Morgunblaðið - 04.08.1974, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 1974
fylgt eftir. Við höfðum látið
kynna plöturnar í Svíþjóð og
fengið orð um, að góður mögu-
leiki væri á markaði þar, en ekk-
ert var gert í málinu. Þetta plötu-
ævintýri endaði þannig, að ég
keypti nú nýlega upplagið, sem
eftir var, og kom því í hljómplötu-
verzlanir og mér skilst, að sala á
því gangi vel.
Það er orðið áliðið nætur og
augljóst, að ferill Jóhanns verður
ekki afgreiddur fyrir sólarupprás
svo að við ákveðum að hittast aft-
ur næsta laugardag. Og með það
heldur Slagsíðan út í hlýja sumar-
nóttina.
II.
Laugardagseftirmiðdagur. Um-
hvcrfið það sama. 1 stað léttvfns
flöskunnar er nú á boðstólum
kaffi og kex. Jóhann virðist af-
slappaður, enda nýkominn úr
baði og okkur er ekkert að van-
búnaði að byrja þar sem frá var
horfið.
Spilabransinn byggist á
hégóma og sukki
— Eftir að plöturnar komu út
lögðum við hljómsveitina niður.
Ég var þá orðinn leiður á spila-
barnsanum, en sjóndeildarhring-
urinn var ekki víðari en svo, að
mér fannst eins og ekki kæmi
neitt annað til greina. Ég byrjaði
með Töturum en hætti þar og á
tímabili stóð til að ég færi í
„grúppu" með Kalla Sighvats og
fieirum, en ekkert varð úr því,
enda var ég fremur áhugalaus. Ég
býst við, að ég hafi verið óánægð-
ur með sjálfan mig og mér fannst
tími til kominn að gera sjálfan
mig upp. Eg fór að stunda likams-
rækt, yoga og fór að synda. Ég
ákvað að láta þetta ráðast og
treysti því, að eitthvað kæmi upp.
Á þessu tímabili rann upp fyrir
mér, að spilabransinn byggist að
miklu leyti á hégóma og sukki og
ég var orðinn dauðleiður á þvf. Ég
var að leita að einhverju öðru,
m.ö.o. ég var að leita að sjálfum
mér.
Óðmannaævintýrið skildi eftir
sig skuldasúpu og ég stóð frammi
fyrir því, hvort ég ætti að nota
mína menntun, gerast skrifstofu-
maður og fara inn í kerfið eða
halda áfram léitinni að sjálfum
mér. Eftir miklar bollaleggingar
komst ég að þeirri niðurstöðu, að
maður getur ekki skapað merki-
legri verk en maður er sjálfur.
Undirstaða þess, að geta skapað
eitthvað og miðlað öðrum er að
vera heill gagnvart sjálfum sér og
öðrum. Ég komst að þeirri niður-
stöðu, að ég vildi ekki láta klukk-
una ráða mínu lífi og tók þá
ákvörðun að halda leitinni áfram
— gerast listamaður.
Hljómsveitabransinn var undir-
búningur fyrir þessa ákvörðun,
en meðan ég var í honum tók ég
sjálfan mig ekki alvarlega og
þannig held ég, að sé um flesta,
sem eru i þessum bransa. Þeir sjá
fram á, að einhvern tfma kemur
að því að þeir detta út úr poppinu
og ég veit, að margir af þessum
strákum hafa áhyggjur af því,
hvað þá tekur við. En í hljóm-
sveitabransanum er maður ekki
frjáls, maður er bundinn af þeim,
sem spila með manni. Mér létti,
þegar ég hafði tekið ákvörðun um
að hætta að spila í hljómsveit.
En samt byrjaðir þú aftur
að spila með Náttúru
tveimur árum seinna?
— Já, og við getum kannski
fundið skýringu á því ef við tök-
um þetta í samhengi. Ég ákvað
þarna að hætta að spila í hljóm-
sveit óg hvfla mig frá tónlistinni.
