Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 30
Þakkarvert jafntefli eftir 2 — 0 óskabyrjun EFTIR sannkallaða óskabyrjun í landsleiknum í knatt- spyrnu við Finna á Laugardalsvellinum í gærkvöldi fór svo, að íslendingar máttu þakka fyrir að ná jafntefli 2:2 í leiknum. Er þetta jafnframt í fyrsta sinn sem jafntefli verður i landsleik þjóðanna. Áður höfðu Islendingar einu sinni unnið sigur, en Finnar þrívegis. Sú óskabyrjun, sem vitnað er til. var þannig, að eftir aðeins 10 niinútna leik var staðan orðin 2:0 fyrir íslendinga. Annað þeirra marka var sannkallað heppnis- mark, sem kom á 5. mínútu, en hið síðara var skorað úr víta- spyrnu. Þessar fyrstu 10 mínútur voru einnig bezt leiknar af hálfu íslendinganna, sem léku þá af miklum krafti og hraða — voru fljótari á knöttinn og reyndu að skipuleggja aðgerðir sínar. En eftir mörkin tvö var sem dauða- grimu væri brugðið yfir ásjón liðsins og á köflum var leikur þess svo slakur, að jafnvel er ekki sæmandi fyrir íslenzka landsliðið. Næðu okkar menn knettinum var það til þess eins að senda hann til mótherja. Happ var, að finnska liðið var ekki sterkara en raun bar vitni. Það virðist í sama gæða- flokki og íslenzka liðið og má merkilegt heita, að þvi skuli hafa tekizt að sigra norska landsliðið á Utivelli fyrir skömmu. Lélegir hljóta Norðmenn að vera. Eftir hinn fjöruga og kraft- mikla leik Reykjavíkurúrvalsins gegn Kaupmannahafnarúrvalinu á dögunum leyfðu menn sér að binda vonir við íslenzka landslið- ið að þessu sinni og þá ekki síður til þess að vera með vasabókina á lofti. Á 5. mínútu var dæmd auka- spyrna á Finnana skammt frá vítateigshorni vinstra megin. Magnús Þorvaldsson tók spyrn- una og sendi vel fyrir markið, þar sem Guðgeir var fyrir og skallaði að því. Upphófst mikil barátta á marklínunni og í henni hafði Teitur bezt og potaði knettinum í netið við mikinn fögnuð áhorf- enda. Þetta var fremur ódýrt mark, sem skrifast verður að verulegu leyti á vörn finnska liðs- ins og markvörðinn, en eigi að síður glæddi þetta vonir manna um sigur íslenzka liðsins í leikn- um. Og sú von jókst enn á 10. mínútu. Þá átti Guðgeir glæsilega og hárnákvæma sendingu langt fram á Teit Þórðarson, sem tókst að snúa varnarmann af sér og nálgaðist markið. Varnarmaður- inn gerði þá það eitt, sem hann gat: Hann brá Teiti og ekki var um annað að ræða en vítaspyrnu. Hana tók Marteinn Geirsson og skoraði með fallegu skoti, 2:0 fyr- ir Island. Og fleiri tækifæri Mikill hraði hélzt áfram í leikn- um um stund. Virtust leikmenn beggja liðanna vera nokkuð 1 eitur Þórðarson barðist af dugnaði og skapaði stundum hættu við finnska markið. vegna þess, að það er ómótmælan- legt, að íslenzk knattspyrna er með skárra móti í sumar. íslenzka landsliðið hefur fengið skamman tíma til samæfinga, svo skamman, að varla er hægt að vænta mikils árangurs hjá því, en þó svo Iang- an, að unnt hefur verið að skipu- leggja varnarleik, sem var höfuð- einkenni íslenzka liðsins í þessum Ieik. Það var raunar ekki auðvelt að sjá, hver lipsuppstillingin var, þegar út í leikinn var komið, en víst var, að væru Islendingar með knöttinn voru sannarlega ekki all- ir í sókn. Miklu algengara var að sjá einn eða tvo menn berjast gegn helmingi fleiri Finnum og þá oftast án mikils árangurs. 