Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. AGUST 1974 Sameiginlegt hús verzlunarstéttarinnar unarmannafélag Reykjavfkur, sem telur um 4600 félagsmenn. Hefur farið fram athugun á lóð undir bygginguna á svæðinu, þar sem nýi miðbærinn á að koma inni við Miklubraut. Við tilkomu hinnar nýju bygg- ingar, sem ætti að geta orðið að veruleika áður en mjög lant um lfður, ykist aðstaða til fundar- halda og ýmiss konar sameigin- legrar félagsstarfsemi og húsnæð- ið nýttist betur. Þjónusta við þá, sem erindi eiga við þessi félög og samtök, ykist stórlega. Á einum stað fengist afgreiðsla, sem ann- ars þyrfti að leita vfða, og allt mundi þetta hafa mikla fjárhags- lega þýðingu fyrir viðkomandi. Sá ávinningur yrði samt áreiðanlega mestur, að á þennan hátt gæfist tækifæri til þess fyrir verzlunar- stéttina að kynnast betur, vinna saman og skilja, að hagsmunahóp- arnir innan hennar eru greinar á sama meiði og þessum aðilum ber öllum jafn mikil skylda til að bera vatn að rótunum. Styrkur til stórástaka Verzlunarráð Islands, sem nú á sér 55 ára sögu, á að vera að flestra áliti aðalsamtök þeirra, sem starfa f verzluninni; innan þess eiga verzlunarsamtökin að koma saman til stórátaka, þegar þess þarf með. Félagar ráðsins eru f dag 532 og má þar nefna kaupmenn, bygg- ingavöruverzlanir, olíufyrirtæki, flugfélög, bifreiðaverzlanir, heildverzlanir, banka, trygginga- félög, fasteignasölur, skipafélög, ferðaskrifstofur, bókhaldsskrif- stofur, endurskoðun og lögfræði- þjónustu. Gefur auga leið, hvflikur fjöldi fyrirtækja og einstaklinga í land- inu er hér undir sama hatti. Sam- tök þessara aðila þarf að styrkja enn frekar til að styrkur þeirra verði meiri til stórátaka. Stofnun Verzlunarráðs fyrir 55 árum var tákn nýs tfma. Islenzk verzlun var að vísu á bernsku- skeiði, en verzlun og siglingar voru um þær mundir að færast í innlendar hendur. Eggert Kristjánsson stórkaup- maður lýsti í verkefnum íslenzkr- ar verzlunarstéttar þessa tíma þannig: „Verzlunarstéttin fékk það erfiða hlutskipti að gera ein okaða verzlun frjálsa, að gera fá- breytta verzlun fjölbreytta, að gera erlenda verzlun innlenda, að gera óvinsæla verzlun vinsæla." Þessu mikla verkefni, sem Egg- ert lýsti með þessum orðum, er f rauninni ekki að fullu lokið enn þann dag í dag, þegar síðast- nefnda atriðið er hugleitt. Enn er eins og víða eimi eitthvað eftir af gömlu tortryggninni í garð þeirra, sem standa fyrir innan afgreiðslu- borðið og selja vöruna. Tor- tryggni frá tíð einokunnar. Skiln- ingur almennings á frjálsri verzl- un og þýðingu hennar hefur þó aukizt gífurlega á sfðustu árum, en margir aðilar viðskiptalífsins hafa líka mátt standa í ströngu við að verja tilveru sína og aug- ljósan tilverurétt — jafnt gagn- vart almenningi og hinu opin- bera. BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi frá útbreiðslunefnd nokk- urra félaga f verzlunarstétt f til- efni af frídegi verzlunarmanna: FRÍDAGUR VERZLUNARMANNA fer nú í hönd. Árlegur frídagur, sem að vísu er ekki lengur í einkaeign verzlunarmanna. Þessi framleng- ing á helginni er gjarnan notuð til lengri helgarferða — en um þessa helgi er lfka eðlilegt, að sá mikli fjöldi, sem starfar að verzlun og viðskiptum f landinu, leiði hug- ann að málefnum sfnum. Nýtt hús — nánara sam- starf Eitt af því, sem nú er efst á baugi, er frekari sameining þeirra, sem starfa í viðskiptalíf- inu. Er þá um það að ræða að þjappa betur saman þeim hópi og hinum ýmsu félögum þeirra og samtökum og auka verkaskipting- una. Þá er einnig unnið að þvf um þessar mundir að koma atvinnu- rekendum og launþegum við- skiptalffsins undir sama þak. Það er augljóst, hversu mikið óhag- ræði það er, þegar skyld félags- samtök eru að vinna sitt í hvoru lagi bæði hvað snertir húsnæði og svo störf að ýmsum hagsmuna- málum. Félögin, sem vinna að undir- búningi að byggingu sameiginlegs húss, eru Verzlunarráð Islands, Félag íslenzkra stórkaupmanna, Kaupmannasamtök Islands, Verzlunarbanki Islands, Lffeyris- sjóður verzlunarmanna og Verzl- Liðin tfð — krambúðin gamla. — Myndin er tekin á þróunarsýningunni f Laugardalshöll. „Engin þjóð sýnt börnum sínum Héraðsmót Sjálfstæðisflokksins Skúli Jóhannsson forseti Þjóð- ræknisfélags tslendinga f Vestur- heimi. í fjarlægð jafn mikla vinsemd Rætt við Skúla Jóhannsson forseta Þjóð- # ræknisfélags Islendinga í Vesturheimi Vestur-fslenzki hópurinn, sem hingað kom á þjóðhátfðina, hélt heimleiðis f gær. Mbl. ræddí við Skúla Jóhannsson forseta Þjóð- ræknisfélags tslendinga í Vestur- heimi daginn áður en hann