Morgunblaðið - 14.08.1974, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGUST 1974
För Þórs til
Utgarða-Loka
Snorra Edda,
Gylfaginning
Þór snýr fram á leið og þeir félagar og gengu fram
til miðs dags. Þá sáu þeir borg standa á völlum
nokkrum og settu hnakkann á bak sér aftur, áður
þeir fengu séð upp yfir. Ganga þeir til borgarinnar,
og var grind fyrir borghliðinu og lukt aftur. Þór
gekk á grindina og fékk eigi upp lokið. En er þeir
IMú lítum við þessa japönsku dúkku og
vöndum okkur vel og notum marga fallega
liti. Þessi dúkka er í japönskum þjóðbún-
ingi, en hann heitir á japönsku kimono.
þreyttu að komast í borgina, þá smugu þeir milli
spalanna og komust svo inn. Sáu þá höll mikla og
gengu þangað. Var hurðin opin. Þá gengu þeir inn og
sáu þar marga menn á tvo bekki og flesta ærið stóra.
Því næst koma þeir fyrir konunginn Útgarða-Loka
og kvöddu hann, en hann leit seínt til þeirra og glotti
við tönn og mælti: „Seint er um langan veg að spyrja
tíðinda, eða er annan veg en ég hygg, er þessi
sveinstauli orðinn Öku-Þór? En meiri muntu vera en
mér líst þú; eða hvað íþrótta er það, er þér félagar
þykist vera við búnir? Enginn skal hér vera með oss,
sá er eigi kunni einhvers konar list eða kunnandi
umfram flesta menn.“ Þá segir sá, er síðast gekk, er
Loki heitir: „Kann ég þá íþrótt, er ég er albúinn að
reyna, að enginn er hér inni, er skjótara skal eta mat
sinn en ég.“ Þá svarar Útgarða-Loki: „Iþrótt er það,
ef þú efnir, og freista skal þá þessarar íþróttar."
Kallaði hann þá utar á bekkinn, að sá, er Logi heitir,
skuli ganga á gólf fram og freista sín í móti Loka. Þá
var tekið trog eitt og borið inn á hallargólfið og fyllt
af slátri. Settist Loki að öðrum enda, en Logi að
öðrum, og át hvortveggja sem tíðast og mættust í
miðju troginu. Hafði þá Loki etið slátur allt af
beinum, en Logi hafði og étið slátur allt og beinin
með og svo trogið; og sýndist nú öllum, sem Loki
hefði látið leikinn. Þá spyr Útgarða-Loki, hvað sá
hinn ungi maður kunni leika, en Þjálfi segir, að hann
muni freista að renna skeið nokkur við einhvern
þann, er Útgarða-Loki fái til. Þá segir Útgarða-Loki,
aö þetta sé góð íþrótt og kallar þess meiri von, að
hann sé vel að sér búinn að skjótleika, ef hann skuli
þessa íþrótt inna, en þó lætur hann skjótt skulu
þessa freista. Stendur þá upp Útgarða-Loki og
gengur út, og var þar gott skeið að renna eftir
sléttum velli. Þá kallar Útgarða-Loki til sín svein-
staula nokkurn, er nefndur er Hugi, og bað hann
renna í köpp við Þjálfa. Þá taka þeir hið fyrsta skeið,
og er Hugi því framar, að hann snýst aftur í móti
honum að skeiðsenda. Þá mælti Útgarða-Loki:
„Þurfa muntu, Þjálfi, að leggja þig meir fram, ef þú
skalt vinna leikinn, en þó er það satt, að ekki hafa
hér komið þeir menn, er mér þykja fóthvatari en
ANNA FRÁ STÓRUBORG — saga fra sextándu öld
eftir
Jón
Trausta
Ar liðu án þess nokkuð bæri til tíðinda. Hjalti var var
um sig, en þó að jafnaði heima á Stóruborg.
En nálægt því, sem Anna ól fjórða barnið, varð Páll bróð-
ir hennar lögmaður sunnan- og austanlands.
Þá vissi hún, að ofsóknimar mundu byrja fyrir alvöru.
2. VIÐBÚNAÐUR
Einn dag um sumar reið Anna að heiman með einn vinnu-
mann til fylgdar. Engum sagði hún heima, hvert ferðinni
væri heitið eða hvert erindið væri.
Hún reið beint sem leið liggur út að Hvammi. Sá bær
er undir Útfjöllunum, sem kallað er. Þar er núpur geysihár
yfir bænum ■ Eru klettar hið efra, en brattar hlíðar og grös-
ugar ofan að bæniun. Hvammurinn er opinn gegn suðri, og
er bæjarstæði þar hið fegursta.
Við túngarðixm hitti Anna húsbóndann sjálfan. Hann
var þar með vinnumönnum sínum og hlóð upp kvíavegginn.
Hann hét Sigvaldi, og nágrannamir kölluðu hann í góð-
látu skopi Sigvalda blíðalogn. Kyrrðin og rósemin, sem ætíð
var yfir hontun, hafði orðið orsök til þessa auknefnis. Hann
heyrði þetta nafn oft, en gerði ekki annað en brosa að því.
Sigvaldi var mikill maður vexti og ramur að afli. Ljós var
hann á hár og skegg og bjartur yfirlitum, þykkleitur og all-
svipmikill, þrátt fyrir allt „blíðalognið“. Fáskiptinn var hann
með afbrigðum og lítið við héraðsmál riðinn. Aldrei hafði
hann í deilum staðið, og engan átti hann sér óvin. Hann var
efnaður maður, sjálfbjarga og sjálfstæður, upp á engan kom-
inn, og líf hans rann áfram í eins konar blessuðu friðsemis-
blíðalogni, mitt í ólgu og ókyrrð aldarinnar.
Þennan mann taldi Anna vera þann eina mann í sveit-
inni, sem hún gæti treyst að fullu.
Hún reið til Sigvalda, þar sem haxm var að verki sínu, og
heilsaði honum kunnuglega. Sigvaldi tók varla undir kveðju
hennar, en leit við henni brosandi, hálfeinfaldlega.
Anna fór að spyrja sjálfa sig, hvort hún hefði nú gert rétt,
að fara til þessa manns, og hvort hún ætti að halda erindinu
áfram. Henni sýndist hann svo sauðarlegur, — miklu sauðar-
legri en hún hafði séð hann nokkum tíma áður.
Hún sat kyrr á hestinum og hugsaði um þetta, þar til Sig-
valdi gekk til hennar og spurði, hvert ferð hennar væri
heitið.
„Hingað,“ mælti hún glaðlega.
— Nokkrir vinir mínir
ætla að heimsækja mig
í kvöld pabbi, — get-
urðu ekki farið í
krumpaða skyrtu og
þvældar gallabux-
ur???
— Ég laumaðist út
áður en kom að upp-
vaskinu . . .
— Jæja, nú geta allir
farið út í garð og
fengið sér grillaðar
kótelettur . . .