Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 4. ÁGUST 1974
29
BRÚÐURIN SEIVÍ
HVARF
Eftir Manu Lang
Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir
19
dauðanum var fagurí. Hvíti kjóll-
inn hennar var krumpaður og
vinstra megin, þvert yfir brjóstið
var hann rifinn og blóðugur. I
grasinu hjá henni var hvít inn-
kaupataska.
En það var fleira, sem gerði
þessa sýn í senn skelfilega og
draugalega. Hún hélt um stóran
vönd af litljum...
Og enda þótt sólin varpaði
björtum, heitum geislum sínum
yfir ströndina, yfir dánu stúlkuna
og hvíta blómvöndinn voru þessi
liljublóm ekki visin. Þvert á
móti. Þau voru fersk og tínd
nýlega — engu líkara en þau
hefðu aðeins verið tínd fyrir
fáeinum mínútum.
SJÖTTI KAFLI
I nokkrar langar sekúndur var
eins og heilastarfsemi Christers
hefði gersamlega farið úr sam-
bandi. Þegar hann loksins
rankaði við sér aftur voru hugs-
anir hans á þeytingi og ringulreið
og ein spurningin tók við af
annarri án þess honum tækist að
fullmóta þær í huga sínum.
— Þetta sár þarna? Hvernig
hafði hún fengið það?
Hnífsstunga? En hvar var þá
hnífurinn?
Hamingjan góða, hvað hún er
ung og falleg! Ég er búinn að
gleyma, hvað hún var falleg ...
En þessi blóm. Þessar liljur?
Hvað eiga þær að þýða? Og
hvernig stendur á, að blómin eru
alveg fersk? Einhver hlýtur að
hafa lagt þau hérna fyrir örstuttri
stundu .. .
Hvað er klukkan? Nítján
mínútur yfir sjö ...
Hvers vegr.a hefur ekki blætf
meira...? Ég sé ekkert bóð f
kringum hana.
Ég vildi óska að ég gæti látið
vera að hugsa um þessar liljur.
Hvað hefur hún legið hérna
lengi?
Hún er köld, en hún er ekki
farin að stirðna.
HÚN ER ALLS EKKI FARIN
AÐ STIRÐNA.
Þegar hann hafði gengið úr
skugga um það var eins og hann
tæki að átta sig. Hann rétti úr sér,
andvarpaði og leit athugull í
kringum sig. Hús Richardsson var
mjög nálægt Sjávarbökkum. Á
báðum heimilunum myndi fréttin
um lát Anneli vekja djúpa sorg.
Christer hafði vissulega fulla
samúð með öðrum, en einmitt
þess vegna var mjög áríðandi, að
hann eyddi ekki of miklum tíma í
að hughreysta og Egon Ström
myndi sjálfsagt verða honum góð
hjálp. En hvað um Gretel...?
Hann sá í anda táraflóðið, sem
þessi frétt myndi vekja hjá
Gretel. Hann ákvað að fara til
Richardssonshússins. Hann
hringdi dyrabjöllunni og heyrði
hringinguna gjalla inni í húsinu.
örstuttu síðar kom Dina fram á
svalirnar á efri hæðinni. hárið
stóð í allar áttir og hún var í
mjögfleginni nátttreyju. Hún var
reiðileg og syfjuleg í senn, en
svipurinn breyttist snarlega, er
hún sá hver gesturinn var.
— Christer! Hvar ert þú að gera
svona snemma á fótum?
Christer andvarpaði þungan.
Stundum var honum meinilla við
starf sitt.
— Viltu hleypa mér inn? sagði
hann alvarlegur í bragði. — Ég
þarf að fá lánaðan sfma.
Hún kom og opnaði fyrir
honum augnabliki síðar og var nú
komin í rauðan slopp utan yfir
náttkjólinn. Hún horfði skelfd á
hann.
— Hvað, . . . hvað hefur komið
fyrir?
— Anneli . . . Hún hefur verið
myrt...