Eg hafði fengið örvun frá lærðum
málurum og ég fór að mála. Sköp-
unargleðin, sem áður hafði fengið
útrás í tónlistinni, fór þarna í
annan farveg. Um þetta leyti fór
ég lfka að dunda við að yrkja. 1
rauninni má segja, að þarna hafi
runnið upp blómaskeið hjá mér f
sköpun og ég kom út miklu frjórri
en nokkru sinni fyrr. Seinna fór
ég svo aftur að semja og þetta
hefur þróazt þannig, að hvað hvíl-
ir annað. En ég er þó ekki enn
kominn að Náttúruævintýrinu.
Þegar ég fór að mála hafði ég
ekkert sérstakt í huga, það var
ekkert markmið hjá mér að halda
sýningu. En fljótlega kom að því,
að mér fannst eins og ég þyrfti að
kanna, hvort einhverjir vildu
njóta þess, sem ég var að gera,
með mér. Þetta er svipað því, að
enginn er ánægður með að borða
einn, hversu góður sem maturinn
er. Ég vildi sem sagt gefa fólki
kost á að upplifa með mér það,
sem ég var að gera. Ég hélt því
sýningu f Casa Nova og þótti
mörgum það ofdirfska vegna
þess, hve stutt var sfðan ég byrj-
aði að mála og ég hafði lítið lært í
listaskólum. En sýningin tókst vel
og hlaut ágæta dóma, en ég seldi
ekki mikið. Ég var enn f skulda
súpunni og næsta skref var að
gefa út eftirprentanir af Jimi
Hendrix. Það gekk mjög vel og
mér tókst að friða aðgangshörð-
ustu skuldheimtumennina. En
upp úr áramótum var útlitið orðið
mjög svart, hvað fjármálin snerti
og ég fór að verða óviss um fram-
tfðina. Ég var búinn að ná því
takmarki að halda sýningu en það
veitti mér ekki varanlega full-
nægingu. Mig var þá aftur farið
að langa til að spila, enda var ég
þá búinn að semja lög, sem ég
vildi koma á framfæri. En ég
hafði verið svo lengi frá popp-
bransanum, að þeir héldu að ég
væri kominn á sérplan. Óli
Garðars var sá eini, sem hélt sam-
bandi við mig, og í gegnum hann
byrjaði ég f Náttúru. t millitfðinni
hafði ég verið að læra á gítar hjá
Eyþóri Þorlákssyni og ég fór í
hljómsveitina sem gítarleikari.
Ætlunin var að ég spilaði á gítar-
inn og syngi, en ég var ekki undir
það búinn að sinna báðum þess-
um verkefnum. Það voru mjög
ólíkar „týpur“ í þessari hljóm-
sveit og mér tókst ekki að koma
minni tónlist á framfæri eins og
ég vildi hafa hana. Eftir sex mán
uði sá ég, að þetta var alveg sama
vitleysan og áður. Ég hafði upp-
götvað vitleysuna í hljómsveita-
bransanum áður, en mér fannst
þetta enn meiri vitleysa og hugs-
aði með mér, að allt væri betra en
þetta. Ljóst var, að hljómsveitar-
vinna átti ekki við mig svo að ég
hoppaði út. Eg var sjálfur með
hugmyndir og ef þær ættu að
komast ómengaðar á framfæri
þurfti ég að komast út og gera
plötu méð stúdfómönnum, sem
lytu minni stjórn og gætu þannig
túlkað mínar hugmyndir.
Brotinn gítar
Hér sleppum við úr all löngu
máli um tvær málverkasýningar,
sem Jóhann hélt í Hamragörðum,
en förum inn á umræður, sem
komu upp út af hinni umdeildu
plötu Jóhanns, þar sem á voru
lögin „Brotinn gítar“ og „Þögnin
rofin“. Hið fyrra, sem spilað er á
ónýtan mölbrotin gitar, virðist við
fyrstu áheyrn vera , marklaust
glamur — enginn texti, en óp og
vein heyrast á stöku stað. Á hinni
hlið plötunnar er þögn í bókstaf-
legri merkingu, en undir lokin er
hún rofin með skerandi angistar-
veini. Þegar platan kom út haust-
ið 1972 héldu sumir, að nú loksins
væri Jóhann G. Jóhannsson orð-
inn band- hringlandi vitlaus. Slag-
síðan spyr Jóhann, hvort það sé
satt, sem margir héldu fram, að
með plötunni hefði hann verið að
gefa skít í kerfið.
