Morgunblaðið - 04.08.1974, Side 22

Morgunblaðið - 04.08.1974, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGUST 1974 Bjarni Sigurðsson óðals- bóndi í Vigur—Minning F. 24. júJÍ 1889. D. 30. júlf 1974. Yfir rúminu hennar ömmu hékk mynd af fallegum ungum manni f laufskornum pjátur- ramma, sem skein á eins og silfur. Oft var mér starsýnt á myndina. Einn morgun skreið ég svo upp í rúm til ömmu, herti upp hugann og spurði af hverjum myndin væri. „Þetta er hann Sigurður sonur minn,“ sagði hún og strauk hendi yfir myndina af mikilli nærgætni. Mér fannst myndin vera henni sem helgidómur og hún vildi eiga hana ein. Ef til vill mátti ég eiga svolítið.með henni, þvf óvenju mikið ástríki var með okkur ömmu. Mig langaði til að vita meira. Og svo sagði hún mér af ferð sinni, þegar hún í eitt skipti fór að heimsækja son sinn, prestinn f Vigur, sem hún unni svo heitt, frumburðinn, er bar nafn föður hennar Sigurðar á Heiði. — Þannig urðu fyrstu kynni mfn af frændfólki mínu í Vigur. — Eftir þetta var oft minnzt á Vigur og í huga mfnum hvíldi sérstakur ævintýrablær yf- ir litlu eyjunni í Sjúpinu, þar sein frændi minn úr Skörðunum hafði numið land og gert garðinn fræg- an. Tíminn leið og þar kom að því, að yngsti sonurinn, Stefán frá Vigur, kom til Akureyrar og var lærisveinn föður míns og heimil- ismaður í tvo vetur. Stefán var fallegur og vel géfinn piltur, allra manna kátastur og hvers manns hugljúfi, hafði frá mörgu að segja og brá upp töfrandi myndum frá eyjunni sinni. Löngunin óx og mig langaði mest af öllu til að komast vetur í Vigur, en eygði engin úrræði. Eitt vor þegar ég var um ferm- ingu gerðist ævintýrið, ég fékk að fara með pabba vestur í Vigur. í glaða sólskini var lent framan við bæinn, nýr heimur blasti við, ekk- ert var ofsagt af því, sem Stebbi þuldi yfir mér fyrir norðan. Ynd- isleg grösug eyja, fagur fjalla- hringur, fugl á hverri þúfu, hverri snös og fjaran kvik af lífi. Og þegar komið var heim að bæn- um, kúrði fugl í dúnmjúku hreiðri í gluggaskönsunum. Það var unaðslegt. Heimilið var mannmargt og með afbrigðum skemmtilegt. Gott fólk á ýmsum aldri og misjöfnum þroskaskeiðum var þar til heimil- is. Brátt kom þó í ljós, að eitt var sameiginlegt, það unni heimilinu og vildi gera allt því til vegs og virðingar. — Gömlu dyggðahjúi. er lengi hafði dvalið 1 Vigur, varð að orði, er fréttist að heimsstyj- öld væri skollin á 1914. „Skyldi ekki blessaður presturinn geta stillt til friðar.“ Slíkur var hugur fólksins til húsbónda síns. Þennan vortíma, sem ég fékk að dvelja í Vigur voru allir bræðurn- ir heima. Þótti mér mjög mikið til þeirra allra koma. Séra Sigurður hélt áleiðis til Reykjavfkur með föður mínum að kvöldi, daginn sem við komum þangað, en frú Þórunn var heima og Bjarni tók við bústjórn með móður sinni. Frú Þórunn var yntÞ isleg manneskja, glöð og kát og mikil rausnarkona. Ég hef oft heyrt þá, sem ekki þekkja eyjabúskap, að þar gangi allt af sjálfu sér, sé auðvelt í vöfum. En af þeim kynnum, sem ég fékk í Vigur, held ég, að því fari fjarri. Þar er vissulega margs að gæta og nauðsynlegt að hafa vökul augu. Bjarni kom mér strax þannig fyrir sjónir, að hann hefði auga á hverjum fingri og væri óvenjulega vaskur maður. Mér fannst hann geta allt. Það voru ekki einungis venjuleg bústörf, sem létu honum vel. Hirðing varps og veiðiskapur, hvort held- ur var á sjó eða landi, lék í hönd- um hans og skotfimi hans var við brugðið. — Til hans var kallað úr öllum áttum, ef