verður mikið
saknað af því og þá ekki sízt fyrir
þann ferska anda, sem ávallt
fylgdi Lofti, er hann kom I heim-
sókn.
Ég færi frú Sólveigu og börnum
hennar, Kristjáni og Birnu, hug-
heilar samúðarkveðjur útvegs-
manna.
Kristján Ragnarsson.
Hafnarfjörður mun ævinlega
skipa veglegan sess I útgerðar-
sögu tslands. Brautryðjendur
sjávarútvegsins hafa hver á eftir
öðrum komið til Hafnarfjarðar og
valið sér starfsvettvang þar.
Loftur Bjarnason útgerðarmað-
ur, sem nú er látinn 76 ára að
aldri var einn þeirra miklu at-
hafnamanna sjávarútvegsins, sem
til Hafnarfjarðar komu. Hér átti
hann mikið og gæfuríkt starf og
var með dugmestu athafnamönn-
um Hafnfirðinga I hart nær hálfa
öld. Þrátt fyrir umfangsmikil
störf við fyrir tæki sín átti Loftur
Bjarnason ævinlega stund til að
sinna málefnum samborgara
sinna svo og samstarfsmanna
sinna I útgerðarmálum. Honum
voru þvf falin þýðingarmikil
trúnaðarstörf sem forystumanni
útvegsmanna á tslandi og bæjar-
fulltrúi I Hafnarfirði var hann
kjörinn af hálfu sjálfstæðis-
manna og gegndi fjölmörgum
trúnaðarstörfum fyrir Hafn-
firðinga.
Víða lágu spor Lofts Bjarna-
sonar. Hann var mikill trúmaður,
óvenju kirkjurækinn og ótrauður
stuðningsmaður kirkjunnar. Frí-
kirkjan I Hafnarfirði og Saur-
bæjarkirkja á Hvalfjarðarströnd
sjá nú á bak miklum og einlægum
velgerðarmanni.
Hafnfirðingar kveðja I dag
góðan dreng, heilsteyptan per-
sónuleika, Loft Bjarnason. Þeir
biðja honum Guðs blessunar og
þakka honum samfylgdina og það
mikla starf, sem hann hefur unn-
ið Hafnarfirði og aldrei mun
gleymast.
Frú Sólveigu Sveinbjarnardótt-
ur eiginkonu Lofts og fjölskyldu
þeirra sendum við samúðar-
kveðjur.
Matthfas Á. Mathiesen.
íslenzkir útgerðarmenn hafa
löngum átt innan sinna raða
marga mikilhæfa dugnaðar- og
framkvæmdamenn. Hinir eru
miklu færri, sem jafnhliða hafa
staðið I fremstu röð félagsmála
um áratugaskeið. Ekki aðeins I
hagsmunasamtökum stéttar
sinnar, heldur einnig stjórnmála-
flokki og fjölmörgum öðrum
félögum og samtökum.
En yfir allt þetta komst Loftur
Bjarnason á llfsferli sínum og
reyndar miklu meira. Engu þessu
verður hér lýst svo verðugt væri,
enda ég ekki nógu kunnugur til
þess. En mitt erindi er að flytja
hinztu kveðjur frá þeim samtök-
um, sem ég hefi leyfi til að tala
fyrir, og frá mér persónulega.
Einhver mun spyrja: Af hverju
mundar stjórnarmaður I stærsta
sjómannafélagi landsins penna
sinn til að minnast framámanns
og formanns þeirra samtaka, sem
sjómenn hafa átt I harðvítugum
deilum við um langt árabil? Og
það á sama tíma, sem sú skoðun
virðist eiga byr, að stétt megi ekki
vinna með stétt, heldur beri
ótímabærri baráttu að halda
áfram hjá okkar fámennu þjóð,
jafnvel vopnaðri, ef einræðishug-
sjóninni verði náð fram með þvi.
Ég veit, að ég svara þessari
spurningu fyrir hönd fjölmargra
stjórnarmanna I Sjómannafélagi
Reykjavíkur og enn fleiri félags-
manna á þann veg, að það sé gert
m.a. vegna almennrar viður-
kenningar á drenglyndi Lofts
Bjarnasonar, sérstaks skilnings
hans á vandamálum sjómanna og
samtaka þeirra og þess, að orð
hans voru alltaf jafnmetin skrif-
legum samningum og stundum
betur.
Loftur kom við sögu annarra
samtaka sjómanna, sem ekki
fengust við kaup- og kjara-
samninga, og á ég þar við
„Sjómannadagssamtökin", en
þessum samtökum var hann alla
tíð mjög vinveittur. Hann tók við
erlendum gestum á þeirra vegum
og sjómannafélaganna einnig,
veitti þeim höfðinglega og leysti
út með gjöfum. Ekki verður þessa
minnzt eða annars, sem hann
lagði gott til, nema að minnast á
margvfslega fyrirgreiðslu ásamt
stórhöfðinglegri gjöf er hann
færði til Barnaheimilis
Sjómannadagsins að Hrauni i
Grímsnesi, sem hann þó, eðli sínu
samkvæmt, vildi helzt ekki, að
minnzt yrði á, sem þó er gert nú.
Persónuleg kynni okkar Lofts
hófust ekki við samningaborðið,
heldur á landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins, skömmu eftir að ég var
kjörinn þingmaður Reykjvíkinga.
Þá ræddum við um ýmis vanda-
mál sjávarútvegsins, sem steðj-
uðu að sem oftar, frekast þó um
kjörorð okkar Sjálfstæðismanna,
að stétt beri að vinna með stétt.
