Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1974 11 snar þáttur í frægð hans og rétt- lætisbaráttu. Sú umhyggja er hvatinn að bók hans um miðstöðv- ar „betrunarvinnubúðanetsins" sem dreifist um Ráðstjórnarríkin eins og eyjar um Eyjahafið. Er bókstafur lagagreina fáranleg- ur? Áðurnefndir sleggjudómar Sig- urðar A. Magnússonar eru ekki ábyggilegar lagaskýringar. Það hefði vissulega farið betur á því, að hann hefði bent á einhverja af hinum fáránlegu greinum meið- yrðalöggjafarinnar, sem hann tel- ur vera, svo lesendur hefðu getað gert sér grein fyrir efnisatriðum í stað þess að þurfa að spá í það, hvað liggi að baki sleggjudómun- um. Stjórn Blaðamannafélags Is- lands og tólfmanna nefnd rithöf- undasambandsins hafa hvorugar bent á einstakar greinar, sem þær telji, að ekki eigi rétt á sér, né heldur á annan hátt gefið vís- bendingu um, hverra breytinga sé þörf. Tólfmanna nefnd rithöfunda- sambandsins vex hins vegar í aug- um bótakröfur og hugsanlegar refsingar, sem sakborningarnir eiga yfir höfðum sér. Hún neitar afdráttalust að „Votergeit“- taglhnýtingin sé gróf aðdróttun, þótt útilokað sé að líta á nafnið án þess, að það tengist mesta stjórn- málahneyksli aldarinnar, en margir þátttakendur í hneykslinu hafa verið dæmdir í fangelsi vegna beinna glæpa í því sam- bandi. Nefndin stingur höfðinu í sandinn og neitar að taka tillit til þess, að ærumeiðingarnar beinast að mörgum mönnum og eru marg- þættar. Engum dettur þó í hug að mæla þeirri hugsanlegu reglu bót, að þjófar eigi að sleppa hlutfalls- lega betur fyrir dómi, ef þeir stela oft og frá mörgum. Uppgjöf rithöfundarins. Undir lok greinar sinnar telur Sigurður A. Magnússon upp nokk- ur uppnefni, upptalningunni lýk- ur með; o.s.frv., svo ekki er gott að vita, hvort uppnefni eins og t.d. ameríkanamellur, amenkana- dulur, þjóðvillingar, hundflatur skrælingjalýður, þjóðnfðingar, landráðamenn, Votergeitdeild og CIA-daðrarar geti átt þar heima. En Sigurður A. Magnússon segir orðrétt í grein sinni: „Þegar menn eiga yfir höfði sér langa fangelsisvist og stórar fjársektir fyrir að nota orð eins og: „mann- vitsbrekkur", „landvarnarmenn", „hugprúðir dátar“ o.s.frv., þá er verið að gera þesskonar tilraun til að fletja út tunguna og gerils- neyða öll þjóðmálaskrif, að því verður ekki unað, hvorki af rit- höfundum, blaðamönnum né öðr- um þeim, sem beita vilja Iifandi og mergjuðu máli.“ Orðin, sem Sigurður A. Magnús- son nefnir, eru rofin úr samhengi. Það er ekki ávallt stefnt fyrir einstök orð, stundum er einnig stefnt fyrir fulla hugsun, sem ein- stöku sinnum má finna út úr setn- ingunum, sem geyma hrakyrðin. Hér að farman hefur verið gefið lltið sýnishorn af hinu „mergjaða og lifandi máli“ Sigurðar A. Magnússonar. Það minir óneitan- lega á mergjaðorðfæri „kollega" hans, framkvæmdastjóra rithöf- undasambands Ráðstjórnarríkj- anna, sem vitnað er til í Morgun- blaðinu 4. ágúst s.l., en fram- kvæmdastjórinn mun hafa sagt um Solzhenítsyn: „Hann er eins og rauð og hvít gorkúla, með stór- an hatt og stóran fót, en eitruð engu að síður.“ Mönnum er nú einnig minnis- stætt, er það kom fram á afritum af segulböndum Hvfta hússins, þegar þau voru lögð fyrir dóms- málanefnd fulltrúadeildarinnar, að Nixon forseti hafði einmitt tamið sér „mergjað og lifandi mál“. Það vakti hneykslun um víða veröld, og um engan veit ég, sem hefur tekið að sér að verja orðbragð forsetans. A sama tima hafa nokkrir íslenzkir rithöfund- ar gengið fram fyrir skjöldu og Iýst yfir algjörri uppgjöf gagnvart því að rita kjarnyrt og lifandi mál, nema þeir fái ábyrgðarlaust að krydda mál sitt ærumeiðing- um. Sigurður A. Magnússon telur þjóðmálaskrif gerilsneydd, ef hann fær ekki óátalið að stunda sýklahernað gegn æru náungans með uppnefnum eins og þýlyndur þjóðvillingur og kerfisþræll. Hann virðist telja málfar höfunda flatneskjulegt, nema það sé ýft með hrakyrðum, og gætu orðin Votergeitdbild og landráðamenn t.d. verið meðal eftir sjárverða hrakyrða. Hefur nokkur íslenzkur rithöfundur fyrr eða síðar lýst yfir jafn algörri uppgjöf við að beita íslenzku máli? Gífuryrði og meiðyrði virðist vera eina vopn sumra andstæð- inga okkar, og er þá að vonum, að þeir hinir sömu vilji fá að beita þessu vopni sínu án afskipta