eitthvað amaði að eða snöggra átaka var þörf. Bjarni var mjög söngelskur, hafði fallega rödd og lærði ungur að spila á orgel. Var hann organ- isti í Ögurkirkju í tugi ára. Að loknu dagsverki þótti sjálfsagt að gripa í orgelið um stund og taka lagið, því Bjarni unni söng og gleði. Aldrei var hann ánægðari en í hópi glaðra og góðra vina á gleðistund, var hann þá hrókur alls fagnaðar. — Hvergi hef ég komið, þar sem ég hef notið meiri gestrisni og elskusemi eins og í Vigur. Ef logn var á kvöldin var siglt kringum eyna um bjarta vor- nóttina. Bjarni taldi það ekki eftir að ýta báti úr vör, ef það gat glatt okkur unglingana. A helgum degi var siglt upp í Ögur í blíðskapar- veðri og systurnar í Ögri tóku okkur með mestu virktum, svo að dagurinn sá varð ógleymanlegur. Auðfundið var, að þær systur virtu Vigurfólkið. Mér fannst þær breyta um róm, þegar þær minnt- ust á prestinn. Allt þetta og miklu fleira, því af mörgu var að taka, rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég frétti lát Bjarna frænda mfns f Vigur. Bjarni var fæddur f Vigur 24. júlí 1889. Foreldrar hans voru Sigurður Stefánsson frá Heiði í Gönguskörðum, prestur og alþm. og kona hans Þórunn Bjarnadótt- ir hreppstjóra að Kjaransstöðum á Akranesi, mikilhæf sómakona. Ólst Bjarni upp hjá foreldrum sínum í Vigur. Fór hann ungur í Flensborgarskólann og lauk það- an prófi með lofi 1907. — Leiðin lá aftur heim í Vigur, þar sem hann átti heima alla ævi. Stóð hann oft fyrir búi föður sfns, er oft var að heiman. Árið 1913 gift- ist Bjarni frændkonu sinni Björgu Björnsdóttur frá Veðra- móti og tóku þau við búi í Vigur vorið 1919. Ungu hjónin voru frá fyrstu tíð mjög samhent um alla búskapar- hætti. Haldið var vel í horfinu og góður andi sveif þar yfir vötnun- um eins og fyrr. Bar öllum saman um, er þangað komu, að heimilið væri til fyrirmyndar á alla lund. Sama fólkið var í Vigur ár eftir ár. Traust þess á húsbændunum haggaðist ekki. Það treysti á Bjarna og Björgu, að þau gætu stillt allan vopnagný, ekki síður en presturinn, ekkert illt sækti það heim, og þvf varð að trú sinni. í Vigur var örugg höfn. Margir komu í Vigur, rfkir og fátækir, og var öllum vel tekið. Umkomulitlir einstæðingar áttu þar athvarf, ef með þurfti, allt til æviloka. Algengt var að koma börnum í Vigur til lengri eða skemmri dval- ar. Er oft ærinn vandi að taka annarra börn og eigi heiglum hent, en engan hef ég heyrt segja annað en veran f Vigur yrði þess- um börnum þroskagjafi. Bjarni var sannkallaður sveitar- höfðingi, ekkert var honum óvið- komandi, er snerti sveit hans og byggðarlag. Voru honum falin ótal trúnaðarstörf innanhéraðs. Fór honum allt vel úr hendi, er honum var trúað fyrir. Og þá var ekki að spyrja að Björgu, hún stóð ávallt vörð um heill bónda síns og hamingju, enda var hjónaband þeirra með eindæmum farsælt. Heimilið f Vigur stóð á gömlum merg, þar höfðu fornar dyggðir verið í heiðri hafðar. Engu var haggað nema sýnt væri, að til betra horfði ef breytt yrði til. Fólkinu f Vigur var óhætt að treysta. Þar voru engir veifiskat- ar, er voru eitt í dag og annað á morgun. Vigurhjónin eignuðust sex börn, þrjá syni og þrjár dætur, allt myndarfólk. Þegar börnin uxu úr grasi, lá leið þeirra til mennta og var foreldrunum ljúft að styðja þau til náms, námið sóttu þau af duganði og samvizku- semi, eru þau öll systkinin löngu þjóðkunn. Það er alltaf gaman að hitta systkinin frá Vigur. öll bera þau svipmót æskuheimilis sfns, eru glöð