Morgunblaðið - 23.07.1974, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JULI 1974
BRUÐURIN SEIvi
HVARF
Eftir Mariu Lang
Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir
8
Svona blíð og elskuleg stúlka. Eg
kem til með að sakna hennar á
skrifstofunni. Heldurðu að hún sé
strokin?
— Hún á að hafa farið inn I
blómabúð . . . byrjaði Christer.
En Sebastian greip æstur fram í
fyrir honum:
— O, þvættingur. Ekki datt mér
í hug, að sérfræðingar legðu eyru
við slíku.
Símhringing kvað við inni í hús-
inu og með ákveðnum feginleika
hraðaði hann sér á brott. Christer
hinkraði við, en þar sem forstjór-
inn sýndi engin merki þess, að
hann ætlaði að koma og taka upp
þráðinn, þar sem frá hafði verið
horfið, hélt hann áfram.
Sjávarbakkar var stórt og veg-
legt hús, sem stóð skammt frá
flæðarmálinu. Húsið var allt hið
myndarlegasta og hafði verið
byggt fyrir mörgum áratugum.
Þvf hafði alla tíð verið haldið
mjög vel við. Eldgömul, há lindi-
tré voru kringum húsið og drógu
úr útsýninu niður að vatninu.
Þegar faðir Anneli var á lffi,
höfðu allir íbúar þorpsins litið á
Sjávarbakka sem sitt annað heim-
ili, og það var manna á milli
aldrei kallað annað en „læknis-
húsið.“ Ekkja hans hafði búið þar
eftir lát hans og einnig eftir að
hún giftist Egon Ström. Hann var
viðfelldin og þægilegur maður,
var í trjávörubransanum og dálít-
ið yngri en kona hans. Hann var
aðfluttur f Skógum, en hafði
furðufljótt verið tekinn í samfé-
lagið og sat nú í bæjarstjórninni.
Christer var honum vel kunnugur
og mat hann mikils — hann var í
senn duglegur kaupsýslumaður
og þægilegur í framkomu.
Hann opnaði sjálfur fyrir hon-
um, hár, kraftalegur maður,
jakkalaus. Grásprengt hárið var
dálítið úfið. Þegar hann sá, hver
kominn var, ljómaði hann af feg-
inleika og sagði: — Ert það þú.
Hamingjan góða, hvað ég er glað-
ur að sjá þig. Þú ert einmitt sá,
sem við þurftum að hitta. Þú hef-
ur sjálfsagt heyrt um alla þessa
vitleysu?
Christer kvað já við og gekk á
eftir honum inn í stóra og smekk-
lega stofu, þar sem eikarhúsgögn
með grænu áklæði settu vorlegan
svip á umhverfið.
Gretel Ström brast í ofsafeng-
inn grát, þegar hún kom auga á
hann:
— Ó, Christer, elsku bezti! Er
þetta ekki alveg voðalegt. Elsku
litla telpan mfn. Og klukkan fimm
á vígslan að fara fram og hvað í
ósköpunum eigum við að gera við
alla gestina? Hvar heldurðu, að
hún geti eiginlega verið niður-
komin?
Gretel var hálfsextug, lávaxin
og feitlagin. Hún var ljóshærð og
fíngerð í andliti og hélt enn
nokkru af þeim þokka, sem hafði
heillað margan ungan manninn,
þegar hún var yngri. En hún þótti
aftur á móti ekki vaða í viti.
Christer reyndi með litlum ár-
angri að fá upplýsingar hjá henni.
— Hún er bara horfin! Eins og
jörðin hafi gleypt hana! Og við,
sem ætluðum að setja niður í tösk-
urnar hennar f gærkvöldi og
strauja nærföt, og svo þurftum
við að fara yfir gestalistann, það
er að segja þau Jóakim ætluðu að
gera það. Þú veizt hvernig þetta
er, það verða alltaf einhverjar
breytingar á sfðustu stundu —
einhver, sem ekki getur komið og
annar, sem kemur á síðustu
stundu, og nú vona ég sannarlega
að ekkert breytist meira í dag ...
