Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGUST 1974 Nazareth komin til landsins: Sex tonn af mögnurum og liósabúnaðí „ÉG lofa ykkur bezla „showi“, hefðu spurt hver annan. — sem sézt hefur hér á þessu landi,“ sagði Manuel Charlton gftarleikari brezku popphljóm- sveitarinnar Nazareth, þegar Mbl. spurði hann, hvað hljóm- sveitin hygðist bjóða fslenzkum poppunnendum á hljómleikun- um f Laugardalshöllinni í kvöld. Lagði Charlton áherzlu á, að enginn, sem á annað borð kynni að meta tónlist Nazareth, yrði fyrir vonbrigðum með þá á hljómleikum, — „það kemur engum til með að leiðast." Þeir félagarnir í Nazareth komu til landsins f gær og höfðu með sér hvorki meira né minna en 6 tonn af tækjum og tólum. Mikill hluti þessa þunga liggur í umfangsmiklum ljósa- útbúnaði, sem hljómsveitin not- ar jafnan á tónleikum sínum. Hljómmögnunartækin sjálf geta þó tæpast talizt neitt lítil- ræði, en að styrkleika geta þau gefið um 4000 wött. „Við notum ekki allan þenn- an styrk., þótt við spilum hátt,“ sagði Charlton. „Tónlist okkar og hljóðfæraskipan er þannig, að við verðum að spila hátt.“ Mbl. spurði popparann, hvernig þeim hefði orðið við, er þeir fréttu, að þeir ættu að spila á íslandi. — „Island, hvar i fjáranum er það,“ sagði hann að þeir „Annars langaði okkur til að koma hingað, — ef okkur hefði ekki langað hefðum við ekki komið og ef hljómleikarnir heppnast vel komum við aftur. Plöturnar okkar hafa tíka selzt vel hérna er mér sagt.“ Charlton sagði, að á hljóm- leikunum mundu þeir flytja flest vinsælustu lögin sín og lög af síðustu þremur breiðskífum, á efniskránni væri eitt nýtt lag, sem ekki væri enn komið á plötu. Aðspurður um framtiðar- áætlanir Nazareth sagði Charl- ton, að engar veigamiklar breytingar væru á döfinni hvað tónlistarstefnu snerti enda gengi vel hjá þeim eins og væri. — „Við munum þó að sjálf- sögðu halda áfram að stefna að fullkomnun, — betri plötum, betri hljómleikum og við mun- um leggja okkur alla fram á hljómleikunum hérna sem ann- ars staðar,“ sagði Charlton að lokum. Jón Ólafsson var að vonum kátur yfir því að vera búinn að fá poppflokkinn hingað til lands eftir átökin undanfarna daga. Kvaðst hann vera bjart- sýnn á að hljómleikarnir heppnuðust vel, enda hefði for- sala aðgöngumiða gengið ágæt- lega. Jón gizkaði á, að um 4000 manns myndu koma í Laugar- dalshöllina í kvöld. Nazareth á Hótel Holti slðdegis I gær, f.v. Pete Agnew bassaleikari, Dan McCafferty söngvari, Manuel Charlton gítarleikari og Darrell Sweet trommuleikari. (Ljósm. Mbl. Br.H.) Verður listamönnum greidd leiga fyrir afnot af Kjarvalshúsi? Skóli fyrir fjölfötluð börn að hefjast þar Skóli fyrir fjölfötluð börn tek- ur væntanlega til starfa f Kjar- valshúsi á Seltjarnarnesi 1. september næstkomandi. Þarna er ekki um að ræða hæli heldur skóla, þar sem börnin eru við nám frá kl. 9—5 á daginn. Mbl. leitaði nánari frétta af þessu máli hjá Helgu Finnsdóttur, sem bæði er formaður foreldrafélags fjöl- fatlaðra og á sæti I stjórnarnefnd f jölfötlunarskólans. Sagði Helga, að unnið væri að þvf f mennta- málaráðuneytinu, að Kjarvalshús yrði í vetur tekið fyrir slfkan skóla, en listamönnum greidd leiga fyrir. Einnig væri verið að ráða sérþjálfað fólk kennara, sjúkraþjálfara, fóstrur, þroska- þjálfa o.fl., en við slfkan skóla þarf fjölhæft starfsfólk. Skv. nýjum grunnskólalögum eru þroskaheft börn skólaskyld, þegar sérfræðingar telja þau hæf I GREIN f aprflhefti brezka tfma- ritsins Commercial Fishing er fjallað um stöðu brezka fisk- iðnaðarins á árinu 1974, en tfma- ritið telur það ef til vill örlagarík- asta árið f sögu hans. Segir þar m.a., að Bretar fiski nú á tslands- miðum á mun takmarkaðra svæði en áður auk kvótatakmarkana og geti jafnvel átt von á algerum brottflutningi veiðiskipa frá þessu svæði f nálægri framtfð ef til frekari útfærslu landhelgi kemur. „Nema,“ segir sfðan f greininni, „ef Islendingar veita Bretum veiðiréttindi f skiptum fyrir afnám tolla á innfluttum fiski frá tslandi eða einhverjar til þess og raunar ekki afsakan- legt, að fjölfötluð börn fái ekki kennslu sem önnur börn í land- inu, sagði Helga. Eigi þau ekki kost á kennslu og hjálp til að verða sjálfbjarga, þá lokast þau iðulega inni og koma síðar á hæli, sem að sjálfsögðu er dýrari úr- lausn fyrir þjóðfélagið. Vitað er um 30 börn, sem þörf hafa á þessari skólavist, en þar sem skólinn hefur ekki enn verið auglýstur á sú tala áreiðanlega eftir að hækka mjög. Skilgreining skólanefndar