Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. AGÚST 1974 7 Eftir Bförtt V* Mifune og Machiko Kyo í Rashomon JAPANSKI leikstjórinn Akira Kurosawa á ekki ófáa aðdáendur hér á landi, en að honum töldum má heita. að þar með sé vitneskja hérlendra upptalin. Skylt er þó að geta þess að verk fáeinna annarra japanskra leikstjóra hafa verið sýnd i Kvikmyndaklúbbi mennta- skólanna og er það ekki eina til- fellið, þar sem sá ágæti félags- skapur hefur opnað mönnum ofur- litla glufu inn í áður framandi heim. Hvað um það — nýlega rak á fjörur minar kynningarbækling um Japan, þar sem finna mátti dágott fyrirlit yfir japanska kvik- myndagerð eftir Ken nokkurn Wlaschin og verður hér á eftir stiklað á nokkrum fróðleikskorn- um úr þeirri grein. Rifjað er upp, að japönsk kvik- myndaframleiðsla á nú sjötíu og fimm árað baki og ígóðærum hafa þar verið framleiddar allt upp I 400 myndir á ári. Japanskur kvikmynda- iðnaður er háþróaður, sennilega hinn eini sem stendur Hollywood eitthvað á sporði hvað skipulag, framleiðslugetu og nýtingu áhærir. Japönsk kvikmyndalist hefur á til- tölulega skömmum tíma náð tölu- verðri hylli kvikmyndaunnenda á Vesturlöndum, einstök afsprengi hennar eru vel kunn og viðurkennd þar um slóðir. Bróðurparturinn af japanskri kvikmyndagerð er þó eftir sem áður hulinn heimur vestrænum gagnrýnendum og kvikmyndaunn- endum. Aðeins brotabrot japanskra mynda hefur verið tekið til sýninga I kvikmyndahúsum Evrópu og Amer- iku, leikstjórar eins og Kurosawa, Yosijuro Ozu og Kenji Mizuguchi hafa þar tryggt sér öruggan sess I kvikmyndasögunni með verkum sln- um. Má þá geta þess hér I framhjá- hlaupi, að þekktasta verk Mizuguchi — Ugetsu — er væntanlegt sem mánudagsmynd I Háskólabíói. En meðan þessu fer fram, eru ýmsir helztu leikstjórar Japans öldungis óþekktir hér vestra. svo sem Hein- osuke Gosho, sem nýtur þó mikils álits heima fyrir. Kurosawa á mestan heiður að því að hafa lokið upp dyrum japönsku kvikmyndarinnar fyrir vestrænum áhorfendum. Það var þó ekki fyrr en árið 1951 — á kvikmyndahátíðinni I Feneyjum. Opinberunin birtist I myndinni Rashomon, er kom kvik- myndagagnrýnendum og kvik- myndaunnendum, sem þar voru, gjörsamlega í opna skjöldu og fékk að launum aðalverðlaunin. Þar með hafði kistulokið að einum ómetan- legasta listafjársjóði veraldar verið opnað. Fljótlega upp úr þvi var efnt til sérstakra sýninga á japönskum myndum i Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum og smátt og smátt rann það upp fyrir mönnum, að leikstjórar eins og Ozu og Mizuguchi voru ekki í hópi fremstu meistara kvikmyndagerðar, heldur meðal ágætustu listamanna, er Japan hafði alið. Vesturlandabúar hafa þannig enn sem komið er aðeins rótað í yfir- borði þessa fjársjóðs. Aðeins sex myndir af 90 myndum Gosho hafa verið sýndar erlendis og aðeins um helmingur verka Ozu og Mizug- uchi. Nánari könnun mun taka mörg ár Afþreyingaþáttur japanskrar kvik- myndaframleiðslu er að mestu óþekktur hér um slóðir. Þó var ný- lega efnt til japanskrar kvikmynda- viku i London og Paris og menn skemmtu sér konunglega að horfa á myndir eins og Konan sem var fjár- hættuspilari og Blindi sverðmaður- inn; myndir, sem í Japan hafa náð áþekkri hylli og James Bond hérna megin. Japanskar vofumyndir, hlið- stæða vestrænu hrollvekjunnar, eru nær óþekktar, en fulltrúi þeirra við framangreint tækifæri var Furðu- sögnin um Yotsuya eftir Nobuo Nakagawa. Áður ókunn verk nútímameistaranna Nagisa Oshima og Sohei Imamura vöktu hrifningu ásamt siðustu mynd öldungsins i hópnum — Tomu Uchida. Kvik- myndakynningar af þessu tagi eru þó aðeins upphafið að frekari við- kynningu japanskrar kvikmynda- gerðar og vestrænna áhorfenda. Þrátt fyrir að japönsk kvikmynda- gerð hafi þegið margt að láni vestan að, hefur hún innra með sér þróast í sérjapanska listgrein, sem á sér enga hliðstæðu annars staðar. Þessi blanda austursins og vestursins kemur fram með 'ýmsum hætti, en er kannski mest áberandi og jafn- framt skemmtilegust í samspili menningarlegra enduróma hjá Kuro- sawa. Áhugi hans á bandariskum sakamálabókmenntum á sér viða stað. Eina mynd sína byggði hann algjörlega á sögu Ed