Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGUST 1974 Á frídegi verzlunarmanna Enginn þáttur í þjóðlífi Islendinga ekki tengdur verzlun Rætt við Jón Magnússon framkvæmdastjóra „Almenningur gerir sér ekki Ijósa grein fyrir þýðingu verzlunarinnar fyrir atvinnullf landsmanna í nýút- kominni skýrslu um úttekt atvinnu- veganna. sem ráðgjafafyrirtækið Hagvangur gerði. er komizt að þeirri niðurstöðu, að verzlunin hafi verið hornreka og ekki setið við sama borð og sjávarútvegur, landbúnaður og iðnaður." Þannig mæltist Jóni Magnússyni framkvæmdastjóra hjá Johan Rönning h.f. Og blm spurði, hvað ylli þessari afstöðu „Þessi undarlega afstaða til verzl- unar stafar af þvf," sagði Jón, „að menn gera sér ekki Ijóst, að verzlun- in er framleiðsla, þ e. lokastig fram- leiðslo, þegar henni er komið til neytandans Verzlunin þjónar öllum atvinnuvegum landsmannaog starf semi. Verkamaðurinn við uppskipun hjá Eimskip vinnur við verzlun og laun hans eru hluti af vöruverðinu, sama er að segja um sjómenn kaup- skipaflotans o.s.frv. í raun er enginn þáttur I þjóðlffi okkar, sem ekki er tengdur verzluninni. Með þv! að flytja inn t.d. rafmótor njótum við jafnframt tækinkunnáttu og mennt unar, sem þarf til þess að framteiða sllkt tæki. Þessi sami rafmótor er sfðan aflgjafi f iðnaði og skapar margfalt verðmæti. Engin þjóð Evrópu er jafn háð utanrfkisviðskipt- um og við íslendingar og þvf ákaf- lega þýðingarmikið, að vel sé á málum haldið Ef borin er saman út- og innflutn- ingsverzlun sést, að útflutningur er mjög einhæfur, þar sem innflutn- ingsverzlun þarf að leysa T.d þarf ein vélaverzlun við Suðurlandsbraut að verzla með 50 þús. vörutegundir í nútfmaþjóðfélagi verður verzlun- in æ þýðingarmeiri og vandasamari og krefst meiri menntunar, tækni- kunnáttu. áætlunargerðar, markaðs- könnunar o.fl. Nota þarf flóknari vélar og tæki, rafreikna, fjarrita. Þjálfa þarf fólk fyrir þessi tæki og sölumenn verða að hafa þekkingu á hinum flóknustu vörum. Sumar vör- ur þarf verkfræðinga eða tæknifræð- inga til að selja. Sérhæfing eykst stöðugt og fs- lenzk innflutningsfyrirtæki þurfa I æ rfkara mæli að senda starfsmenn sfna erlndis til sérþjálfunar f lengri eða skemmri tlma í senn." — En starfa ekki of margir við heildverzlun? „Það er mjög útbreiddur misskiln- ingur, að alllt of margir vinni við heildverzlun og hún bindi þannig of mikið af mannafla þjóðarinnar. Samkvæmt skýrslu hagrann- sóknadeildar Framkvæmdastofnun- ar rfkisins er hlutur heildvarzlunar- innar 4% af heildarmannafla lands- manna 1963, en 3,8% 1964 og 4,1% 1971 eða 1,5% af fbúum landsins. Miðað við þýðingu verzl- unarinnar eru þessar tölur I lág- marki. Frumherjar sjálfstæðisbaráttu fslendinga á öldinni sem leið höfðu miklu meiri skilning á þýðingu þess- arar atvinnugreinar, þvf að sjálfur Jón Sigurðsson taldi það frumskil- yrði fyrir sjálfstæði fslendinga. að við fengjum frjálsa verzlun og sigl- Framhald ð bls. 31 Jón Magnússon. Gunnar Snorrason. Afstaða hins opinbera til verzlunarinnar verður að breytast — segir Gunnar Snorrason kaupmaður f VERZLUNINNI Vogaveri hittum við fyrir kaupmanninn, Gunnar Snorra- son. Gunnar var önnum kafinn við afgreiðslu i kjötdeildinni. þegar Mbl bar að garði, en gaf sér þó tíma til að rabba um stöðu verzlunarinnar og verzlunarmál almennt. — Þegar við nefnum stöðu verzl- unarinnar f dag dettur mér fyrst í hua að vísa til nýútkominnar skýrslu frá Hagvangi h/f, þar sem glögg- lega kemur fram, að verzlunin hefur verið afskipt í þjóðfélaginu. Ráða- menn hafa jafnvel lýst því yfir opin- berlega, að verzlun sé annars flokks atvinnuvegur og þeir, sem stundi hann, séu afætur á þjóðfélaginu. Þegar þetta er skoðað ofan f kjölinn er þó augljóst, að verzlunin er nauð- synlegur tengiliður bæði milli fram- leiðenda innbyrðis og milli framleið- enda og neytenda, og þetta sjónar- mið kemur reyndar einnig fram f þessari skýrslu. Af hálfu hins opin- bera hefur engum afskiptum verið beitt verzluninni