Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGUST 1974 7 Séð yfir hluta sýningarsvæðisins í Leipzig. Haustkaupstefnan í Leipzig: Sýningaraðilar frá rúmlega 50 löndum HAUSTKAUPSTEFN- AN í Leipzig verður hald- in dagana 1.—8. sept- ember n.k. Lætur nærri, að rúmlega 100 sýningar- hallir af sömu stærð og Laugardalshöllin hér f Reykjavík þyrfti til þess að koma fyrir sýningu af svipaðri stærð og Leipzig sýningin. Sýningin fer fram f 44 stðrum sýning- arskálum á tæknisvæð- inu og 16 sýningarhúsum f miðbæ Leipzig og nær yfir 270 þús. fermetra. Kaupstefnan í Leipzig er haldin tvisvar á ári, vor og haust. Leipzigkaup- stefnan er hin stærsta, sem haldin er í heimin- um og hún á sér rúmlega 800 ára sögu. Sýnendur á Haust- kaupstefnunni í Leipzig nú í næsta mánuði verða frá rúm- lega 50 löndum og gestir frá 80 löndum hafa þegar boðað komu sína. — Af hálfu Þýzka alþýðu- lýðveldisins hefur mjög verið vandað til þessarar kaupstefnu, en nú í september heldur það hátíðlegt 25 ára afmæli sitt. — Frá erlendum sýningaraðilum er deild Sovétrfkjanna stærst, en þátttakendur eru frá 12 sólíalistaríkjum og sýna þau í öllum vöruflokkum. Þátttakan frá þróunar- löndunum og frá vest- rænum iðnaðarríkjum hefur enn aukizt, sér- staklega frá Frakklandi, ítalíu, Japan, Svíþjóð, Bretlandi, Sviss og Bandaríkjunum og eru meðal sýningaraðila frá löndum þessum mörg heimsþekkt fyrirtæki svo sem Solvay, Belgíu, Rhóne-Poulenc, Frakk- landi, Shell og ICI, Bret- landi, Mont-edison og Eni, Italíu, Bayer, Höchst og BASF, V- Þýzkalandi, og Du Pont og Dow Chemical frá Bandaríkjunum. í sambandi við kaupstefnuna verða haldnar margar ráðstefn- ur og fyrirlestrar fluttir í tugatali í ýmsum grein- um af sérfræðingum frá mörgum löndum. Að venju er mikið um að vera í Leipzig í tónlist- ar- og leikhúsalífi meðan sýningin stendur yfir og koma þar fram margir heimsþekktir kraftar. — Ferðir til Leipzig eru mjög hentugar og beinar daglegar flugferðir verða frá flestum höfuðborgum Evrópu m.a. með INTER- FLUG og SAS frá Kaup- mannahöfn. Umboðsmenn Kaup- stefnunnar í Leipzig hér, eru Kaupstefnan Reykja- vík h.f., sem afhendiir kaupstefnuskirteini er jafnframt gilda sem vegabréfsáritun. Þar má fá allar upplýsingar um sýninguna. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓTATÚN 27 sími 25891. Grindavik — ibúð Til leigu stór íbúð í Grindavík. Tilboð sendist afgr. Mbl merkt: ..962 ". Toyota '72 Til sölu Toyota '72 4ra dyra, ekinn 26. þús. km. Fallegur bíll. Upplýsingar í síma 43179 eftir kl. 7. Keflavik — Suðurnes Til sölu 4ra herb. 1 1 0 fm sér efri hæð í Njarðvík. Laus strax. Verð 3,4 milljónir. Bila- og fasteignaþjónusta, Suðurnesja, Hafnargötu 50, sími .92-2925. Ytri-Njarðvík Til sölu einbýlishús og nýlegar 3ja og 4ra herb. íbúðir. Fasteiqnasalan, Hafnargötu 2 7, Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavík, sími 1420. Til sölu er vönduð 4ra herb. ibúð við Vesturberg. Upplýsingar i sima 71649. Til sölu Datsun 160 B árgerð 1972. Mjög góður bíll. Útvarp. Stöng rafdrifin. Vetrardekk. Upplýsingar i sima 92-2925 eftir hádegi daglega. m WR ER EITTHURÐ $ FVRIR RLLR ^ 2Bíirgunt>I&MÍ> SVFR Nokkrar stengur lausar, verðkrárverð, í Grímsá 23 — 25 ágúst. Stanga veið ifélag Reykia víkur, sími 86050. <2<3<2<2<2<2<S<S <2<2<2<2<3 <S<2<S<S<2<S <2<5<2<3<2 <2 <2 <2<2<2<2<2<2 <2 <2<2<2<-í> | Stórglæsileg | | íbúð í Hraunbæ | ■5? g 3ja herbergja 90 fm. íbúð á 3ju hæð, harðvið- Æ arinnréttingar fullfrágengin lóð, góð sameign. | Sölumenn: " % Kristján Knútsson § Lúðvík Halldórsson. V v <3<2<2<2<2 <3<2<2<2<3<3<2 <3<3<3<2<3<3<2<2 <3<3<3<2<3 <S<3<S<3<2'3<S<S*2<3-3<2 <2 IMámsstyrkir fyrir starfandi félagsráðgjafa og æskulýðsleiðtoga. Cleveland International Programs for Youth Leaders and Social Workers (CIP) býður styrki til starfsþjálfunar fyrir félagsráðgjafa, æskulýðs- leiðtoga og kennara vangefinna fyrir árið 197 5. Þátttökuskilyrði fyrir námskeiðum CIP, sem haldin verða sumarið 1975, eru: 1. Umsækjendur skulu vera á aldrinum frá 23 til 40 ára. 2. Umsækjendur verða að standast enskupróf. 3. Umsækjendur verða að geta tekið frí frá störfum í fjóra mánuði, u.þ.b. frá aprílmán- uði 1 975. Frá því 1962 hafa 28 íslendingar hlotið styrki til starfsþjálfunar frá CIP. Cleveland-áætlunin (CIP) er sérstætt framlag til að auka skilning milli þjóða á hinum ýmsu félagslegu vandamál- um með því að styrkja þá er starfa að slíkum vandamálum til náms- og starfsdvalar í Banda- ríkjunum þar sem þeir kynnast af eigin raun starfsbræðrum sínum og þeim verkefnum, sem þeir glíma við. Styrkir þessir bjóða úpp á fyrirlestra, umræðuhópa og raunhæft starf, auk þess sem þátttakendur kynnast bandartsku þjóðlífi af eigin raun. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar liggja frammi hjá Fulbright-stofnuninni (U.S. Educational Foundation in lceland), Neshaga 1 6, Reykjavík, frá kl. 1 3 til 18 daglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.