á fjölfötluðu barni til skólavistar þarna er, að þar eigi heima hvert það barn, sem hvergi annars staðar í skólakerf- inu fær hjálp við sitt hæfi og að þar eigi að fá hjálp þau börn, sem eru hvaðgreind snertir á mörkum þess að vera kennsluhæf og að geta orðið það með þjálfun. aðrar tilslakanir. Þrátt fyrir allt, sem sagt hefur verið, Iftur Island enn á Bretland sem helzta banda- mann sinn f flestum málum. Eins og trar hafa tslendingar sterka þjóðarskapgerð og bregðast af hörku við Bretum, sem reyna að segja þeim fyrir verkum varðandi framtfðarhag þeirra. Af þessu leiddi næstum þvf alger sam- bandsslit á sfðasta ári, þegar Bret- land notaði vopnavald til þess að reyna að brjóta fslenzk lög. Fram- tfð veiðanna við Bretland veltur á vfðsýni og nærgætni brezku rfkis- stjórnarinnar og brezka fisk- iðnaðarins." Kjarvalshús er, þótt gott sé, varla nægilega stórt fyrir þennan skóla, en í undirbúningi er frum- varp til laga um fjölfötlunarskóla, sem fyrirhugað var að leggja fram í vetur og þar gert ráð fyrir, að slíkur skóli verði reistur á svæði sérskólanna í Fossvogi. Þangað til mun Kjarvalshús verða til bjargar fjölfötluðum börnum og skil ég varla i, að Kjarval, slíkur maður sem hann var, hefði haft á móti því, sagði Helga. Ekki er verjandi að láta einmitt þessi börn detta niður á milli i skóla- kerfinu og fá hverfi inni. Veturinn 1972 var rekinn fjöl- fötlunarskóli fyrir 7 börn í Stakk- holti og er hann hætti, fóru börn- in þaðan f Reykjadal, þar sem eru fyrir hreyfihömluð börn. For- eldrafélag gekkst í vandræðum sinum fyrir stofnun skóladag- heimilis fyrir fjölfötluð börn í Bjarkarhlíð, húsnæði sem Reykja- vikurborg lagði til. Þessar tvær stofnanir verða nú sameinaðar og rekinn skóli fyrir börnin, sem þar voru — og fleiri, sem hvergi hafa fengið kennslu. 8—10 börn þurfa á heimavistar- aðstöðu að halda og sagði Helga, að unnið væri að þvf að leigja hús fyrir þau annars staðar. Kemur jafnvel til greina, að börn utan af landi, sem þurfa að sækja þennan skóla, skiptist á um að vera í skólanum og heimavistinni, en séu heima á milli og foreldrar undirbúnir til að kenna þeim þar. Einnig er svokallað „legotek" eða leikfangadeild í undirbún- ingi, en Vinahjálp gaf eina milljón til kaupa á sérhúsgögnum og leikföngum. Er það ætlað öllum þroskaheftum börnum og leikföngin lánuð út um leið og sérfræðingar leiðbeina um notk- un þeirra. Vegna þess að Kjar- valshús getur ekki hýst þennan hluta starfseminnar verður reynt að koma leikfangadeildinni fyrir annars staðar i vetur. Ekki verður heldur hægt að koma nú upp vegna þrengsla fullkominni greiningardeild, þar sem greint er eðli fötlunar og foreldrum veitt aðstoð. — En skólinn veitir þó geysilega úrlausn í þessum knýj- Flughátfð 1974 fór fram á Sand- skeiði á laugardag og sunnudag. A laugardag var keppt f vélflugi og fallhlffarstökki, en á sunnudag var öllu meira um að vera á Sand- skciði, þvf að þá var haldin mikil flugsýning. Þrátt fyrir frekar leiðinlegt veður f jölmennti fólk á Sandskeið og munu um 2500 manns hafa verið þar, þegar flest var. Flugáhugamenn sýndu þarna ýmsar listir og I sumum tilvikum greip fólkið andann á lofti, þegar það sá flugmenn leika alls konar kúnstir f loftinu á vélum sfnum. Myndin er tekin f hópflugi Iftilla véla yfir Sandskeiði og á henni sést nokkur hluti bflamergðar- innar, sem þar var. Ljósm. Mbl.: Þórleifur Úlafs- son. andi vanda, sagði Helga ennfrem- ur. Það er hart að vera knúinn til að láta barn sitt á hæli og geta ekki haft það heima, m.a. vegna þess að það fær ekki kennsluað- stöðu eins og önnur börn í land- inu. Stjórnarnefnd fjölbrautaskól- ans, sem unniö hefur að þessu máli, skipa Þorsteinn Sigurðsson formaður, Helga Finnsdóttir form. foreldrafélagsins, Sævar Halldórsson læknir og Maria Kjeld talkennari. Aðalfundur Bíl- greinasambandsinF AÐALFUNDUR Bílgrein: bandsins verður haldinn á , eyri laugardaginn 7. septei n.k. Er þetta í fyrsta skipti aðalfundur sambandsins er inn utan Reykjavfkur. Meði sambandsins eru 110. Meðal atriða á fundinum verða tvö erindi. Bjarni Bragi Jónsson heldur erindi um eflingu þjón- ustu bílaverkstæða úti á lands- byggðinni og hlutverk Byggða- sjóðs í þvi efni. Þá flytur Jón Bergsson verkfræðingur erindi um samskipti bílaverkstæða úti á landsbyggðinni við bílaumboðin i Reykjavík. Afnám tolla á íslenzkum fiski? — gegn veiðiréttindum við ísland 2500 manns á flug- hátíðinni á Sandskeiði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.