Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.08.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. AGUST 1974 23 Kmója: Ingólfur Olafsson, pren tsmiðjustjóri ástæðum frá heimili sínu. Auk þess ber sérstaklega að þakka Valgerði Sveinsdóttur. Þær mæðgur, Pálína og Jónína, höfðu alltaf verið saman, dóttirin I foreldrahúsum þar til hún giftist manni sínum, Davíð Ásmunds- syni, en þá byggðu þau yngri hjónin ofan á hús þeirra til þess að yfirgefa ekki föður og móður. Þetta hús, 4 hæðir auk kjallara, var þrekvirki að halda í því horfi, sem það var. Þar við bættist í seinni tíð að huga að lasburða móður, er reyndi mikið á þrek hennar nætur og daga. En eigin- maðurinn var hennar styrka stoð og ástríkur förunautur, sem lagði fram sína fórn. Nú virtist sjúk- dómur konunnar kominn á alvar- legt stig, — þó vildu ættingjar og vinir vona, er eldri húsmóðirin var kvödd á heimilinu daginn eftir lát hennar, að hin yngri dug- mikla kona ætti eftir að koma heim til manns og heimilis. Ég kom til Jónínu beint frá dánarbeði móður hennar. Þá fann ég bezt, hvað tilfinningar okkar geta verið misjafnar gagnvart dauðanum. Jónína heilsaði mér og kvaddi með bros á vör, því sama er ég var vön að mæta, hvenær sem komið var. Mér fannst þetta vera síðasta kveðjan, ég mátti ekki dvelja lengur. En eiginmaðurinn stóð eftir sem hetja. Hún andaðist 12. ágúst. Nú í dag, 20. ágúst, eru þessar elskulegu mæðgur kvaddar hinztu kveðju frá Dómkirkju Reykjavíkur. Gyðrfður Pálsdóttir, Seglbúðum. Þegar ég tók við starfi bókafull- trúa ríkisins vorið 1969, hafði frú Jónína Eliasdóttir verið ritari og fulltrúi fyrirrennara mfns undan- farin ár. Ég gekk ekki að því gruflandi að það væri mér mikið happ að fá að njóta starfskrafta hennar áfram. Við höfðum þá um árabil unnið á sama gólfi, og þekkti ég því vel til mannkosta hennar og starfshæfni. í fimm ár höfum við síðan unnið saman svo að segja dags daglega nema í frí- um eða þegar ég hef verið á ferða- lögum, þvf að heita mátti, að henni yrði ekki misdægurt þessi ár og ekki þurfti að gera ráð fyrir frátöfum af öðrum sökum. Þegar hún fór á sjúkrahús til rannsóknar um miðjan maí, að því er virtist alveg heilbirgð, vor- um við bæði sannfærð um, að hún kæmi til starfa að nýju eftir nokkra daga. En enginn veit gjörla, hvar meinin grafa um sig, og þvi er það nú hlutskipti mitt að þremur mánuðum liðnum að kveðja hana hinstu kveðju með eftirsjá og þakklæti fyrir fádæma vel unnin störf, skyldurækni og árvekni og ágæta viðkynningu í hvfvetna. Jónína Ingibjörg Elíasdóttir var fædd á Hunkubökkum á Síðu 10. nóv. 1907. Foreldrar hennar voru hjónin Pálína Elíasdóttir og Elfas Bjarnason, sem þá bjuggu á Hunkubökkum. Voru þau hjón bæði af merkum og kunnum skaftfellskum ættum. Jónína fluttist með foreldrum sfnum til Reykjavíkur árið 1919, er faðir hennar varð kennari við Mið- bæjarskólann. Síðan var Elfas Bjarnason um áratugi einn af kunnustu borgurum Reykjavíkur, en hann lést árið 1970, níræður að aldri. Pálfna móðir Jónfnu andaðist á nítugasta aldursári fá- um dögum fyrir andlát dótturinn- ar og fylgjast þær mæðgur nú að til hinstu hvíldar. Jónfna gekk ekki f skóla eftir barnaskólanám, en aflaði sér þó ágætis þjálfunar til skrifstofu- starfa á námskeiðum hérlendis og erlendis. A árunum 1926—1930 var hún ritari Jóns Helgasonar biskups. Á fjórða áratugnum dvaldist hún tvívegis erlendis, aðallega í Þýskalandi, og slapp naumlega heim í styrjaldarbyrj- un. Hún var ein af Petsamóförun- um haustið 1940. Hún