Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 1974 er sj álfur44 « ræðir við Jóhann G. Jóliannsson „ÞÚ hefur fundið þetta,“ sagði húsráðandi um leið og hann stóð upp af sófanum f hálfrökkvaðri stofunni. Slagsfðan kinkaði kolli og ieit hálfrugluð f kringum sig. Umhverfið var framandi — óvenjuleg litadýrð, málverk f stöflum og meðal húsmuna var hauskúpa, sem glotti ógnvekjandi fram í stofuna. Og eins og oft, þegar maður stendur andspænis einhverju óvenjulegu gerði öryggisleysi vart við sig. Við erum stödd á heimili Jóhanns G. Jóhannssonar, sem margir þekkja úr popp-tónlistarlífi undanfarinna ára auk þess sem hann á að baki þrjár velheppnaðar málverkasýningar. Veggskreyting er hand- verk húsráðanda, — gulur flötur með allavega litum dropum. Upp að sófanum hallast innrammað málverk, sem minnir á kynfæri karl- manns, cn reynist við nánari athugun vera baksvipur á konu. Svona getur vankunnandi leikmaður stundum afhjúpað skilningsleysi sitt á málaralistinni. Slagsfðan biður Jóhann afsökunar á þessum mistökum, en hann hlær og lætur þau orð falla, að samlfkingin hafi alls ekki verið út f hött. öryggisleysið er horfið og f staðinn nagar maður sig f handarbökin fyrir að ekki sé unnt að birta viðtalið f litum og er á Ifður kvöldið beinist gremjan að þvf, að ekki skuli vera hægt að birta það f tónum. Þvf að það er erfitt að koma þvf til skila á prenti, sem fyrir augu og eyru ber f heimsókn hjá Jóhanni G. ióhannssyni — handverk hans allt um kring og frumsamin tónlist leikin af honum sjálfum. Lesendur verða hér að láta fmyndunaraflið hlaupa undir bagga. Jóhann dregur léttvKsflösku fram úr pússi sfnu, en segir um leið, að hann sé f rauninni mikið til hættur að bragða vfn — það sé ekki nema þegar höfðíngjar eins og Slagsfðan komí f heimsókn. Slagsfðan færist öll í aukana við þetta hól. ÓÐMENN — Æ, ég veit ekki hvort ég á að fara að rifja það allt upp einu sinni enn, segir Jóhann, þegar Slagsíðan spyr hann um Óðmenn og hvað hafi orðið til þess að hann fór út í poppið. En eftir að hafa fullvissað hann um, að lesendur hefðu áreiðanlega gaman af slíkri upprifjun lætur hann til leiðast: Ég hef haft gaman af tónlist frá því ég man eftir mér og ég held, að það hafi eiginlega alltaf staðið til hjá mér að fara út f þetta. Svo fékk ég kassagítar í fermingar- gjöf eins og svo margir og eftir það varð ekki aftur snúið. Stuttu seinna byrjaði ég að æfa með hljómsveit, sem hét Skuggar — ég átti að verða söngvari. Það ævintýri varð heldur endasleppt, þá var Shadows-línan f algleym- ingi og ég held bara, að þeir hafi losað sig við mig, svei mér þá. A.m.k. var hætt að boða mig á æfingar án nokkurra skýringa. Ég var í landsprófi þegar þetta var. Síðan lá leiðin í Samvinnuskólann að Bifröst, því að ég þurfti eins og aðrir að undirbúa mig fyrir inn- gönguna í kerfið. Við stofnuðum hljómsveit í skólanum, sem þótti nokkuð góð, og eftir að skólanum lauk spiluðum við eitt sumar í Borgarfirði undir nafninu Straumar. Um haustið fór ég svo aftur til Keflavíkur og við stofn- uðum Óðmenn, ég, Eiki bróðir, Valli Emils og Berti Jensen. Við ákváðum strax að gerast atvinnu- menn og gekk ágætlega til að byrja með. Berti var eina stóra nafnið í hópnum og á þessum árum var hann í mikilli fram- för bæði sem söngvari og tromm- ari. Þegar að því kom, að mér var sagt að hann væri að fara aftur yfir í Hljóma trúði ég því ekki. Það hafði gengið á ýmsu hjá þeim áður og mér hafði alltaf skilizt á Berta, að hann hefði trú á Óð- mönnum. Við vorum svekktir, þegar Berti fór og á tímabili lá við, að hljómsveitin hætti. Við reyndum þó að berjast áfram og á ýmsu gekk. Pétur Östlund er sérstak- ur kapítuli i sögu Óð- manna. Hvernig atvikaðist það, að hann kom í hljóm- sveitina? — Það var á nokkuð einkenni- legum forsendum sem Pétur kom í hljómsveitina. Ég hafði þekkt hann lengi og um þetta leyti var hann orðinn svekktur á hljóm- sveitabransanum. Hann hafði ver- ið í Hljómum og Lúdó, en báðum þessum hljómsveitum fór að ganga illa eftir að hann kom í þær og hann var farinn að trúa því að hann drægi allar hljómsveitir nið- ur. Þegar við töluðum við hann var hann í þann veginn að selja trommusettið upp í skuld og fara á togara. Eg gat talað hann inn á, að við borguðum skuldina — 40 þús. krónur að mig minnir — og í staðinn kæmi hann í hljómsveit- joiuum G. Jóhannsson: KIJHTALJÓS luns óg kei'taljós brenn ég á altari tímans hvervaxdropi dagu r augnablik -stirðnaö ljós mil t lítið viðkvæmt en hcitt ekki blása! .Js KIAJKKAN Klukkan mælist ika l ítna míns hér heldur áfram að tifa J)ó hefur hiin aldrei eins hátt inni í mér og J)egar ég svíkist um a<) lifa ,,Ekki hægt að skapa merkilegri verk en maður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.