Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGUST 1974 Frá bílasýningu Bifreiða- og landbúnaðarvéla. Bílasýning á vegum B&L Sfðastliðinn föstudag var opnuð bflasýning á vegum Bifreiða- og landbúnaðarvéla f tilefni af 20 ára afmæli fyrirtækisins. Einnig var þá tekin f notkun viðbótar- bygging við stórhýsi B&L við Suðurlandsbraut. Er hún 500 ferm að flatarmáli, á tveimur hæðum. Á sl. 20 árum hefur B&L selt hér á landi yfir 10 þús. bfla frá Sovétríkjunum og á seinni árum hefur hlutur rússneskra bíla ver- ið um 10% af bflainnflutningin- um. Starfsmenn B&L eru nú milli 50 og 60. Tveir þeirra, Jón Guðjónsson og Anton Ólason, hafa unnið hjá fyrirtækinu frá byrjun. Fengu þeir gullpening þjóðhátfðarnefndar sem þakk- lætisvott frá stjórnendum fyrir- tækisins og aðrir tveir, Guðlaugur Pálsson og Gylfi Sigurjónsson fengu silfurpeninginn fyrir 15 ára starf. Yuri Kirichenko sendiherra Sovétríkjanna opnaði sýninguna, en Petrov aðalforstjóri Avroex- port, sem kom hingað vegna þessa afmælis, flutti ræðu við það tæki- færi. UNGT FÓLK lirífst oft af því, sem uppruna á í eldri hlutum, enda sameina þeir gjarnan notagildi og aðlaðandi látleysi, sem einmitt venst svo vel. Borðstofusettið hér að ofan er dæmi um þetta. V þriðjudaginn verður margt nýtt að sjá hjá okkur. Lítið inn, það er þess virði. Ul»« Simi-22900 Laugaveg 26 KIRKJAN 0G ÞJÓÐHATrólN ÁREIÐANLEGA hafa margir veitt því athygli, að þáttur kirkj- unnar f þeim hátíðahöldum, sem farið hafa fram víðsvegar um land, hefur verið mjög verulegur. Guðsþjónustur og helgistundir hafa verið haldnar og kirkjukórar annazt söng og prestar víða verið ræðumenn. Allt hefur þetta verið gert f beztu samvinnu við Þjóðhátíða- nefndir á hverjum stað. Þjóðhátíðin hér í Reykjavík hefur nú verið undirbúin og einn- ig hér hefur góð samvinna tekizt við kirkjur borgarinnar, svo að þáttur kirkjunnar f þessum hátíðahöldum er eðlilegur. A laugardaginn kl. 2 verður klukknahringing í öllum kirkjum Reykjavfkur. Biskup landsins tal- ar á hátlðasamkomu Arnarhóls- túni. Á sunnudaginn verða þjóð- hátíðarmessur I öllum krikjum borgarinnar, eftir því sem við verður komið og helgistund 1 garðinum í Laugardal 1 upphafi hátíðahaldanna þar. (Ef veður leyfir.) Mun sr. Grfmur Grímsson og stjórna þeirri helgistund. Þá verður hátfðasamkoma í Dómkirkjunni um kvöldið kl. 8.30. Þar flytja erindi: Andrés Björnsson útvarpsstjóri og Jón Þórarinsson, tónsskáld. Strengja- sveit og Dómkórinn mun flytja tónlist eftir Sveinbjörn Svein- björnsson, tónskáld. Ég vil eintíregið hvetja bæjar- búa til þess að sækja hátíðaguðs- þjónustur dagsins og samkomuna f Dómkirkjunni um kvöldið. Þakklæti og lofgjörð til Drottins á að vera veigamikill þáttur í hátfðahöldum Þjóðhátíðarinnar. Það er hlutverk kirkjunnar að vera með fólkinu á gleði og al- vörustundum lffsins og gera sitt til að efla heilbrigða þróun þjóð- lffsins. Vel mættum vér muna orð E. Ben. „Sújtjóð, sem f gæfu og gengi vill búa, á Guð sinn og land sitt skal trúa.“ Með þjóðhátíðarkveðju til Reykvíkinga. Öskar J. Þorláksson dómprófastur — Gunnar Framhald af bls. 8 stárfa fyrir hið opinbera algjörlega endurgjaldslaust. Nú er svo komið, að smásöluverzlunin er staersti inn- heimtuaðili hins opinbera í þjóðfé- laginu og í stórum fyrirtækjum er þetta orðið svo mikið starf, að nauð- synlegt er að hafa einn eða fleiri menn á fullum launum til að annast innheimtu á sköttum og skyldum fyrir ríkið. Hvaða áhrif hefur 25% innborg- unarskyldan haft! för með sér? — Hún hefur haft þau áhrif, að nú þegar er farið að bera á vöru- skorti, sem virðist aukast með hverri vikunni sem líður. Nú hafa margir haldið því fram, að lokun