var ritari og gjaldkeri hjá Mjólkurfélagi Reykjavfkur og Liverpool til ársins 1944, en þá réðst hún ritari á Fræðslumálaskrifstofuna og annaðist þar skýrslugerðir og gjaldkerastörf. Gegndi hún þvi starfi til ársins 1954. A miðju ári 1965 varð hún svo ritari og full- trúi bókafulltrúa ríkisins. Jónína giftist árið 1953 eftir- lifandi manni sínum, Davíð Asmundssyni, sem einnig er Skaftfellingur að ætt. Voru þau hjónin allmikið skyld. Þau voru mjög jafnaldra og komin um miðjan aldur, þegar þau gengu í hjónaband. Sú ráðabreytni reyndist hió besta og var sambúð þeirra með ágætum. Varð ég aldrei annars var en þar væri mikil gæfa í för. Á Davíð nú á bak að sjá góðri eiginkonu og lífsföru- naut miklu fyrr en skyldi og helst til snögglega. Jónína átti hvergi heimili áður en hún giftist nema undir þaki foreldra sinna, og þegar þau Davfð giftust, reistu þau hjónin með foreldrum hennar húsið á Laufásvegi 18 og áttu efstu hæð- ina. Þar bjuggu þau allan sinn búskap. Jónína var foreldrum sínum mikil stoð og stytta, en þau urðu bæði háöldruð, eins og fyrr er rakið. Naut hún þar skilnings og mannkosta eiginmanns síns. Um- hyggja Jónínu fyrir foreldrum sínum eftir að kraftar þeirra tóku að þverra, ástríki hennar og skyldurækni, verður hvorki mæld né vegin, en þetta dótturhlutverk rækti hún svo, að til fádæma má teljast. Jónfna Elíasdóttir var hrein- skiptin kona og vissi vel hvað hún Fædd 15. mal 1885 Dáin 12. ágúst 1974 Mánudaginn 12. þ.m. andaðist hún í góðri elli, fædd 15. maí 1885.1 dag, þriðjudag 20. ágúst er útför hennar. Hún kenndi sig jafnan við Syðri-Velli við Miðfjörð, þar sem hún fæddist og foreldrar hennar bjuggu. Hafði hún miklar mætur á héraði sínu. í kynnum okkar undirstrikaði hún jafnan, að við værum sveitungar, enda þótt hún færi ung úr byggðarlaginu og við sæjumst ekki fyrr en á efri árum hennar. Ég var einn þeirra, sem alltaf auðgaðist af viðtölum við hana bæði um hinztu rök og mannlífið í heild. Minnisstæð varð hún mörgum, bæði allri alþýðu manna og þeim, sem ■standa í efstu þrepum þjóðfélags- ins. Höfðingjadjörf var þessi gáfu kona í bezta lagi, ræddi jafnan af sömu reisn og skörungsskap við hvern sem var, og eignaðist þannig fjölda vina fyrr og síðar á langri ævi. Glampandi bros, traust yfirbragð og geislandi augu fylgdu skörpum athugasemdum hennar. Þetta kunnu allir vel að meta. Kristfn minntist mjög áhrifa frá föður sínum i bernsku. Var hann trúmaður einlægur, vel kunnugur heilagri ritningu, Jónsbók og Passiusálmum, Ias fyrir litlu dótt- urina og ræddi við hana. Auð- heyrt var, að í barmi telpunnar munn snemma hafa bærzt trúar- legar og skáldlegar tilfinningar, svo að um munaði. Mjög þakklát var Kristfn fyrir þá gæfu að hafa kynnzt þeim ágætu konum, Ölafíu Jóhanns- dóttur og Guðrúnu Lárusdóttur i Asi, konu sr. S. Á. Gíslasonar, og þeirra göfuga líknarstarfi fyrir bágstadda, og fengið tækifæri til að starfa með þeim. Slík störf vann hún í anda hreinnar Guðs- trúar, eins og áðurnefndar konur, og var sérlega sýnt um að láta trúna ávallt stjórna starfandi höndum. Kristin sagði mér, að hún hefði vísað á bug öllum geig frá ógnandi fasi drukkinna manna, þar sem hún var að taka til höndum á heimilum, sem voru meinti og vildi. Samt var hún prúð og háttvís f framkomu og kunni vel að haga orðum sínum. Hún hafði fengið í vöggugjöf og arf úr foreldrahúsum góða hæfi- leika og trausta skapgerð, trú á lífsgildið og fornar dyggðir. Hún mundi tímana tvenna bæði úr sveit og borg og hafði margt séð og