Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST 1974 Þorvaldur Búason: Tjáningar- frelsi og götu- strákamál SIGURÐUR A. Magnússon ritar grein f Morgunblaðið 31. júlí s.l„ sem hann nefnir „Um rithöfunda og tjáningarfrelsi“. Grein hans er svar við grein minni, sem birtist í Morgunblaðinu 20. júlf. Þótt mér sé það ljóst, að vonlaust er að ætla sér að elta ólar við og taka snúð- inn af útúrsnúningum þeirra, sem haldnir eru áróðursþráhyggju, tel ég rétt að svara þessari grein. Einhver gamansamur áhang- andi Þjóðviljans fann upp á því að kalla óhróður blaðsins um for- vNtumenn Varins lands gagnrýni. Sióan hafa margir orðið til þess að endurtaka þá hótfyndni. Sigurður A. Magnússon fylgir því fordæmi dyggilega. Gagnrýnin svokallaða fólst híns vegar í því að vefa lyga- vef kringum fúkyrði, svo úr urðu ærumeiðingar, tölvudraugar, CIA-uppvakningar o.s.frv. For- göngumenn Varins lands hafa ekki nennt að glíma við þessa drauga, kuklararnir munu sjálfir fá að glfma við drauga sína í réttarsölunum í haust, þangað hefur þeim verið stefnt til þings. Uppvakningar, sem magnaðir voru í þinghelgi sleppa þó, þeir eiga þann kost vænstan að verða fylgjur alþingismannanna Lúð- vfks Jósepssonar, Ragnars Arnalds og Svövu Jakobsdóttur, sem vöktu þá upp f sölum Alþing- is. Lftil dæmisaga. Sigurður A. Magnússon leggur að dæmi Svövu Jakobsdóttur (í Þjóðviljanum 23. júlí) frítt út af tveimur síðustu setningunum í grein minni, en þær skýrast af næstu setningum á undan. Með því að rjúfa þessar setningar úr samhengi telur hann sig geta gert skoðanir mínar tor tryggilegar. Fyrrnefnd grein mín endaði á eftirfarandi setningum: „Tíð meiðyrðamál á hendur skáldum og rithöfundum eiga vafalaust rætur að rekja til þess, að árás á æru manns telst al- mennt öflugri, ef ritsnillingar beita stflvopni sínu, — rita, fella í líkingamál eða bundið mál meið andi ummæli um andstæðinga dna. Skáld og rithöfundar mega því eiga von á þyngri viðurlögum en aðrir, þar sem þeirra ábyrgð er meiri." Hugsunin er skýr, en hana má einnig setja fram í einfaldri dæmisögu, svo að þeir geti einnig gripið hana, sem í tíma og ótíma minna á háskólamenntun sína: llnuplari stal þúsund krónum í verslun, en ræningi braust inn í banka og stal einni milljón króna. Þar sem ræninginn olli meiri skaða, var hann dæmdur til þyngri refsingar og bótaskyldu en hnuplarinn. Utlegging Sigurðar A. Magnús- sonar á niðurlagsorðum greinar minnar hljóðar svo: „Þarmeð slær hann þvf föstu fyrir sína parta, að íslenskir borg- arar skuli ekki vera jafnir fyrir lögum heldur skuli sumir þeirra sæta þyngri refsingum en aðrir fyrir ákveðin brot. Þetta hugarfar liggur að baki þeim meðförum sem skáld og rithöfundar austan- tjalds og víða í vestrænum ríkjum mega þola, og hefði ég ekki að óreyndu trúað, að slíkum skoðun- um væri flíkað opinberlega hér- lendis, og það af háskólamanni, þó ugglaust leynist áþekkur hugsunarháttur víðar en margan .grunar." Ekki verður annað séð af þess- um orðum, en Sigurður A. Magnússon telji ræningjann í dæmisögunni hér á undan hinum mestu rangindum beittan, þar sem dómur hans varð þyngri, ræninginn og hnupiarinn séu því ekki jafnir fyrir lögunum. Réttar- vitund mín mælir með því, þótt afbrot beggja sé stuldur, að ræn- inginn sé dæmdur til þyngri bóta- skyldu og refsingar en hnuplar- inn, annars væru þeir ekki jafnir fyrir lögum. Forsenda ályktunar minnar í niðurlagi fyrrnefndrar greinar var, að penni ritsnillinga væri beittari og árás þeirra á æru manns gerðu ærunni verulega meiri skaða en tilraunir leik- manna. Alyktunin er rökrétt af- leiðing af gefnum forsendum og vaflaust í samræmi við réttarvit- und flestra borgara. Það er ekki nema von, að Sigurður A. Magnússon undrist skoðanir og ályktanir