Hvorugur mannanna minnti
hana á, að ef brúðurin sjálf mætti
ekki til leiks, þyrfti varla að hafa
áhyggjur af gestalistanum að
öðru lejdi. Christer afþakkaði boð
Egons um drykk og sagði: — Hve-
nær sáuð þið hana síðast?
Egon flýtti sér að svara.
— Við morgunberðarborðið í
gær. Hún átti að koma til sauma-
konunnar um hádegið og fór héð-
an nokkru áður.
— Og var hún eins og hún átti
að sér að vera?
— Já, það held ég. Var það
ekki? Egon var áfjáður í að kona
hans samsinnti honum. — Ég var
að spauga við hana, og sagði, að
mér fyndist hún dálftið föl, en það
er hún reyndar alltaf. Hún sagðist
vera taugaóstyrk og eiginlega
hefði hún frekar vilja íburðar-
minna brúðkaup ...
— Egon var á sömu skoðun.
Gretel Ström setti dúkkulegan
stút á munninn. — Og þó hefur
ekkert á mætt á þeim í sambandi
við undirbúning miðað við allt,
sem ég hef orðið að gera. Anneli
vildi ekki hætta á skrifstofunni
hjá Petren fyrr en í síðustu lög og
flest kvöld var hún úti með Jóa-
kim, og auðvitað er ekkert við því
að segja. Maður er svo sem ekki
búin að gleyma, hvernig þetta
var, þegar við vorum ung, en .. .
Það var einkennandi fyrir Egon
Ström að hann greip tækifærið
jafnskjótt og kona hans þagnaði
til að tala sjálfur. Kannski stafaði
það í og með af því, að hann var
hræddur um, að hún yrði sér til
skammar eða athlægis með yfir-
lýsingum sínum, sem ekki voru
alltaf sérlega við hæfi. Hann var
aldrei kuldalegur við hana, þvert
á móti fannst mörgum hann ótrú-
lega umbruðarlyndur við hina
málgefnu eiginkonu sína.
— Við erum bæði ráðþrota. Það
er mikið, sem þarf að gera, en við
höfum einhvern veginn á tilfinn-
ingunni, að það þjóni engum til-
gangi að halda áfram og leggja
síðustu hönd á ...
Christer horfði íhugull á þau.
— Var hún með einhverja pen-
inga á sér?
Og aldrei þessu vant svaraði nú
Gretel Ström skýrt og skilmerki-
lega. Hún þurrkaði sér um nefið
og sagði:
— Ekki nema fáeinar krónur.
Það veit ég upp á hár, því að hún
spurði mig, þegar hún var að
leggja af stað, hvort það væri ör-
uggt, að hún þyrfti ekki að borga
frú Anderson. Frú Anderson er
hárgreiðslukonan og ég hrópaði á
eftir henni, að það yrði gert upp
við hana, þegar allt væri um garð
gengið og svo sagði ég hún skyldi
ekki heldur hafa áhyggjur af
saumakonunni, því að ég myndi
sjá um þetta allt. Og svo hvatti ég
hana til að flýta sér af stað, til að
hún kæmi stundvíslega til að
máta.
— Hún á náttúrlega bankabók?
Hvernig er með það? Var hún
með hana á sér?
— Nei, sagði Egon alvarlegur í
bragði — Hún er geymd f pen-
ingaskápnum ásamt ýmsum öðr-
um verðmætum. Og ég veit, að
þar hefur hún verið síðan hún
lagði síðast inn í bankann fyrir
nokkrum dögum. Hún er alltaf
mjög varkár, þegar peningar eru
annars vegar.
Hann gat ekki varizt brosi, en
svo leit hann aftur á Christer og
varð alvarlegur á ný.
— Þú heldur, að hún hafi
strokið af eigin hvötum, er það
ekki? Að henni hafi orðið ljóst, að
hún vildi ekki giftast Jóakim og
hafi verið gripin einhverri skelf-
ingu og bara stungið af. Það eina,
sem ég hef um þá kenningu að
segja, er, að það er mjög ólikt
Anneli...
