Morgunblaðið - 23.07.1974, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JULI 1974
Þórður Friðbjarnarson tekur fyrstu skóflustunguna að viðbyggingu
minjasafnsins.
messuna. Kirkjukórar Akureyrar-
og Lögmannshllðarkirkna leiddu
söng við organleik Jakobs
Tryggvasonar.
Aðalhátlðarsamkoma þjóðhátlð-
arinnar hófst svo í Kjarnaskógi
sunnan og vestan Akureyrar kl.
13.30 I glampandi sólskini með
leik Lúðrasveitar Akureyrar
undir stjórn Roars Kvam. Ófeigur
Eirlksson sýslumaður og bæjar-
fógeti setti samkomuna, en Bjarni
Einarsson bæjarstjóri lýsti hið
nýja og stórfagra útivistarsvæði
Akureyringa og Eyfirðinga opnað
almeriningi. Skógræktarfélag
Akureyrar hefir unnið að gróður-
setningu svæðisins I rösk 20 ár og
hefir Ármann Dalmannsson lagt
þar drýgstan hlut af mörkum,
enda þakkaði bæjarstjóri honum
sérstaklega I ræðu sinni, þótt
margir eigi hér hlut að máli.
Akureyrarbær hefir hraðað vega-
lagningu, skipulagi og öðrum
framkvæmdum á svæðinu einmitt
I því skyni, að þessi þjóðhátíð
mætti fara þar fram og tókst að
ljúka mikilvægustu verkunum I
tæka tíð. Segja má, að Akureyr-
ingar „uppgötvuðu" þennan
griðastað sinn um helgina, og
luku allir upp einum munni um
fegurð hans og friðsæld.
Sr. Pétur Sigurgeirsson vígslu-
biskup annaðist helgistund, en
söngfélagið Glgjan (kvennakór)
söng undir stjórn Jakobs
Tryggvasonar. Þá flutti Steindór
Steindórsson fyrrum skólameist-
ari aðalræðu dagsins, drap á
nokkra meginatburði genginnar
sögu þjóðarinnar og bað landi og
þjóð heilla og blessunar I framtíð.
Að loknu máli hans sungu karla-
kórar héraðsins undir stjórn Ás-
kels Jónssonar og með undirleik
Lúðrasveitar Akureyrar. Að þvf
búnu las Gunnar Stefánsson ljóð
eftir eyfirzk skáld, Jónas Hall-
grimsson, Hannes Hafstein og
Davlð Stefánsson.
Fulltrúi Vestur-Islendinga,
Skúli Jóhannsson forseti Þjóð-
ræknisfélags Islendinga I Vestur-
heimi flutti þvl næst ávarp, en á
hátíðinni voru staddir á annað
hundrað Vestur-Islendingar.
Einnig flutti ávarp formaður Ey-
firðingafélagsins I Reykjavík,
Valdemar Óskarsson, sem hét
stuðningi félagsins við ný-
byggingu minjasafnsins I tilefni
hátlðarinnar. Þá las Gunnar
Stefánsson upp kvæðið Eyfirð-
ingahvöt eftir Pál Helgason frá
Þórustöðum, en kirkjukórar hér-
aðsins sungu saman undir stjórn
Jakobs Tryggvasonar.
Hátíðinni barst heillaskeyti frá
Snorra Sigfússyni og var það
þakkað með dynjandi lófataki.
Þar með lauk hinni eiginlegu
hátíðardagskrá, en þá tók við
skemmtidagskrá, sem I senn var
til ánægju og fróðleiks. Piltar
sýndu leikfimi undir stjórn Kára
Arnasonar og Dóra Jónsdóttir
kynnti þjóðbúninga frá ýmsum
tímum, bæði búninga karla,
kvenna og barna og voru þeir
jafnframt sýndir. Félagar
úr UMF Víkverja sýndu
gllmu, hljómsveit Ingimars Ey-
dal lék og söng, og Ómar
Ragnarsson flutti skemmtiþátt.
Enn má nefna, að hesta-
menn úr Hestamannafélaginu
Létti riðu fylktu liði undir fánum
og I skrautbúningum ofan úr
fjaHi, þar sem þá fyrst bar við
loft, niður fjallshllðina og gegn-
um þátíðarsvæðið. Guðmundur
Snorrason rakti sögu íslenzka
hestsins og börnum var leyft að
koma á bak hestum, sem teymdir
voru undir þeim.
