Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. AGtJST 1974 BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR HVER ER SINNAR ÆFU SMIÐUR ^ SAMVINNUBANKINN Æbílaleigan felEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIOrVIEER utvarp og stere'o CASETTUTÆKI Ferðabílar hf. BílaleigaS—81260 5 manna Citroen G.S fólks og stationbilar 1 1 manna Chervolet 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðabilar (með bilstjórn) HÓPFERÐA- BÍLAR Til leigu i lengri og skemmri ferðir 8—50 farþega bilar. KJARTAN INGIMARSSON Simi 86155 og32716 mmnuun ■Tilboð AKIÐ NÝJA HRINGVEGINN Á SÉRSTÖKU AFSLÁTTARVERÐI SHODtI LEIGAM CAR RENTAL AUÐBREKKU 44, KÓPAV. S“ 4-2600 '4 . un íoon-uui-BRonco •P OG STEREO í ÖLLUM BILUM I onaleigan Æ.ÐI Stakknolti 3, v/Hlemmtorg Simi 13009 Opið frá 9-71 mnRGFHLDPR mÖGULEIKR VÐHR STAKSTEINAR Laxveiðar og stjórnarmyndun Stjórnmálaumræður sfðustu viku hafa leitt f Ijós, að hinir fjórir svonefndu vinstri fiokk- ar, sem í þrjár vikur ræddu möguleika á stjórnarmyndun, virðast I raun réttri aldrei hafa haft vilja eða áhuga á að endur- reisa vinstri stjórnina. Rit- stjóri Alþýðublaðsins skrifaði eftirmæli um þessar viðræður og lét þess getið af þvf tilefni, að farið hefði fé betra en sú rfkisstjðrn, sem þessir flokkar gátu myndað. Tfminn gerir sl. laugardag grein fyrir áhuga Lúðvfks Jósepssonar með þessum orð- um: „Þar sem Þjððviljinn er nú farinn að telja þá upp, sem blaðið telur hafa haft litinn áhuga á nýrri vinstri stjðrn, ætti það að segja söguna af manninum, sem einn núverandi stjðrnarflokka kaus f samninganefnd sfna, en brást þannig við, að hann fór í lax- veiðar, þegar viðræðurnar hðfust eftir þjððhátfðina, og var fjarverandi mestallan tfmann, sem viðræðurnar stððu yfir. Hefði Þjððviljinn talið það merki um brennandi áhuga á myndun nýrrar ríkisstjðrnar, ef þessi maður hefði tilheyrt öðrum flokki en Alþýðubanda- laginu?“ Það var formaður þingflokks framsðknarmanna, sem þannig spurði. Frððlegt verður að sjá skýringar Þjóð- viljans á þessum einstæða áhuga Lúðvfks. Framsðknarflokkurinn vildi með engu móti faliast á kröfu Alþýðufiokksins um vinnu- brögð að þvf er varðar samráð við aðiia vinnumarkaðarins. Tfminn hefur lýst þvf f forystu- grein, að þessi krafa, sem Aiþýðubandaiagið og Samtökin studdu, hafi einungis verið átylla tii þess að slfta viðræðun- um á. Þjððviljinn hefur svo sagt, að formaður Framsóknar- fiokksins hafi slitið viðræðun- um á tylliástæðu. Þegar á þetta er litið, er ljðst, að þessir flokkar virðast ekki hafa haft nokkurn áhuga á að endurlífga vinstri stjðrnina. Porystumenn flokkanna fjögurra, bæði þeir, sem lax- veiðar stunduðu, og eins hinir, er skcggræddu f Alþingis- húsinu, hafa séð f hendi sér, að slfk stjðrn gæti ekki til lengdar tekist á við þau verkefni, sem við blasa. Samþykkja efna- hagsráðstafanirnar Þjóðviljinn þrástagaðist á þvf alla sfðustu viku, að f raun réttri hefði lítið sem ekkert borið á milli fiokkanna fjögurra að þvf er málefni varð- ar. Af þvf má ráða, að Alþýðu- bandalagið