Hver skrambinn: Þau eru líka með bilað sjónvarps-
tæki!
VELVAKANDI
Velvakandi svarar i sima 1.0-100
kl 1 0.30 — 11 30, frá mánudegi
til föstudags.
0 Óskemmtilegur
stimpill.
Hér fer á eftir bréf frá Stein-
grími Th. Þorleifssyni, þar sem
hann segir blöðunum heldur bet-
ur til syndanna:
„Við, sem búum hér í Breið-
holtshverfinu, höfum í vaxandi
mæli orðið þess vör, að fyrir at-
beina blaðanna fyrst og fremst er
kominn stimpill á allt það fólk,
sem býr í þessari fjölmennustu
byggð borgarinnar. Þessi stimpill
er þvf miður ekki til þess fallinn
að auka virðingu fyrir fólki hér
heldur hið gagnstæða. Blöðin
nota út í æsar hvert tækifæri, sem
gefst, til að stimpla hverfið með
stóryrða-fyrirsögnum sínum:
Maður barinn og rændur í Breið-
holtshverfi, Ofbeldisseggir í
Breiðholtshverfi og svo fram-
vegis.
0 Ósamræmi.
Verum minnugir þess, að mis-
jafn sauður er í mörgu fé. Ein-
staklingar, sem æsifregnamenn
blaðanna eru sífellt að nefna, eru
lfka til í öðrum hverfum borgar-
innar. En þegar þeir eru þar á
ferð, er þess ekki getið hvaða
hverfi á í hlut. Ég tek nærtækt
dæmi. Sagt var f Mbl. frá kyn-
ferðislega afbrigðilegum manni
og samskiptum hans við lftinn
dreng. Þess var getið í fréttinni,
að drengsins hefði verið leitað f
„hverfinu". Því var ekki nefnt f
hvaða hverfi það var?
# Jafntgangi
yfir alla.
Eg leyfi mér að fullyrða, miðað
við fyrri reynslu, að ef þetta hefði
átt sér stað f Breiðholtshverfinu
hefði það verið kyrfilega undir-
strikað, eins og aðrar lögreglu-
fréttir úr þessu hverfi. — Það
verða allir að vera jafnir fyrir
þeim reglum eða óreglum, sem
blöðin viðhafa um birtingu lög-
reglufrétta.
Hvað finnst þér um þetta, Vel-
vakandi, sem ert blaðamaður
sjálfur?
Steingrfmur Th. Þorleifsson
Gilsárstakk 4.“
0 Velvakandi
mótmælir.
Velvakandi mótmælir þvf, að
einhver miður skemmtilegur
stimpill sé kominn á það fólk, sem
f Breiðholtshverfi býr. Þær gífur-
legu framkvæmdir og stórkost-
lega uppbygging, sem þar hefur
átt sér stað á undanförnum árum,
bera því fólki, sem þar býr og að
þessu hefur unnið, gleggst vitni.
Þarna er risin byggð á borð við
stærstu kaupstaði landsins. Breið-
holtsbúar eru sannarlega öfunda-
verðir af framtaki sfnu og
dugnaði. A það fólk verður ekki
settur neinn óskemmtilegur
stimpill, þótt misjafn sauður sé í
mörgu fé.
0 Hvar hlut-
irnir gerast.
t Breiðholtinu eru i raun og
veru mörg hverfi, ef miðað er við
hverfaskiptinguna í „gamla"
bænum. Velvakandi sér ekkert at-
hugavert við þótt þess sé getið,
hvar atburðirnir gerast. Til
dæmis getum við lagt Breiðholtið
að jöfnu við Kópavog og Hafnar-
f jörð, þar sem fbúatala er svipuð.
Að sjálfsögðu á einnig að geta
þess, hvar aðrir atburðir gerast.
Er það líka gert í langflestum
tilvikum og þá oftast getið
götunnar, ef um „gamla“ bæinn
er að ræða, þar sem hverfa-
skiptingin er æði óljós f hugum
flestra.
