Morgunblaðið - 09.08.1974, Page 27

Morgunblaðið - 09.08.1974, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGtJST 1974 27 Pálmi í Mána HLJÓMSVEITINNI Mánum á Selfossi hefur bætzt göður liðs- styrkur. Er það Pálmi Gunnarsson, sem áður var hljómsveitarstjðri Islandiu, sem nú er hætt að leika. Pálmi hefur leikið f fleiri þekktum hljómsveitum. Þá lék hann hlutverk Júdasar f sýningu LR á Jesus Krist Superstar. Pálmi tekur við stöðu Smára Kristjánssonar f Mánum. — Gerald Ford Framhald af bls. 2. felldri mynd af stefnumðlum Fords I framtlSinni. Allir varaforsetar, sem skyndi- lega verða forsetar, eru óþekktar stærSir. En Gerald Ford er jafnvel enn „óþekktari" en Johnson og Truman. þvl aS hann hefur haft fá tækifæri og lítinn vilja til aS láta I Ijós sjálfstæSar skoSanir. Margir flokksmanna hans halda þvl fram, aS þaS sé styrkur fremur en veik- leiki; aS hann muni geta, eins og Eisenhower, fengiS I liS meS sér góSa menn, látiS þá um aS vinna þau störf, sem vinna þarf, og veitt þeim þaS nauSsynlega andrúms- loft heiSarleika og örugga brjóst- vits, sem til þarf, ef taka á réttar ákvarSanir. Lltill vafi leikur ð þvl, aS Ford muni koma meS nýtt og ferskt loft inn I morkiS andrúmsloft Hvíta hússins og þrátt fyrir aS hann hafi alla tlS veriS flokkspólitlskur, á hann auSvelt meS aS koma sér vel viS demókrata. Hann kynni t.d. aS móta utanrlkisstefnu, sem væri meira I samræmi við stefnu beggja flokka en veriS hefur. Og ekki má vanmeta þaS, aS Gerald Ford hefur tekizt aS halda heiSarleika slnum óskertum þetta siSasta, eitraSa tímabil bandarískra stjórn- mála. Ford forseti kann aS vinna sér sess I sögunni sem forseti á tímum sátta og nýs öryggis, auk þess aS hafa reist viS Repúbllkanaflokk- inn. En fáir vænta þess, aS hann muni hefja nýtt skeiS djarfra og uppbyggilegra stefnumiSa fyrir Bandaríkin eSa fyrir heiminn allan. Báðir yfir á grænu? MÁNUDAGINN 29. júlí s.l. um kl. 21,30 varð mjög harður bif- reiðaárekstur á mótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegar milli jeppabif- reiðar og leigubifreiðar með þeim afleiðingum, að jeppabif- reiðin valt eina eða fleiri veltur. Báðir ökumenn telja sig hafa ekið yfir á grænu ljósi, en ef einhverjir hafa orðið vitni að atburðinum, eru þeir vinsam- legast beðnir um að hafa sam- band við rannsóknarlögregl- una. — Eruð þið að spila of hart Framhald á bls. 15 það ekki. Kannske ef það verða miklar breytingar, maður veit aldrei, hvað fyrir kann að koma í lífinu. Annar sonur minn, sem er heima, er útlærður 1 að sjóða járn og svoleiðis og hann gæti byrjað á því, þegar honum sýndist bara og honum hentaði að breyta um. Sú vinna er vel borguð og mikil eftirspurn eftir svoleiðis mönnum. Nú er gott verð á allri grávöru, m.a. vatnsrottuskinn- um enn þá. Ég held, að það sé erfiðara að lifa á íslandi en í Manitoba, og ég er hissa á því, að bændur skuli fá nóg fóður fyrir kýrnar, mér sýnast blettirnir svo litlir, sem þeir taka fóðrið af. En þeir sýnast kannske minni en þeir eru, þegar maður ekur svona fljótlega fram hjá. Svo hefur kannske sami bóndi fleiri bletti. En ég er hrifinn af að sjá hagana, þeir virðast óþrjótandi. Okkur skortir oft haga fyrir skepnurnar. Hér eru óendan- legir hagar og grasið sýnist mér dökkgrænna en hjá okkur, fal- legra, grænna. Ég hef líka tekið eftir því, að það fæst mikið hey af þessum litlu blettum, grasið er svo þétt. Við höfum