Við áttum margar viðræður um
þetta síðar, um þetta kjörorð og
framkvæmd þess, — af fenginni
reynslu beggja. Af þessum við-
ræðum og annarri kynningu
minni við Loft tel ég hann meðal
þeirra atvinnurekenda, sem
lengst hafa náð á skilningi þess,
sem I framangreindu hugtaki
fellst.
Að slðustu vil ég nefna þann
þáttinn f starfi hans, sem aldrei
var opinber eða þakkaður, sízt af
þeim, sem telja atvinnurekendur
skömm okkar þjóðfélags. Þar á ég
við stuðning hans og vináttu við
námsmenn, sem framhalds-
menntun stunda, við ráðningu á
eigin skip og til fyrirtækis hans.
Var þar jafnt um að ræða nem-
endur I stýrimanna- og vélstjóra-
skólum, en þó frekast I Háskóla
tslands. Veit ég mörg dæmi þess,
að fyrirgreiðsla hans átti sinn
þátt I embættisprófi nokkurra
þeirra ágætismanna, sem meðal
okkar starfa I dag. Ösjaldan var
ég milligöngumaður við Loft fyrir
hönd þessara manna og nú síðast
fyrir tveim til þrem vikum. Ösk
minni og annarra um vinnu fyrir
þennan eða hinn námsmanninn
við hvalstöðina I Hvalfirði, sem
yfir sumarið færði góðar og
öruggar tekjur til þeirra sem þar
unnu, svaraði Loftur oftast með
spurningu á móti: „Er um efnis-
og námsmann að ræða? Þarf hann
á hjálp að halda?“ Eftir svari við
þessum spurningum tók hann
sínar ákvarðanir. I engu frekar
en hér greinir tel ég að samúð,
hjálpsemi og trú Lofts Bjarna-
sonar á íslenzka æsku hafi betor
komið fram.
Ég held, að með hjálp sinni við
þessi ungmenni hafi hann haft I
huga slna eigi baráttu, er hann
barðist til menntunar og manna-
forráða, og þegar hann yfirgaf á
sfnum tíma „öruggt" starf, vegna
þess að hann trúði á íslenzkan
sjávarútveg og þá möguleika, sem
I honum voru búnir.
Vera má, að Loftur hafi einnig
haft þá trú, að sérhver þeirra
fjölmörgu námsmanna, sem hann
studdi beint og óbeint, mundi
halda hátt á loft þeim kyndli, sem
hann sjálfur ásamt öðrum
athafnamönnum fjTri áratuga
tendraði og hefu: lýst íslenzkri
þjóð braut hagsældar og fram-
fara.
Ég veit, að mér leyfist fyrir
hönd fjölmargra námsmanna,
sem hjálpar hans hafa notið, fyrir
hönd félaga minm I röðum sjó-
manna, hafnfirskra og reyk-
vískra, að flytja eiginkonu Lofts
Bjarnasonar. frú Sólvpícm
bjarnardóttur, börnum Þeirra
hjóna og öðrum aðstandendum,
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Um leið blessum við
minningu hafnfirska höfðingjans,
sem nú er kvaddur.
Pétur Sigurðsson.
Loftur Bjarnason er látinn. Þar
er genginn einn af litríkustu per-
sónuleikum íslenzks athafnalífs.
Hann var af vestfirzkum og borg-
firzkum ættum, og stundaði
sjómennsku sem ungur maður, en
eins og alkunna er, komu margir
af dugmestu sjómönnum okkar
frá Vestfjörðum.
Aðeins 28 ára hóf hann fisk-
verkun og útgerð, og er ég
kynntist honum fyrir um 25 ár-
um, var hann þegar orðinn lands-
kunnur athafnamaður, bæði sem
togaraútgerðarmaður og sem einn
af stofnendum og framkvæmda-
stjóri hvalveiðifélagsins.
Loftur naut ekki æðri mennt-
unar á við það, sem nú gerist, en
hann var sjálfmenntaður á svo
mörgum sviðum, að það, ásamt
dugnaði, stjórnsemi og heiðar-
leika varð til þess, að hann var
sjálfkjörinn I stjórn flestra félags-
samtaka útvegsmanna.
Persónuleiki Lofts var sérstak-
ur. Honum gat mislíkað við undir-
menn sfna, en aðfinnslur hans
voru ekki skammir, heldur föður-
legar aðfinnslur, en sá, sem
þekkti Loft, vissi hvað hann
meinti.
Það var lán fyrir mig, ungan að
árum og lítt reyndan, að kynnast
manni sem Lofti og eiga með hon-
um samfylgd I lffi og starfi.
Við hjónin þökkum vináttu
Lofts og hans fjölskyldu, sem við
kunnum vel að meta. Mikil er
sorgin nú hjá frú Sólveigu og
börnunum Birnu og Kristjáni, en
huggun er þó I því að eiga ljúfar
minningar um góðan og ástrlkan
eiginmann og föður, athafna-
mann, sem aldrei mátti vamm sitt
vita.
Sigurður H. Egilsson.
Æviskeið okkar mælist I árum,
en þeir, sem eiga þvl láni að
fagna, að æskufjörið endist þeim
alla ævi, deyja ætíð ungir. Einn
þeirra var Loftur Bjarnason.
Honum var ljóst að hverju
stefndi með heilsufarið, þar sem
fundizt hafði illkynja sjúkdómur
fyrir rösku ári, sem hefti hann þó
ekki I athöfnum og störfum, enda
persónuleiki og trúarstyrkur það
mikill. Huggun er það harmi
gegn, að slíkur maður fær að
halda andlegri reisn til hinztu
stundar.
Framliald á bls. 31