McBain — The King's Ransom og við gerð samurai- myndarinnar Yojimbo (Lifvörðurinn) tók hann traustataki fyrirmyndir úr sögum Dashiell Hammett — Red Harvest og The Glass key. Þá mynd stældi Sergio Leone svo til skot fyrir skot i spaghettivestra sínum — A Fistfull og Dollars á sama hátt og Hollywood stældi Sjö Samurai-ana i The Magnificent Seven. Það er ekki að furða, þótt Kuro- sawa sé oft sakaður um það heima- fyrir að vera vestrænastur japanskra leikstjóra, en það gefur einfaldlega til kynna, að hann sé ekki hefðbund- inn að formi eða inntaki. Hefðin er einmitt ákaflega veigamikill þáttur innan japönsku kvikmyndarinnar á þann hátt, er kemur vestrænum áhorfendum framandlega fyrir sjón- ir. Japanskar kvikmyndir eru flokk- aðar eftir rigbundnum skilgreining- um, byggðar upp eftir ströngum „siðareglum", líkt og hinn dæmi- gerði ameriski vestri. Flestum japönskum kvikmynda- gerðarmönnum er Ijóst, að myndir þeirra eru ekki einstæð ný sköpunar- verk, heldur afkvæmi fornrar hefðar, sem fram haldið verður um ókomin ár. Örfáir — eins og Kurosawa og Oshima eiga það þó til að brjóta og jafnvel hæðast að hefðinni, meðan aðrir eins og Ozu vinna algjörlega innan umgjarðar hefðarinnar, endur- taka jafnvel eldri myndir sínar, en hlaða þær nýrri hljóðlátri fegurð og dýpt. Séu myndir Kurosawa iðandi af ákafa, hreyfingu og hraðri atburð- arás, er styrkur Ozu fólginn í lifsins ró, kyrrð og stillu. Ozu er kannski heimarikastur japanskra kvikmynda- gerðarmanna og um margt óað- gengilegur fyrir vestrænan smekk. Hann einbeitir sér að innsta kjarna japansks fjölskyldulífs, neitar að láta deigan siga fyrir framandi smekk. Stundum er þvi haldið fram, að japanskar myndir séu hægar eða „tempó" þeirra sé hægara en banda- riskra og evrópskra mynda. Réttara væri að segja, að hraði lífstempósins og atburðarásar hinnar hefðbundnu japönsku myndar sé annar en á Vesturlöndum. Vissulega er margt torráðið og margar óaðgengilegar eigindir innan japönsku myndarinn- ar fyrir vestrænan kvikmyndaáhorf- anda, en það stafar þá fyrst of fremst af ólíkri menningararfleifð og lærist, ef ef vilji er fyrir hendi. Tákn- ræn innskot og Ijóðrænar ímyndir eru notaðar án frekari skýringa þar eð japanskir áhorfendur vita fyrir hvað þau standa. f hefðbundnum myndum geta verið frásöguleg at- vik, sem er heimamönnum opin bók, en kemur algjörlega flatt upp á hinn vestræna kvikmyndaáhorf- anda. Ókennileg áhrif frá fornri leik- list Japana, hugtök eins og no og kabuki hafa hins vegar verið ýkt og fyrrgreindur Wlaschin telur jafnvel óllklegt, að dýpri skilningur á þeim komi vestrænum áhorfendum yfir- leitt að nokkru gagni Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN27 simi 25891. Erum flutt á Laufásveg 1. Höfum eins og áöur mikið af bókum og frímerkj- um. Safnarabúðin, sími 27275, Laufásveg 1. Húsbyggjendur — Byggingameistarar. Get bætt við mig verkefnum í raflöqnum. Guðm. Bertelsson. rafverktaki. Simi 42431. Stór ryksuga óskast keypt fyrir iðnfyrirtæki. Á sama stað er til sölu eða i skiptum hrærivél fyrirbakari. Simi 85080. Hjónarúm með áföstum náttborðum og nýj- um dýnum til sölu. Upplýsingar i sima 251 58. fbúð til leigu 3ja herb. björt kjallaraibúð. Gardinur fylgja og fleira kemur til greina. Tilboð sendist Mbl. fyrir föstudag merkt „Hliðar 1068 '. Jörð til leigu skammt frá Reykjavik. Leigist frá 10. ágúst. Upplýsingar i sima 99- 3642. Til sölu Man 850 árg. 1967 með Facokrana 1 Vi tonn. Upp- lýsingar i síma 92-82 1 5. íbúð óskast Ungur námsmaður, með konu og eitt barn óskar eftir litilli ibúð til leigu til áramóta. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Uppl. i sima 42086. íásl MR ER EITTHURfl $ FVRIRRLLR j JWöTðunfjIaííift Vegna sumarleyfa verður skrifstofum vorum og verksmiðju lokað frá. 5. —12. ágúst. Sælgætisgerðin Víkingur. Lögmannsskrifstofa mín er lokuð frá og með 4. til 20. ágúst 1 974, vegna sumarleyfa. Jón N. Sigurðsson, hrl. Tjarnargötu WD, Reykjavík. FENNER kýlrelmar fleygrelmar reimskffur ásteng Fagmaðurinn kaupir Fenner því þær endast lengur. VALD. POULSENI SUÐURLANDSBRAUT 10 - s 38520 - 3H42

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.