Morgunblaðið - 14.08.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.08.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. AGUST 1974 19 Minning: Einar Geir Jónsson svo bar undir, en ávallt sann- gjarn, enda réttsýnn og glöggur. Við fyrstu kynni virtist Gunnar hrjúfur og fáskiptinn og ekki auð- velt að blanda við hann geði. Víst var hann seintekinn, en tryggur félagi, þegar menn höfðu kynnzt honum og drengur hinn bezti. Tók hann ávallt málstað þeirra, sem minna máttu sín, ef honum fannst á þá hallað og lýsir það manngæzku hans vel. Hin seinni ár átti Gunnar við heilsuleysi að stríða, en aldrei heýrðist hann kvarta. Stundaði sín störf, þegar kraftar leyfðu og dró ekki af sér. Fyrir rúmu ári notaði Gunnar sumarleyfi siít og rifjaði upp gömul kynni sjómannsáranna með því að ráðast sem skipverji á m.s. Gull- foss I hans seinustu ferð til Miðjarðarhafsins. Ef til vill hefur Gunnar fundið að hverju stefndi, því að það varð einnig hans seinasta sjóférð. Að lokinni þeirri för tók heilsu hans að hraka, en eigi að síður hélt hann áfram störfum æðrulaus unz hann gekk undir uppskurð við illkynjuðum sjúkdómi, sem ekki reyndist unnt að vinna bug á og dró Gunnar til dauða á fáum mánuðum. Við, sem störfuðum með Gunnari hér syðra, munum ávallt minnast hans í hvert sinn, sem við heyrum góðs manns getið. Vinnufélagar. F. 5. ág. 1900. D. 4. ág. 1974. I dag fer fram frá Dóm- kirkjunni útför Helga Sigurðsson- ar, húsgagnabólstrara, Leifsgötu 17 hér í borg. Foreldrar Helga voru Sigurður Sigurðsson, verkamaður, ættaður af Suðurnesjum og Sigrún Guðmundsdóttir, ættuð frá Rangárvöllum. Þau bjuggu að Brennu á Eyrarbakka, er Helgi fæddist og var hann þar til 5 ára aldurs, að hann fluttist til Reykja- víkur ásamt fjölskyldu sinni. Helgi átti bróður, er dó korn- ungur, og eftirlifandi systur, Guðrúnu, gifta Guðgeiri Jónssyni, bókbindara. Mikill kærleikur ríkti alla tíð með þeim systkinum. Helgi byrjaði ungur að vinna eins og títt var um aldamótamenn og lærði hann húsgagnabólstrun og rak sitt eigið verkstæði frá árinu 1921 og lengst af i eigin húsnæði að Njálsgötu 22. Fyrir- tæki Helga var eitt af stærri og traustari fyrirtækjum i sinni grein. Jón Ólafsson var fæddur 24. júli 1925, sonur hjónanna Ólafs Jónssonar læknis og Láru Ingi- bjargar Lárusdóttur. Ólafur var sonur Jóns Arasonar prests á Húsavík Jochumssonar og var Matthias Jochumsson þannig langafabróðir Jóns. Lára var dótt- ir séra Lárusar Jóhannessonar á Sauðanesi. Guðríður föðuramma Jóns var dóttir Ólafs Guðmunds- sonar bónda og hreppstjóra í Mýr- arhúsum á Seltjarnarnesi. Ólafur læknir féll frá í ársbyrj- un 1933, aðeins 43ja ára að aldri. Björn Ólafs í Mýrarhúsum, ömmubróðir Jóns, bauð móður hans að taka hann til fósturs, og ólst Jón því upp í Mýrarhúsum. Hann lauk verslunarskólaprófi, en eftir það starfaði hann hjá Rúti föðurbróður sínum, er var frumherji i skriftvélavirkjun hér- lendis. Var Jón i hópi þeirra er fyrstir hlutu réttindi sem meist- arar í þessari iðngrein. Síðar gekk hann á loftskeytaskólann og tók próf sem loftskeytamaður. Eftir það starfaði hann um langt skeið sem loftskeytamaður, lengst á tog- aranum Karlsefni, en síðar á tog- aranum Hafliða frá Siglufirði. A Siglufirði kynntist Jón Svövu Jóhannsdóttur, er varð eiginkona hans og lifir manns sinn. Fæddur 5. janúar 1955. Dáinn 1. ágúst 1974. Svo verður hver og einn að hlýða kalli, hvað sem að aldri líð- ur. Foreldrar hans eru: Jón Geir Árnason rakarameistari og Sig- ríður Einarsdóttir, sem lengi hefur verið mín góða vinkona. Er drengurinn minn Sigurður Páll slasaðist þá hann var nfu ára gam- all, kom