2:0 í byrjun Sem fyrr greinir gáfu fyrstu mínútur leiksins helzt tækifæri taugaóstyrkir, einkum þeir finnsku, enda ef til vill von eftir það, sem á undan var gengið. Islendingarnir héldu áfram að vera betri aðilinn og átti Karl Hermannsson t.d. mjög fallegt skot að finnska markinu á 16. mínútu, en knötturinn fór þá í stöng og út og á 25. mínútu átti Téitur skot, sem smaug framhjá finnska markinu. En þar með var líka sagan sögð. Finnska liðið náði betri og betri tökum á leiknum og tækifærum íslenzka liðsins fór fækkandi. Ekki var þó um að ræða, að finnska liðið kæmist í áberandi góð færi, enda vörn íslenzka liðs- ins hin þéttasta, mikið var spark- að og minna spilað á vallarhelm- ingi íslenzka liðsins það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Fyrra mark finnska liðsins. Islenzka vörnin var illa á verði, eftir glannalegt úthlaup Þorsteins og í netið sigldi knötturinn. Gjafamark Á 45. mínútu fyrri hálfleiksins kom mark — sannkallað gjafa- mark af hálfu Islendinganna. Finnar höfðu sótt fram vinstri kantinn og lauk sókninni með skoti frá Matti Paatelainen. Þor- steinn Ólafsson var víðsfjarri, er skotið bar að marki og tilraunir Marteins til þess að spyrna frá á marklinunni báru ekki árangur. 2:1 fyrir Island í hálfleik. Þóf í seinni hálfleik Þóf er eina orðið, sem unnt er að nota yfir knattspyrnu, sem lið- in sýndu í seinni hálfleik. Knötturinn var lengst af á vallar- miðjunni, þar sem hann gekk á milli mótherjanna með stórkarla- legum sendingum. Skot á mark voru sárafá og skipulagðar að- gerðir til þess að komast í færi sömuleiðis. Það virtist mest til- viljun, hvað gerðist á vellinum: Einnig er Finnar skoruðu jöfnun- armark sitt. Það bar að á þann hátt, að Aki Heiskanen átti skot af löngu færi að íslenzka markinu. Þorsteinn kastaði sér, náði knettinum, en hélt honum ekki. íslenzku varnar- mennirnir voru illa á verði og nánast horfðu á Juha Pekka Laine, er hann náð að smeygja sér fram, krækja knettinum frá Þor- steini og renna honum í netið. Töldu sumir, að hann hefði þá brotið af sér, en dómarinn gerði enga athugasemd. Loks á lokamínútum leiksins lifnaði svolítið yfir íslenzka liðinu og átti Teitur Þórðarson þá mjög gott marktækifæri, en mistókst spyrnan og knötturinn fór útaf. Sömuleiðis áttu Finnar þá gott tækifæri, en skotið fór himinhátt yfir markið. Liðin Sem fyrr segir virðast islenzka liðið og það finnska mjög ámóta að getu. Bæði geta ugglaust leikið bærilega knattspyrnu — stöku sprettir í þessum leik sýndu það, en meðalmennskan ræður þó ríkj- um. Leikskipulag finnska liðsins var hins vegar áberandi betra en þess íslenzka og það lék upp á það að skora mörk, en stillti sér ekki upp í varnarvegg. Geta ber þess þó, að leikaðferð islenzka liðsins gaf þvi finnska bein tækifæri til þess að vera meira með knöttinn og sækja. Einhvern veginn fannst manni illa Sipilað úr íslenzka liðinu í þessum leik. Það hafði alla burði til þess að gera betur, miklu bet- ur. Það lagði of mikið upp úr vörninni og þar af leiðandi var nær enginn kraftur í sóknarleikn- um. Við það bættist svo, að annar framherjinn, Matthias Hallgríms- son, átti sýnilega í miklum erfið- leikum með að fóta sig