Nei, mér var fúlasta alvara með
þessum lögum. Ég tók þetta upp
rétt eftir að Óðmenn II hættu, en
sfðan lá það í tvö ár án þess að
vera gefið út. Þegar ég tók þetta
upp voru tímamót í mínu lífi og
þetta er tímamótaverk — uppgjör
við hið liðna. Ég spilaði þetta fyr-
ir ýmsa því að ég var ekki viss um,
hvort rétt væri að gefa það út. Það
var ekki fyrr en Pétur östlund
kom heim í frí að ég tók ákvörð-
un. Pétri fannst það skylda að
gefa þetta út — ef ég gerði það
ekki ætlaði hann að gera það.
Þetta réð úrslitum og ég fékk
Ámunda til að gefa út þessa plötu.
Don’t try to fool me
— Eftir að ég hætti í Náttúru
var löngunin til að koma lögunum
mínum á framfæri enn sterkari
en áður. Ég ræddi við Ámunda og
hann var reiðubúinn að gefa út
plötu og það endaði með því, að ég
fór til Englands í upptöku. Þessi
ferð varð all söguleg, því að þegar
ég kom út byrjaði sama gamla
sagan — alltof lftill tími í upp-
töku. Ég átti að fá viku til að gera
þrjár litlar plötur, sem er hlægi-
legt. Derik Wadsworth, sem ég
kynntist við gerð litlu Óðmanna-
platnanna, útvegaði góða menn og
ég mætti f upptökusalnum á
mánudegi. Fljótlega varð ég var
við, að hljóðfæraleikararnir mis-
skildu mig og út úr þessu kom allt
annað en ég hafði haft í huga.
Ég varð alltaf verri og verri í
skapinu eftir því sem leið á
vikuna. Þegar ég svo hlustaði á
útkomuna f vikulokin gerði ég
mér grein fyrir því, að allt var
ónýtt. Nú voru góð ráð dýr og ég
átti aðeins um tvo kosti að
velja, fara heim og gefa út lé-
lega plötu eða taka áhættuna —
vera eftir og reyna að gera betur.
Ég valdi seinni kostinn. Derik var
búinn að ráðstafa sér í ferð um
Skotland og það varð úr, að ég fór
með honum. Við höfðum því góð-
an tfma til að bera saman bækur
okkar og hann fór að átta sig á,
hvað ég vildi. Svo komu páskarnir
inn f og eftir fjórar vikur hringir
Ámi. Hann spurði mig, hvernig
gengi og ég varð að játa, að ég
væri ekki búinn að gera neitt. Þá
var Ámunda öllumlokiðogsagði
mér að koma heim hið snarasta.
Þetta sfmtal okkar endaði í hálf-
gerðu svekkelsi hjá okkur báðum
og ég ákvað að vera áfram. Ég var
kominn í stórskuld við hótelið,
hafði slegið hótelstjórann um 10
punda lán og auk þess hafði Derik
lánað mér peninga til að borga
stúdfómönnum. Þetta endaði svo
allt ágætlega, — ég lauk við plöt-
urnar og kom svo heim eftir að
hafa komið mér í samband við
nokkur plötufyrirtæki úti, þar
sem rætt var um möguleika á
samningum og þeir möguleikar
eru enn fyrir hendi. Ut úr þessu
komu svo m.a. lögin „Don’t try to
fool me“ og „Joe, the mad rock-
er“, sem náðu töluverðum vin-
sældum hér heima. Þriðja platan
er ókomin á markaðinn.
Það er eftirtektarvert, að í
„Don’t try to fool me“ kem-
urðu fram með nýjan söng-
stíl, gjörólíkan þeim, sem
einkenndi þig áður, —
hver er skýringin á því?