dóm- stólanna. Þeim er ekki lagið að beita röksemdum, þeir eru haldn- ir áróðursþráhyggju. Um vörn fyrir tjáningarfrelsi. Það er rétt að velta því aðeins fyrir sér, hvers vegna andstæð- ingar okkar völdu ófrægingarher- ferð sem vopn gegn undirskrifta- söfnun Varins lands og forystu- mönnum hennar. Hver var tilgangurinn? Mark- mið ófrægingarherferðarinnar var sennilega fyrst og fremst að reyna að telja kjark úr þeim, sem voru okkur sammála. Með ósann- indum og’ skammaryrðum var reynt að fá okkur og samherja okkar til að hugsa sem svo, að betra væri að láta ekki í ljósi skoðanir sínar, ef skoðanirnar féllu ekki blaðamönnum Þjóðvilj- ans og áhangendum hans, gæti það leitt til þess, að viðkomandi yrði opinberlega rægður, jafnvel á Alþingi eða ógnað með vald- níðslu. Nægir í þessu sambandi að minna á rógburð alþingismann- anna Lúðvíks Jósepssonar, Ragn- ars Arnalds og Svövu Jakobsdótt- ur á Alþingi, að ógleymdri ógnun- inni, sem fólst I orðum Stefán Jónssonar, nú alþingismanns, er hann sagði I kynningarþætti Al- þýðubandalagsins í sjónvarpi um forystumenn Varins lands: „.. .á þeim má taka“. Við lítum á þessa rógsherferð sem tilraun til skoð- anakúgunar og ógnun við tjáning- arfrelsið. I landslögum er reynt að hindra slíka misnotkun með meiðyrðalöggjöfinni. Hliðstæð lög vernda borgara í öllum siðuðum löndum. Við höfum stefnt æru- meiðingum til dómsstólanna, svo að meiðyrðalöggjöfin veiti við- nám gegn þeirri skiðanakúgun, sem nú hefur verið reynt að koma fram með rógi og skammaryrðum. En ná andstæðingar okkar nokkrum árangri með þessum ófrægingar skrifum sfnum? Margir vilja halda þvl fram að svo sé ekki, ofstækið sem felist I skrif- unum dæmi sig sjálft. Eg held hins vegar, að óhróðursmennirnir viti, hvað þeir vilja. Þrjá menn hef ég nýlega hitt, sem allir sögðu eitthvað á þessa leið: Mér hefur stundum dottið í hug að stinga niður penna um pólitík, en mér hefur hrosið hugur við níðskrif- um Þjóðviljans, sem sennilega fylgdu I kjölfarið, og níðið gæti um hafa tólf okkar I run samein- ast um nýtt Sennilega eru þeir nokkuð margir, sem þannig hefur verið þaggað niður I. Forystumenn Varins lands sam- einuðust upphaflega um það verkefni að gefa almenningi kost á að tjá sig um varnarmálin með þvl að undirrita ótvíræða yfirlýs- ingu. Árangurinn varð stórsigur, meirihluti kjósenda lýsti sig and- vígan stefnu vinstri stjórnarinnar I varnarmálum. Með málaferlun- um hafa tólf okkar í raun samein- ast um nýtt mál: að vinna að þvf, að tslendingar njóti tjáningar- frelsis I reynd og geti tjáð skoðun sfna að siðaðra manna hætti án þcss að sæta ófrægingum, ályg- um, uppnefnum og svfvirðingum. Það sem andstæðingar okkar kalla „.. .að standa á verði gagn- vart hverskonar, atlögum að rit- frelsi og tjáningarfrelsi yfir- leitt" virðist einungis, þegar bet- ur er að gáð, vera fólgið I þvl að halda uppi vörnum fyrir götu- strákaroðbragð og ærumeiðingar. Það er dálítið sérstætt innræti, sem lýsir sér I því að telja götu- strákaorðbragð ómissandi þátt bióðmálaskrifa. 13. ágúst 1974. Þorvaldur Búason Selassie valdalaus Addis Ababa 17. ágúst — AP HERINN f Eþfópfu svipti I gær Haile Selassie keisara öllum raunverulegum völdum, og er hann nú aðeins formleg- ur þjóðhöfðingi. Sfðan hélt herinn mikla sýningu á styrk- leika sjálfs sfn með hergöng- um um höfuðborgina og öskrandi orustuþotum yfir henni. Er þetta afleiðing mikillar óánægju hersins vegna spillingar f stjórninni. Fagnaði almenningur hernum vel. Aður hafði keisarinn alræðisvöld f Eþfópfu, en þau hafa smátt og smátt verið snið- in af honum. 0 '%P *%P 'Zp’ MENU X IaA. FÁG0 AU 6500 kr.69.500 2x60 sinuswött kr.53.200 2x43 sinuswött kr.437()0 2x32 sinuswött # kr.29.900 *§■> AU 505 # ■á \n 2x25 sinuswött ■4^*' Aiv-- kr.19.900 m m au 101 Scursu-L Þeir eru girnilegir Sansui magnararnir. Þó skiptir meira máli, það sem ekki sést þ.e.a.s. það sem inni í þeim er. En vandvirkni og frágengni við gerð Sansui magnara á sér ekki hliðstæðu í sögunni. Þetta eru stór orð, en orð sem við getum staðið við, hvar sem er og hvenær sem er. Ef þið viljið fá það besta sem til er í magnaragerð, hvort sem það er fyrir kr. 1 9.900,-, eða kr. 69.500,-, þá er Sansui svarið. 2x15 sinuswött

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.