á hálum vellinum eins og reyndar fleiri íslenzku leikmannanna. Bezti maður íslenzka liðsins í þessum leik var Guðgeir Leifsson, sem tók nokkrum sinnum góðar „rispur“ og skapaði hættu við finnska markið. Guðgeir var þó oft of seinn að koma knettinum frá sér. Þá átti Ásgeir Elíasson mjög góðan leik og skildu víst fæstir I þeirri ráðstöfun enska landsliðsþjálfarans að taka hann út af í seinni hálfleik. Bakverð- irnir Magnús og Eiríkur komust allvel frá leiknum, einkum þó Ei- ríkur og í framlínunni átti Teitur ágæta spretti, einkum í fyrri hálf- leik. Hins vegar ollu sumir leik- menn íslenzka liðsins vonbrigðum einkum þó Jóhannes Eðvaldsson og Þorsteinn Ólafsson, þetta var greinilega ekki þeirra dagur. í stuttu máli LaugardalsvöIIur 19. ágúst. Landsleikur: Island — Finn- land 2—2 (2—1). Lið Islands: Þorsteinn Ólafsson, Eiríkur Þorsteinsson, Magnús Þorvaldsson, Marteinn Geirsson, Jóhannes Eðvaldsson, Guðgeir Leifsson, Grétar Magnús- son, Karl Hermannsson, Ásgeir Elíasson, Matthías Hallgrimsson, Teitur Þórðarson, Öskar Tómas- son (varam.) Gísli Torfason (varam.), Atli Þór Héðinsson (varam.). Lið Finnlands: Pertti Alaja, Eero Virkunen, Raimo Saviomaa, Erkki Vihtilæ, Esko Ranta, Juoko Suomalainen, Antero Nikkanen, Aki Heiskanen, Matti Paatelainen, Juha Pekka Laine, Tommy Lindholm, Tivola og Tino Rahja (varamaður). Mörk tslands: Teitur Þórðarson á 5. mín. og Marteinn Geirsson (v.) á 10. min. Mörk Finnlands: Matti Paatelainen á 45. mín. og Aki Heiskanen á 59. mín. Beztu menn tslands: Guðgeir Leifsson, Asgeir Elíasson, Eirikur Þorsteinsson. Beztu menn Finnlands. Eero Framhald á bls. 31 Island átti aukaspyrnu, er Finnar skoruðu jöfnunarmarkið Er Finnar skoruðu stðara mark sitt í leiknum í gærkvöldi og hinn skozki dðmari leiksins dæmdi það löglegt létu áhorf- endur óspart f sér heyra og mótmæltu ákaft dómi hans. Héldu áhorfendur fram, að brotið hefði verið á Þorsteini markverði, réttur dómur hefði verið aukaspyrna á Finnana, en ekki mark, sem færði þeim jafntefli f landsleiknum við ts- lendinga. Eftir leikinn hitti blaðamað- ur Morgunblaðsins Þorstein markvörð á máli og spurði, hvort markið hefði verið lög- lega skorað að hans áliti. — Engan veginn, sagði Þorsteinn, ég var með báðar hendur á kncttinum, Finninn sparkaði aldrei f knöttinn, heldur f hendurnar á mér. Þetta byrjaði með þvf, að ég náði að slá fast skot Finnanna f markstöngina og þaðan hrökk knötturinn út f markteiginn. Tveir Finnar og ég sóttum að knettinum, en fslenzku varnarmennirnir hreyfðu sig hins vegar ekki. Eg náði fyrstur til knattarins og hann hefði ekki farið aftur fyrir mig á löglegan hátt. Lfnuvörðurinn Rafn Hjalta- lfn var f góðri aðstöðu til að sjá, hvað gerðist þarna f markteign- um og f stað þess að hlaupa að miðlfnunni eins og lfnuverði ber að gera telji hann mark löglega skorað stóð Rafn kyrr á sama stað. Vildi greinilega ekki viðurkenna, að markið hefði verið löglega skorað. Dómarinn tók þó ekki tillit til skoðunar Rafns á þessu marki. Því fór sem fór, Finnarnir náðu jafntefli f leiknum, nokkuð sem þeir áttu að vfsu skilið, en skemmtilegra hefði verið ef þeir hefðu getað skorað jöfnun- armark sitt á lögfegan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.