Morgunblaðið - 04.08.1974, Síða 4

Morgunblaðið - 04.08.1974, Síða 4
4 ® 22-0*22- RAUOARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR (pB BÍLALEIGAN 5IEYSIR CAR RENTAL «24460 I' HVERJUM BÍL PIONCEEJR ÚTVARP OG STEREO CASETTUTÆKI Bílaleiga CAR RENTAL ScnduiM 41660-42902 Ferðabílar hf. Bílaleiga S 81260 5 manna Citroen G.S fólks- og stationbílar 1 1 manna Chowolet 8—22 manna Mercedes-Benz iiópferðarbílar (með bílstjórn). JWoT0«nl)lal)ií> nucLVsmcRR 22480 AUGLÝSINGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA AA*)raeti 6 sími 25810 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 1974 vió gluggann eftirsr. Árelíus Nielsson Afnám prestskosninga Hvað er kosningaréttur? Frelsi til að velja sér foringja, leiðtoga, stjórnanda. Frelsi. Það er fagurt orð, fögur hug- sjón. Og samt fegurst þeim, sem frelsi eru sviptir. Samt eru margir hræddir víð frelsi. Og vissulega er það tvf- eggjað sverð og eins og allt, sem er dýrmætt, mjög vandmeðfar- ið og skal varðveitt vel. Frelsi er sérstök forréttindi — sérstakur gimsteinn kristn- um manni, með sjálfan „Frelsarann" í broddi fylk- ingar. Og einmitt kristinn maður ætti að hafa öðlazt sérstakan þroska til að beita sínu frelsi og nota það. Prestskosningar eins og allar kosningar eru verksvið fyrir frjálst fólk til frama og menningar, sé rétt að farið. Nú er talað um að afnema þær. Sannað hefur verið, að marg- ir beztu menn þjóðarinnar, framsýnir, vitrir og hugsandi menn bæði í prestastétt og stjórnmálum og biskupssessi studdu að þessum réttindum, efldu þau og lögfestu. Er þjóðinni að fara svona aftur? Vill hún nú afnema sín eigin réttindi í miklu nauð- synjamáli til menningar? Vill hún láta mistök og rangar að-. ferðir nokkurra manna og hópa hræða sig af vegi frelsis og stíga nú spor aftur á bak í and- legu frelsi og mannréttindum? Hvar erum við stödd? Höfum við þokazt austur fyrir „tjald- ið“, þar sem fólk er tekið sem vöggubörn og kjölturakkar og sagt og sigað af fámennum og oft misvitrum hópi, hvað gera skal, hugsa og segja skal, af því að það hafi ekki sjálft vit að velja eða vit til að nota sinn rétt? Þetta ku eiga að vera til að varast vonda baráttu? Hefur vonda baráttan, sem afnumin var f einræðislöndum, haft verri áhrif en einmitt afnám hennar. Vissulega getur kosningabarátta haft sína galla í höndum misviturra manna. En er samt til betri aðferð að sama marki, hjá sæmilega þroskuðu fólki? Ég spyr, Er ekki kosningaþvingun og kúgun enn verri aðferð með ennþá verri afleiðingar? Hugsið sjálf. Með afnámi prestskosninga- réttar er verið að læðast aftan að því fólki, sem lætur sig kristni í landinu nokkru varða. Með þessu er hugsanlega verið að leggja rétt kirkjunnar í hendur valdhöfum, sem láta sig kristni landsmanna litlu skipta. Með þessum ráðum er verið að ónýta ráð og baráttu beztu manna í upphafi þessarar ald- ar. Með þessu fáti er verið að stíga spor aftur á bak í menn- ingarlífi, frelsi og þegnréttind- um þjóðarinnar. Og með þvf að afnema þennan rétt er verið að ganga á rétt einnar fámennustu, en þó að mörgu leyti virðulegustu stéttar þessarar litlu þjóðar. Ég veit, að enginn vildi fella niður kosningarétt á öðrum sviðum, t.d. til Alþingis, nema þá einhverjir valdaræningjar, sem varla yrði bót að. Og hvað ætli þingmenn segðu um slíkar trakteringar? Kannski segir einhver: Prestastéttinni er hægt að bjðða allt. Hún er meira að segja vön því, að embættum hennar og aðstöðu sé skákað á miðjum starfstfma, svo allt sé eftir augnabliksgeðþótta ein- hverra ráða og nefnda. Og svo ættu prestarnir, segja aðrir, að muna sín spor og sitt böl í prestskosningum, sem stundum eru beinlfnis ókristi- legar með áróðri, rógi og lág- kúruhætti. Þetta getur allt verið rétt, en vanalega vegna þess, að þarna gilda ekki réttar reglur. Það er annar kapftuli. Ég, sem þetta rita, hefi verið kosinn í tveim prestaköllum löglegri kosningu og fallið í tveim eða við tvennar kosningar. Sjálfsagt hefur eitthvað að mátt finna. En ekkert varð til vansa, sem vitað sé eða