Morgunblaðið - 14.08.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1974 Sigurjón Olafsson: Ummælin ekki svaraverð Hann sagði, að hann vildi bæta því við, að hann væri sammála Aktjumbisk á ísafirði Eins og fram kom f Mbl. í gær, lagðist rússneskt skip að bryggju á tsafirði á sunnudaginn. Skipið, sem heitir Aktjumbimsk, var með 500 lestir af smokkfiski, sem Vestfjarðarbátar munu nota f beitu. Þetta rúss- neska skip er það stærsta, sem lagzt hefur að bryggju á ísafirði, 5217 brúttórúmlestir og 131 metri að lengd. Á skipinu er 67 manna áhöfn. FLOTVARPAN FARIN AÐ GEFA GÓÐA RAUN Nauðsynlegt að hafa myndina af Tómasi á háum stalli I þættinum „Vikan sem var“ laugardaginn 3. ágúst s.l. bar höggmyndir og fegrun Austur- strætis nokkuð á góma. Meðal annars ræddi stjórnandinn við nokkra vegfarendur á förnum vegi og spurði þá um hið nýja útlit Austurstrætis. Einn þeirra var Ásgeir Bjarnþórsson, sem veittist að Sigurjóni Ölafssyni, myndhöggvara. Var á Asgeir að skilja, að Sigurjón væri enginn listamaður og kynni t.d. ekkert fyrir sér í anatómíu. Slik ummæli að viðkomanda fjarstöddum eru orðin æ tíðari i útvarpinu, eins og kunnugt er. Morgunblaðið bar þessi um- mæli Asgeirs undir Sigurjón og spurði, hvað hann vildi segja um þau. Sigurjón sagði, að sér fyndist þessi ummæli Ásgeirs vart svara- verð, en sagði þó: „Ásgeir er einn af þeim mönn- um, sem sér ekki listamann f neinum nema sjálfum sér. Kjar- val heitinn hefði örugglega sagt, að Ásgeir væri stórkostlegur, og ég kann ekkert illa við að hafa menn með furðuiegar skoðanir eins og Ásgeir nálægt mér.“ „En það er oft þannig um menn, sem dæma hvað harðast, að þeir kunna minna fyrir sér en aðrir,“ sagði Sigurjón. r Islenzkar kartöflur í búðir KOMNAR cru f verzlanir nýjar fslenzkar kartöflur. Kostar kflóið 26,40 krónur, og 2'A kflóa poki kostar því 66 krónur. Að sögn Jóhanns Jónassonar forstjóra Grænmetisverzlunar- innar er enn hægt að fá í verzl- unum ftalskar kartöflur, en kflóið af þeim kostar 16 krónur. Talið er, að birgðir af ftölskum kartöfl- um dugi aðeins út þessa viku, og verða upp frá þvf einungis nýjar fslenzkar kartöflur á markaðnum. Ef ekki gcrir næturfrost á næstu vikum, má búast við mjög góðri kartöfluuppskeru f ár. flestum um það, að styttan af Tómasi Guðmundssyni stæði of hátt í Austurstræti, en það væri gert af ásettú ráði. Það hefði viljað brenna við, að menn brytu flöskur á höggmyndum og ynnu önnur skemmdarverk á þeim, ef þeir hefðu færi á því. Þessvegna hefði höggmyndin af Tómasi verið sett á háan stall. Væri hann ekki eini listamaðurinn, sem væri hræddur um skemmdarvek, t.d. hefði Einar Jónsson látið sín verk standa á háum stöllum, þar sem þeim hefði verið komið fyrir í bænum. 6 ára dreng bjargað úr Sand* gerðishöfn UM KLUKKAN 16 á mánudag gerðist sá atburður í Sandgerði, að 6 ára drengur hjólaði fram af bryggjusporða. Allmargir bátar voru í höfn og margir að landa. Ljósfari ÞH 40 lá næst slysstaðn- um, og stóðu þrír skipverjar á bátadekki. Einn þeirra, Agúst Skarphéðinsson stýrimaður, Faxabraut 34C Keflavík, stökk þegar i sjóinn og náði í drenginn. Varð hvorugum meint af. Þegar Ágúst kom með drenginn að bryggjunni, voru margar hend- ur á lofti að að hjálpa þeim upp. Drengurinn hafi sopið mikinn sjó, þótt ekki hefði hann verið lengi í sjónum. Þótti mönnum Ágúst með eindæmum snarráður. Hann var aðeins i afleysingum á Ljósfara. Héraðsmót HÉRAÐSMOTI Sjálfstæðis- flokksins