Morgunblaðið - 14.08.1974, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. AGUST 1974
Gunnar Jóhannsson
— Minningarorð
F. 17.3. 1916
D. 3.4. 1974
Þegar fornvinur minn og
gamall skipsféiagi Gunnar Jó
hannsson lézt á síöastliönu vori
var verkfall prentara og því
óhægt að koma á framfæri kveðju
sem vert væri; vildi ég þó mega
minnast hans fáeinum orðum. Þó
er mér ljóst að margir væru til
þess betur fallnir sem höfðu
lengri samíelld kynni af Gunnari
heitnum, einkum við störf á haf-
inu þarsem Gunnar vann megin-
hluta af lífsstarfi sínu frá því að
hann hóf sjómennsku þegar hann
réðst 16 ára á fiskiskipið Nönnu
norður í landi. Þar varð ferill
hans langur og atburðamikill með
skini og skúrum einsog gengur,
björtum stundum og öðrum
dimmum sem eflaust settu mark
sitt á manninn, og oft rataði
Gunnar í háska þótt hann flíkaði
þvf lítt sem í móti blés um
dagana. Gunnar komst jafnvel í
hann svo krappan að hann
bjargaðist eingöngu á þeirri karl-
mennsku sem hann hafði um aðra
menn fram þegar mest reyndi á,
þegar Goðafossi var sökkt
skamman veg frá öruggri höfn í
Reykjavfk; en Gunnari tókst með
harðfengi að komast uppúr
skipinu við illan leik og kasta sér í
sjóinn, komst á fleka og barst með
honum langa Jeið og var talinn af
þegar flekinn fannst um síðir. 1
upphafi sjómennsku sinnar
horfði Gunnar eftir nánum vini
sfnum og skipsfélaga á Nönnu
sem féll útbyrðis og drukknaði.
Öðrum sinnum munaði litlu svo
sem þegar Hekla var skotin niður
og félagar Gunnars fórust allir
utan fjórir sem af komust; Gunn-
ar var þá nýfarinn af skipinu.
Sama sagan var um norskt skip
þar sem Gunnar hafði verið skips-
maður en nýhættur þegar skipið
var skotið niður. Gunnar sigldi öll
striðsárin að þvf ég bezt veit en
flíkaði lítt því sem hann reyndi
þá, þó vissi ég að Gunnar var
viðkvæmur maður undir hjúp
sem virtist hrjúfur þeim sem ekki
þekktu hann. Það má leiða getum
að líðan fslenzkra sjómanna á
stríðsárunum í skipalestunum
sem ösluðu yfir hafdjúpin þar
sem kafbátar gerðu fyrirsát nótt
eftir nótt og tíndu niður skipin
allt um kring, og stundum urðu
menn að sigla áfram framhjá
drukknandi mönnum; enginn
t
Hjartkær móðir min,
KRISTlN SIGFÚSDÓTTIR
frá SySri-Völlum,
lézt að Landakotsspítala 12.
ágúst.
vissi hvenær röðin kæmi að hon-
um sjálfum; svo kom dagur
stuttur eða langur eftir árstíman-
um með nýja nótt framundan með
sínum vítiseldi. Þeir menn sem
komust f gegnum ógnir lífs við
þessar aðstæður eru ýmsir ekki
ýkja fúsir að tala margt um það
enda fá varla aðrir skilið en reynt
hafa. Sumir þessara manna sem
orð fór af að ekki brygði á hverju
sem gekk kunnu að virðast kald-
lyndir, en í þvf efni má gilda hið
fornkveðna að segir fátt af einum,
og sá sem geymir viðkvæma lund
verður oft að harðbrynja sig.
1 föðurætt var Gunnar af traust-
um vestfirzkum stofni einsog
fleiri ágætustu sjómenn okkar.
