Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGUST 1974 5 Suður-Afríka JíenrJJork3hne$ eftir Charles Mohr ENSKUMÆLANDI Suður- Afrfkubúar, sem eru minni- hluti af minnihluta, hafa orðið æ sinnulausari og duglausari f stjörnmálalegri þátttöku og nú steðjar sú hætta að, að þeir missi yfirráð yfir fjármálum þessa þjóðfræðilega flókna samfélags. Þetta eru nokkrar af þeim niðurstöðum, sem komizt var að, þegar enskumælandi fólk hélt nýlega upp á þann dag, er „landnemarnir 1820“ komu að landi, með þvf að Ifta á stöðu sfna fyrr og nú af sjálfsgagn- rýni. t Suður-Afrfku er talið að búi 16.2 milljðnir svartra manna, 2.2 milljónir manna af blönd- uðum uppruna, nærri 700.000 Asfumenn og 4 milljónir hvftra manna. Hvfta fólkið einokar öll stjórnmálaleg völd og nýtur forréttinda f fjárhagslegu- og stéttarlegu tilliti. Hinir enskumælandi, sem flestir eru af brezkum upp- runa, eru 38 prósent af hvftum fbúum. Afrfkanarnir — sem eru blanda af afkomendum hol- lenzkra, franskra og þýzkra innflytjenda, sem tóku að flytj- ast til landsins á 17 öld — eru helmingur hvftu fbúanna. Landnemarnir 1820 voru hópur brezkra innflytjenda, sem námu land á austurhluta Góðrarvonarhöfða skömmu eft- ir að Bretland náði honum frá Hollandi á meðan á Napóleon- styrjöldunum stóð. Niðurstöður enskumælandi minnihlutans sýna fram á hve fallvölt gæfa hvftra manna hef- ur verið sfðan Bretar gáfust upp fyrir Afrfkönum f Búastrfðinu um aldamótin. Þjóðarflokkuriun, sem er að miklum meirihluta afrfkansk- ur flokkur, hefur verið f strangri valdaaðstöðu f meira en 26 ár. 1 kosningunum í aprfl styrkti flokkurinn stöðu sfna svolftið og hefur nú 122 þing- sæti af 171 f neðri deild þings- ins. Gamall draumur afrfk- anskra þjóðarsinna rættist 1961, þegar Suður-Afríka sagði sig úr brezka heimsveldinu og varð lýðvcldi. Enskumælandi minnihlutinn gegnir veigamiklu hlutverki. Þeir eru málsnjöllustu og hörð- ustu gagnrýnendur aðskilnaðar kynþátta, kenningar Afrfkana um aðskila þróun kynþáttanna og hin sffellda gagnrýni á ensku í dagblöðum hefur orðið til þess að John Vorster, for- sætisráðherra, hefur hótað að leggja hömlur á prentfrelsi. Samt virðist mikill hluti enskumælandi minnihlutans, sem hefur það gott, hefur sund- laug í garðinum, þjóna og þægi- leg lffsskilyrði, vera meiri kyn- þáttahatarar og fullt eins fhald- samir og Afrfkanarnir. „Þetta góða lff hefur deyft þá,“ sagði Helen Suzman, sem var f mörg ár eini talsmaður frjálslyndra manna f Framfara- flokknum f þinginu. En það, sem er alvarlegra, er, að mörgum hvftum, enskumæl- ándi mönnum virðist standa alveg á sama um stöðugar og oft harðar umræður um kyn- þáttamál. Laurie Schlemmer, prófessor við félagslega stofnun við há- skólann f Natal, skýrði frá skoð- anakönnun, sem gaf til kynna, að 59 af hundraði enskumæl- andi Suður-Afrfkubúa „skipta sér ekki af þjóðféiagsmálum". 1 ritstjórnargrein f Jóhannesar- borgarstjörnunni var þetta tal in „hræðileg afstaða". H.L. Watts prófessor, sem framkvæmdi skoðanakönnun upp á eigin spýtur, sagði ensk áhrif f Suður-Afrfku fara minnkandi: „Þangað til fyrir skömmu höfðu hvftir, ensku- mælandi fbúar Suður-Afrfku einokun yfir öllu fjárhagslegu valdi, nú þurfa þeir að deila þvf með öðrum. Þeir munu lfka finna, að þeir eiga þá á hættu að missa stjórn á mikilvægum atriðum fjármálalegs valds f landinu." Þó að aðal kaupsýslumenn- irnir séu enn enskir eða Gyð- ingar, eru amerfskir milljóner- ar, braskarar og forstjórar að koma fram á sjónarsviðið og Afrfkanarnir, sem áður bjuggu f sveitum, eru nú orðnir fleiri en enskumælandi fólkið f borg unum. Vantraust og óvild Afrfkana og enskumælandi fólks hefur löngum sett svip sinn á þjóðlff- ið. Skáldið Guy Butler, prófessor við háskólann f Rhodes, sagði: „Hvað finnum við undir yfir- borði hinnar miklu efnahags- legu velferðar okkar? Heilmik- ið af blygðunarleysi, axiaypp- ingum, biturð og gremju yfir valdi Afrfkananna, vonsvikni yfir minnkandi áhrifum brezkrar hefðar, ótta við og samvizkubit vegna svarta fólks- ins, og þá venju að koma sök- inni á einhvern annan.“ (Þýð: J.Þ.Þ.) INNRÖMMUN Af gefnu tilefni neyðumst vér nú til að fylgja fast eftir 50% fyrirframgreiðslu á allri inn- römmun. ÁSBRÚ NJÁLSGÖTU, INNRÖMMUN ÁRNA YTRI-NJARÐVÍK INNRÖMMUNIN EDDA BORG HAFNARFIRÐI INNRÖMMUNIN GARÐASTRÆTI RAMMAIÐJAN ÓÐINSGÖTU. SUNNA FLUTT UR BANKASTRÆTI NIÐUR í LÆKJARGÖTU LÆKJARGATA Fjölbreyttasta ferðavalið. Hagkvæmustu verðin. Gðð hðtel og fbúðir. Eigin skrifstofur Sunnu með fslenzku starfsfðlki á Mallorka, Costa del Sol og á Kanarfeyjum. Allar ferðir dagflug með giæsilegum Boeing þotum. Alla laugardaga COSTA DEL SOL. Alla þriðjudaga og marga miðvikudaga MALLORKA. Alla sunnudaga RINARLÖND — KAUPMANNAHÖFN. Annan hvern laugardag KANARlEYJAR. FERflASKRIFSTOFAN SUNNA LÆKJARGðTU 2 SIMAR 16400 12070 G1 asgow-London tvisvar í viku British Airways flýgur nú bæöi á miðvikudögum og sunnudögum frá Keflavík til Glasgow og London - og áfram til yfir 200 staöa í 88 löndum. Brottfarartimi kl. 16.05 frá Keflavík, kl. 11.35 frá London. Flogiö meö hinum þægilegu Trident 2 þotum i samvinnu viö Flugfélag íslands og Loftleiöir. British airways Now worldwide you 11 be in good hands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.