mikið reynt. Ekki fór hún í grafgötur um skoðanir á mönnum og málefnum og vissi mæta vel, hverju hún vildi Ijá lið og hvar hún vildi á hverjum tfma skipa sér í sveit. Kannski vorum við ekki alltaf á sama máli, þegar við ræddum landsins gagn og nauð- synjar. En aldrei skyggði það á samstarf okkar. Hún var slík manneskja, að mér hefði aldrei komið til hugar að gera lftið úr neinu því, sem hún í alvöru hafði fyrir satt og rétt. Þegar ég nú kveð Jónfnu Eliasdóttuf við leiðarlok, er mér þakklæti eitt í huga og vinarþel. Svo reyndi ég hana að öllum hlut- um. Ég færi eiginmanni hennar, systkinum og öðru venslafólki hugheilar samúðarkveðjur. Þótt segja megi, að hún hafi verið komin á þann aldur, að við öll hefði mátt búast, veit ég þó manna best, hve mikið hennar nánustu hafa misst. En gott er að minnast þess, að hún hélt óskipt- um starfskröftum, þar til hún var kvödd á sjúkrahúsið, og rækti hlutverk sitt heima fyrir og út á við af sérstökum sálarþrótti, dugnaði og trúmennsku. Þannig mun hún lifa í minningu þeirra, sem þekktu hana best, heilsteypt, traust og gæfuveitandi. Stefan Júlfusson. ofurseld óreglu og veikindum, enda hefði enginn gert sér miska. 1 þvi sambandi minntist hún stundum á það atvik, að eitt sinn, er hún var að reka kýrnar eitthvað 7—8 ára hnokki, ruddist nautið, sem var fremst í hópnum, rakleitt til baka og stanzaði fyrir framan hana með ófriðlegu öskri. Þá sagðist hún bara hafa hugsað af öllum kröftum: Góði Guð, láttu bola verða rólegan aftur! Brá svo við, að nautið steinþagði hraðaði sér fremst í hópinn aftur. Mér skildist að þetta atvik hefði orðið henni lærdómsríkt. Með þessum geiglausa hug gekk hún ávallt fram, einnig þegar hún vann á Kleppsspítala hjá Þórði Sveins- syni og f mörg ár á Vífilsstöðum, að hún treysti himins vernd gegn öllu grandi, og varð að því. Oft minntist hún með miklum hlýhug húsbænda sinna á þessum stöðum, og læknisbarnanna allra, sem hún hrósaði mjög. Eitt sinn tók Kristín að sér heimili, þar sem móðirin dó frá ungum börnum. Sum þeirra fóru til skyldmenna sinna. Nokkru seinna gekk hún að eiga ekkjumanninn, Guðna Jóhannesson frá Isafirði. Við yngsta barnið Svavar, á öðru ári, tók hún strax hinu mesta ást- fóstri, og má með sanni segja, að hann varð henni ástkær einka- sonur upp frá þvf, og reyndist henni einnig með ágætum allt til æviloka hennar. Kristín lifði svo sannarlega eftir heilræði séra Hallgríms: „Þakklæti fyrir góðgjörð gjalt / Guði og mönnum líka.“ Oft voru birt ljóð eftir Kristínu, sem alltaf fluttu eitthvað gott. Hér eru þá líklega hennar síðustu stef: „Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Nú kveð ég þessa góðu Grund / og gleymi aldrei þeirri stund, / er fann ég fyrst þau gæði, / að þar var allt með ljúfri lund / með líf f hverri veikri mund / og numin nytsöm fræði. Kristindómur er kjarni þar, / klerka-úrval og læknasvar / við 'alls kyns orkugrandi. / Aldraða fólkið einnig sér, / að allra hjúkrun því vitni ber, / að Guðs er góður andi. / Það er Guð, sem þerrar tárin, / þroskar allt vort I dag 19. ágúst hefði Ingólfur Ölafsson prentsmiðjustjóri orðið 50 ára, ef honum hefði auðnast að lifa. En hann lézt 4. maf s.l. Því er það síðbúin saknaðarkveðja, sem ég sendi þessum kæra vini mínum og frænda. Það hafði löngu verið ákveðið, að ég dveldi með honum á þessum tfmamótum ævi hans, tímamótum, sem áldrei urðu með þeim hætti, er við bæði höfðum á skeikula mannsins vísu reiknað með. Enn ein staðreynd hins hverfula lffs, vanmáttugri