Faðir hans Jóhann Hjaltason hóf
ungur róðra i Bolungarvík en var
kunnastur sem mótoristi á póst-
bátnum á Isafirði, og var alla sína
tíð vel látinn í starfi. I móðurætt
blandaðist húnvetnskt blóð og
austfirzkt. Móðir Gunnars býr
f Reykjavík Guðný Sigurbjörg
Guðjónsdóttir frá Vopnafirði
Helgasonar sem ólst upp hjá séra
Gunnlaugi Halldórssyni á Hofi,
fluttist að Breiðabólsstað í
Vesturhópi og kvæntist Kristínu
Arnadóttur frá Hörgshóli. Árni
Arnason frá Hörgshóli var
annálaður búhöldur á sinni tfð og
forystumaður í framfaramálum
svo sem í pöntunarfélaginu á
Hvammstanga, og hreppstjóri
líka. Gömul kona sagði við
Guðnýju: Já ég blessa hann afa
þinn sem passaði að ég hefði
alltaf nóg að borða. Þar voru
fullar hvaltunnur og nóg af
söltuðum fiski. Bændafrömuður
sagði: Undarlegt er á Hörgshóli,
aldrei komizt úr rúminu og svo
hætt vinnu fyrir klukkan átta og
þó eru alltaf mest heyin þar.
Bræður Guðnýjar hafa orðið
kunnir menn, útgerðarmennirnir
Friðrik og Ingvar, og Frímann
bryti hjá Eimskip.
Fimmtán ára gamall varð
Gunnar gagnfræðingur. Nokkuð
mun hann hafa þótt ódæll í æsku
norður á Akureyri þar sem hann
ólst upp frá 6 ára aldri en það
mun ekki fátítt um kraftmikla
drengi.
Gunnar átti gott með að læra en
hugur hans beindist annað. Sig-
fús Halldórs frá Höfnum skóla-
stjóri sagði að hann væri skapað-
ur námsmaður, sjórinn heillaði
enda var þá oft minnt á orðtakið
að bókvitið verði ekki í askana
látið. Gunnar mun hafa verið
hæstur félaga sinna þegar hann
lauk fiskimannaprófi úr Stýri-
mannaskólanum en vegna sjón-
galla varð ekki af frekara námi á
þeim vettvangi. Tvígiftur var
Gunnar og átti tvo syni, annar dó
t
Eiginmaður minn,
FRIÐRIK SIGURÐSSON,
Vallargötu 14,
Sandgerði,
lézt laugardaginn 1 0. ágúst. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Jóhanna Guðmundsdóttir.
t
Eiginkona mín,
JÓNÍNA INGIBJÖRG ELfASDÓTTIR,
Laufásvegi 18,
andaðist á Landakotsspítala að kvöldi 1 2. þ.m.
Davíð Ásmundsson.
t
FRÚ INGER L. BLÖNDAHL,
Suðu rgötu 18,
andaðist í Landspítalanum 31. júlí sl Samkvæmt ósk hinnar látnu fór
útförin fram í kyrrþey.
Alúðar þakkir fyrir hjálp og umönnun í veikindum hennar.
Einnig þökkum við auðsýnda samúð.
Aðstandendur.
t
Systir okkar,
VILBORG PÁLSDÓTTIR,
Byggðarenda 1,
lést i Landakotsspítala aðfaranótt 1 0. þ.m.
Jarðarfórin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 16. ágúst kl. 1.30
e.h
Guðmundía Pálsdóttir,
Halldóra Pálsdóttir.
Svavar Guðnason.
t
Jarðarför
MARGRÉTAR PÉTURSDÓTTUR
Öldugötu 19
ferfram í Fossvogskirkju 1 5. ágúst kl. 3.
Kristjana Fenger
Ida og Dick Gotfredsen,
Borghifdur og Hilmar Fenger,
Kristín og Garðar Fenger,
Kristln og Geir Fenger,
Ebba og Gunnar Hvannberg,
Unnur og Ingólfur Viktorsson.
t
Utför móðursystur minnar,
JÓHÖNNU HELGADÓTTUR
frá Bergi — Eyrarbakka,
sem andaðist 6. ágúst, fer fram frá Eyrarbakkakirkju fimmtudaginn 1 5.
ágúst kl. 2. e.h
Guðríður Vigfúsdóttir.
...................
GISLABJARNASONAR
skipstjóra,
Grænukinn 6, Hafnarfirði,
fer fram frá Fríkirkjunni, Hafnarfírði, fimmtudaginn 15 ágúst kl
13 30
Nanna Guðmundsdóttir,
Nanna Sjöfn Pétursdóttir,
Anna Gísladóttir, Flosi G. Valdimarsson,
Bjarni Gíslason, Pórey Jónsdóttir,
Guðrún Gisladóttir Bergmann, Andreas Bergmann
og barnabörn.
t
Eiginkona min og móðir,
SIGURRÓS JÓNSDÓTTIR,
Hreimsstöðum,
er andaðist 9. ágúst, verður jarðsungin laugardaginn 1 7. ágúst kl. 2
frá Hvammskirkju, Norðurárdal Blóm og kransar vinsamlega afbeðin.