til framdráttar og hún er t.d. nær alveg afskipt, hvað varðar fjárfestingarlánasjóði. Ég lýt svo á, að þessi afstaða hins opin- bera til verzlunarinnar verði að breytast Við þetta má bæta, að skoðun hagfræðinga er sú, að verzl- un sé engu ómerkari en aðrar at- vinnugreinar þjóðfélagsins, t.d. iðn- aður, sjávarútvegur og landbúnað- ur, enda verður það augljóst ef þessi sjónarmið, sem fram koma í skýrslu Hagvangs og ég nefndi áðan, eru tekin til greina. Tal okkar berst að verðlagsmál- um, en um þau hafði Gunnar þetta að segia: -— Eg hef þá skoðun. að verzlunin bú' við algjörlega úrelt verðlags- kerfi, sem hvergi á sér hliðstæðu I nálægum löndum. Það vinnur á móti almenningi, eykur dýrtfðina og að auki kostar þetta fyrirtæki stórfé, eða yfir 20 milljónir króna eins og fram kemur á sfðustu fjárlögum. I stað þess að hafa frjálsara verð- myndunarkerfi, sem gefur fólki kost á að verzla, þar sem þvf hentar og kjörin eru bezt hegnir núverandi verðlagskerfi beinlfnis innflytjendum eða kaupmanninum fyrir að gera góð innkaup og að sjálfsögðu kemur það niður á neytendum. Hvað viltu segja um hinar stór- auknu niðurgreiðslur landbúnaðar- vara, sem voru ákveðnar f sumar? Niðurgreiðslurnar blandast að miklu leyti inn I verðlagsmálin. Með niðurgreiðslunum, sem núverandi rfkisstjórn fór út f rétt fyrir kosningar og gerði að kosningabombu, átti sér stao einhver mesta eignaupptaka f verzlun, sem um getur, þ.e.a.s með þvf að þvinga kaupmenn til að selja landbúnaðarvörur fyrir miklu lægra verð en innkaupsverði nemur Hver urðu viðbrögð fólks við þessum niðurgreiðslum? — Fyrstu viðbrögðin voru þau að hremma sem mest á sem skemmst- um tfma, þvf að fólk hafi ekki trú á, að þessi veizla stæði lengi. — Því má gjarnan bæta við I sambandi við þetta. að þrátt fyrir að pólitíkusar noti verzlun f hrossa- kaupum, t d við myndun rfkisstjórn- ar, og beiti hana geigvænlegu rang- læti I sambandi við verðlagsmál og niðurgreiðslur nota þeir smásölu- verzlunina miskunnarlaust og á óskammfeilinn hátt til innheimtu- Framhald á bls. 18 Laugardagslokunin stærsti vinningurinnn Rætt við Eyjólf Guðmundsson hjá Síld & fiski Eyjólfur Guðmundsson hafðí I ýmsu að snúast, þegar blm. Mbl leit inn til hans á dögunum, þar sem hann sat f skonsu sinni inn af kjör- búðinni Sild & fiskur á Bergstaða- stræti Einhvers staðar vantaði pyls- ur og setja varð mann I að kippa þvf í lag, annar var f vandræðum með matarpöntun og leitaði til Eyjólfs til að spyrja ráða. Eyjólfur hefur verið verzlunarstjóri hjá Sfld & fiski f þrjátíu ár og sagði. að líklega væri starf hans fjöl- breyttara en fiestra annarra verzlunarstjóra, þegar blm. bað hann að lýsa starfsdegi sinum. „Þetta fyrirtæki er margþætt," sagði Eyjólfur. „í tengslum við verzlunina sjálfa, þar sem vinna fimm manns, er pylsugerð, eldhús og heildsala, sem selur framleiðslu- vörur okkar til annarra verzlana. Það eru aðallega kjötvörur frá svina- búinu á Minni-Vatnsleysu. Nú. ég byrja klukkan 8 á morgnana, búðin opnar klukkan 9, en í kjötbúðum er alltaf mikil vinna fyrir og eftir lokun. Bera þarf fram nýjar vörur daglega og ganga frá þeim í kæligeymslum á kvöldin. Ég þarf að sjá um verzlunina, útkeyrslu, eldhúsið, heildverzlunina, pantanirá vörum, útreikninga á verði, fylgjast með, hvað vantar og annað þess háttar. Síðast, en ekki sízt er mikill hluti starfs mins fóginn I leiðbein- ingum." — Hafa orðið miklar breytingar á kjörum verzlunarfólks? „Já, það hafa orðið töluverðar breytingar. Mesta breytingin varð við styttingu vinnuvikunnar. Reyndar hefði verið æskilegra að vinnutlmastyttingin hefði náðst með samningum, en ekki lagaboði. Vinnuvikan var áður 46 stundir hjá afgreiðslufólki en 44 hjá skrifstofu- fólki en nú er vinnuvikan 40 stundir. Ég held þess vegna, að óhætt sé að fullyrða, að verzlunar- fólk hafi unnið lengri vinnuviku en aðrar stéttir. Þá á ég við yfir allt árið, þvi að auðvitað vinna margar stéttir lengri vinnudag einhvern hluta af árinu.,, — En