Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGUST 1974 13 ina. Hann hafði nú ekki mikla trú á okkur sem hljðfæraleikurum og seinna sagði hann mér, að sér hefði komið á óvart hvað við gát- um. Um þetta leyti gáfum við út fyrstu plötuna okkar. Þetta var fjögurra laga plata, ekkert sér- stök, en ég held svona þokkaleg á þeirra tfma mælikvarða og eitt laganna „Tonight" náði einhverj- um vinsældum. Hafði Pétur mikil áhrif á þig persónulega? — Já, hann hafði það og ég er ekki frá því, að það hafi veriö gagnkvæmt. En sem tóniistarmað- ur hafði hann mikil áhrif á mig og ég lærði mikið af honum. Hann var á miklu breiðara sviði. Hann hafði t.d. náð f endann á jasstfma- bilinu og þeirri kynslóð og hafði reynt svo að segja allt í þessari svokallaðari léttari tónlist. Öð- menn breyttust líka mikið eftir að hann kom, fengu miklu meiri breidd og okkur fór mikið fram. En hljómsveitinni gekk ekkert allt of vel. Svo kom Maggi Kjart- ans I spilið. Hann var ekki nema 14—15 ára og hafði verið að spila á trompet suður I Keflavík. Okkur fannst hann skemmtilegur „karekter" og vissum, að hann hafði lært á pfanó svo að við báð- um hann að koma I hljómsveitina sem orgelleikari. Sfðan hefur hann ekki skilið orgelið eða pfanóið við sig. Eftir að Maggi kom og fór að taka „show“ á böll- um fór hljómsveitinní að ganga betur, og svo kom Shady. Hvernig kynntuzt þið Shady? Það var eiginlega Valli, sem kom okkur í kynni við hana. Hann hafði lent í partýi hjá mömmu hennar uppi á velli og hún fór að tala um, að stelpuna langaði til að syngja. Það endaði með því, að Valli lofaði mömmu hennar, að hún fengi að spreyta sig á æfingu. Ég var frekar óhress yfir þessu — fannst það ekki passa inn f planið, að einhver stelpa færi að syngja með okkur. Við mættum ekki á fyrstu æfinguna, sem hún var boðuð á, og það varð eitthvert vesen út af þessu öllu saman. En það endaði samt með þvf að hún kom á æfingu til okkar og söng og við göptum hreinlega yfir því hvað hún gat. Með Shady opnuð- ust ýmsir möguleikar og við fór- um að spila soul — lög og tónlist eftir Bacharach, fórum hálft í hvoru innádempaðritónlist, en héldum okkur þó á popplfnunni. Þetta gekk f smá tíma, en samt var eitthvað að. Hópurinn var ósamstæður og við náðum ekki almennilega saman sem manneskjur. Svo fór Shady yfir í Hljóma og þá hætti hljómsveitin. Þetta var allt saman hálfgert svekkelsi, Pétur var orðinn þreyttur á poppbransanum og vildi fara að spila á föstum stað. Ég fór þá með honum í Leikhús- kjallarann í hljómsveit, sem hét Musica Prima. Þá átti að gera mig að kontrabassaleikara og jassista og fyrir tilstilli Péturs fór ég í Tónlistarskólann til að læra ' á bassa og píanó. Ég var f skólanum með hálfum huga fram eftir vetri, en sfðan ekki söguna meir. Það átti ekki við mig að spila í Leik- húskjallaranum og eftir níu mán- uði var ég búinn að fá nóg. Pétur var þá líka orðinn leiður á þessu og vildi fara út til Svíþjóðar og fá mig með. Hann fór, en ég stóð eftir og vissi nú ekki almennilega, hvað ég átti að gera. Ég var hálft í hvoru kominn úr tengslum við strákana í poppinu og hræddur kom i staðinn. Ég var í fyrstu óhress yfir þessum skiptum — Reynir var svo gjörólíkur Óla. Seinna lærði ég svo að meta Reyni og eftir að hafa spilað með honum þennan tíma stend ég fastur á því, að hann er einn bezti trommari, sem hér hefur spilað. Fyrstu mán- uðina eftir að Reynir kom höfðum við ekkert að gera. Það vildi okk- ur til lífs, að við byrjuðum að vinna að poppleiknum Óla um þessar mundir. „Óli“ var unninn i hópvinnu og það var virkilega gaman að taka þátt f því verki. Það er í rauninni kafli út af fyrir sig. Og svo eru það stóru plöturnar tvær? Já, í rauninni lít ég á þær sem minnisvarða um hljómsveit, sem ekki var metin að verðleikum. Annars held ég, að við ættum bara að hlusta á upptökuna á með- an við ræðum plöturnar, og Jóhann dregur fram segulbands- spólu, sem hann setur á segul- bandstækið. Á meðan við hlustum upphefjast umræður, sem af aug- ljósum ástæðum er gagnslaust að endursegja hér. Slagsíðan og Jóhann voru ekki alltaf á einu máli, en Slagsfðan féllst þó á það sjónarmið Jóhanns, að plöturnar bera þess glöggt vitni, að Óðmenn hafa á sínum tíma verið frábær hljómsveit. — Þegar við komum út í Ivan Rosenberg studió í Kaupmanna- höfn lá við að