Morgunblaðið - 14.08.1974, Blaðsíða 1
28 SIÐUR
147. tbl. 61. árg.
MIÐVIKUDAGUR 14. AGÚST 1974
Pre n t sm i ð j a Mo rg u nb I a ðsi n s.
Bretland nú
á barmi efna-
hagsöngþveitis
Góðviðrisdagarnir f sumar eru nú orðnir svo margir, að sumir óttast, að allt sé ekki með felldu. Af
einum manni fréttum við, sem kfkir fyrir horn á hverjum morgni, áður en hann hættir sér á kreik.
Svo segja sumir vfsindamenn, að ný fsöld sé f uppsiglingu, aðrir að hitabeltisbreytingar séu f
vændum. Ætli væri samt ekki ráðlegast fyrir okkur tslendinga að njóta sælunnar, meðan hún gefst,
eins og fólkið á myndinni, sem ÓI.K.M. tók.
London 13. ágúst AP.
BRETLAND riðar nú á barmi
efnahagsöngþveitis, eftir að skýrt
var frá þvf f dag, að vöruskipta-
jöfnuður landsins hefði verið
óhagsstæður um 1 milljarð 147
milljónir dollara f júlfmánuði. Er
það sjöundi mánuðurinn f röð,
sem vöruskiptajöfnuðurinn er
óhagstæður um meira en einn
milljarð dollara og er júlfmánuð-
ur annar versti mánuðurinn f
sögu landsins. Vöruskiptajöfnuð-
ur Breta hefur nú verið óhag-
stæður f 24 mánuði í röð.
1 júlí fluttu Bretar út vörur fyr
ir um 2,2 milljarði dollara en
innflutningur nam rúmum 3,3
miiljörðum. Bretar flytja inn um
helming matvæla sinna og hrá-
efnis, og því verða þeir að sýna
hagstæðan vöruskiptajöfnuð til
að komast af. Þróunin sl. 24
mánuði hefur leitt til þess, að
staða pundsins hefur veikzt mjög
og er þaó nú skráð áverði.sem er
17% yfir raungildi þess.
Verðbólgan í Bretlandi er nú um
18% á ársgrundvelii. Astæðan
fyrir hinum mikla haila er verð á
olíu, að sögn talsmanna stjórnar-
innar, en Bretar flytja inn 80% af
olíu sem þeir nota, og verð á olíu
hefur fjörfaldast frá því í október
sl. En oiiuverðhækkunin er
aðeins eitt atriði og hefur aðeins
gætt sl. 10 mánuði, en halli hefur
verið á vöruskiptajöfnuðinum í 24
mánuði. Ástæðurnar eru m.a. tíð
verkföll, úreltar stjórnunar-
aðferðir, lítil fjárfesting i iðnaði
og ýmis innanlandsvandamál.
Ástæðan fyrir þvi, að gengi
pundsins hefur haldizt sæmiiega
stöðugt, er, að Arabaþjóðirnar
hafa fjárfest í Bretlandi til að
notfæra sér háa vexti, en þjóðirn-
ar gætu tekið þetta fjármagn með
stuttum fyrirvara. Verðbréf i
Lundúnum lækkuðu mjög í verði,
er tölur þessar voru kunngerðar.
Stvrjaldarhættan eykst
Genfarviðræðurnar að fara út um þúfur?
Nikósíu, Aþenu,
Genf og Ankara
13. ágúsí AP.
SNLJRÐA virðist nú hafa hlaupið
á þráðinn f Kýpurviðræðunum f
Genf, og í kvöld ríkti mikil
spenna á Kýpur, í Grikklandi og
Tyrklandi. 1 dag lá við, að alger-
lega slitnaði upp úr viðræðunum,
en James Callaghan, utanrfkis-
ráðherra Breta, tókst að koma f
veg fyrir, að utanrfkisráðherrar
Grikklands og Tyrklands færu
heim. Lagði Callaghan fyrst til,
að fundum yrði frestað f
háifan annan sólarhring, en Tyrk-
ir neituðu að fallast á slfkan frest.
Tókst Callaghan þá að fá ráð-
herrann til að koma saman til enn
eins fundar og hófst hann kl. 21.
að fsl. tfma.
Ástandið í Genf og á Kýpur
leiddi til þess, að viðbúnaður var
aukinn hjá griska hernum og orð-
rómur var á kreiki um, að Aþenu-
flugvelli hefði verið lokað, en
hann var borinn til baka.
Gæzlusveitarmenn Sameinuðu
þjóðanna á Kýpur, sem eru um
4000 talsins, fengu í kvöld fyrir-
mæli um aukinn viðbúnað vegna
ástandins í Genf.
Gríska stjórnin fór þess á leit í
kvöld við ríkin 5, sem eiga fasta-
fulltrúa í öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna, að þau gerðu ráðstafan-
ir til að koma í veg fyrir styrjöld
milli Grikklands og Tyrklands.
Meirihluti herstyrks Grikkja er
nú á landmærum Grikklands og
Tyrklands við Thrace og sveitir
úr flughernum eru á Krít, en
þangað er örstutt flug til Kýpur.
