Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.08.1974, Blaðsíða 3
 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGUST 1974 3 jft Yw Ul r vermu EFTIR EmAR SIGURÐSSON DANIEL Willard Físke Traustason, skipstjóri og útgerðarmaður, Vestmannaeyjum, er ættaður úr Grfmsey og heitir eftir hinum fræga háskólakennara við Harvard f Bandarfkjunum. Prófessorinn gaf 3 bókasöfn hingað til lands og Grfmseyingum skólahús auk tafla á hvert heimili f Grfmsey og sérstakar gjafir til allra kvenna f Grfmsey. Danfel skipstjóri var farinn að róa 9 ára gamall með fullorðnum, og gerði móðir hans, sem var ekkja, að aflanum, er f land kom. Hann er til sjós sem háseti, þar til hann fer á Stýrimannaskólann og útskrifast þaðan 1955 og hefur sfðan verið skipstjóri. Ctgerðarmaður gerðist hann 1965, er hann keypti m/b Kóp, 92 lesta bát, sem hann á enn. Danfel var aflakóngur á vetrarvertfðinni f Vestmannaeyjum f vetur. TíðarfariÖ Norðan- og norðaustanátt var í vikunni, stundum stöluverður strekkingur, og voru handfæra- bátar í landi flesta daga. Annars var gott veiðiveður hjá stærri skipum. Aflabrögð Afli var misjafn í trollið. lítið hjá heimabátum, en bezt hjá þeim, sem voru austur í bugtum. Þessir komu með beztan afla í vikunni: Til Grindavíkur: Haf- berg með 38 lestir og Ársæll 32 lestir. Til Þorlákshafnar: Þor- lákur með 28 lestir og Brynjólfur 40 lestir. Til Akraness: Sigurborg með 32 lestir. Til Vestmannaeyja: Þórunn Sveinsdóttir 52 lestir, Leó 25 lestir, Elías Steinsson 28 lestir, Surtsey tvisvar samtals 65 lestir, Heimaey 20 lestir, Danski Pétur 21 lest, Árni í Görðum 27 lestir og Andvari 34 lestir. Spærlingsveiðin er mjög treg, 40—50 lestir eftir 2 og 3 sólar- hringa. Samtals lönduðu 7 bátar í Eyjum sl. hálfan mánuð 910 Iest- um. Togararnir Togararnir hafa verið á víð og dreif. Þessir lönduðu f vikunni: Freyja 97 lestum, Engey 251 lest, Snorri Sturluson 210 lestum, Júní 150 lestum, Otur 110 lestum, Jón Vfdalín 160 lestum, Sléttbakur 227 lestum og Svalbakur 190 lestum. Samtals lönduðu Akur- eyrartogarnir 5 sl. mánuði 1800 lestum. Köld kveðja Þjóðhátíðargestir dáðust að fulltrúum erlendra þjóða, sem fluttu þeim árnaðaróskir, kveðjur og gjafir á þjóðhátfðinni og glöddust yfir nærveru fulltrúa 33 fjölmennustu jafnt sem fámenn- ustu þjóða heims. Þótt þessi hópur hafi verið stór 1930 og 1944, þá var hann stærstur nú. Meðal þessara ágætu fulltrúa voru tveir forsætisráðherrar, sem gáfu sér tíma á annasömum starfsdegi að sækja okkur heim, forsætisráðherra frænda okkar Norðmanna, eins og við erum vanir að segja, og forsætisráð- herra fyrrum sambandsþjóðar- innar Dana, sem Islendingar hafa sætzt við fullum sáttum við sambands- og konungsslit, hand- ritaskilin og fyrir margháttaða vináttu, sem Danir hafa síðan sýnt Islendingum. En Kvöldið eftir, þegar verið var að skýra frá f útvarpi og sjón- varpi gjöfum og vinahótum for- sætisráðherra Dana, Poul Hartl- ings, berast fréttir af ummælum annars dansks ráðherra, þar sem kveður við nokkuð annan tón. Það er sjávarútvegsráðherra Dana, Niels Anker Kofoed, sem hótar Islendingum, að ef þeir færi land- helgi sfna út f 200 mílur, kunni Norðursjávarsvæðið að verða lýst sameiginlegt fiskveiðisvæði fyrir aðildarrfki Efnahagsbandalags Evrópu eingöngu og afleiðingin geti orðið mestu fiskveiðiátök sög- unnar. Með öðrum orðum, að Norðursjónum kunni að verða lokað fyrir íslendingum. Enn fremur er haft eftir danska sjávarútvegsráðherranum: „Is- lendingar hafa til þessa ekki sýnt neina tilhneigingu til að fara eftir alþjóðlegum samningum, og ef þeir kjósa að sýna hörku neyðumst við til að gera hið sama . . . Annaðhvort verða íslendingar að hverfa af sviðinu eða við verðum t.d. að setja viðskipta- hömlur á þá,“ sagði Kofoed. Það er að segja hátolla islenzkar sjávarafurðir f Efnahagsbanda- lagslöndum Evrópu enn meira en nú er, og væri það í samræmi við núverandi tollstríð EBE við Is- lendinga, eða jafnvel banna með öllu innflutning þeirra. Þegar islendingar færðu land- helgi sfna út f 50 milur, leyfðu þeir Færeyingum að veiða innan hinnar nýju landhelgi, sem var að sjálfsögðu sama og leyfa Dön- um það, og hefðu Islendingar einnig áreiðanlega leyft dönskum fiskimönnum það sama, ef Danir hefðu farið fram á það, og sama hefði gegnt um grænlenzka fiski- menn, ef þeir hefðu getað eða viljað hagnýta sér slíka veiði- heimild. En Efnahagsbandalagið, sem Danir eru í eins og kunnugt er, hefur á annað ár beitt Islendinga refsiaðgerðum og hindrað, að Is- lendingar nytu þeirra tollkjara, sem þeir höfðu samið um f góðri trú, að kæmu til framkvæmda á umsömdum tíma og islendingar uppfylltu að sínu leyti að fullu og gengu þá um tíma lengra í þeim efnum en gagnvart beztu við- skiptalöndum sínum. Um þessar mundir er ár liðið siðan „50-menningarnir“ skoruðu á alþingi og rikisstjórn að færa þegar í stað íslenzku landhelgina út f 200 mílur. Kom þetta skriði á málið og hefur hugmyndinni stöðugt vaxið fylgi á þessu ári. Nú berjast fulltrúar íslendinga á haf- réttarráðstefnunni harðri baráttu fyrir framgangi þessa máls, en fari svo mót vonum manna, að tilskilinn meirihluti fáist ekki fyrir 200 mílunum, svo að þær verði að alþjóðalögum, er áreiðan- lega mikill meirihluti þjóðarinnar því fylgjandi, að útfærslan verði engu að siður framkvæmd fyrir árslok 1974. Þegar íslendingar hafa helgað sér 200 milna fiskveiðilandhelgi og ef til vill nokkurt landgrunn i viðbót, er ekkert sennilegra en islendingar séu þess albúnir að semja við önnur strandrfki um gagnkvæmar veiðiheimildir, til að mynda við Dani um veiðar við ísland gegn veiðiréttindum í Norðursjó og við Grænland. Hitt er svo annað mál, að Is- lendingum er enginn akkur í að selja fisk sinn óunninn til Efna- hagsbandalagslandanna, þar sem vinnsla á honum í landinu veitir landsmönnum mikla atvinnu og gefur þeim um 50% meiri gjald eyristekjur. Hvorra gæti þá orðið barnargreiðinn? Markadsfréttir Engin breyting hefur orðið á freðfiskverðinu i Bandaríkjunum nýlega. Þorskblokkin er nú í 60 centum pundið og ýsublokkin í 63 centum. Verðið hefur fallið þetta úr 82 og 85 centum pundið síðast- liðið haust og fyrst á þessu ári. Verðið á þorsk- og ýsuflökum hefur haldizt óbreytt. Saltfiskurinn, sem hækkaði í verði síðastliðið haust og í byrjun ársins, hefur haldið verði sínu enn sem komið er, en það er ágætt. Skreið hefur hækkað mikið síðan I fyrra, og er gott útlit með sölu á því litla magni, sem til er, en það er aðeins um 1200 lestir. Fiskimjöl lækkaði um meira en helming í vetur og vor, en er nú aðeins farið að hækka aftur f verði. Meginorsökin er, að upp- skera á sojubaunum, sem fram- leitt er úr mjöli með svipuðu fóðurgildi og fiskimjöl, hefur brugðizt, svo að sojumjöl hefur hækkað i verði. Verzlun og viðskipti i júní voru gefin út af ríkissjóði 200 milljón króna af svonefndum vfsitölubréfum og aðrar 200 millj. króna í júlí, hvorttveggja í sama flokki. Öll fyrri bréfin eru seld og um helmingurinn af seinni bréf- unum. Alls hafa þá verið gefnir út 2 milljarðar króna af þessum bréfum, og eru það nú tæpir 6 milljarðar með höfuðstól, vöxtum og vísitölu. Fyrstu bréfin voru gefin út 1964. 