og elskuleg í viðmóti og áber- andi tengd sínum uppruna. Frá þvf þau fóru fyrst að heiman og fram á þennan dag, hefur heiður þeirra m.a. verið fólginn í þvf að að gera heimili og foreldrum sem mestan sóma. — Slíkt er mikil gæfa. Enn þá stefnir hugur þeirra systkina heim í Vigur og segir það sína sögu. Þangað er haldið, ef tóm stund gefst. Hvergi er betra að njóta friðar og unaðsstunda. Þar er þeim líka ávallt vel fagnað, þvf miklir kærleikar eru með þeim systkinum öllum. Fyrir um það bil 20 árum brugðii þau hjón búi Bjarni og Björg og tveir bræðurnir tóku við, Baldur og Björn. A Baldur fyrir konu Sigríði Salvarsdóttur frá Reykjafirði við Djúp, en Björn er ókvæntur. Bjarni og Björg hafa þó haldið kyrru fyrir í Vigur, þótt bræðurnir tækju við búi. Hefur það verið mikilsvirði fyrir þau að vera áfram á gamla heimil- inu sínu í Vigur. Hafa þau notið þar umhyggju sona sinna og tengdadóttur, sem öll hafa gert sitt ýtrasta til þess að þeim liði sem bezt. önnur börn þeirra Vig- urhjóna eru Sigurður sendiherra í Kaupmannahöfn, giftur Ölöfu Pálsdóttur myndhöggvara, Þor- björg, skólastjóri húsmæðraskól- ans á Isafirði, gift Brynjólfi Sam- úelssyni, húsasmfðameistara, Þór- unn gagnfræðaskólakennari, gift Lárusi Árnasyni málarameistara, Sigurlaug, menntaskólakennari og alþm., gift Þorsteini Thoraren- sen rithöfundi. Auk þess ólst upp í Vigur Þórey Sigurðardóttir og synir hennar tveir Þórarinn og Arni. — Kjartan Magnússon kom þangað 11 ára og dvaldi þar til tvítugsaldurs. Sagt er, að vort lán búi í oss sjálfum, leynist undir hjartarót- um vorum. Þó eru menn misjafn- lega fundvísir á það, leita langt yfir skammt. Bjarni og Björg leit- uðu á réttum stað. Lánið fylgdi þeim alla tfð. Skarð er fyrir skildi, þegar Bjarni er allur, en bót er í máli, að þegar litið er til baka má líta bjarta braut. Ég átti tal við eina frændkonu mína í gær, og spurði, hvað henni hefði fundizt mest um vert í fari Bjarna fræanda okkar. Hún var skjót til svars og sagði: „Mér fannst hann hafa allt til að bera, sem prýða má einn mann.“ Lengra verður vart komizt. Hulda A. Stefánsdóttir. Utför Bjarna frá Vigur fer fram frá ögurkirkju næstkomandi þriðjudag. Svið æskuára minna við Djúp vestur er bráðum autt. Ein af annarri ganga höfuðpersónur þess lffsþáttar fyrir ætternis- stapa. Nú síðast féll í valinn sá, sem öndvegi skipaði f ögursveit um áratuga skeið, Bjarni bóndi í Vigur. Bjarni Sigurðsson var fæddur í Vigur hinn 24. júlí 1889, og var því réttra 85 ára er hann andaðist. Foreldrar hans voru hinn þjóð- kunni stjórnmálamaður og klerk- ur séra Sigurður Stefánsson í Vig- ur, Stefánssonar bónda á Heiði í Gönguskörðum og konu hans Guð- rúnar Sigurðardóttur, og Þórunn Bjarnadóttir, Brynjólfssonar dannebrogsmanns og þjóðhaga- smiðs á Kjaransstöðum á Akranesi og konu hans Helgu Ólafsdóttur Stephensen. Séra Sigurður í Vigur fékk veit- ingu fyrir ögurþingum 1881 og sat þau með mestu sæmd til dauðadags 1924. Hann var hinn mesti atkvæðamaður og þjóðskör- ungur og sat á Alþingi á fjórða tug ára, ýmist sem þingmaður Norður-Isfirðinga eða ísafjarðar- kaupstaðar. Séra Sigurður átti fleiri kosta völ en ögurþinga. Hann var kjörinn dómkirkju- prestur í Reykjavík árið 1886 með miklum yfirburðum. Hann tók ekki því embætti en kaus að þjóna áfram fólki sínu norður við hið yzta haf og hugðarefnum þess. Frá öndverðum búskap þeirra hjóna í Vigur, séra Sigurðar og frú Þórunnar, var Vigurheimilið annálað fyrir reisn og höfðings- skap. Á