það bezt í ljós, að vin- skapur þeirra hjóna var ekki yfir- borðið eitt, heldur, að sá er sannur vinur, er bezt reynist, þá maður á erfiðast. Nauðþurftirnar spyrja ekki að ástæðum, ekkert að tala um annað en gera eins og fyrir var lagt, fara með drenginn út til Englands til sjúkrameðferðar. Ekki var Einar þá nema á fermingaraldri og vanheill af hjartabilun, en neytti þeirrar orku er hann átti í svo ríkum mæli til að gleðja og styrkja minn dreng. Hann lét fjarlægðina ekki hamla, sendi bréf og kort jafnt og þétt, sem voru okkur sem íslenzk- ir sólargeislar yfir hafið. Er við fórum svo út öðru sinni, fór hann einnig sömu erinda, að Árið 1924 giftist Helgi Stein- unni F. Guðmundsdóttur Magnús- sonar frá Bíldsfelli, Grafningi, og Vigdísar Steinsdóttur frá Steins- bæ, Eyrarbakka. Móðir Steinunnar, Vigdís, bjó á heimili þeirra þar til hún lézt 85 ára árið 1957. Ég minnist þess, Framhald á bls. 27. Jón og Svava fluttust til Reykja- víkur fyrir fimm árum. Starfaði hann fyrst hjá fyrirtækinu Stál- húsgögn um þriggja ára skeið, en réðst síðan að Menntaskólanum við Hamrahlíð, þar sem hann gerðist tækjavörður og viðgerðar- maður, jafnframt því sem hann annaðist vélritun og fjölritun fyrir skólann. Orð fór af snilli Jóns 1 vélaþjón- ustu og viðgerðum, hann léki sér leita sér bóta á meini sínu og þó árangur þess yrði ekki að óskum, brast ekki hug hans né vilja til að styrkja og styðja sinn veika með- bróður sem áður. Er hann nú var á ferðalagi um Kaupmannahöfn, var öllum að óvörum klippt á þráðinn. Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir, er gömul sögn, sem ef til vill má skiljast svo, að mann- dómur og þroski þurfi ekki lengri hérvistar við, þó öðrum virðist naumast duga löng ævi. Harmabót foreldrum og öðrum unnendum þessa glæsilega ung- mennis er það þó, að hann hafði þegar á sinni stuttu ævi, öðlazt þá viðurkenningu, sem fornmenn völdu að vitnisburði hinum beztu mönnum: Þar fór góður drengur. Við Sigurður biðjum Herrann, sem kallaði hann heim, að launa honum fyrir okkur og mýkja saknaðarsárin. Birna Einarsdóttir. Nú er í hjartanu söknuður sár, við sorgina berum í hljóði, björt er þín minning um ókomin ár, ástríki vinurinn góði. Þegar við ritum þessar örfáu línur eigum viö bágt með að trúa því, að Einar sé horfinn burtu í blóma lífsins, en maðurinn með Ijáinn gerir ekki boð á undan sér. En mestur hlýtur söknuðurinn að <vera á Skarphéðinsgötu 6 hjá ást- ríkum foreldrum, systur og ömmu og sendum við þeim okkar dýpstu samúðarkveðjur og megi algóður Guð styrkja þau I þeirra miklu sorg. Einar var fæddur í Reykjavík 5. janúar 1955. Bjó hann hjá foreldr- um sínum að Skarphéðinsgötu 6. Okkar fyrstu kynni af Einari voru þegar hann kom 8 ára i sveit til foreldra minna og frænda að Valadal í Skagafirði og var hann þar 4 sumur í röð, og frá þeim tima getum við minnst margra ánægjulegra samverustunda, sem við áttum þar með Einari og þær stundir verða okkur ógleyman- legar. Óg hann unni sveitinni og hélt tryggð við dalinn og fór þangað á hverju sumri til að komast í snertingu við náttúruna og dýrin, sem voru honum svo hjartkær. En tímarnir breyttust, við stækkuðum og alvara lífsins fór að segja til sín en vináttuböndin slitnuðu aldrei. Hann var alltaf sami sanni, góði vinurinn. Hann fór í Menntaskólann og síðastliðið vor lauk hann prófi úr 4. bekk með mjög góðum árangri. að þvi að gera við ratsjár og önnur flókin siglingatæki úti á rúmsjó með fátæklegum tækjakosti. Þegar hann réðst hér að. skól- anum, varð ég þess fljótt var, að þar var ekki farið með neinar ýkjur, hann hafði óvenjulega innsýn í allt, er