Laust eftir kl. 19 sleit Hilmar
Danlelsson framkvæmdastjóri
þjóðhátíðar Eyfirðinga samkom-
unni með nokkrum kveðju- og
þakkarorðum.
Erfitt er að áætla tölu hátíðar-
gesta, vegna þess að aðgangur var
ekki seldur og fólkið drelfðist
víða um hið stóra útivistarsvæði,
en fróðir menn gizka á, að þeir
hafi verið sem næst 9—10 þús-
und. Ekki er vitað til, að nein
óhöpp hafi orðið I sambandi við
hátíðina, hvorki á hátfðasvæðinu
sjálfu né I umferðinni að því og
frá.
Merki hátíðarinnar, sem táknar
siglingu Helga magra inn Eyja-
fjörð með töluna 1100 I segli
skipsins, gerði Kristinn G.
Jóhannsson skólastjóri, en leik-
sviðið teiknaði og skreytti Hall-
mundur Kristinsson. Formaður
þjóðhátlðarnefndar Eyjafjarðar-
sýslu er Sveinn Jónsson bygginga-
meistari og bóndi, Kálfskinni, en
formaður þjóðhátíðarnefndar
Akureyrar er Hörður Ólafsson
skólastjóri.
Kjörorð hátíðarinnar var:
„Byggjum land — bætum land“.
Sv.P.
Séð yfir hátfðarsvæðið og hluta hátfðargesta.
— Þjóðhátíð
Framhald af bls. 11
brugðu upp stemmningum frá
harmonikuböllum fyrri ára og
dansflokkur Vestur-Islendinga I
Winnipeg, sem kallar sig „Dans I
gamni“, sýndi þjóðdansa við
geysilega hrifningu. Auk alls
þessa var mikill almennur söngur
með aðstoð forsöngvara.
Á sunnudagsmorguninn kl. 9
var svo tekin fyrsta skóflustunga
að viðbyggingu Minjasafnsins á
Akureyri norðan við safnhúsið
Kirkjuhvol, en eigendur safnsins,
Akureyrarbær, Eyjafjarðarsýsla
og Kaupfélag Eyfirðinga höfðu
veitt sérstaklega fé til þessarar
framkvæmdar I tilefni þjóð-
hátíðarársins. Varaformaður
safnstjórnar, Ármann Dalmanns-
son, ávarpaði viðstadda I veik-
indaforföllum formanns, Jónasar
Kristjánssonar, en Þórður Frið-
bjarnarson safnvörður tók fyrstu
skóflustunguna. Því næst flutti
Valur Arnþórsson forseti bæjar-
stjórnar ræðu fyrir hönd eigenda
safnsins, ræddi menningarhlut-
verk þess og árnaði því heilla I
framtíðinni.
Hátíðamessa hófst I Akureyrar-
kirkju kl. 11. Þar prédikaði sr.
Stefán Snævarr prófastur, en 6
prestar úr héraðinu þjónuðu við
INNLENT LÁN
RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS
1974. 1.FL
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
Samkvæmt heimild í LXIII. lið
6. gr. fjárlaga fyrir árið 1974,
sbr. lög nr. 7 frá 13. mars
1974, hefur fjármálaráðherra,
fyrir hönd ríkissjóðs, ákveðið
að bjóða út verðtryggð spari-
skírteini, samtals að fjárhæð
200 milljónir króna til viðbótar
þeim 200 milljónum króna,
sem gefnar voru út og seldar
í síðasta mánuði.
Lánskjör skírteina eru ó-
breytt frá síðustu útgáfu, þau
eru lengst til 14 ára frá15.sept-
ember1974, en eigandaísjálfs-
vald sett, hvenær hann fær
skírteini innleyst eftir 15. sept-
ember 1979. Vextir eru 3% áári
fyrstu fimm árin, en meðaltals-
vextir allan lánstímann eru 5%
á ári, auk þess eru þau verð-
tryggð miðað við breytingar á
vísitölu byggingarkostnaðar.
Skírteinin eru skattfrjáls og
framtalsfrjáls á sama hátt og
verið hefur, en þau skulu skráð
á nafn.
Skírteinin eru gefin út í þrem
stærðum, 5.000, 10.000 og
50.000 krónum.
Sala skírteina hefst þriðju-
daginn 23. júlí, og verða
þau til sölu hjá bönkum,
bankaútibúum og innláns-
stofnunum um allt land, svo
og nokkrum verðbréfasölum
í Reykjavík. Liggja útboðs-
skilmálar frammi hjá þess-
um aðilum.
Júlí 1974
} SEÐLABANKI ISLANDS