Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST 1974 Hvernig úlfaldinn fékk kryppuna „Hann segir „krypp“, sagði hundurinn. „Hann vill ekkert sækja og bera.“ „Segir hann fleira?“ „Aðeins „krypp“. Og hann neitar að plægja,“ sagði uxinn. „Ég skal kenna honum að hætta að segja úmmp, ef þið megið vera að því að bíða,“ sagði Andinn. Andinn vafði sig inn í rykmökkinn sinn og flaug SAGAN hermir, að Hinrik annar kóngur á Bretlandi hafi eitt sinn fengið sendan sel frá sjómönnum, sem aldrei höfðu séð slíka furðuskepnu. Þeir héldu að hér væri um að ræða einhverja áður óþekkta tegund manna, sem illir andar hefðu tekið sér bólfestu í. Var farið með selinn — hermir sagan — til kirkju einnar og presturinn beðinn að reka út hina illu anda. Ekki urðu neinar sjáanlegar breytingar á skepnunni við þetta uppátæki og því fóru kallarnir með selinn aftur niður að sjó slepptu honum þar og þar með endurheimti hann frelsti sitt. Sagan bætir því við, að munkur einn, sem hafði verið prestinum til aðstoðar, hafði látið þau orð falla um selinn, að hann hlyti að vera sjómaður sem ógæfan hefði lostið sprota sfnum. yfir eyðimörkina þar sem úlfaldinn var allra leti- legast að virða fyrir sér spegilmynd sína á vatnspolli. „Komdu hingað hávaxni vinur minn,“ sagði And- inn. „Er það rétt, að þú nennir ekkert að gera, þó að heimurinn sé svo ungur?“ „Krypp!" sagði úlfaldinn. Andinn settist niður og studdi hönd undir kinn og töfraði í ákafa meðan úlfaldinn virti fyrir sér spegil- mynd sína í pollinum. „Þeir þrír hafa þrælað síðan á mánudagsmorgun, því að þú ert svo latur,“ sagði Andinn. „Geturðu fært eitthvað fram þér til varnar?“ „Krypp!“ sagði úlfaldinn. „Þetta hefurðu sagt einu sinni of oft,“ sagði And- inn og hann hélt áfram að töfra og studdi hönd undir kinn. Úlfaldinn sagði þetta samt aftur, en ekki hafði hann fyrr sagt „krypp“, en hann sá að hryggurinn, sem hann hafði verið svo stoltur af, tútnaði og tútnaði út og varð að risastórri kryppu. „Sérðu þetta?“ spurði Andinn. „Þessa kryppu fékkstu fyrir letina. í dag er fimmtudagur og þú hefur ekki unnið handtak frá því á mánudag, þegar vinnan hófst. Nú skaltu vinna.“ „Hvernig get ég unnið með þessa kryppu á bakinu?“ spurði úlfaldinn. „Hana fékkstu vegna þess, að þig vantaði í vinnu í þrjá daga,“ sagði Andinn. „Nú geturðu unnið í þrjá daga án þessað borða, því að þú færð næringu úr kryppunni. Segðu svo, að ég hafi aldrei gert neitt fyrir þig. Komdu út úr eyðimörkinni og farðu til hinna Þriggja og hagaðu þér vel. Krypp á sjálfan þig!“ Úlfaldinn sagði „krypp“ með kryppu og allt saman og fór til hinna Þriggja og allt frá þessum degi hefur úlfaldinn haft kryppu, en enn hefur hann ekki unnið af sér dagana þrjá, sem hann skrópaði frá vinnu, þegar heimurinn var ungur og enn hefur hann ekki lært að haga sér vel. Sögulok. ANNA FRA STORUBORG SAGA FRA SEXTÁNDU ÖLD eftir Jón Trausta 'Tx mcÓTnorgunkoffinu — Er þetta einasti sjónarvotturinn? ,.Þú ættir að geyma hann, vemda hann, leyna honum og halda hann fyrir ofríki þeirra, sem eftir leituðu.“ Steinn hló út að eyrum. „Sakamann —! Ég að halda sakamann! Ha-ha-ha-ha! Ég hélt, að enginn sakamaður væri til hér undir Fjöllunum sem stendur.“ „Þetta er alvara, Steinn minn,“ mælti Sigvaldi. „Það er satt, að hér er enginn sakamaður undir Fjöllunum sem stend- ur, enginn sakamaður í þeim skilningi, sem við erum vanir við. Sakamaðurinn, sem ég á við, er Hjalti Magnússon. Þú veizt, að lögmaðurinn hefir gert hann útlægan, og þú veizt, af hvaða sökum það er. Nú hefi ég sagt þessari hefðarkonu frá hellinum þínum. Viltu heita okkur trúmennsku?“ Anna hélt sér utan við samtalið og lét Sigvalda einan mn að færa málið við þennan mann. Hún horfði á þá til skiptis. Dýrbítssvipurinn hafði horfið ofurlitla stimd af andlitinu á Steini, en nú var hann að koma aftur. Svipur Sigvalda tók einnig nokknnn breytingnm. Hann varð alvarlegri og mynd- ugri, nærri því yfirgangslegur. Hér talaði Sigvaldi með valdi, meira og öruggara valdi en hún hafði haldið, að hann ætti til. „Ég sagði þér það einu sinni,“ mælti Sigvaldi, „að vel gæti komið sér fyrir þig að eiga hellinn svo nálægt bænum, ef þú aðeins kynnir að þegja yfir honum. Og það hefirðu vonandi gert?“ „Já, það veit enginn lifandi maður um hann, nema við þrjú, sem hérna stöndum." „Jæja, gott er það. Þú þarft ekkert að óttast. Engan lifandi mann getur grunað það, að nokkur maður biðji þig fyrir saka- mann, ef mönnum er ókunnugt um hellinn. Og þó að svo skyldi fara, að þetta kæmist upp fyrir einhvern klaufaskap, þá máttu treysta því, að þú stendur ekki einn uppi. Allir Eyfellingar standa með þér. Fegnir viljum við komast hjá ófriði, en verði ekki hjá því komizt, og eigi nokkur okkar að sæta afarkostum, þá geturðu reitt þig á, að hér standa menn ekki skiptir. Og þarna stendur höfðingi okkar Eyfell- inganna.“ Anna brosti. En Steinn tvisté í kringum þau og gaf önnu fremur óhýrt auga. Sigvaldi hélt áfram: „Ekki verður heimtað meira af þér en þú ert maður til að uppfylla. Þú átt að annast Hjalla í hellinum, færa honum mat, bera honum boð og bera boð frá honum, annast hestinn hans og hafa hann til reiðu, hvenær sem til þarf að taka; gefa honum merki, þegar einhver hætta er á ferðum, og svo framvegis, eftir því sem nánar verður fyrir þig lagt. Þetta — Ég sé að hér skrifar konan þín þér annað op- ið bréf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.