okkur féllust hend- ur. Upptakan fór fram f bíósal og það var augljóst frá byrjun, að þeir 40 tímar, sem við áttum bók- aða, mundu engan veginn nægja, A tfmabili vorum við að hugsa um að fara heim og hætta við allt saman. En þá kom til sögunnar náungi að nafni Torben, sem bauðst til að taka þetta upp á nóttunni og við slógum til. Við unnum allar nætur til kl. 6 um morguninn, en þá urðum við að hætta vegna ræstingarkonu, sem vildi ekki hafa þennan hávaða á meðan hún vann sín störf, og við því var ekkert að gera. — Við vorum mjög ánægðir með útkomuna og á sumum köfl- um í upptökunni trúðum við þvi varla, að þetta værum við. Annars varð svo ferill þessara tveggja platna, loksins þegar þær komu á markaðinn, ekki eins og efni stóðu til. Hún var lítið auglýst og jafnvel eftir að albúmið hafði ver- ið kosið „plata ársins" af hljóm- plötugagnrýnendum var því ekki um, að ég ætti þangað ekki aftur- kvæmt. Þetta var í kringum 1968—’69 og blueskvöldin voru þá að byrja. Blueskvöldin urðu mjög vinsæl á timabili og er skaði, að þau skuli alveg vera hætt. En sem sagt, þegar þessi kvöld voru að byrja mundi einhver eftir því, að ég hafði spilað á bassa og ég fór að spila á blueskvöldum með Þóri Baldurssyni, Guðmundi Ingólfssyni og fleiri. Þar kynntist ég Finni (Forfa Stefánssyni) og Óla Garðars og það var á ein- hverju þessara blueskvölda sem hugmyndin um Oðmenn II varð til. — Þegar við byrjuðum vorum við ákveðnir f að hljómsveitin ætti að vera „progressive", við vildum sem sagt stofna góða „grúppu" með háleit markmið og ég held, að okkur hafi tekizt það. Það flugu líka frá okkur margar stóryrtar yfirlýsingar, s.s. að stað- ið yrði og fallið með músfkinni o.s.frv. Ég fer aldrei ofan af því, að þessi hljómsveit var mjög góð, e.t.v. sú bezta, sem hér hefur spil að, hvað sem hver segir. Engin hljómsveit hefur gefið hverjum einstökum félaga eins góðan kost á að njóta sín. Hljómsveitin byggðist upp á sjálfstæðum „improviseringum" (eitthvað sem gert er undirbúnigslaust), sem við kölluðum frelsi. Það var þetta frelsi, sem gaf tónlist okkar gildi, en ég held, að fólk hafi almennt ekki áttað sig á þessu, t.d. á böll- um. Flestir hafa sjálfsagt haldið, að hver nóta væri þaulæfð. Það var sagt, að við værum að „kópera" Cream og ég skal viður- kenna, að við sóttum margt til sérstaklea úti á landi. Það var búið að vekja upp draug, sem okkur tókst ekki að kveða niður. En þið hafið samt ráðizt i plötuútgáfu? Já, við vorum ákveðnir í að skilja eitthvað eftir okkur. En það gekk illa að fá útgefendur. Við vildum fara til Englands og gera þetta almennilega, þótt það hefði meiri útgjöld f för með sér. Fálk inn vildi ekki leggja í það og við snerum okkur til Svavars Gests. Við lögðum málið niður fyrir okk- ur og Svavar sagði, að svona plötur mundu ekki ganga, en samþykkti þó að gera tilraun. Mér hefur allt- af verið hlýtt til Svavars sfðan, því að þetta gat ekki verið pen- ingaspursmál fyrir hann. Til Eng- lands fórum við svo haustið 1969 og tókum upp tvær litlar plötur f Olympic studioi, sem er eitt það bezta í Bretlandi. Þar kynntist ég Derek Wadsworth, sem seinna var mér mjög hjálplegur t.d. í plötuupptökunni í fyrra. Á þess- um plötum tókum við persónu- lega afstöðu í textunum — þetta var ádeila og þótt það væri al- gengt erlendis held ég, að það hafi verið nýtt hér heima. Þetta voru lögin „Spilltur heimur" og „Komdu heim", sem voru á fyrri plötunni og „Flótti" og „Bróðir”, en sú plata kom út hálfu ári seinna. — Um áramótin 1969 — ’70 hætti Óli og Reynir Harðarson Sjá nœstu síðu þeirrar hljómsveitar. En jafnvel I Cream-lögunum gáfum við hver öðrum frelsi svo að ekki er hægt að tala um beina eftirlikingu í þessu sambandi. Fyrst eftir að við byrjuðum gekk okkur vel, en svo kom stóra slysið. Ónefndur blaða- maður, sem vildi okkur vel, full- yrti í einhverri grein, að ekki væri hægt að dansa eftir tónlist- inni okkar heldur ættu menn frekar að sitja og hlusta. Þetta eru f sjálfu sér mjög góð með- mæli, en þetta stóðst bara ekki alveg, þvf að hver sem hlustar á t.d. stóru plöturnar okkar getur heyrt, að lögin eru ágætlega fallin til að dansa eftir. En þessi orð- rómur breiddist út eins og eldur f sinu og okkur fór að ganga erfið- lega að fá inni í húsunum —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.