verzlana á laugardögum feli ! sér skerta þjónustu við neyt- endur — varst þú hlynntur þessari lokun? — Benda má á ! sambandi við þetta, að meginkrafa V.R ! síðustu kjarasamningum var, að verzlanir yrðu lokaðar á laugardögum, a.m.k. yfir sumarmánuðina. Þetta féllumst við á og vissulega má segja, að hér sé um að ræða minnkandi þjónustu við neytendur. En síðan 40 stunda vinnuvikan var lögleidd og laugar- dagurinn varð jafn dýr vinnudagur og raun ber vitni var ekki mikill grundvöllur fyrir því að hafa opið þennan dag a.m.k. ekki þann tíma ársins, sem minnst er að gera. Ann- ars held ég, að þessi lokunartimi hafi ekki mælzt illa fyrir hjá neytend- um. Þessi lokunartími rennur út ! lok ágúst. Er eitthvað, sem þú vilt taka fram að lokum? — Ég vil aðeins nefna það, að með aukinni verzlunarmenntun og aukinni þekkingu almennings á gildi og þýðingu verzlunar ! nútimaþjóð- félagi og vonast ég til, að þessi mjög svo nauðsynlega atvinnugrein mæti ! framtiðinni auknum skilningi, jafnt hjá opinberum aðilum sem almenn- ingi, og verði skipað á bekk með öðrum höfuðatvinnugreinum þjóðfé- lagsins. Og ekki er sízt nauðsynlegt, að verzlunin njóti í framtíðinni sam- bærilegrar fyrirgreiðslu og skilnings frá hendi hins opinbera og aðrar undirstöðuatvinnugreinar þjóðfé- lagsins. — Magnús Framhald af bls. 8 komin ! land er hún tekin út hjá viðkomandi skipafélagi og ávextirnir keyrðir beint til verzlana. Það er þess vegna hvergi jafn mikill hraði i dreifingu og hjá okkur. — Flytjið þið eingöngu inn ávexti? „Nei, heildsölur, sem selja á jafn lítinn markað og (sland er, geta ekki sérhæft sig eingöngu í einni vöru Við erum þess vegna einnig með Melka-skyrtur og Adidas-íþróttavör- ur, en eins og kunnugt er notuðu átta af hverjum tíu þátttakendum ! heimsmeistarakeppninni ! knatt- spyrnu Adidas-skó." — Nokkuð að lokum, Magnús? „Ég vil svo gjarnan bæta þv! við að lokum, að mig undrar að forráða- menn margra íslenzkra verzlunarfyr- irtækja skuli enn þann dag í dag leggjast svo lágt að styrkja málgagn þess stjórnmálaflokks, sem hefur það á yfirlýstri stefnuská sinni að ganga af einkarekstrinum dauðum, og á ég þá við auglýsingar einkafyr- irtækja ! „Þjóðviljanum". — Með því að auglýsa í þessu málgagni alþjóðakommúnismans eru hinir sömu ! raun og veru að grafa slnar eigin grafir. íslenzk verzlunarstétt stendur nú á vegamótum. Að henni er hart vegið af vinstri öflunum ( landinu. En verum þess minnug, að frelsi þjóð- arinnar og frelsi verzlunarinnar fara saman. Þá fyrst fór íslenzka þjóðin að rétta úr kútnum, er verzlunin komst í hendur innlendra manna. Ósk mín til stéttarinnar á þessum hátíðisdegi verzlunarmanna er þv! sú, að hún haldi vöku sinni minnug þess, að hér eftir sem hingað til mun fara saman verzlunarfrelsið og frelsi þjóðarinnar. — Eyjólfur Framhald af bls. 8 opnunartíminn á laugardögum var styttur, frá kl. fjögur til eitt. Auk þess lengir þetta helgina hjá þeim og ég trúi ekki öðru en allir aðilar séu ánægðir með að fá lengri helgi ! jafn góðu veðri og verið hefur ! sumar." — Er verzlunarfólk ánægt með kjör stn? „Já, ég tel, að kjör verzlunarfólks séu nú sambærileg við kjör annarra stétta, en áður vorum við yfirleitt á eftir öðrum stéttum með að fá kjara- bætur. Launin hafa hækkað nokkuð, þar munar mestu, að áður fékk verzlunarfólk föst laun fyrir allan vinnudaginn, en fær nú greitt sér- staklega fyrir alla yfirvinnu nætur- og helgidagakaup. Fasteignir vantar Hef nokkra mjög góða kaupendur að einbýlis- húsum, raðhúsum og margs konar íbúðum, sérstaklega í Kópavogi. Sigurður Helgason hrl., Þinghólsbraut 53, sími 42390.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.