Morgunblaðið - 04.08.1974, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 04.08.1974, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. AGUST 1974 23 myndhöggvara Pálsdóttur; Björn, bóndi í Vigur; Baldur, bóndi í Vigur, kvæntur Sigríði Salvarsdóttur frá Reykjarfirði við Djúp; Þorbjörg, skólastjóri á tsa- firði, gift Brynjólfi Samúelssyni húsasm.; Þórunn kennari í Reykjavík, gift Lárusi Árnasyni, málaram. frá Akranesi og Sigur- laug, nýkjörinn alþingismaður Vestfjarða, gift Þorsteini rit- höfundi Thorarensen. Sem f öðru áttu þessar miklu gæfumanneskjur barnaláni að fagna. Björg í Vigur lifir mann sinn í hárri elli en hún varð 85 ára hinn 7. júlf s.l. Hún er höfðingi og kvenskörungur. Björg er mér ákaflega hugstæð kona. Ein af mfnum fyrstu og ljúfustu bernskuminningum eru tengdar henni. Hún kom þá í heimsókn að Barði og gaf mér gjöf, sem ég aldrei gleymi. Hún var stjórnsöm og hún var stórlynd. En ég hefi frá því fyrsta verið sannfærður um, að ég væri i sérstöku afhaldi hjá henni. Kona, sem skapar slíka sannfæringu sem endist um ævi hjá litlum óvandabundnum dreng, hlýtur að hafa stórt hjarta. Ég minnist Bjargar og móður minnar einn vordag 1942 er þær fóru með pilsaþyt um forstofuna á ungmennafélagshúsinu heima en þá var verið að kjósa til Alþingis í salnum inni. Þar heyrði ég hjá þeim þann anda og viðhorf sem að Sigurði yngra I Vigur hafa síðan snúið frá þorra Norður-ís firðinga og munu hafa dugað hon- um vel í mikilvægum störfum hans fyrir land og þjóð. Ég minnist hennar frá fermingardegi mínum, er hún kraup við hlið mér við grátur ögurkirkju. Hún gekk þá til altaris með einu uppeldisbarna sinna, Þórarni. Það var mikill sið- ur þeirra Vigurhjóna að taka á heimili sitt til lengri eða skemmdri dvalar börn og unglinga, sem kannske áttu ekki höfðu að öðru að halla. öllum komu þau til nokkurs þroska, eins og segir um göfugmennið til forna. Ég sendi minni gömlu, góðu g/inkonu kæra kveðju mína og bið henni blessunar. Bjarni í Vigur var snemma kallaður til forystu um málefni sveitar sinnar. Um áratuga skeið hafði hann með höndum forystu í öllum hagsmunamálum ögur- hrepps sem máli þóttu skipta. Hann var oddviti hreppsnefndar 1924— 1962. Sýslunefndarmaður 1925— 1962. Hreppstjóri ögur- hrepps frá 1936. Form. Búnaðar- félags Ogurhrepps 1921—1961 og fulltrúi á fundum Búnaðarsam- bands Vestfjarða 1923—1961. 1 sáttanefnd frá 1926. 1 stjórn For- mannasjóðs N.-Is. í 22 ár. Fulltrúi N.-Is. á fundum Stéttarsambands bænda 1947—1956. I stjórn Djúp- bátsins h/f frá 1947. Hann var organisti f ögurkirkju um 20 ára skeið. Margt fleira mætti nefna og má segja, að hann léti sér ekkert óvið- komandi sem snerti hag og vel- ferð sveitunga sinna. Ég hygg, að vandfundinn sé sá maður, sem átt hefir svo óskipt traust og virðing samferðamanna sinna sem Bjarni f Vigur. Bjarni í Vigur var fríður maður sýnum og hinn höfðinglegasti. Hann var vel á sig kominn og glaðbeittur f framgöngu. Jafn- framt stafaði frá honum hlýja og einstæð mannvinátta. „Hann var yndislegur maður“, sagði móðir mín er ég átti tal við hana að honum látnum. Hún getur úr flokki