að vélum og tækj- um laut, og öll störf af þvi tagi léku í höndum hans. En hann var einnig ágætur skrifstofumaður og aðstoóaði okkur meðal annars i hönnun skírteina og eyðublaða, einnig var hann mikill smekk- maður og listamaður i uppsetn- ingu f jölritaðra kennslugagna. Þó skipti hitt ekki síður máli, hve ljúfur og lipur hann var i allri umgengni og samvinnu við kenn- ara og nemendur. Jón gekk ekki heill til skógar hin síðustu ár. Síðastliðið vor var Ijóst, að heilsu hans fór hrakandi, og nú er hann genginn eftir stutta legu á Borgarspftalanum. Á starfssviði skólans stendur opið skarð, sem erfitt verður að fylla, en við öll, sem með honum unnum, söknum vinar og sam- starfsmanns og sendum ekkju hans og öðrum vandamönnum samúðarkveðjur. Guðm. Arnlaugsson. Framtiðin blasti við Einari, en brátt dró ský fyrir sólu og örlögum lífsins verður ekki breytt því að þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir. Við þökkum Einari fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hans. Hans einlægu vinir, Dilla og Kiddi. Hann Einar er dáinn, drengurinn bezti dýrðlegar rætur í huga okkar festi. Vinurinn trusti svo tryggur i lund, með tárum hann kveðjum á skilnaðarstund. U.J. — Rannsóknir á Íslandi Framhald af bls. 15 jarðhiti fáist á Austfjörðum. En tæknin getur átt eftir að þróast og breyta því. A Vestfjörðum? Þar gegnir nokkuð öðru máli, Cn það er önnur saga. Þar yrði frekar um að ræða að finna staðbundin, fremur smá jarðhitasvæði. Við jaðar nýja beltisins fyrir norðan eru nú að koma fram jarðlög, hlið- stæð jarðlögunum á syðri hluta eldra beltisins. Þannig er í Suður- Þingeyjasýslu svæði, sem hvað heitt vatn snertir, er sambærilegt við jarðhitasvæðin i Gullbringu- sýslu og Árnessýslu. — Sama má vist ségja um grunnrannsóknir ykkar á jarðlög- unum á Vesturlandi. Þær veita líka mikilvægar og hagnýtar upp- lýsingar, er það ekki? 1 hverju eru þær rannsóknir fólgnar? — Þetta eru æði yfirgripsmikl- ar rannsóknir, til að fá yfirlit yfir jarðlagastaflann þarna. Við höfum rakið okkur gegn um meiri hluta jarðlaganna á þessu svæði, sem nær frá Kolla- firði norður fyrir byggðir Borgar- fjarðar, og auk þess stóran hluta af Suðurlandsundirlendinu, og reynt að glöggva okkur á þeim. Við þekkjum orðið aldurinn á lög- unum, gerð þeirra og þykkt og höfum fundið upphleðsluhraða þeirra. Þessar jarðlagasyrpur, sem við höfum rakið okkur í gegn um, ná 7 milljón ár aftur og síðan samfellt fram á miðja ísöld, sem hefur hafizt hér fyrir um 3 milljónum ára. Það sýnir sig, að þekking á þess- um atriðum hefur grundvallar þýðingu fyrir jarðhitarannsóknir. T.d. kemur f Ijós, að gjöfulustu lághitasvæðin fylgja ísaldar- mynduninni, sem er yngsti hluti jarðlagastaflans og liggur næst vestra eldgosabeltinu. Þar er hita- stigull enn mjög hár og mikið um lek jarðlög, sem geyma heitt vatn. Þekking á brotahreyfingum og dreifingu innskotsbergs, sem við reynum að afla okkur jafnframt, hefur líka afgerandi þýðingu í jarðhitarannsóknum, einkum þegar kemur út fyrir ísaldar- myndunina niður I tertiera jarð- lagastaflann. Síðan koma önnur atriði inn í myndina, eins og þeg- ar fyrir verða þétt lög i fornum útkulnuðum háhitasvæðum, sem eru oft illa vatnsgeng, en geta ráðið miklu um það, hvernig rennsli heits vatns hagar sér í nágrenninu. Með einföldum jarð- fræðirannsóknum öflum við þannig mjög hagnýtra upplýsinga áúdýran hátt. — Má ég skjóta inn spurningu? Hvað eru þessi jarðlög lengi að hlaðast upp? Helgi Sigurðsson — Minningarorð Jón Ólafsson — Minning — Með segulmælingum og bein- um aldursgreiningum á bergi finnum við út aldurinn á