munað, enda aðeins komið og sýnt sig og messað. Og þeir, sem voru á móti urðu ekki síðri sóknar- börn síðar. Hins vegar er innan handar illum tungum og öfundsjúkum hug að eyðileggja eða skemma fyrir presti í starfi fyrr eða síðar á leið hans. Til þess þarf engar kosningar! I harðri kosningahríð er auð- vitað hugsanlegt að lenda. Og múgurinn fer ekki mjúkum höndum um neinn. Og hylli fjöldans er alltaf lftið fagnaðar- efni og skammvinnt. En sé prestur þeim vanda vaxinn að vera í þjónustu hins góða, þá gleymist kosningahríð- in fljótt. Og því miður verða þar oft hinir fyrstu síðastir og síðustu fyrstir, þegar á að fara að vinna með prestinum. En prestskosningar eru þó tákn þess frelsis, sem rfkja skal hjá fullvalda þjóð. Þar þurfum við ekki að spyrja um annarra götur og hefðir. Þar ættum við að skara fram úr í frelsi og frelsisnotum sem ein hin frjálsasta þjóð heims. Játizt ekki undir ánauð ófrelsis. Látið ekki taka rétt ykkar né skerða hann í andleg- um málum. Thorvaldsen 1 Miklabæ HÉR á landi hafa verið stödd að undanförnu danski listmál- arinn Jens Urup og kona hans Guðrún Sigurðardóttir, list- málari. Þau hafa í sameiningu unnið að gerð tveggja gler- mósaikmynda, sem nýlega voru settar upp í kórglugga Sauðár- krókskirkju. Myndirnar eru f kórgluggum sín hvorum megin við altarið og táknar önnur þeirra skírn, en hin kvöldmál- tíðina. Eru myndirnar ca 186x75 cm að stærð. Það er Guðrún, sem hefur gert skissur að myndunum, en Jens hefur unnið þær í gleri. Glermósaik- myndirnar eru gjöf frá Kaupfé- lagi Skagfirðinga í minningu séra Sigfúsar Jónssonar. Hjón- in voru hér á landi m.a. til að skoða kirkjuna, eftir að mynd- unum var komið fyrir, en þau höfðu einnig með sér norður andlitsmynd af Thorvaldsen, myndhöggvara, sem þau af- hentu Miklabæjarkirkju að gjöf. Myndina gerði Jens Urup sem prufumynd, þegar hann vann við endurgerð mynd- ræmu, sem klæðir veggi Thor- Guðrún Sigurðardóttir og Jens Urup við Thorvaldsenmyndina, þar sem henni hefur verið komið fyrir f Miklabæjarkirkju. lítið orðið eftir af henni. Á árunum 1950—59 var mynd- ræman endurnýjuð og féll það í minn hlut að gera myndina af Thorvaldsen. Ég hef oft hugs- að, að skemmtilegt gæti verið að gefa þessa prufumynd til staðar, sem hefði einhver tengsl við Thorvaldsen. Ég komst þá að þvf, að tengsl eru milli Thorvaldsen og Mikla- bæjar, þar sem afi Thorvald- sen, síra Þorvaldur Gottskálk- son, var prestur við Mik|a- bæjarkirkju. Sonur hans og faðir Thorvaldsens fór til Kaupmannahafnar 1757, þá 17 ára gamall. Þannig liggur leiðin til Kaupmannahafnar og áfram til Rómar, þar sem Thorvaldsen dvaldist lengi. Sú staðreynd, að Thorvaldsen hafi verið, í gegn um föður sinn, meðvitandi um þessi tengsl við Miklabæ, virðist vera ófrávíkjanleg. Hann ákveður meira að segja að senda kirkjunni að Miklabæ að gjöf skírnarfont, sem hann hafði sjálfur gert. Skírnar-' fonturinn komst þá aldrei lengra en til Reykjavíkur og er nú í Dómkirkjunni í Reykjavík. Andlitsmyndina langar okkur nú að gefa til þess staðar, sem frá er komin föðurætt Thor- valdsen. Myndin er persónuleg gjöf frá Guðrúnu og mér og um . leið vinarkveðja okkar til ís- lands." Myndin var afhent kirkjunni að gjöf laugardaginn 20. júlí að viðstaddri sóknarnefnd staðar- ins og hefur henni verið komið fyrir í kirkjunni. — S. Th. Önnur glermósaikmyndanna í kórglugga Sauðárkrókskirkju. valdsensafnsins í Kaupmanna- höfn að utan. Myndræmuna gerði listamaðurinn Sonnes fyrir rúmlega 100 árum og er hún unnin í litaðri sements- blöndu og lýsir heimkomu Thorvaldsen frá Róm og þeim móttökum, sem hann fékk í Kaupmannahöfn. Mbl. hafði samband við Jens Urup og sagði hann m.a.: „Ég gerði þessa mynd af Thorvaidsen fyrir u.þ.b. 15 árum sem undirbúningsvinnu að Thor- valdsen-myndinni á Sonne- myndræmunni. Ég vann þá ásamt öðrum listamönnum að endurgerð myndræmunnar, sem upphaflega var gerð fyrir rúmlega 100 árum, en hafði skemmzt mikið af völdum vinda og veðra og var reyndar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.