Christer vissi af langri reynslu,
að það er léttbærast fyrir fólk að
fá slæmar fréttir án og mikilla
málalenginga. En að þessu sinni
var hann hræddur um, að hann
hefði farið of geyst. Dina féll að
vísu ekki í yfirlið . . . hún hrópaði
heldur ekki upp yfir sig. Hún stóð
bara eins og stirðnuð og allur
litur hvarf úr andliti hennar.
Augun voru uppglennt, en lff-
laus...
Christertók utan um hana.
— Dina . . . Dina min, komdu og
seztu ...
En hún bandaði honum frá sér
og sagði hljómlausri röddu:
— Síminn er inni í vinnuher-
berginu hans pabba. Farðu og
hringdu. Mig langar að vera ein ..
Það leið drykklöng stund áður
en stúlkurnar á símstöðinni
svöruðu. Aftur á móti var Leo
Berggren strax með á nótunum.
— Leo? Það er Christer. Ég hef
fundið Anneli Hammar. Hún er
dáin . .. já ... já,... það er enginn
vafi á því . . . i flæðarmálinu, rétt
við Sjávarbakka. Viltu kalla út
lækni og lögreglu? Ég skal kanna,
hvort þeir geta sent einhverja frá
Stokkhólmi.
Hann náði sambandi við deild
sina i Stokkhólmi og gaf stuttar
og hnitmiðaðar skipanir. Því næst
gekk hann fram til Dinu aftur.
Hún vitist hafa náð sér furðu-
fljótt og réðst nú á hann með
spurningum.
— Christer . . . hvernig veiztu,
að það var morð? Hvar fannstu
hana? Hver heldurðu, að hafi gert
það?
Sem betur fer bætti hún við
áður en hann hafði nokkuð sagt:
— Ef ég get orðið þér að ein-
hverju liði þá vona ég, að þú hikir
ekki við að leita til mín.
— Ég mundi vera þér mjög
þakklátur, sagði Christer — ef þú
♦Páfagaukur
jsitur inni,
{blásaklaus
♦ „Er hann farinn að tala hjá
ykkur, páfagaukurinn?"
spurðum við miðbæjarlögregl-
una I gærkvöldi, þegar þeir
sögðust hafa hjá sér páfagauk
f óskilum. „Nei, ekki segir
hann nú mikið, ætli honum
4 lfki hérna hjá okkur,“ svaraði
lögreglumaðurinn. Komið var
með páfagaukinn f fyrradag f
skókassa, en f gærkvöldi voru
lögreglumennirnir búnir að
verða sér úti um ágætis búr.
Páfagaukurinn, sem nú situr
inni, að þvf er virðist blásak-
laus, er blágrár að lit ef ein-
hver saknar slfks granna sfns.
í
VELVAKANDI
Velvakandi svarar í síma 10-100
kl. 1 0.30 — 1 1 30, frá mánudegi
til föstudags.
0 Ritreglurnar
birtust ekki í
Lögbirtinga-
blaðinu
S.l. fimmtudag birtist í dálk-
um Velvakanda bréf, þar sem
deilt er harkalega á þá, sem ann-
ast dreifingu Lögbirtingablaðs-
ins. I bréfinu er sagt, að f blaðinu
hafi birzt nýjar reglur um staf-
setningu, en nú hefur komið í
ljós, að þetta er rangt; reglurnar
birtust f Stjórnartíðindum, eins
og fram kemur af athugasemdum
útgefenda blaðsins hér að neðan:
0 Um hlutverk
Lögbirtinga-
blaðsins o.fl.
Heiðraði Velvakandi.
í dálki yðar hinn 1. þ.m. birtið
þér bréf varðandi Lögbirtinga-
blaðið. Sem svar við þvf bréfi vill
ráðuneytið sem útgefandi blaðs-
ins óska eftir þvf, að þér komið
eftirfarandi á framfæri:
1. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 64
16. desember 1943 pm birtingu
laga og stjórnvaldaerinda skal í
Lögbirtingablaði birta dómsmála-
auglýsingar, svo sem opinberar
stefnur til dóms, úrskurði um
töku búa til skipta, auglýsingar
um nauðungaruppboð, lögboðnar
auglýsingar um félög, firmu,
vörumerki o.s.frv., svo og annað
það, sem stjórnvöldum þykir rétt
að birta almenningi.