mannverunni til ihugunar. Hér verður ekki rakin ævisaga þessa merka manns, saga hans er geymd í minningu ástvina, lifs- saga til eftirbreytni öllum þeim, er leitast við að þræða hinn gullna meðalveg mannheimsins. En nú við þessi eyktamörk hlýt ég að líta til baka, aftur til æskuára hans hér á Hellissandi, þar sem hann sleit barnsskónum og glæddi umhverfi sitt alkunnri glaðværð og hógværð, er snerti strengi svo margra. Minningarnar frá þessum árum eru mér hvað ferskastar. Þótt þær séu elztar, eru þær mér nú f þeirri nálægð og birtu, að af þeim leikur ljómi, sem gleður gamalt hjarta. Þannig getur dauðinn lfknað þeim, sem eftir lifa. hjálparlið. / Gengur um og græðir sárin, / gefur allan sálarfirð." Blessuð sé minning Kristfnar Sigfúsdóttur. Helgi Tryggvason. Eftir að Ingólfur fluttist til Reykjavíkur, hóf hann fljótlega prentnám og síðan vinnu við prentarastörf í ýmsum prent- smiðjum og rak eigin prent- smiðju, Ingólfsprent, síðustu árin. Arið 1950 giftist hann eftir- lifandi konu sinni, Regínu Helga- dóttir, og eignuðust þau fjórar dætur, sem allar eru á lífi og uppkomnar. Eru barnabörn þeirra orðin 5 að tölu, öll mjög kær afa sfnum, en þó kannski mest nafni hans litli, er honum fannst að þyrfti að njóta kærleika sins mest. Ætla mætti, að fjarlægð milli vina deyfi smám saman vinabönd- in, en þvf fór fjarri. Hann hélt ætíð sterku og traustu sambandi við vini og ættingja hér vestra, og í hvert sinn er hann kom inn fyrir mínar dyr, birtist ætíð sami ljúfi og glaðlyndi drengurinn sem fyrr, endurvakti með hverri heimsókn sinni gleði og birtu fyrri ára. Og því trúi ég fastlega, að í dag sé fjarlægðin milli hans og vin- anna ekki sú, sem augað eitt skynjar. Við ástvinir hans erum því ekki hryggir, heldur glaðir yfir því lífi, sem hann Iifði, og þeirri minningu, sem hann lætur eftir sig; hún er sá bautasteinn sem aldrei verður máður burtu. Hún er gefandi kraftur þeim, er honum unnu. Eiginkonu, börnum og barna- börnum votta ég einlæga samúð mína. Júnfana Jóhannesdóttir. r H SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Ég er vanur þvf að komast af án ýmíssa hluta, þvf að ég var alinn upp á fátæku heimili. En mér sárnar þetta, vegna þess að ég get ekki veitt börnum mfnum ýmislegt, sem þau þurfa mjög á að halda. Eg hef aldrei verið rfkur. Drottinn sagði við lærisveina sína, að líf mannsins væri ekki tryggt með eigum hans. Ef þér eruð kristinn og eigið kristið heimili, þá eruð þér að veita börnum yðar það, sem verðmætast er í lífinu, það, sem gefur lífinu gildi og varir um alla eilífð. Varla getur neitt verra hent börn en að hugur þeirra sé bundinn við efnisgæði og það, sem hefur eilíft gildi, komist ekki að. Biblían segir: „Guðhræðsla samfara nægjusemi er mikill gróða- vegur. Ef vér höfum fæði og klæði. þá látum oss það nægja.“ Ég skil vel löngun yðar til þess að veita börnum yðar eitt og annað. En ef þér kennið þeim að þekkja gleðina í Drottni og greina milli sannra verðmæta og þeirra hluta, sem eyðast með notkun- inni, þá veitið þér þeim það, sem hefur óendanlega miklu meira gildi en þótt þér ausið yfir þau gjöfum. Látið þau vita af kærleika yðar og leyfið þeim að sjá gleði yðar í Drottni. Biblían segir: „Látið yður nægja það, sem þér hafið, því sjálfur hefur hann sagt: Ég mun alls ekki sleppa þér og eigi heldur yfirgefa þig.“ Ef trúin á Krist ríkir á heimili yðar, er það þegar forsmekkur himinsins. Minning: Kristín Sigfúsdótt- ir frá Syðri Völlum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.