Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. AGÚST 1974 * Björgvin Þorstcinsson frá Akureyri sýndi það á lslandsmót- inu I golfi, sem lauk á Iaugar- daginn, að hann er óumdeilan- lega okkar sterkasti kylfingur um þessar mundir. Björgvin tók forystu strax fyrsta keppnís- daginn og hélt henni allt til loka. Er mótinu lauk hafði hann II högga forskot á næsta mann, sem varð að þessu sinni Þorbjörn Kjærbo. Þorbjörn háði sfðasta kcppnisdaginn harða keppni við Loft Olafsson og fóru leikar svo, að keppnisreynslan sigraði, en Loftur varð I þriðja sæti. Röð þriggja efstu manna varð þvf sú sama á meistaramótinu og f fyrra, Björgvin, Þorbjörn, Loftur. Árangur Björgvins er mjög athyglisverður á þessu móti. Hann bætti vallarmetið á Grafar- holtsvellinum fyrsta dag mótsins, lék þá á 71 höggi og það sama gerði hann þriðja daginn. 1 72 holu keppni hefur ekki áður verið leikið á eins lágu skori og Björg- vin gerði nú. Er völlurinn þó erfiðari en nokkru sinni fyrr. Völlurinn í Grafarholti hefur tekið miklum framförum frá þvf fyrr f sumar. Kalblettir eru að miklu leyti horfnir og flatirnar sléttari en áður. I Grafarholti fer Norðurlandamótið fram í lok þessa mánaðar og heldur völlur- inn vonandi áfram að taka fram- förum þar til að NM kemur. Kylfingar voru ekki allir á einu máli um gæði vallarins. Meðan einn sagði, að völlurinn væri eins og bezt yrði á kosið, sagði annar, að ekki væri spilandi á honum. Svo vikið sé aftur að keppninni sjálfri þá var Björgvin kominn með 11 högga forystu er keppnin síðasta daginn hófst. Var því ekki orðið um neina keppni að ræða f meistaraflokknum, Björgvin var orðinn hinn öruggi sigurvegari og hélt hann 11 högga forskoti sínu út keppnina. Um annað sætið var hins vegar geysilega hörð keppni eins og áður sagði. Er keppnin hófst síðasta daginn voru þeir Þorbjörn og Loftur jafnir, báðir með 230 högg. Tvær fyrstu holurnar léku þeir báðir á pari, en á þeirri þriðju tapaði Þorbjörn Þorbjörn hefur lent fyrir utan braut, en bjargaði sér vel út úr ógöngunum. einu höggi. Á áttundu brautinni lék Þorbjörn á pari, meðan Loftur notaði 5 högg. Á þeirri 9. snerist dæmið við, Þorbjörn lék á 2 högg- um yfir pari, en Loftur aðeins einu yfir pari, þannig að þegar 9 holur voru eftir af keppninni hafði Loftur eins höggs forystu. Á 9. brautinni lenti Björgvin f mikl- um erfiðleikum og sömu sögu er að segja um Þorbjörn en þeir björguðu sér þó furðanlega úr ógöngunum. Síðustu 9 holurnar voru mjög sögulegar, Loftur tapaði eins höggs forystu sinni strax á 10. braut og eftir 11. holu var staðan enn jöfn. Á 12. holu gerðist það, að Þorbjörn lék á 8 höggum, en Loftur á 5, þannig að sá síðar- nefndi virtist orðinn öruggur með og oft áður á 1. og 2. manneskju í meistaraflokki kvenna. I 1. flokki karla voru miklar sveiflur. Er keppnin hófst síðasta daginn hafði Kjartan L. Pálsson þríggja högga forystu, tókst mjög illa upp og mátti gera sér að góðu að hafna f þriðja sæti, 5 höggum á eftir Magnúsi Halldórssyni. 