Samkvæmt 1. gr. sömu laga skal
birta i A-deiId Stjórnartiðinda öll
lög, auglýsingar og aðrar tilkynn-
ingar, sem út eru gefnar af æðsta
handhafa framkvæmdavaldsins,
þ.e. forseta Islands, en samkvæmt
2. gr. laganna skal birta f B-deild
Stjórnartíðinda reglugerðir og
auglýsingar, sem gefnar eru út
eða staðfestar af ráðherra, svo og
ýmislegt fleira efni, svo sem nán-
ar er tilgreint í nefndri lagagrein.
Það er þvi ekki hlutverk Lög-
birtingablaðsins að birta lög og
reglugerðir, heldur að birta ýms-
ar auglýsingar, sem lögboðið er,
að birta skuli þar.
2. Auglýsing um íslenska staf-
setningu, útgefin af menntamála-
ráðherra 3. maí 1974, var birt í
B-deild Stjórnartiðinda, sem út
kom 24. júní 1974 og er nr. 133 í
hefti B-22.
3. Þegar út eru gefin Iög, reglu-
gerðir eða auglýsingar, sem
dreifa þarf í stóru upplagi til al-
mennings, er venjulega valin sú
leið, að viðkomandi ráðuneyti Iæt-
ur sérprenta viðkomandi efni,
sem birt hefur verið Stjórnar-
tiðindum eða Lögbirtingablaði og
vísar þvf afgreiðslu Stjórnartíð-
inda þeim, sem sliks efnis óska,
yfirleitt til viðkomandi ráðu-
neytis, svo sem gert var f það
sinn, sem rætt er um í bréfinu í
dálki yðar. Einstök hefti Stjórnar-
tfðinda eru fáanleg á afgreiðslu
Stjónartíðinda á skólavörðustfg
12, meðan upplag endist.
4. Askriftargjald Stjórnartíð-
inda er nU kr. 400,00 á ári, sem er
innan við burðargjaldskostnað.
Áskriftargjald Lögbirtingablaðs
er kr. 300,00 á ári.
Tekið er á móti áskriftum í
síma 25000.
5. Lögbirtingablaðið fæst i
lausasölu i Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar í Austurstræti 18,
Reykjavík, og kostar þar 10 kr.
eintakið, en sala er mjög lítil. Auk
þess er það fáanlegt á afgreiðslu
blaðsins á Skólavörðustíg 12, með-
an upplag endist.
6. Þá má geta þess, að umrædd
auglýsing um íslenska stafsetn-
ingu mun hafa verið birt í heild í
Morgunblaðinu nýlega.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
1. ágúst 1974.“
0 Verðmerkingar
í Hagkaupum
Páll Sigurðsson hringdi. Hann
sagðist hafa komið f verzlunina
Hagkaup nýlega, og hefði það þá
komið sér á óvart, að 10% voru
lögð ofan á það verð, sem stóð á
vörum í hillunum, og vildi Páll
nú vita, hverju þetta sætti. Nú
mun það vera svo, að viðskipta-
hættir Hagkaups eru á þann
veg, að flestir viðskiptavinir
verzlunarinnar hafa viðskipta-
kort, sem veita þeim 10% afslátt,
og þar sem handhafar slíkra við-
skiptakorta munu vera langtum
fleiri en hinir, er þessi háttur
hafður á.
0 Þakkir þriggja
vestur-íslenzkra
kvenna
Þá er hér bréf frá þremur kon-
um vestur-íslenzkum, sem langar
til að koma á framfæri þakklæti
sínu fyrir móttökur hér í sumar:
„Það ótrúlega hefur gerzt að við
erum staddar hér á Islandi. Okk-
ur hefur lengi langað til að heim-
sækja land forfeðra okkar, og það
hefur sannarlega verið ógleyman-
leg ferð.
Það hafa svo margir verið
fjarskalega góðir við okkur, að
það er ómögulegt að telja þá alla.
Við erum sérstaklega þakklátar
fyrir alla þá miklu gestrisni, hlýju
og vinsemd, sem við höfum orðið
aðnjótandi á hverjum degi frá ný-
fundnum ættingjum og vinum.