samt hey, sem þið hafið ekki hérna, við köll- um það Alfa-Alfa (smára- tegund). Það vex býsna fljótt, er þétt og gefur mikið af sér. Þetta er 1 annað skipti, sem ég kem til Islands. Fyrst kom ég 1971. Þessar ferðir hafa verið mér mjög ánægjulegar. Ég er búinn að fara mikið um landið, kannske meira en marg- ur innfæddur Islendingur. Þegar ég kom hingað fyrir þrem árum, fannst mér dýrtíð- in ekki mikil og samanburður- inn við okkur var ykkur ekki mjög óhagstæður. En núna, nú finnst mér allt voðalega dýrt á móti hjá okkur. Er þetta ekki orðið hærra á íslandi en nokkurs staðar annars staðar í heiminum? Steig það ekki um 28% eða 32% á sfðasta ári, en hjá okkur í Canada tæp 9% og finnst okkur þó nóg. Hvernig stendur á þessu? Eruð þið að spila of hart eða hvað? Þ. M. — Surtsey Framhald af bls. 28 sýni. Kemur þar fram, að mikil gosvirkni er á þessum hrygg. Gos eru neðansjávar, og eru á miklu dýpi og langt úti og sjást því raun- verulega aldrei. Þá er verið að vinna að gerð jarðfræðikortanna af tslandi, sem Menningarsjóður gefur út og er 7. blaðið af 9 í undirbúningi, en það sýnir Norðurland. • 10 þús. fuglar merktir árlega í dýrafræðideildinni er unnið að athugunum á stofnsveiflum ísl. rjúpunnar, en stofninn er nú á uppleið aftur. Fara þær rann- sóknir aðallega fram í Hrísey, í Laxárdal, 1 Kvfskerjum og bíðar í samvinnu við þá, sem þar búa. öll sumur fara fram fuglamerk- ingar og eru merktir um 10 þúsund fuglar á ári, mest lundi og vaðfuglar. Þessi vinna byggist aðallega á starfi áhugamanna víða um landrSíðan er fylgzt með því hvaða endurheimtur verða á merkjunum og berast alltaf merki og upplýsingar héðan og erlendis frá. Einnig hefur Náttúrugripa- safnið áhuga á að fá sýnishorn af fuglum til að stoppa upp. Og þykir náttúrufræðingum yfirleitt fengur að því að fá steina, fugla og plöntur, sem forvitnileg geta talizt. • Nýjar mosategundir á hverju ári í grasafræðideild er verið að vinna að rannsóknum á plöntulífi á jökulskerjum. Til dæmis er fylgzt með hvaða plöntur koma á ný sker upp úr jöklum, og í hvaða röð, eins og t.d. á Káraskeri og Bræðraskeri f Breiðamerkurjökli. Er fylgzt með landnáminu á þess- um stöðum. Þá er fylgzt með rannsóknum á hæðarmörkum plantna í há- fjöllum og útbreiðslu mosa. Er fylgzt með slíku árlega og finnast t.d. nýjar mosategundir árlega nú. Enda ekki miklar rannsóknir á mosum hér áður. Athuganir eru gerðar fyrir ýmsar stofnanir. T.d. hefur Eyþór Einarsson, grasafræðingur, athugað fyrir Náttúruverndarráð gróður á Þingvöllum fyrir og eftir þjóðhátíð. — Björgun Framhald af bls. 28 hjálpa mér að koma honum á land, en hann var þá alveg rænulaus. Mennirnir á bryggj- unni heltu úr honum sjðnum, sem hafði farið ofan f hann, og svo fékk hann lfka áköf upp- köst. Það hefur sennilega hjálpað honum mikið. Hann komst fljðtt til sjálfs sfn og hresstist furðu fljðtt. Faðir hans var staddur þarna á bryggjunni og fylgdist með at- burðum, sem raunar gerðust f mjög skjðtri svipan, og þakkaði mér ðskaplega vel fyrir að hafa bjargað drengnum. Þeir feðgar fðru svo strax heim til sfn f bfl, og ég veit ekki betur en piltur sé hinn hressasti 1 dag“. Kristján kvaðst aðspurður ekki hafa fundið til kulda f sjðnum, þvf allur hugur hans hefði beinzt að þvf einu að bjarga drengnum. Kristján var klæddur f þykka treyju og f fyrstu var mikið flotmagn f henni, en treyjan ætlaði gjör- samlega að sliga hann