annarra, ef hann hygg- ur aldrei að rökum og forsendum. Tvenn vætti Hnyttinn náungi sagði reyndar við mig fyrir skömmu, að Sigurð- ur A. Magnússon væri búinn að afsanna kenningu mína um beitt- ari penna rithöfunda. Forgöngumenn Varins lands hafa ekki heldur gert hærri bóta- kröfur vegna meintra meiðyrða Einars Braga en vegna annarra meiðyrða, svo I stefnunum á hendur honum felst engin viður- kenning á ritsnilli hans. I þessu sambandi er þó forvitnilegt að leiða fram vitni, sem lét skoðun sfna í ljósi f Þjóðviljanum 24. júlí s.l. Ölafur Haukur Símonarson segir þar meðal annars: „Við megum þakka fyrir að ennþá skuli uppi menn á borð við Einar Braga, menn sem vita hvað sárast bítur andstæðinginn." Hver er tilgangurinn með gífur- yrðunum? Svar Ólafs Hauks Símonarsonar er ótvfrætt, — að meiða andstæðinginn, — og hann telur skáldið Einar Braga einkar snjallan í þeim efnum. Það var lán fyrir rithöfundasambandið og Einar Braga, að enginn skoðana- bróðir Ólafs Hauks Símonarsonar slæddist inn í tólfmanna nefndina og hélt fast við slíkar skoðanir. Sérstætt hlutleysi Sigurður A. Magnússon segir enn fremur í grein sinni: „Tilefni þess að ég sting niður penna um þetta mál er fyrst og fremst sú aðdróttun að stjórn Rithöfunda- sambands Islands, að hún hafi blandað sér í pólitískt deilumál með því að tilnefna 12 höfunda í nefnd til að meta, hvort kærur og fjárkröfur á hendur Einari Braga væru árás á tjáningarfrelsi, og sú staðhæfing að nefndin hafi verið „hagsmunahópur" skipaður „skoðanabræðrum" Einars Braga.“ Sigurður A. Magnússon lýkur vörn sinni fyrir stjórn rithöfunda- sambandsins með orðunum: „Þeir skriffinnar, sem geta ekki greint á milli íhlutunar í sjálft deilumálið um herstöðina á Mið- nesheiði og viðbragða við þeirri atlögu að tjáningarfrelsi, sem felst í kærum og fjárkröfum tólf- menninganna, ættu að verða sér úti um byrjendanámskeið í rök- fræði áður en þeir hætta sér út á ritvöllinn aftur.“ Eitthvað hefur Sigurður A. Magnússon aðrar hugmyndir um hlutleysi eða fhlutunarleysi en flestir samborgarar hans, og er þá ekki að undra, þótt röksemdir hans sem séu sérkennilegar. Þegar deiluaðilar leita hlut- lausra dómstóla, er ávallt um þriðja aðila að ræða, Lög- bundna dómstóla eða gerðar- dóma, sem áilar hafa orðið ásáttir um. Einar Bragi leitaði einhliða til stéttarfélags síns og fékk stjórn þess til að tilnefna einnig einhliða tólf menn í eins konar dóm. Samþykkis eða álits mótaðila var ekki leitað. Ekki tókst betur að gæta hlutleysis við nefndarskipun en svo, að minnsta kosti níu nefndarmanna höfðu tjáð sig áður um málið, allir á sama veg, það er Einari Braga í hag. Þetta kallar Sigurður A. Magnússon að „.. .ganga eins langt í hlutleysisátt og framast væri unnt í máli af þessu tagi.“ Hvernig tókst að halda afstöðu manna til varnarmála aðgreindri frá afstöðu til stefnumála forystu- manna Varins lands? Að minnsta kosti tíu nefndarmanna hafa Iátið opinberlega í ljósi afstöðu sína til varnarmálanna, að sjálfsögðu all- ir á sama veg, það er sem skoðana- bræður Einars Braga. Hvernig má það vera, að svo margir nefndar- manna uppfylla þessi tvö skilyrði samtímis; að vera herstöðvarand- stæðingar og forsvarsmenn götu- strákaorðbragðsins? Voru þeir miklu fleiri rithöfundarnir, sem fyrirleitt létu skoðun sina í ljósi um stefnurnar, áður en nefndin var skipuð? I ljósi þessara stað- reynda er allt tal um vióleitni stjórnar rithöfundasambandsins í hlutleysisátt raklaust blaður. Ráðlagði nokkur byrjendanám- skeið f rökfræði? Mergjað og lifandi mál. Astæða er til að vekja athygli á einu sameiginlegu einkenni rök- ræðu Svövu Jakobsdóttur I henn- ar grein (Þj-23/7) og Sigurðar A. Magnússonar f sinni grein. Svava Jakobsdóttir kallar þá menn lítil- þæga og