Mjög aukin hætta er nú talin á
stríði milli deiluaðila og hafa
ráðamenn í Washington miklar
áhyggjur af þróun mála. Tyrkir
krefjast sem kunnugt er aukins
sjálfsforræðis tyrkneska minni-
hlutans á Kýpur, en Grikkir eru
algerlega andvígir þeirri kröfu,
sem þeir segja jafngilda skipt-
ingu eyjarinnar f tvö ríki. Menn
óttast nú, að verði Grikkir neydd-
ir til að samþykkja þessa
kröfu muni það verða til þess, að
stjórn Karamanlis falli og herinn
komist aftur til valda í Grikk-
landi. Karamanlis hefur sakað
Tyrki um brot á vopnahléssam-
komulagi öryggisráðsins og kraf-
izt þess, að Tyrkir dragi herlið að
þeim línum, sem ákveðnar voru í
ályktun öryggisráðsins 20. júli.
Þessu neita Tyrkir algerlega.
Bandaríska utanríkisráðuneyt-
ið lýsti í dag yfir stuðningi við
aukið sjálfsforræði Tyrkja á Kýp-
Framhald á bls. 16
Berlínar-
múrinn
13 ára
Berlín 13. ágúst.
A-ÞYZK yfirvöld minntust
þess í dag, að 13 ár eru lióin
frá þvf, að Berlínarmúrinn var
reistur. Jafnframt tilkynntu
þau, að tveir V-Þjóðverjar
hefðu verið handteknir fyrir
að hafa aðstoð.ið a-þýzka flótta-
menn yfir til V Þýzkalands.
Kommúnistablaðið Neues
Deutschland sagði í dag i leið
ara, að Berlínarmúrinn hefði
átt mikilvægan þátt i því að
viðhalda friði í Evrópu og
einnig að draga úr spennu.
Að sögn yfirvalda í VÞýzka
landi hafa alls um 133 þúsund
A-Þjóðverjar flúið yfir múrinn
til V-Þýzkalands á sl. 13 árum
en um 3000 manns hafa verið
handteknir við múrinn við
flóttatilraunir og fjöldi verið
skotinn til bana af a-þýzkum
landamæravörðum.
„Einmitt það sem þjóð-
in þarfnaðist
RÆÐUFORDS
MJÖG VEL TEKIÐ
(Sjá grein á bls. 13)
Washington 13. ágúst AP.
-□
-□
RÆÐU Geralds Fords Banda-
rfkjaforseta f þinginu f nótt hefur
verið mjög vel tekið heima fyrir
og erlendis. Meðan forsetinn
flutti ræðu sfna, varð hann hvað
eftir annað að gera hlé á máli
sfnu vegna lófataks þingmanna
og fréttaskýrendur segja, að hin-
ar hlýju móttökur, sem forsetinn
fékk, svo og viðbrögð þingmanna
eftir ræðuna, bendi til þess, að
mjög góður samstarfsgrundvöllur
sé fyrir hendi milli þingsins og
Hvfta hússins.
Þetta má m.a. ráða af því, að
þingmenn hófu þegar í morgun
undirbúning að því að verða við
ósk forsetans um að nýtt verðlags-
ráð verði skipað, sem hafi eftirlit
með verð- og launahækkunum án
beinnar íhlutunnar. Þetta er ein
af ráðstöfunum, sem forsetinn
lagði til, að gerðar yrðu í barátt-
unni gegn verðbólgu, en það var
höfuðinntak ræðu hans, eins og
fram kemur í yfirliti um ræðuna á
bls. 13 í Mbl. i dag.
Viðbrögð þingleiðtoga voru öll
mjög jákvæð. Thomas O’Neill
leiðtogi demókrata i fulltrúa-
deildinni sagði: „Forsetinn talaði
um samningsvilja, sáttfýsi og auk-
ið samband og dyr okkar eru
opnar fyrir slíku“. Clarence Long
þingmaður demókrata frá
Louisíana, einn harðasti gagn-
rýnandi Nixons, sagði: „Hann
markaði réttu stefnuna, efnahags-
lega og siðferðislega. Hann sagði,
að það yrðu engar símahleranir í
sinni stjórnartið og menn þurfa
því ekkert að hræðast lengur. Ég
held, að þetta hafi þinginu fallið
bezt í ræðu hans.“ Edward
Kennedy öldungardeildarþing-
maður sagði: „Watergatemálið er
búið sem pólitísk mál og algerlega
nýr grundvöllur skapast fyrir
stjórnmálaumræður.” Hugh Scott
leiðtogi repúblíkana i ölduna-
deildinni sagði: „Þessi ræða var
einmitt það, sem þjöðin
þarfnaðist.”
Erlendis frá voru viðbrögðin
einnig jákvæð, einkum vegna lof-
orða hans um, að berjast gegn
verðbólgunni. Staða dollars
styrkist nokkuð á gjaldeyrismörk-
uðum í Evrópu og er gengi hans
nú hið hæsta á sl. 5 mánuðum.
Ráðamenn í Moskvu voru að sögn
ánægðir með yfirlýsingu Fords
Framhald á bls. 16