jarðlög- unum. Þegar við svo höfum aldur- inn og þykkt jarðlagastaflans, þá er hægt að reikna út upphelðslu* hraðann. Og hann er ekki fjarri því að vera um 100 metrar á 100 þúsund árum að meðaltali. Ein- kennandi fyrir jarðlagastaflann eru fornar megineldstöðvar, samskonar og finnast t.d. á Hengilssvæðinu eða Kröflusvæö- inu í virka gosbeltinu, og þekkjast oft á líparítinu. Slík eldfjöll hald- ast virk allt upp í lA milljón ára. Þá lognast þau út af. liklega vegna þess að þau hefur rekið i millitiðinni út á jaðar gosbeltis- ins, en önnur tekið við. Háhita- svæðin eru ávallt tengd meigin- eldstöðvunum og haldast við liði álika lengi og þær, en virðast lifna við og dala, allt eftir þvi, hvað mikið treðst af innskotum inn í rætur þeirra á hverjum tíma. — Er ekki að finna í þessum grundvallarrannsóknum ykkar skýringu á jarðskjálftúnum i Borgarfirði nýlega? — Nei, það væri of mikið sagt. Það er löngu vitað um sprungu- og eldstöðvabelti, sem nær vestan af Snæfellsnesi yfir i Borgarf jörð. Jarðskjálftarnir eiga upptök sin austast í þessu sprungubelti, sem augljóslega er ungt og enn þá virkt og eðlilegt að líta svo á, að þeir séu samfara brotahreyfing- um. Hins vegar má geta þess í leiðinni, að jarðhitinn i uppsveit- um Borgarfjarðar fylgir að veru- legu leyti brotlínum, sem eru í austurendanum á þessu sama sprungubelti. — Og hvað gerið þið nú? Haldið þið kannski áfram út á Snæfells- nes með þessar jarðlagarannsókn- ir? — Athygli okkar beinist meót a» svæðum. bar sem jarðhita er að finna. Ég býst því frekar við að við teygjum okkur næst horður ■ í Húnavatnssýslur og Skagafjörð. Þar er allhár hitastigull og vel hugsanlegt að finna þar stór jarð- hitakerfi. Utan slíkra svæða eru raunar einnig jarðhítasvæði, en þau eru minni og meira bundin við byggingu bergsins og brotalín- ur. — Mér hefur skilizt, að þessar yfirgripsmiklu rannsóknir ykkar á Vesturlandi séu mjög mikilvæg- ar fyrir þekkingu á ísöldinni? — Já, þær auka mjög við þekk- ingu á henni, enda hafa mehn hingað til svo til eingöngu haft setlög með þekkjanlegum lífræn- um leifum að byggja á og reynt að tína saman fróðleiksmola úr set- lögum, sem varðveitzt hafa innan um hraunlög á ýmsum stöðum , og þaú eru yfirleitt heldur þunn og gloppótt. En þarna geymast upp- lýsingarnar í jarðlagastaflanum sjálfum. Við höfum þarna berg- lagasyrpu meira en 2000 m á þykkt, sem má rekja sig i gegnum og finna þar menjar eftir hvert jökulskeiðið á fætur öðru. Jöfn og hröð upphleðsla veldur því, að lítil hætta er á að fá eyður. Sam- kvæmt þessum rannsóknum virð- ist hafa komið hér eitt jökulskeið á hverjum 100 þúsund árum, en staðið misjafnlega lengi. Þykkar og samfelldar móbergsmyndanir, eins og koma fyrir í Esju og aust- anverðri Arnessýsku, vitna um löng jökulskeið. Jökulbergslög án teljandi móbergsmyndana bera hins vegar vott um styttri skeið. Það fjölgar æði mikið þekktum jökulskeiðum, sem telja má að hafi verið allt að 30 talsins. — Venjulegu fólki er það nokk- uð framandi, þegar talað er svona í milljónum ára og tugum jökul- skeiða. Líklega skynjið þið jarð- fræðingarnir tímann allt öðru vísi en við? — Eg held, að þar sé enginn munur á. Viðfangsefnin krefjast þess einfaldlega, að maður taki tímann með í reikninginn og hann er nú ekki mældur á kvarða mannsævinnar f jarðsögunni. Sjálfur hef ég þó satt að segja minni áhuga á svo ungu bergi, eins og er að finna á yfirborði í eldgosabeltinu. Mér finnst meiri fengur í eldri jarðlögunum , þar sem lesa má söguna milljónir ára aftur í tímann, sagði Kristján að lokum og hló við. — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.