hefur verið f megin- atriðum sammála þeim hug- myndum um lausn efnahags- vandans sem þar voru ræddar. Alþýðubiaðið greinir svo si. laugardag frá afstöðu Alþýðu- fiokksins i þessum efnum: „Grundvallarstefna forsætis- ráðherra f úrræðunum varðandi efnahagsmál virtist vera sú að stöðva verðbðlgu- vöxtinn f eitt ár og nota þann tfma til þess að undirbúa ráð- stafanir til varanlegri lausnar á þeim efnahagsvandamálum, sem við er að etja. Viðræðu- nefnd Aiþýðuflokksins var f aðalatriðum sammála forsætis- ráðherra f þessu efni, en taldi, að ekki væri hægt að ráðast f jafnfrlðknar efnahagsaðgerðir — sem mjög snerta gildandi kjarasamninga og hagsmuni iaunþega yfirleitt — nema að höfðu nánu samráði við ASt og aðra aðila vinnumarkaðarins.** Ekki er óifklegt, að Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubanda- lagið verði utan stjórnar á næstunni. Með hliðsjðn af þvf er athyglisvert, að þessir flokk- ar báðir skuli lýsa fylgi við væntanlegar efnahagsráð- stafanir. Ljðst er, að hugsanleg rfkisstjðrn Sjálfstæðisflokks- ins og Framsðknarflokksíns á ekki annarra kosta völ en fram- kvæma f meginatriðum þær hugmyndir, sem flokkarnir fjðrir ræddu á sfnum tfma. Alþýðufiokkurinn og Aiþýðu- bandaiagið hafa greint frá þvf, að um þær hafi ekki verið ágreiningur. Samkvæmt þvf ættu þessir flokkar að styðja væntaniegar efnahagsaðgerðir. Þvf ber vitaskuid að fagna. Frá IBM skákmót- inu í Amsterdam eftir JÓN Þ. ÞÓR Frá IBM skákmótinu í Hol- landi berast þær fregnir, að þar hafi þrír meistarar orðið efstir og jafnir í A-flokki, þeir B. Ivkov frá Júgóslavíu, V. Jansa frá Tékkóslóvakíu og Sovét- maðurinn W. Tukmakov. Um nánari úrslit hafa engar fregnir borizt enn. I B-flokki sigraði Evrópumeistari unglinga, Sovétmaðurinn S. Makariev. Hér kemur nú ein af skákum hans í mótinu. Hvftt: L. Popov (Búlgaría) Svart: S. Makariev (Sovétríkin). Hollenzk vörn 1. d4 — e6, (Fyrir þá, sem tefla bæði hol- lenzka og franska vörn er til- valið að beita þessari leikjaröð til þess að sneiða hjá Staunton- bragðinu, sem kæmi upp eftir 1. d4 — f5, 2. e4). 2. c4 — f5, 3. Rf3 — Rf6, 4. g3 — Bb4+ (Hér er algengast að leika 4. — Be7, en þetta gamla afbrigði, hefur átt nokkru fylgi að fagna síðan Bent Larsen tók það upp á arma sína fyrir nokkrum árum). 5. Rbd2 — b6, (Nú beinist skákin inn í far- veg drottningarindverskrar- varnar). 6. Bg2 — Bb7, 7. 0-0 — 0-0, 8. a3 — Bxd2, (Hér kom auðvitað einnig til greina að leika 8. — Be7). 9. Dxd2 — Rc6!? (Upphafið að skemmtilegu ferðalagi riddarans). 10. b4 — Re7, 11. a4 — a6!, 12. Rel — Bxg2, 13. Rxg2 — b5, 14. cxb5 — axb5, 15. a5 — Red5, (Þetta var hugmyndin að baki 9. leiks svarts; hvítu peðin eru „blokkeruð“ á svörtu reitunum, svörtu riddararnir ráða mið- borðinu og biskupinn á cl er til lítils nýtur). 16. f3 — Rb6!, 17. Dd3 — Rc4, 18. Bg5 — h6, (Hvíti biskupinn er að vísu slæmur maður í stöðunni, en engu að sfður eru uppskiftin svörtum í hag). 19. Bxf6 — Dxf6, 20. e4 — De7, 21. Dc3 — fxe4, 22. fxe4 — e5, 23. d5?! (Betra var 23. dxe5). 