Og nú skal undirstrikað. Þótt
eitthvað óskemmtilegt gerist við
ákveðna götu eða í ákveðnu húsi,
er fráleitt að stimpla alla fbúana
samkvæmt því.
Að lokum þetta: í sannleika
sagt er Breiðholtshverfi stolt
borgarinnar. F rir örfáum árum
voru þarna benr melar — en nú
glæsileg byggð með iðandi mann-
lifi.
0 Verzlunarhættir.
Guðrún Hallgrímsdóttir, Ból-
staðarhlíð 50, hringdi til Vel-
vakanda og óskaði eftir því, að
einhver lögfróður maður gæfi
henni upplýsingar um, hver væri
réttur viðskiptavina verzlana.
Hún sagðist hafa borgað inn á
ákveðinn hlut í verzlun einni, en
afþakkaði hann siðan daginn
eftir. Þegar hún ætlaði svo að fá
peningana endurgreidda (500
krónur) var henni tjáð, að þá gæti
hún ekki fengið, hún yrði að taka
út á þá.
Lenti þarna í allmiklu þjarki,
sem lauk með því, að Guðrún yrði
að bíða eftir því að fá peningana
greidda þar til viðkomandi hlutur
yrði seldur.
$ Var ekki svo
illa staddur.
Guðrún sagði, að þessir
verzlunarhættir hefðu komið sér
mjög á óvart. Hún hefði í fyrra
keypt hlut í annarri verzlun, farið
með hann heim, en hann ekki
passað. Hún sagði, að sér hefði
verið ljóst að hún ætti enga
heimtingu á að fá að skila honum
attur, en kaupmaðurinn hefði
strax tekið hann með þeim um-
mælum, að hann væri ekki svo
illa staddur, að hann gerði það
ekki.
Nú vill Guðrún, eins og í upp-
hafi segir, mjög gjarnan fá að
vita, hver sé réttur viðskipt tvina í
tilfelli sem þessu. Um leið lét hún
í ljós undrun sína yfir slíkum
verzlunarháttum, þar sem þeir
væru viðkomandi verzlun örugg-
lega til tjóns. Þeir, sem í slíku
lentu, kæmu þangað aldrei aftur.
37
MEÐ ÁVÖLUM
„BANA“
BETRI STÝRISEIGINLEIKAI
BETRISTÖÐUGLEIKI í BEYGJUf
BETRI HEMLUN
BETRI ENDING
Veitið yður meiri þægindi
og öryggi í akstri — notið
GOODYEAR G8,
sem býður yður fleiri kosti
fyrir sama verð.
V"
Sölustaðir:
Reykjavík:
Hekla h.f„ Laugaveg 1 70—1 72
Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns
Glslasonar, Laugaveg 171.
Keflavík:
Gúmmíviðgerðin, Hafnargötu
89.
Hveragerði:
Bifreiðaþjónusta Hveragerðis
v/Þelamörk.
Akranes:
Hjólbarðaviðgerðin h.f., Suður-
götu 41.
Akureyri:
Hjólbarðaverkstæði Arthurs
Benediktssonar, Hafnarstræti 7.
Baugur h.f:
bifreiðaverkstæði Norðurgötu
62.
Stykkishólmur:
Bilaver h.f. v/Ásklif.
Neskaupstaður:
Bifreiðaþjónustan, Strandgötu
54.
Hjólbarðavinnustofan,
Strandvegi 95,
Vestmannaeyjum.
Bilaverkstæði Dalvíkur,
Dalvik
Kirkjubæjarklaustur
Steinþór Jóhannesson.
Hornafjörður
Jón Ágústsson, Söluskála B.P.
Reyðarfjörður
Bilaverkstæðið Lykill.
Egilsstaðir
Þráinn Jónsson, Vegaveitingar
við Lagarfljótsbrú.
Ólafsfjörður
Bilaverkstæðið Múlatindur.
Húnavatnssýsla
Vélaverkstæðið Viðir, Viðidal.
HEKLAhf
170—172 — Sim. 21240
fMR ER EITTHURÐ
FVRIR RLLR
4i 2Hörgunl)Ið&il>