talað þar sem hún þekkti hann um sjö tugi ára. Foreldrar mínir heiðra og blessa minningu hins ágætasta vinar. Bjarni andaðist f sjúkrahúsi í Reykjavík aðfaranótt hins 30. júlf s.l. Hinn starfsfúsi maður hafði átt næðisamt og fagurt ævikvöld með konu sinni heima í Vigur í skjóli sona og tengdadóttur. Til blessunar varð lokabaráttan skammvinn. Þriðjudaginn 6. ágúst næst- komandi verður héraðshöfðing- inn til moldar borinn í ögri, þar sem stendur kirkja hans. Þótt sviðið verði autt um ögur- sveit, þá stendur það sjálft eftir, landið sem runnið er í merg og bein. Endurnýjuð kynni við það mun rifja upp svipmót þess fagra mannlffs, sem var við Djúp vestur fyrir margt löngu. Og mun þar í fylkingarbrjóti fara, sem ávallt áður, gæfusmiðurinn sveitar sinnar, Bjarni bóndi í Vigur. Sverrir Ilermannsson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Móðir mfn hefur verið sjúk mánuðum saman og þjáist stöðugt. Hvers vegna leyfir Guð þetta? Hjálpið mér til að skilja þetta. Hugsið andartak! Ef Guð veitti öllum þeim, sem þjónuðu honum, fullkomna heilsu og velgengni, mundu margir þjóna honum í von um hreysti og ávinning. Trú á hann yrði óþörf, og kærleikur til hans vegna hans sjáJfs yrði úr sögunni. Jesús lofaði lærisveinum sinum ekki „dansi á rósum“. Hanri sagði, að þeir myndu verða fyrirlitnir, ofsóttir og píndir. En hann sagði: „Ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar.“ Hann gengur fram á svið sögunnar með þeim, sem þjóna honum, og veitir sigur þar, sem ósigur virtist blasa við. Sjúkleiki móður yðar kemur verr viö yður en hana, af því að hún á trúartraustið, en þér efist. Hvað sem þér gerið, þá látið ekki beiskju yðar í ljós í návist hennar. Það, sem mestu varðar í kristindómnum, er ekki það, að kristnum mönnum sé hlíft við erfiðleikum, heldur hitt, að þeir geta sagt, í erfiðleikunum: „Ég veit, að lausnari minn lifir.“ Slik trú ætti að vera til hvatningar öllum þeim, sem efast. Evrópumót unglinga í bridge AF FRÁSÖGN Morgunblaðsins af úrslitum Evrópumóts unglinga f bridge þriðjudaginn 30. júlf 1974, mátti skilja, að Island hefði verið f 12. sæti af 13. Svo var ekki. Island var f 12. sæti af tuttugu þjóðum, sem tóku þátt. Heildarúrslit; stig. 1. Svfþjóð 266 2. Irland 258 3. Bretland 233 4. Noregur 228 5. Holland 223 6. Israel 221 7. Danmörk 220 8. Frakkland 217 9. Italfa 212 10. Pólland 206 11. Ungverjaland 203 12. Island 175 13. Finnland 170 14. Þýzkaland 165 15. Belgfa 164 16. Austurríki 155 17. Portugal 131 18. Spánn 110 19. Grikkland 89 20. Sviss 87 óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: BLAÐBURÐARFÓLK AUSTURBÆR Leifsgata Vesturbær Tómasarhagi. Nýlendugata. ÚTHVERFI Selás. Upplýsingar í síma 35408. Einnig óskast umboðsmaður í Teigahverfi Uppl. í síma 10100. Hofum tekið að okkur söluumboð fyrir hin viðurkenndu vestur-þýzku eldhústæki frá GAGGENAU. Öll tækin eru ætluð til inn- byggingar í eldhúsinnréttingar. Ofnar, hellur, djúpsteikingarpottar og kolagrill. Allir ofnar eru sjáifshreinsandi. Lítiö í gluggann um helgina ÁRMÚLA 1A, SÍMI 86112, REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.