í Vfk f Mýrdal, sem halda átti næstkomandi sunnu- dag, er frestað til föstudagsins 30. ágúst. Verður það nánar auglýst sfðar. Það skal áréttað, sem áður hef- ur verið tilkynnt, að um næstu helgi verða héraðsmót flokksins haldin í Arnesi, Arnessýslu, á föstudagskvöld og á Hellu á laug- ardagskvöld. FLOTVARPA er nú farin að gefa góða raun hjá þeim skuttogurum fslenzkum, sem hana geta notað. Hafa togararnir fengið allt að 30 lestir f einu hali, sem er frábær afli. Það var ekki fyrr en f lok sfðasta árs, sem fslenzkir togarar fóru að nota flotvörpu á ný, en fyrr á árum notuðu fslenzkir togarar flotvörpu með sæmileg- um árangri. Þvf var sfðan hætt, og segja má, að Vestur-Þjóðverjar hafi tekið upp þráðinn, þar sem Islendingar hurfu frá, og hafa þeir ásamt Norðmönnum náð mjög góðum árangri með notkun flotvörpu á sfðustu árum. Flotavarpan er geysistór um sig og opið á stærstu flotvörpunum er um og yfir 100 metrar, eða eins og knattspyrnuvöllur á lengd. Það þarf því aflmiklar vélar til að draga þetta veiðarfæri á eftir skipunum. Þeir togarar, sem aflað hafa bezt á Halamiðum siðustu daga, hafa verið með flotvörpu, og hafa þeir fengið mjög góðan afla eins og fyrr segir, í ljósaskiptunum á morgnanna og kvöldin, en þá lyft- ir fiskurinn sér frá botni. Ómar Erlendsson skipstjóri á Júlfusi Geirmundssyni sagði í samtali við Morgunblaðið á mánu- daginn, að það væri einkum þorskur, sem fengist í flotvörp- LAUST eftir hádegi á mánu- daginn var hringt til skrifstofu Loftleiða á Luxemborgarflugvelli og tilkynnt, að sprengja myndi springa um borð í Loftleiðaflug- vél klukkan 13,30 þann dag. Mikil leit var gerð f tveimur Loftleiða- flugvélum og einni vél frá Air Bahamas, án árangurs. Varð mikil röskun á flugáætlunum Loftleiða af þessum sökum. Sá, sem tilkynnti sprengjuna, talaði ensku. Lögreglan í Luxemburg hefur reynt að rekja sfmtalið, en án árangurs. Loftleiðaflugvél fór frá Luxemburg klukkan 12 til Banda- rikjanna, með millilendingu f Keflavík. önnur Loftleiðavél átti að fara í loftið klukkan 13,15 og Air Bahamas vélin átti að fara í loftið klukkan 14. Tveimur sfðar- nefndu vélunum var haldið eftir f Luxemborg og leitað í þeim þar, en Loftleiðavélinni, sem lögð var af stað, var snúið til næsta flug- vallar, sem var Prestwick í Skot- landi. Þegar vélin lenti þar klukkan 12,55 var henni ekið á afvikinn stað á vellinum og leitað hátt og lágt án árangurs. Tafðist vélin af þessum sökum f nær 6 klukkustundir. Hún lenti á Kefla- víkurflugvelli klukkan 20.03, en átti samkvæmt áætlun að lenda þar klukkan 14,30. Að sögn Helgu Ingólfsdóttur, blaðafulltrúa Loft- leiða, olli þetta gabb mikilli röskun hjá félaginu. Er slíkt at- hæfi að vonum litið mjög alvar- legum augum. Mbl. snéri sér í gær til Baldurs Möller, ráðuneytisstjóra í dóms- málaráðuneytinu, og innti hann eftir því, hvaða viðurlög væru við una. Þá um morgunin hafði Hval- bakur frá Akureyri fengið 26 lestir f einu hali og fleiri togarar höfðu þá fengið góðan afla. Veiðin liggur að mestu niðri yfir nóttina og þá fá skipin helzt ufsa. Sagði Ómar, að nokkrir, 2—3, v-þýzkir togarar væru á Halamiðum, þegar þeir hefðu möguleika á. slíku gabbi á Islandi. Sagði Baldur, að samkvæmt 176. grein almennra hegningarlaga lægju við fjársektir og allt að 3 ára fangelsi, ef menn yllu alvarlegri röskun á samgöngutækjum. Engin alþjóðalög eru til yfir slíkt sprengjugabb í farartækjum, en flest lönd hafa mjög ströng viður- lög við slíku. ----- » » »■----- Minnismerki drukknaðra sjómanna reist á ísafirði Isafirði 12. ágúst. A tSAFIRÐI er nú verið að reisa minnisvarða um drukknaða sjó- menn frá Vestfjörðum. Valinn hefur verið staður, þar sem talið er, að fyrsti landnámsbærinn á ísafirði hafi staðið. 