vegna þyngsla, þegar hún var orðin gegnblaut og hann fór að klifra upp á bryggjuna. Kristján fðr svo f sumarbústaðinn og fann þar þurr föt til að bregða sér f. Sjálfum varð honum ekkert meint af volkinu. Sv.P. — Flughátíð Framhald af bls. 13 Hálfdán Einarsson að nafni, mun þá svffa í flugdreka sínum fram af toppi Vífilsfells, sem er í 500 metra hæð fyrir ofan Sandskeið. Mörgum mun eflaust þykja þetta fífldirfska, en engu að síður hefur þessi íþrótt átt miklum vin- sældum að fagna í Bandaríkjun- um og Evrópu að undanförnu. Að loknu flugdrekafluginu munu 5 svifflugur sveima yfir höfðum fólks, en síðan mun stormþyrla Björns Sigurðssonar fljúga yfir staðinn. Þrjár storm- þyrlur eru nú til f landinu, en þær eru samansettar hér á landi, og eru mjög einfaldar að allri gerð. Ennfremur verður sýnd nauð- lending á flugvél. Verður það gert með þeim hætti, að drepið verður á vélinni f nokkurri hæð, en sfðan mun vélin nauðlenda á fyrirfram ákveðnum stað á Sandskeiði. Með þessu er fólki sýnt, að ekki eru allir dauðadæmdir þó svo að hreyfill vélarinnar gangi ekki. Þá verður sýnt listflug og ýmislegt fleira verður til skemmtunar eins og t.d. fluggrín. Tækjaútbúnaður Flug- björgunarsveitarinnar verður sýndur í stóru tjaldi, sem komið verður fyrir á Sandskeiði. Enn- fremur verða sýndar þar ýmsar gamlar og þekktar flugvélar, sem sett hafa svip sinn á íslenzka flug- sögu. Þar má nefna hina frægu KZA, tvær til þrjár Piper Cup vélar og Fleet tvfþekju Árna í Múlakoti, en það er eina tví- þekjan í eigu íslendinga. Flugmálafélag islands, sem samanstendur af Svifflugfélagi Islands, Flugmódelfélaginu Þyt, Fallhlífaklúbbi Reykjavfkur, Vél- flugfélagi íslands og Flugbjörg- unarsveitinni í Reykjavík, stefnir að því að koma upp alhliða að- stöðu fyrir starfsemi sina á Sand- skeiði. Aðgangseyririnn að hátíð- inni verður kr. 100 fyrir full- orðna, en ókeypis verður fyrir börn. Allt það fé, sem inn kemur, mun renna til uppbyggingarinnar á Sandskeiði. — Farþegar Framhald af bls. 28 þessari leið. A þessu tímabili er því um að ræða liðlega 4000 færri farþega, en frá því f maf 1973, er Loftleiðir hófu flug til Chicago, hefur félagið flutt 41413 farþega. Talsverð aukning er nú einnig f Chicago-fluginu, en í ár eru flognar þangað fjórar ferðir í viku miðað við þrjár s.l. sumar, er þó aukið framboð af sætum í flug- vélunum, því að nú eru 250 sæti í ferð á móti 173 s.l. sumar. IMýr 4ra tonna bátur til sölu 22 hestafla Saab diesel vél, talstöð, 2 raf- magnsrúllur. Simrad dýptarmælir. Upplýsingar í síma 96-21 136. Húshjálp Tvö herbergi og eldhús til leigu fyrir einhleypa eldri konu. Leigan greiðist með smávegis hús- hjálp. Þær sem vilja athuga þetta sendi nafn og símanúmer til afgr. Mbl. merkt „5332". Bátur til sölu 11 tonna Bátalónsbátur til sölu byggður '61. Báturinn er nýskoðaður og í mjög góðu standi. Upplýsingar í síma 6290, Ólafsvík. „ALDREI ER RAÐ NEMA I TIMA SÉ TEKID” VERZLIÐ ÞVÍ TÍMANLEGA TIL HELGARINNAR. GÓÐAR VÖRUR Á LÆGSTA MÖGULEGA VERÐI: Sykur 2 kg.. 242.00 pk. Sykur 25 kg............2.803.00 sekkurinn Hveiti 5 Ibs. 135.00 pk. HveitilOlbs. 269.00 pk. Hveiti 25 kg.1.786.00 sekkurinn Libby's tómatsósa. 64.00 fl. Jacob's tekex . 49.00 pk. Ritz kex ..... 63.00 pk. Jarðarber niðursoðin . 98.00 ds. OPIÐTIL KL. 10 í KVÖLD. LOKAÐ LAUGARDAGA. Kaupgaröur ■ Smiöjuvegi9 Kópavogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.