1. júlí síðastliðinn var 10.000 króna bréf leyst út með 111.000 krónum, eða rúmlega ellefu falt. Engar sveiflur hafa verið undanfarið á verði fasteigna. Meira framboð er nú en áður, og helzt hefur þetta mikla framboð áhrif í þá átt að lækka útborgun, en hún er nú um % af kaupverð- inu, eitthvað hærri eða lægri eftir því, hvort um gömul eða ný hús er að ræða. Vextir hafa verið 10% af því fé, sem seljandi hefur lánað, en eru nú eitthvað breytilegir eftir vaxtahækkunina. Verið er að byrja á nýjum blokkum og ekki sjáanlegur neinn samdráttur sem heitir, enda virðist hyldýpi milli kaup- getu almennings og afkomu útflutnings atvinnuveganna. „(Jr verinu“ kemur ekki út um sinn vegna fjarveru höfundar. G6Ö loðnuveidi við Kanada Skilyrði hafa verið göð til loðnuveiði við Kanada í sumar. Hafa einstök skip þegar fengið upp í 3500 lestir. Rússar hafa veitt þarna á 5 stórum verk- smiðjuskipum um 25.000 lestir af loðnu og fryst hana fyrir Japans- markað. Hefur þessi loðna líkað vel, verið stærri en sú íslenzka og í henni meira af hrognum, 18—20%. Hér er byrjað að frysta loðnu, þegar hún er komin með 10%. Rússar seldu í ár alls til Japans 42.000 lestir af frosinni loðnu. is- lendingar 19.000 lestir og Norð- menn 7.500 lestir. Fiskur og olía Fiskimenn i Norðursjónum hafa nú nokkrar áhyggjur af hvað muni koma fyrir, þegar hundruð oliupalla eru dreifð á fiskimiðum þeirra í Norðursjónum og olíu- leiðslur liggja til lands. Fleiri og fleiri þátttakendur Það ber nú stöðugt meira og meira á, að lönd auka fiskveiði- flota sína, enda þótt þau eigi ekki land að sjó eða séu fjarri fískimið- unum. Svo er til að mynda um Búlgarfu, sem nú áformar að auka togaraflota sinn með 40 úthafstog- urum með frystiaðstöðu og 11 fiskflutningaskipum fyrir 1980. Það er merkilegt, að þessar þjóðir skuli ekki heldur vilja kaupa fisk af fiskveiðiþjóðum, sem liggja mitt í fengsælum físki- miðum, eins og Islendingum, og selja þeim í staðinn vörur, sem þessi Iönd eru vel fallin til að framleiða. Þetta gera engar af þessum þjóðum neitt sem heitir nema Svoétríkin. Fiskveiðar Pólverja Síðastliðið ár veiddu Pólverjar 500.000 lestir af fiski, eða % af ársafla Islendinga. Allir fara í ferð með Utsýn Nú eru síöustu sætin í Utsýnarferöum sumarsins á þrotum: Þægilegt þotuflug Kvöldflug lengirsumarleyfið. Útsýnarþjónusta tryggir ánægjulega ferð. Fyrsta flokks gæði — sama lága verðið. COSTA DELSOL TRYGGASTI SÓLSTAÐUR ÁLFUNNAR 8EZTU GISTISTAÐIRNIR FERÐASKRIFSTOFAN AUSTURSTRÆTI 1 7 SÍMI 26611 — 20100 lOIInur. 7 igúst 12 ágúst 14 ágúst 21. ágúst 26 ágúst 28 ágúst 4 sept. - 9 sept. - 11 sept. - 18 sept — 23 sept. - 25sept. - - 4 sæti laus - Gppselt - llppselt - Pppselt. - Lppselt - Uppselt - Uppselt ■ l’ppselt - 2 seti laus 6 sæti laus - 8 sæti laus - 6 sæti laus EinkaumboS á íslandi TJÆREBORG AMERICAN EXPRESS. STÆRSTA OG VANDAÐASTA FEROAÚRVALIÐ Kaupmannahöfn London Rínarlönd Austurrfki Gardavatn Grikkland Rhodos Costa Brava Mallorca ITALÍA HEILLAR GULLNA STRONDIN STAÐUR SEM SLÆR í GEGN 31 mai — uppselt 1 5. júnf —uppselt 2. júli — uppselt 16. júll — uppselt 30. júli — uppselt 13. ágúst — uppselt 27. ágúst -— uppselt 10. sept. —uppselt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.