nú eru ekki allir jafn ánægðir með að hafa verzlanir lokaðar á laugardögum, hvað vilt þú segja um það? „Laugardagslokunin er stóri vinningurinn okkar. Fyrir nokkrum árum hefði okkur ekki dreymt um slfkt. Auðvitað væri æskilegt, að opnunartimi verzlana færi ekki saman við vinnutfma verzlunarfólks, en á meðan verzluninni er jafn þröngur stakkur skorinn og nú, er ekki um annað að ræða Ef verzlun- inni væri skapaður eðlilegur rekstrargrundvöllur væri hægt að koma á vöktum og hafa opið lengur en vinnutími okkar segir til um. En verzlunin getur ekki bætt á sig þeim kostnaði, sem leiðir af lengri opnunartíma Að sjálfsögðu þurfa viðskiptavin- irnir að breyta innkaupavenjum sfn- um f samræmi við breyttan opn- unartfma verzlana, eins og þeir hafa áður þurft að gera, t.d. þegar Framhald á bls. 18 v.necr ios | th«r «>s Eyjóifur Guðmundsson. Magnús Eyjólfsson. Frjáls álagning leiðir til lækkaðs verðs Rætt við Magnús Erlendsson, fulltrúa hjá Björgvin Schram hf. „ÉG ER búinn að vinna við þetta fyrirtæki í 21 ár, eða frá þvf að það var stofnað og hef þess vegna kynnzt ýmsu og minnist ýmissa erf- iðleika, sem heildverzlunin hefur átt í. Ég man eftir þvi til dæmis, þegar innflutningur á ávöxtum var tak- markaður og börnunum fannst ekki komin jól fyrr en þau fundu lykt af eplum og þeirri miklu breytingu, sem varð, þegar innflutningur var gefinn frjáls fyrir um tfu árum. En ég man ekki eftir að ástandið hjá heild- verzluninni hafi verið verra en það er í dag " Þannig mæltist Magnúsi Erlends- syni fulltrúa hjá Heildverzlun Björg- vins Schram, þegar blm. spjallaði við hann sl. fimmtudag. Eins og kunnugt er flytur verzlunin aðallega inn ferska ávexti og hefur Björgvin sjálfur stundað þess konar verzlun f 40 ár. Blm. spurði Magnús, hvort hann ætti með ofangreindum orðum sin- um við áhrif 25% innborgunar- gjaldsins. „Já," svaraði Magnús, „það gefur auga leið, að þegar fryst eru 25% af fjármagni fyrirtækis verður það að minnka vöruvalið Við höfum enga banka eða stofnanir til að hlaupa í til að fá aukið fjármagn og verðum þess vegna að meira eða minna leyti að skammta vörur til viðskiptavin- anna. Auk þess er álagningin svo lág, að fyrirtæki ! okkar grein standa varla I stykkinu. Ávextir, sem við flytjum aðallega inn, eru mjög viðkvæm vara og geta auðveldlega orðið fyrir skemmdum. Áhættan I greininni er þess vegna mikil og okkur er ekki ætluð af verðlagsyfirvöldum nein aukaálagning til að mæta slfkum tjónum ef til dæmis farmur verður fyrir skemmdum." — Hvað er álagningin mikil hjá ykkur? „Álagning á matvöru er á milli 8 og 10%, sem er allt of lítið. Þegar búið er að greiða allan kostnað, sem hefur stórhækkað, er orðið harla lítið eftir og nú er svo komið, að mörg heildsölufyrirtæki eru farin að segja upp fólki ." — Hvað viljið þið fá háa álagn- ingu? „Þvf er erfitt að svara f fljótu bragði Helzt viljum við frjálsa sam- keppni með þvi að fá að ráða álaggningunni sjálfir, en ekki að einhverjar skrifstofur úti I bæ, sem enga innsýn hafa, séu látnar úm það". — En leiðir frjáls álagning ekki bara til samtryggingar kaupmanna og hærra vöruverðs? „Nei, frjáls álagning myndi leiöa til hins gagnstæða. Þó að við reyn- um að kaupa inn á sem hagstæð- ustu verði ýtir núverandi kerfi undir það, að menn kaupi dýrt inn, af þvf þannig fá þeir meira f kassann." — Hvernig fylgizt þið með mark- aðsverði á ávöxtum erlendis? „Við fáum skeyti á fjarritann dag- lega frá helztu viðskipaaðilum t.d. f Gautaborg, Rotterdam, Hamborg, Kaupmannahöfn og vfðar, þar sem sagt er frá markaðsverði þann dag- inn. Fólk undrast oft verðbreytingar, sem verða á ávöxtum, en þær stafa af sveiflum, sem verða á markaðs- verði f þessum löndum En framboð og eftirspurn ráða þar algerlega verðinu Við gerum svo pantanir að jafnaði vikulega með fjarrita og fáum vör- una setta beint f skip. Daginn sem skipið á að koma erum við tilbúnir með öll skjöl og strax og varan er Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.