1 2. flokki karla sigraði hljóm- listarmaðurinn Guðmundur Ingólfsson örugglega og I þriðja flokki ógnaði enginn sigri Guðna Guðnasonar í lokin. Þátt í Islands- mótinu að þessu sinni tóku fþróttamenn, sem kunnari eru fyrir afskipti sfn af öðrum grein- um en golfi. Nefna má handknatt- leiksmanninn Karl Jóhannsson, knattspyrnumennina Arsæl Sveinsson og Harald Júlíusson og Loftur Ólafsson óskar Þorbirni Kjærbo til hamingju með annað sætið og þakkar honum fyrir skemmtiiega keppni. Stáltaugar Þorbjörns færðu honum annað sætið í mótinu 2. sætið, kominn með þriggja högga forystu. Þorbjörn var þó ekki á þvf að gefa eftir og á næstu fjórum holum tókst honum að jafna, á 17. holunni breyttist staðan ekkert og kapparnir voru því jafnir er kom að síðustu holunni. Loftur var óheppinn, en Þorbjörn með sínar stáltaugar brást hvergi og vann eitt högg af Lofti á síðustu holunni. Ungu mennirnir, sem svo vel hafa staðið sig í sumar og iðulega staðið á efsta verðlaunapallinum, áttu nokkuð erfitt uppdráttar að þessi sinni. Sá fremsti þeirra lenti í 4. sæti að þessu sinni, Óskar Sæmundsson, síðan kom Sigurður Thorarensen í sjötta sæti, en sfðan ekki söguna meir meðal 10 efstu manna. I meistaraflokki kvenna varð Jakobína Guðlaugsdóttir frá Vest- mannaeyjum öruggur sigurvegari eins og undanfarin ár. Þó varð munurinn á henni og Jóhönnu Ingólfsdóttur ekki eins mikill nú skfðakonuna Karólfnu Guð- mundsdóttur. Efstu menn f hverjum flokki uróu eftirtaldir: Meistaraflokkur karla: Björgvin Þorsteinsson 299 (71-77- 71-80) Þorbjörn Kjærbo 310 (73-84-73- 80) Loftur Ólafsson 311 (77-79-74-81) Óskar Sæmundsson 313 Ottar Yngvason 314 Sigurður Thorarensen 317 Júlfus R. Júlfusson 318 Einar Guðnason 319 Hans Isebarn 320 Atli Aðalsteinsson 321 Ólafur Skúlason 322 1. flokkur karla: Magnús Halldórsson 335 Kjartan L. Pálsson 340 Pétur Auðunsson 345 2. flokkur karla: Guðmundur Ingólfsson 346 Guðmundur Ófeigsson 356 Eggert Isfeld 359 Unglingar: Hannes Eyvindsson 340 Guðni Jónsson 344 Óli Laxdal 347 Drengir: Magnús Birgisson 307 Sigurður Pétursson 311 * Kristján Þorkelsson 320 öldungar án forgjafar: Lárus Arnórsson 82 Marteinn Guðjónsson 87 Pétur Auðunsson 87 Öldungarmeð forgjöf (18 holur): Lárus Arnórsson 66 (82-16) IngólfurHelgason73 (93-20) Sigurður Matthíasson 75 (89-14) Meistaraflokkur kvenna (54 holur): Jakobina Guðlaugsdóttir 263 Jóhanna Ingólfsdóttir 269 Sigurbjörg Guðnadóttir 274 1. flokkur kvanna: Kristfn Pálsdóttir 306 Sigrún Ragnarsdóttir 308 Karólína Guðmundsdóttir 325 Stúlkureldri (36holur): Kristín Þorvaldsdóttir 219 Stúlkur yngri: Katrín Frfmannsdóttir 213 Alda Sigurðardóttir 229 Hvar er nú bezt að hafa kúluna hugsar Björgvin örugglega með sér. Björgvin varð íslandsmeistari í þriðj a sinn Keppninni lokið og Jóhann Ó. Guðmundsson óskar Björgvini Þor- er Loftur Ólafsson og hluti þeirra sem fylgdust með keppninni sfðasta steinssyni til hamingju með lslandsmeistaratitilinn, Eyrir framan þá daginn standa í kringum kappana. Loftur f erfiðlefkum á sfðustu holunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.