hélt á ný vestur um haf og var f sam- talinu fjallað um starfsemi Þjóð- ræknisfélagsins og menningar- lífið hjá fslenzka þjóðarbrotinu í Vesturheimi. Skúli Jóhannsson hefur verið forseti Þjóðræknisfélagsins frá árinu 1969, er sr. Philip M. Pétursson, sem þá var forseti, varð menningarmálaráðherra Manitobafylkis. Innan Þjóð- ræknisfélagsins eru starfandi 10 deildir, sem halda árlega þjóð- ræknisþing í Winnipeg í janúar- mánuði. Hefur Skúli ákveðið að láta af forsetastörfum í félaginu á næsta þingi þess. Hann hefur búið vestan hafs f rúm 19 ár, er sonur Jóhanns Eyjólfssonar frá Sveinatungu f Norðurárdal og Ingibjargar Sigurðardóttur konu hans. Skúli er yngstur í hópi 11 systkina, sem nú eru öll látin nema tvö, Skúli sjálfur og Helga systir hans. Við byrjuðum samtalið á að tala um hátíðarhöldin, sem verða f Manitoba á næsta ári í tilefni 100 ára afmælis varanlegrar byggðar Islendinga þar. — Upphaf varanlegs landnáms Islendinga í Manitoba er miðað við 21. október 1875, sagði Skúli, en bá kom stór hópur landnema f Víðines við Winnipegvatn rétt hjá Gimli. — Hátíðarhöldin á næsta ári verða í tvennu lagi. Annars vegar verður dagskrá í kringum hinn árlega tslendingadag, en hann höldum við hátíðlegan með þriggja daga hátíð á hverju ári f byrjun ágúst. Hins vegar verður svo önnur þriggja daga hátfð f kringum sjálft afmælið f október. Við vonum, að sem flestir Is- lendingar geti komið á þessar hátíðir og eigum nú þegar von á fjórum kórum og tveimur leik- flokkum á ágústhátfðina. Þá eig- um við von á, að fólk af íslenzkum ættum um gervöll Bandaríkin og Kanada komi á októberhátíðina. Það er svipuð tilfinning fyrir þá að fara þangað og fyrir okkur að koma hingað til Islands. Þjóð- ræknisfélag Islendinga hér á landi, en sr. Bragi Friðriksson er formaður þess, mun annast fyrir- greiðslu fyrir þá, sem vilja heim- sækja okkur á næsta ári, og það er áreíðandi, að þeir snúi sér snemma til félagsins. — A hátfðinni verða haldnir fyrirlestrar og listamenn koma fram. Ákveðið er að halda nokkrar myndlistarsýningar, t.d. verður sýning á verkum Emils Walters, en hann er þekktasti list- málari í hópi Vestur-Islendinga. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðisflokks- ins á þessu sumri halda áfram um næstu helgi. Verða þá haldin þrjú mót á Vestfjörðum, Bfldudal, Hnífsdal og á Þingeyri. Bíldudalur: Þar verður héraðs- Sigurlaug mót föstudaginn 9. ágúst kl. 21,00. Ávörp flytja Matthías Bjarnason alþm. og Ólafur Kristjánsson skólastjóri. Hnífsdalur: Héraðsmótið í Hnífsdal verður haldið daginn eftir, laugardaginn 10. ágúst, og hefst kl. 21,00. Ávörp flytja Matt- hías Bjarnason alþm. og Jón Ólaf- ur Þórðarson lögfræðingur. Þingeyri: Lokamótið á Vest- fjörðum verður á Þingeyri sunnu- daginn 11. ágúst kl. 21,00. Ávörp munu flytja Sigurlaug Bjarna- dóttir alþm. og Einar Oddur Kristjánsson frkvstj. Skemmtiatriði á héraðsmótun- um annast hljómsveit Ólafs Gauks ásamt Svölu Nielssen, Svanhildi og Jörundi Guðmunds- syni. Hljómsveitina skipa: Ólafur Gaukur, Svanhildur, Ágúst Atla- son, Benedikt Pálsson og Carl Möller. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Ólafs Gauks leik- ur fyrir dansi. Matthfas. Þá verður sýning á verkum ungs listafólks svo menn geti séð vest- ur-fslenzka list hundrað árum eft- ir landnámið. Við snerum talinu að íslenzku- kennslunni vestan hafs og varð- veizlu tungunnar meðal yngra fólks þar. — Það var mikið lán fyrir okkur, sagði Skúli, þegar íslenzku deildin var stofnuð við Manitoba- háskóla, en það var í marz 1951. Fyrsti íslenzki prófessorinn þar var Finnbogi Guðmundsson, sem nú er landsbókavörður, og var hann í því starfi í 5 ár. Þá tók við prófessor Haraldur Bessason og gegnir hann starfinu enn. Báðir þessir menn hafa unnið sérstak- lega gott starf og er „fslenzki stóllinn" í afarmiklu áliti. I fyrra Framhald á bls. 31 Einn undirstöðuatvinnu- veganna Verzlunin hefur ætíð orðið út- undan, þegar talað er um undir- stöðuatvinnuvegi. Þeir, sem fjalla um verzlunina, telja hana hins vegar vera einn af helztu fram- leiðsluatvinnuvegum landsins. Það væri ekki hægt að framleiða ef ekki væri hægt að selja. Þess vegna er verzlun jafn nauðsynleg og aðrir atvinnuvegir og má hik- laust skipa á bekk með landbún- aði, sjávarútvegi og iðnaði. Rétt eins og sjávarútvegur er styrktur til rannsókna, útflutn- ingsbóta og markaðsleitar og rétt eins og iðnaðurinn er styrktur til tækniþróunar og markaðskann- ana þarf að styrkja verzlunina til markaðsleitar, markaðsrann- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.