þann myndarbrag hefir ekki fallið síðan. Þeim séra Sigurði varð þriggja sona auðið, Bjarna og þeirra Sigurðar, sýslumanns Skag- firðinga um langa hrfð, og Stefáns, verzlunarmanns á ísa- firði. Þeir eru báðir látnir fyrir nokkrum árum. Bjarni í Vigur var af góðu bergi brotinn. Að honum stóðu þeir ætt- stofnar, sem þjóðkunnir eru fyrir ágæti sitt. En þeir sem þekktu hann þurfa engrar ættfærzlu með. Hann var mikill og frábær maður af sjálfum sér. Bjarni ólst upp á umsvifamiklu heimili við algeng störf að búskap og sjósókn. Vigur er hlunninda- jörð fyrir þá sem á kunna að halda. Á þvf hafa þeir feðgar haft lag svo af ber, séra Sigurður, Bjarni og sfðast synir hans tveir, sem setið hafa Vigur hina tvo sfðustu áratugina. Bjarni varð kornungur formað- ur á útvegi föður síns og lét hon- um það starf hið bezta. Utræði var stundað frá Vigur vor og haust meðan fiskur gekk á mið Inn- djúpsmanna, þótt allmög drægi úr sjósókn þeirra feðga hin síðari árin. Enda var búskapurinn undirstaðan og svo arðsemi hlunninda, dún- og fulglatekja. Meðan æðarvarp hefir farið mjög minnkandi f landinu sfðari ára- tugina, hefir dúntekja í Vigur vaxið og ber það eitt með öðru fagurt vitni um elju og umhyggju ábúenda. Og þannig var allt búskaparlag Bjarna í Vigur, hvar sem borið er niður. Bjarni brautskráðist úr Flens- borgarskóla í Hafnarfirði árið 1907. Hann hvarf þegar að námi loknu heim í Vigur að búi föður síns og tók við búforráðum 1919. Sat hann sfðan Vigur til ársins 1953 að synir hans tveir, Björn og Baldur, tóku við. Hinn 16. september 1914 kvæntist Bjarni Björgu Björnsdóttur frá Veðramóti í Skagafirði, Jónssonar, danne- brogsmanns og hreppstjóra og konu hans Þorbjargar Stefáns- dóttur, Stefánssonar á Heiði, og voru þau Bjarni og Björg því syst- kinabörn. Þeim Bjarna og Björgu varð sex bama auðið: Sigurður, fyrrv. alþingisforseti og ritstjóri og nú- verandi sendiherra tslands f Kaupmannahöfn, kvæntur Ólöfu t Bálför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa MAGNÚSAR ÁGÚSTSSONAR (Max Peschel) glerskurðarmeistara, Auðbrekku 19, Kópavogi, verður gerð þriðjudaginn 6 ágúst frá Fossvogskirkju kl. 1.30 e.h. Ida Anna Karlsdóttir, AnnaUsa Magnúsdóttir, Kristján Gr. Tryggvason, Viktor Magnússon, Hulda G. Þórólfsdóttir og barnabörn. t Utför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa, BJARNA SIGURÐSSONAR, trésmíðameistara frá Hraunsási, Njálsgötu 98, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 7. ágúst kl 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Margrét Skúladóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Einar Sverrisson, Helga Bjarnadóttir, Guðmundur Þorsteinsson Sigurður Bjarnason, Ása Guðjónsdóttir, Skúli Bjarnason, Sigurlaug Halldórsdóttir og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, sonar, föður okkar og tengdaföður KRISTJÁNS JÚLfUSSONAR loftskeytamanns Kvisthaga 18, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hins látna, láti liknarstofnanir njóta þess. Anna Björg Óskarsdóttir JúHus Kr. Ólafsson Óskar Kristjánsson Emilía B. Möller Guðmundur Sveinn Kristjánsson Katrln Jónsdóttir t Útför eiginmanns mlns, föður, tengdaföður og afa, ÓLAFS KR. TEITSSONAR, Skólavörðustlg 20a, sem andaðist 27. júlí, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. ágúst kl. 10.30. Vilborg Magnúsdóttir, börn, tengdaböm og barnabörn. Þeir sem vildu minnast hans, er bent á Frfkirkjuna I Reykjavlk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.