23. — c5, 24. dxc6 — dxc6, 25. Rh4 — Hxfl+, 26. Hxfl — c5, 27. Rf5 — Dc7, 28. Dd3 (Eftir 28. Df3 — Rd2,' 29. Rxh6+ — gxh6, 30. Dg4+ — Kh8, 31. Hf6 — Dg7, 32. Hg6 — Df8, bjargar máthótunin á fl svörtum). 28. — Hd8, 29. Dc3 — Kh7, 30. Hal — Da7, 31. Df3? (Slæmur afleikur í tímahraki, en hvíta staðan var erfið hvort eð var). 31. — cxb4+, 32. Khl — Rd2, 33. De3 — Da8, 34. Hdl — b3, 35. Hxd2 — Hxd2, 36. Dxd2 — Dxe4 + , 37. Kgl — Dxf5, 38. a6 — Dc2, 39. Df2 — Dxf2+, 40. Kxf2 — b2 og hvftur gafst upp. Er höfundur Njálu á lífi? MEÐ framhaldsrannsókn, byggðri á aðferð Benedikts Gislasonar frá Hofteigi, má leiða að því sterkar líkur, að höfundur Njálu sé enn á iífi og á meðal vor. Benedikt lýsir að- ferð sinni þannig: „Sögunni lýkur á eftirfarandi orðum: ... og lýk ek hjer Brennu- Njáls sögu. Þarna notar höf- undur í fyrsta skipti persónu- fornafnið „ek“ auk þess, að hann nefnir þarna ífyrsta sinn orðið „Brennu-Njáir'. Við at- hugun kemur í ijós, að tilgang- urinn með því að nota þessi orð er augljós. Höfundur felur þarna nafn sitt eða undirskrift og með því að taka hvern staf í þessum orðum og raða þeim upp á nýtt, fæst út nafn höf- undarins: „Brjánn Eyjólfsson klerk egh“. Þetta „egh" er al- þekkt í öllum tslendingasögum og þýðir „eigin hendi“.“ Benedikt kveður höfund Njálu hafa undirritað söguna með algengu dulmáli og séu „mörg dæmi til um slíka hæ- versku fornra höfunda." Sem betur fer má enn finna hæverska höfunda. Einn þeirra er Benedikt frá Hofteigi. Hann hefur fundið fyrir okkur aðferð til að sanna, hver sé höfundur Njálu. En í stað þess að greina frá þeirri niðurstöðu, sem að- ferðin bendir til, dregur hann fram nafn algjörlega óþekkts manns („utangátta í sinni ætt“ segir Benedikt), sem hann ætl- ast auðvitað ekki til að menn trúi, að hafi ritað Njálu. En með aðferðina í höndunum er sem betur fer viðráðanlegt að ráða f það, sem hæverskan bannar Benedikt að segja ber- um orðum. Með þvf að raða stöfunum í orðunum: ... og Iýk ek hjer Brennu-Njáls sögu upp á nýtt, með sömu nákvæmni og Bene- dikt beitir (hann getur þess, að fornmenn notuðu bókstafina lítiö eitt örðuvísi en við nú ger- um), kemur eftirfarandi út: Jeg Ben. Gísiason Rvk. er Njáluh., sem að sjálfsögðu þýð- ir: Ég Benedikt Gíslason, Reykjavík, er Njáluhöfundur. Magnús Óskarsson. Gagnfræðaskólinn fær stjörnukíki Sauðárkróki, 14. ágúst FÖSTUDAGINN 9. ágúst sl. barst Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki vegleg gjöf, stjörnukíkir, sem gefinn er til minningar um Jón Þ. Björnsson fyrrv. skólastjóra á Sauðár- króki, en hann var skólastjóri Barna- og ungmennaskóla Sauðárkróks um hálfrar aldar skeió. Gefendurnir eru synir Jóns, þeir Björn Jónsson lækn- ir í Kanada og Stefán Jónsson arkitekt í Reykjavík. Björn afhenti gjöfina fyrir hönd þeirra bræðra að við- staddri skólanefnd, skólastjóra, bæjaryfirvöldum og nokkrum vina sinna. Skóiastjóri, Friðrik Margeirsson, veitti stjörnu- kíkinum viðtöku fyrir hönd Framhald á bis. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.