Við viljum líka þakka starfsfólki i
búðunum og veitingahúsunum, og
siðast en ekki sízt öllum leigubíl-
stjórunum, sem keyrðu okkur.
Það var mikill heiður fyrir okk-
ur, er forseti Islands, herra
Kristján Eldjárn, og hin vingjarn-
lega kona hans, frú Halldóra,
buðu okkur velkomin.
Heimsókn að Kjarvalsstöðum
og teboðið, sem félag háskóla-
kvenna hélt okkur að heimili frú
Signýar Sen.munu seint liða okk-
ur úr minni.
Að lokum viljum við endurtaka
þakklæti okkar til allra þeirra,
sem gerðu okkur dvölina hér svo
ánægjulega og ógleymanlega.
Við tökum til baka með okkur
til Ameríku margar skemmtilegar
minningar.
Christine G. Solomon, Santa
Ana, Kaliforníu.
Guðrun Nordal, Seattle,
Washington.
Bev. Robb, Vancouver,
Kanada.“
Ríkið skuldar olíufé-
lögunum 260 milljónir
Vegna baksiðufréttar um
bensínsölu f Mbl. 2. þessa mánað-
ar hefur önundur Asgeirsson for-
stjóri BP óskað að koma eftir-
farandi á framfæri:
Sérstakur innkaupajöfnunar-
reikningur er haldinn i því skyni
að jafna útsöluverði á bensíni,
gasoliu og svartolíu. A þennan
reikning er færður mismunur á
reikningsverði vöru samkvæmt
förmum og útsöluverði þeirra,
sem ákvarðað er af verðlagsskrif-
stofunni. Verðlagsskrifstofan hef-
ur umsjón með þessum reikningi.
Vegna þess að útsöluverð á
olium og bensini hefur að undan-
förnu verið of lágt miðað við verð-
reikningsverð, eiga olíufélögin nú
inni á þessum reikningi um 260
milljónir króna, þar af um 60
milljónir króna vegna bensíns.
Þetta fjármagn verða olíufélögin
að leggja fram, og eykur það að
sjálfsögðu rekstrarfjárvandamál
félaganna.
S\6QA V/úGA i 1ILVIRAN
Skýringar á
skattseðli
TÖLUVERÐ brögð hafa verið
að þvf, að fólk hafi ekki skilið
skattseðla sfna til fulls. A
þetta aðallega við þá liði, þar
sem nettó skattaafsláttur kem-
ur við sögu.
Ef nettó skattaafsláttur nem-
ur hærri upphæð en álögð
gjöld, kemur sú upphæð fram
á dálki þeim á skattseðlinum,
sem er neðst hægra megin og
er heitið „samt. gjöld skv.skatt
skrá að frádr. skattafsl." Fyrir
aftan töluna standa stafirnir
CR. Margir hafa haldið, að þeir
eigi að greiða þessa upphæð,
standi stafirnir fyrir aftan, en
því er þveröfugt farið, viðkom-
andi á þessa upphæð inni. Um
ráðstöfun þessa fjár fer eftir 3.
málsgrein II. tölulið 4. greinar
laga no. 10 1974. Sé reiturinn
auðkenndur með orðinu
,,Nám“, fer fjárhæðin til lána-
sjóðs íslenskra námsmanna og
til að jafna námskostnað.
Minningargjöf
Guðný Gunnarsdóttir, Freyju-
bakka 16, færði nýlega hússjóði
öryrkjabandalags tslands kr.
100.000.- að gjöf til minningar um
eiginmann sinn, Jóhann Tryggva
Ólafsson frá Krossum, og dóttur
sfna, Erlu Jóhannsdóttur.
Lýst eftir vitnum
Miðvikudaginn 31. júlí sl. milii
kl. 13.30 og 22.00 var ekið á bif-
reiðina R-2118, sem er WV, rauð-
ur að lit. Bifreiðin Stóð á bifreiða-
stæði Iðnáðarbankans við Vonar-
stræti og dældaðist hún á báðum
aurbrettum hægra megin. Þeir,
sem geta gefið upplýsingar um
ákeyrsluna, eru beðnir að snúa
sér til rannsóknarlögreglunnar.