Sigurður A. Magnússon mannleysur, sem hugsanlega dæmdu mál forystumönnum Var- ins lands í vil. Það nægir sem sagt að vera á öndverðri skoðun við þessa höfunda til að hljóta þess konar mergjuð einkunnarorð; slík er rökræða þeirra. Fyrstu viðbrögð andstæðinga við stefnum forgöngumanna Var- ins lands voru einnig sama eðlis, nýr gffuryrðafaraldur stakk sér niður, þeir lýstu meiðyrðalög gjöfina gallaða og tileinkuóu dóm- urum skammaryrði.Igreinf Þjóð viljanum 25. júnf segir Sigurður A. Magnússon: „Við höfum ekki séð fyrir endann á þessu máli og mig uggir að úrslitin kunni að verða tvísýn, þar sem meirihluti Hæstaréttar er skipaður þrem kerfisþrælum, sem setja þjónkun við valdhafa ofar mannréttinda- og lýðfrelsissjónarmiðum." Ur þvf Hæstiréttur fær slfkan sleggjudóm, líklega vegna þess að hann var ekki sömu skoðunar og Siguður A. Magnússon í tilteknu dómsmáli, er ekki nema að von- um, að forystumenn Varins lands fái kaldar kveðjur, en fyrrnefndri grein lýkur með eftirfarandi orð- um: „Mig brestur satt að segja orð til að lýsa fyrirlitningu minni á heigulshætti og valdbeitingartrú þeirra tólf nýstéttarmanna, sem standa að þessu tilræði við tján- ingarfrelsi Islendinga, og mun skömm þeirra uppi meðan nokkur ærleg hugsun bærist með þjóð- inni.“ Ofstækið er slfkt, að höfundinn jafnvel brestur gffuryrði. Þótt Sigurður A. Magnússon hafi þegar í stað tekið svo af- dráttalausa og ofstækisfulla af- stöðu til málsins, taldi hann sig skömmu síðar „ .. .ganga eins langt í hlutleysisátt og framast væri unnt f mála af þessu tagi“, er hann tók sjálfur sæti i tólfmanna nefnd rithöfundasambandsins. En slíkar svívirðingar hæfa ein- ungis, þegar ritað er í Þjóðvilj- ann. öllu hóflegra yfirbragð er yfir grein sama höfundar i Morgunblaðinu. Þar leggur Sigurður A. Magnússon áherzlu á, að meiðyrðalöggjöfin sé gölluð og fullyrðir, að vonlaust megi telja . .að fá mann sýknaðan fyrir ærumeiðandi ummæli, jafnvel þó dagsönn séu“. Þetta er eina ábending hans um skilgreinda galla á meiðyrðalöggjöfinni, en þetta eru lika ósannindi. Það skiptir höfuðmáli f íslenzkri meið yrðalöggjöf, hvort ummæli eru sönn. Forystumenn Varins lands krefjast ómerkingar á ósannind- um og bóta vegna ærumeiðing- anna, en dómar myndu ganga þeim í óhag, ef ummælin væru sönn. Meistarar og minni máttar. I fyrrnefndri grein í Þjóðviljan- um segir Sigurður A. Magnússon einnig: „Bókstafur íslenskrar meið- yrðalöggjafar er í mörgum grein- um fáránlegur, og hefði honum verið fylgt út í æsar, eins og hér mun ætlunin að reyna, hefðu þeir Þórbergur Þórðarson og Halldór Laxness setið í tugthúsum hálfa ævina, að ekki sé minnst á ýmsa minni spámenn.“ Sigurður A. Magnússon sýnir hinum nafngreindu höfundum vafasaman heiður með úrskurði sínum um lögmæti hugsanlegra tugthúsdóma yfir þeim gegnum árin. Hann telur minni spámenn- ina líka hafa gerzt brotlega við rétt íslenzk lög. Hvað er maður- inn að reyna að segja lesendum, telur hann sig vera formann félags sfbrotamanna? Þykir ekki félögum í rithöfundasambandinu formaðurinn taka upp í sig um félagsmenn? Þetta er gáleysislegt tal um ærueiðingar. Þar sem um ærumeiðingar er að tefla, þar eru bæði gjörendur og þolendur. Hann einblinir svo á meistarana, að honum sést gjörsamlega yfir hugsanleg fornarlömb ærumeið- inganna gegnum árin. 1 fullyrð- ingu Sigurðar A. Magnússonar felst óbeint, að hinn hárbeitti penni meistaranna hafi sært fólk, sem hefur borið harm sinn á hljóði. En þetta fólk á sinn rétt, ekki síður þótt hin meiðandi skrif teljist snjallar bókmenntir. Hver var það, sem vildi líkja sér við Solzhenitsyn? Solzhenitsyn hefði ekki gleymt hlutskipti fórnarlambanna. Umhyggja hans fyrir fórnarlömbum er einmitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.