— Ég hafði verið að þróa þenn-
an söngstíl með mér og langaði til
að reyna hann í einhverju lagi og
það hittist svo á, að þessi stíll
passaði vel við þetta lag. Ég bjóst
hálft í hvoru við að þessi söng-
stfll yrði umdeildur, en svo
virðist sem hann hafi fallið í
góðan jarðveg. En í þessu lagi
fer ég líka inn á einfaldari lag-
lfnu og ég held, að yfir þessu
lagi sé ákveðinn „karekter"
eins og t.d. söngstíllinn
og harpan og það finnst mér
mest um vert. Þótt lagið yrði mjög
vinsælt lagaðist fjárhagurinn lít-
ið við útkomu plötunnar. En við
tökurnar urðu mér mikil
hvatning. Ég hélt sýningu I
Hamragörðum um þessar mund
ir, sem gekk mjög vel og
fleytti mér yfir verstu fjárhags-
örðugleikana. Auk þess hélt
ég velheppnaða sýningu í Kefla
vík stuttu seinna. Sem sagt,
platan gekk vel, sýningarnar
gengu vel og þar af leiðandi gekk
ég sjálfur vel. Það eina, sem gekk
illa, var klukkan mín, en það
skipti ekki máli, því að það
apparat eróþarft í mínu lífi.
Breiðskífa í haust
— Ég geri aldrei framtfðaráætl-
anir, sagði Jóhann, þegar Slagsfð-
an spurði hann, hvað nú tæki við.
— Ég lifi fyrir lfðandi stund. I
dag vil ég semja, á morgun vil ég
kannski mála eða yrkja og þá geri
ég það. Að undanförnu hef ég
staðið í að gefa út endurprentanir
á málverki, sem ég kalla „Lifsbar-
áttu“, — það er i tilefni þjóð-
hátíðarársins. Svo má geta þess,
að ekki er útilokað að í haust
komi á markaðinn ljóðabók, en
handrit að henni liggur nú hjá
útgefanda.
— Sem stendur beinast allir
kraftarnir að þvi að koma L.P.
plötu á markaðinn í haust. Ég hef
samið mikið að undanförnu, —
lögin hafa hlaðizt upp og ég vil
koma þeim á framfæri. Ég hef
mikla trú á þessari plötu og hún
getur ráðið miklu um framtíð
mína. A þessari plötu verður mik-
il breidd, t.d. mun ég halda áfram
með söngstílinn, sem ég kom f ram
með i „Don’t try to fool me“, en
auk þess kem ég fram með annan
stfl gjörólfkan. Lögin verða lfka
ólík og f einu laginu mun ég nota
langspil, sem ég fékk hjá stein-
grími Sigurðssyni í Roðgúli.
Annars er ég með frumdrögin að
lögunum hér á bandi, sem ég get
leyft þér að heyra.
Við hlustuðum á frumdrögin að
lögunum og Slagsíðan gat ekki
betur heyrt en Jóhann færi þar á
kostum, en væntanlega geta les-
endur um það dæmt, þegar platan
er komin út.
— Ég hef staðið f samningum
við Ámunda um útgáfuna á þess-
ari plötu, en það hefur staðið f
dálitlu stappi um það, hversu
mikið á að leggja f hana. En
hvernig sem allt veltur verður
þessi plata örugglega gefin út því
að ýmsir möguleikar eru opnir.
Ég hef samt áhuga á að starfa
með Ama, hann er stórhuga og
eini útgefandinn hér á landi, sem
er reiðubúinn að senda menn út
til að vinna við góð skilyrði.
— Ég held, að tónlistin sé
þyngst á metunum af því, sem ég
tek mér fyrir hendur í framtíð-
inni. Mér finnst gaman að vinna
að henni — formið er svo aðgengi-
legt og möguleikarnir á að miðla
til annara eru miklir. Ég ætla mér
samt ekki að missa sjónar á aðal-
atriðinu, sem er að rækta sjálfan
mig — halda sjálfum mér í and-
legu og líkamlegu jafnvægi. Það
er frumskilyrði þess, að ég geti
miðlað einhverju til fólks og um
leið grundvöllurinn fyrir þvf, að
ég geti haldið áfram á þeirri
braut, sem ég hef kosið að fara.
sv.g.
Happdrætti karlakórsins
Þrestir
Drætti er frestað til 1 . sept. n.k. Vinningaskrá
verður birt.
Karlakórinn Þrestir.
M.A.N.
framdrifsbifreið
í góðu ásigkomulagi til sölu. Gerð 9.186 HA
árgerð 1971. Hjólhaf 5200 mm. Ekin 100
þús. km. Hentug sem vöruflutninga- eða pall
bifreið. Nánari upplýsingar gefur.
KRAFTURH/F
Skeifan 5,
símar: 85235, 82120.