Þeir, sem vildu minnast hennar, láti liknarstofnanir njóta þess.
Þorsteinn Klemenzson,
Aðalheiður Þorsteinsdóttir.
t
Þökkum innilega hlýhug og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar
og tengdaföður
VALDIMARS BJÖRNS VALDIMARSSONAR
frá Hnifsdal
Fyrir hönd systra og annarra ættingja
Hulda Valdimarsdóttir Ritchie
Samuel Stewart Ritchie
i .................
tingur. Síðustu árin var Gunnar
við störf 1 landi, og helzta yndi
hans voru ungir sveinar tveir,
synir Gunnars sonar hans.
Okkar kynni hófust þegar ég
var háseti á Reykjafossi elzta og
vann undir stjórn Gunnars sem
þá var bátsmaður. Nokkuð þótti
mér Gunnar stuttur í spuna fyrst
og óárennilegur en brátt tókust
með okkur kynni sem aldrei
rofnuðu síðan, og ætíð fann ég
hlýjan vinarhug Gunnars og
óbilandi tryggð í minn garð. öðru
sinni vann ég undir stjórn hans
sem háseti á Lagarfossi nokkrum
árum síðar. Gunnar var kröfu-
harður um vinnu enda frábær-
lega vel verki farinn sjálfur, það
sá ég þó aðrir beri betur skyn á að
meta störf hans. Það hef ég heyrt
eftir Eymundi Magnússyni merk-
um skipstjóra sem Gunnar sigldi
með á stríðsárunum og kannski
oftar að Gunnar væri einn
traustustu sjómanna okkar.
Kristján Aðalsteinsson skipstjóri,
sem þjóðin þekkir, sagði mér að
ekki hefði hann haft með sér aðra
Gunnari fremri í því að ná góðum
afköstum þeirra sem unnu undir
hans stjórn og með honum enda
einstaklega velvirkur sjálfur.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég gamlan vin og félaga.
Thor Vilhjálmsson.
Gunnar Jóhannsson var til
moldar borinn þann 9. apríl sl.
Gunnar var fæddur á Isafirði 17.
marz árið 1916 og foreldrar hans
voru Jóhann Hjaltason vélstjóri
og Guðný Guðjónsdóttir, en hún
er enn á lífi. Snemma hneigðist
hugur Gunnars til að afla sér
menntunar. Settist hann í Gagn-
fræðaskólann á Akureyri og Iauk
þaðan prófi árið 1934 og þótti hin
bezti námsmaður.
Að skólagöngu lokinni fór
Gunnar á sjóinn, en honum var
sjómennskan í blóð borin.
Hugðist hann afla sér farmanns-
réttinda, en meðfæddur sjóngalli
kom í veg fyrir, að hann gæti látið
þann draum verða að veruleika.
Þráttfyrirþaðstundaði hann störf
á hafinu í mörg ár, lengst af í
millilandasiglingum hjá Eim-
skipafélagi Islands. Naut hann
mikillar virðingar hjá yfirmönn-
um sínum fyrir trúmennsku í
starfi. Gunnar var í siglingum öll
stríðsárin og fór hann ekki var-
hluta af þeim harmleik, sem
gerðist á hafinu. Hann var skip-
verji á Goðafossi, er honum var
sökkt með tundurskeyti út af
Garðskaga árið 1944, en komst
naumlega lífs af.
Fyrir rúmum áratug ákvað
Gunnar að hætta sjómennsku og
hóf störf hjá verzlunardeild
flotans á Keflavíkurflugvelli, þar
sem hann starfaði til dauðadags,
en þar kynntumst við, sem þessar
línur ritum, Gunnari við hin dag-
legu störf. Gunnar var mjög ötull
og samvizkusamur að eðlisfari og
vandaður bæði til orðs og æðis.
Ákveðinn í framkomu og vildi
ávallt hafa það, sem sannara
reyndist. Stóð fast á rétti sínum ef
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð við andlát og útför,
LÁRUSAR B.
HARALDSSONAR,
Lönguhlið 1 7.
Valborg Jónsdóttir,
börn, tengdabörn og barna-
börn.
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför
ANDRÉSAR
GUÐMUNDSSONAR.
Sigurlína Valgeirsdóttir,
börn, tengdabörn og barna-
börn.