1 dag afhentu börn og barna- börn hjónanna Sólveigar Jónsdóttur og Þórðar Þ. Grunn- víkings 50. þús. kr. gjöf til minningar um foreldra sina. Þórður Þ. Grunnvfkingur fæddist þann 12. ágúst 1878 og fórst í fiskiróðri 29. september 1913. Sólveig fæddist 28. janúar 1874, en dó 1949. A þessu ári eru því liðin 100 ár frá fæðingu hennar, en gjöfin er afhent á fæðingardegi Þórðar. Fréttaritari. Nazareth bitbein r Jóns og Amunda KOMA brezku popphljómsveit- arinnar Nazareth er nú orðið bitbein og baráttumál þeirra Amunda Ámundasonar og Jóns Ólafssonar, forsvarsmanns hljómplötufyrirtækisins Joke. Hefur Amundi undir höndum tvö telexskeyti máli sfnu til stuðnings, en Jón sfmskeyti, þar sem segir, að hljómsveitin sé hans, auk þess sem þar er viðurkennd móttaka fjárupp- hæðar sem innborgun greiðslu vegna komu hljómsveitarinnar. I Morgunblaðinu í dag eru tvær heilsfðuauglýsingar, sfn frá hvorum, þannig að báðir virð- ast vissir um rétt sinn til hljómleikahaldsins. Jón hugð- ist hefja forsölu aðgöngumiða I verzluninni Faco f dag, en að sögn Steinars Berg verzlunar- stjóra í Faco verður beðið með að hefja sölu á þeim, þar til málin eru komin á hreint. Þeir Jón Ólafsson og Amundi Amundason litu báðir (hvor f sfnu lagi) inn á ritstjórnar- skrifstofu Mbl. seinni partinn f gær og höfðu báðir gögn sín með sér. Sagði Amundi, að hann hafi strax f janúar á þessu ári hafizt handa við að undir- búa komu Nazareth, en ýmissa hluta vegna hafi dregizt, að af hljómleikhaldi gæti orðið. Þeg- ar hann svo frétti, að annar aðili væri að búa sig undir að halda hljómleika með þessari sömu hljómsveit, séndi hann skeyti út og var hann með afrit af þvf skeyti f höndunum. SI. föstudag fékk hann svar frá Er- ic Thomsen f Kaupmannahöfn, en Thomsen þessi stendur fyrir hljómleikahaldi Nazareth f Skandinavfu um þessar mund- ir. I telexskeyti Thomsens er staðfesting á þvf, að Nazareth komi hingað á vegum Amunda. Þá hafði Ámundi undir hönd- um telexskeyti, sem honum barst frá London f gærmorgun, undirritað af John Fenton, sem einnig virðist vera staðfesting á þessu sama. Taldi Ámundi skeytið frá London taka af öll tvfmæli um það, hvor hefði rétt til hljómleikahaldsins. Jón Ólafsson hafði einnig sfn gögn, sfmskeyti undirritað af Steve Barnett, sem haft er fyrir satt, að sé helzti umboðsmaður Nazareth f Englandi og f þessu skeyti er viðurkenning á mót- töku fjárhæðarinnar sem áður segir. Sagði Jón, að hann hefði undir höndum öll nauðsynleg leyfi til hljómleikahaldsins, s.s. leyfi frá félagsmálaráðuneyt- inu vegna F.I.H., leyfi frá lög- reglustjóra, S.T.E.F., auk gjald- eyrisyfirfærslu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er John Fenton, sá sem undirritar skeytið til Amunda, náinn aðstoðarmaður Steve Barnetts aðalumboðs- manns Nazareth, sem undirrit- ar skeytið til Jóns. Þess ber þó að gæta, að skeyti Barnetts er sent á föstudaginn sl., en skeyti Fentons í gær, þannig að ein- hver misskilningur virðist hafa komið upp á milli þeirra. Verð- ur væntanlega skorið úr þessu máli f dag. Röskun hjáLoft- leiðum vegna sprengjugabbs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.