Morgunblaðið - 31.08.1974, Side 1
162. tbl. 61. árg.
LAUGARDAGUR 31. ÁGtJST 1974
Prentsmiðja Morgunhlaðsins.
Sovézku geimför-
unum vel fagnað
— en fréttamenn vantrúaðir
Moskvu 30. ágúst — Reuter.
TVEIR síðustu geimfarar
Sovétríkjanna komu á
föstudag aftur til geim-
rannsóknastöðvarinnar í
Stjörnuborg, úr því, sem
vestrænir fréttamenn kalla
misheppnaða ferð. Var
geimförunum mikið fagnað
og lofaðir fyrir „dirfsku og
sjálfstjórn“.
Þeir Gennady Sarafanov
og Lev Demin fóru á mánu-
dae með geimfari sínu
Sojus 15. á braut um-
hverfis jörðu, og komu
aftur á miðvikudag án þess
að hafa tengt geimfar sitt
við geimstöðina Saljút 3.
eins og búizt var við að þeir
myndu gera.
Tass, sovézka fréttastofan,
sagöi, aö þeir hefðu stýrt geimfari
sínu oft upp aö Saljút, og túlka
vestrænir sérfræðingar það á
þann hátt, að tengingartæki hafi
ekki verið I lagi, þegar tenging
átti að fara fram. í síðasta mánuði
tókst öðrum geimförum að tengja
far sitt Aljút.
Þegar Sarafanov og Demin
komu til Stjörnuborgar, sagði
yfirmaður sovézkra geimfara,
Georgy Beregovoi hershöfðingi,
að þeir hefðu sýnt „mikla
kunnáttu, dirfsku og sjálfstjórn"
á meðan á flugi þeirra stóð.
Segja fréttamenn, að þetta
kunni að vera merki um það, að
geimfararnir hafi þurft að glfma
við óvænt verkefni, þó að þess
háttar lof sé ekki með öll óalgengt
við afturkomur sovézkra geim-
fara.
7 látnir
300 særðir
Tokyo 30. ágúst — AP.
LÖGREGLAN álítur, að rót-
tækir vinstrisinnar beri
ábyrgð á sprengingunni í aðal-
verzlunarhverfi Tokyo, sem
kostaði að minnsta kosti 7
manns lffið, en talið er, að
meira en 300 hafi særzt,
margir alvarlega.
Sprengingin varð fyrir
framan aðalskrifstofur
Mitsubishi-þungaiðjuveranna
skömmu fyrir hádegi, á meðan
umferðin var sem mest á gang-
stéttum. Óþekktur maður
hringdi á skrifstofur fyrir-
tækisins og skýrði frá þvf, að
hann hefði komið tveimur
sprengjum fyrir við anddyri
byggingarinnar. Þremur mfn-
útum sfðar varð mikil spreng-
ing með fyrrgreindum
afleiðingum.
Lögreglan leitar nú 27 — 28
ára gamals manns, sem ðk frá
Mitsubishi-skrifstofunum um
það leyti, sem sprengjurnar
sprungu, og sinnti ekki
stöðvunarmerkjum lögregl
Andófemiinnum
sleppt í Sovét
Moskvu 30. ágúst — Reuter.
LITHÁESKUR sjómaður, Simas
Kudirka, sem dæmdur var f 10
ára fangelsi árið 1971 fyrir að
gera tilraun til að fiýja til Banda-
rfkjanna, hefur verið látinn laus,
að þvf er sovézki andófsmaðurinn
og eðlisfræðingurinn Andrei
Sakharov skýrði frá á föstudag.
Dr. Sakharov sagði vestrænum
fréttamönnum, að Kudirka hefði
verið sleppt og veitt uppgjöf saka
að tilskipun æðsta ráðsins þann
23. ágúst og væri nú hjá móður
sinni, sem fædd er f Bandarfkjun-
um, á heimili þeirra nálægt
Klaidpeda f Litháen.
Kudirka hlaut mikla samúð í
Bandaríkjunum þegar bandarfska
landhelgisgæzlan skilaði honum á
skip sitt, sem hann hafði reynt að
strjúka af.
Eðiisfræðingurinn, sem fylgist
vel með andstæðingum stjórnar-
innar og þeim, sem flytjast vilja
úr landi, sagði, að tilskipunin
hefði verið gefin út 20. ágúst.
„Kudirka hefur ekki haft sam-
band við mig en upplýsingar mín-
ar eru réttar," sagði hann.
Umsögn hefur enn ekki fengizt
frá bandariska sendiráðinu, en
starfsmenn þess sögðust vera að
kanna orðróm um, að sjómaður-
inn hefði verið látinn laus.
Dr. Sakharov sagðist halda, að
Kudirka, sem er þrítugur, og móð-
ir hans Maria Shulskene, færu
innan skamms til Bandaríkjanna.
Þau eru bæði bandarískir rfkis-
borgarar, hún frá fæðingu en son-
ur hennar samkvæmt ákvörðun
utanríkisráðuneytis Bandarfkj-
anna frá því f síðasta mánuði.
Skömmu áður en Kudirka var
sleppt, létu sovézk yfirvöld lausa
konu af Gyðingaættum, Silva Zal-
mansson, sem dæmd var í 10 ára
fangelsi 1970 fyrir að hafa átt þátt
f áætlun um að ræna sovézkri
farþegaflugvél.
Dr. Sakharov og aðrir andófs-
Skotið á leiðtoga
sósíalista á Kýpur
Allt með felldu í
pólskum höfnum
Varsjá 30. ágúst — NTB
OPINBER talsmaður pólsku
ríkisstjórnarinnar neitaði því f
dag, að komið hefði til verk-
falla hafnarverkamanna í
Gdansk og Gdynia, eins og
aðrar heimildir hermdu í gær.
Talsmaðurinn kvað það rétt,
að nokkrir erfiðleikar hefðu
orðið við losun skipa í þessum
höfnum f júlímánuði, en því
var haldið fram, að verka-
mennirnir hefðu neitað að
lesta ýmis skip vegna óánægju
með nýtt launakerfi. Nú eiga
þessi mál að vera komin í eðli-
legt horf á ný.
Nikósía, New York,
30. ágúst — AP, NTB.
ÓRÓI greip aftur um sig á föstu-
dag eftir að maður reyndi að
myrða dr. Vassos Lyssarides, leið-
toga sósfalistaflokksins og ráð-
gjafa Makariosar, erkibiskups,
fyrrum forseta Kýpur. Tyrknesk-
ar sveitir sóttu fram yfir vopna-
hléslfnurnar f ‘Nikósfu, lögðu
undir sig tvö hús á hlutlausa belt-
inu, drógu niður fána Sameinuðu
þjóðanna og ráku á brott friðar-
gæzluhermenn með þvf að miða á
þá byssum.
Lyssarides, sem er eðlisfræð-
ingur, særðist lítillega af glerbrot-
um þegar 26 kúlum var skotið á
bifreið hans. Bílstjórinn og veg-
farandi létust. Árásin var gerð á
götu f Níkósíu.
Eoka-b, samtök grískra Kýpur
búa, hefur neitað að eiga þátt f
árásinni, en Makaríos, erkibisk-
up, sem nú er í London, og
Lyssarides sjálfur lýstu sökinni á
hendur samtökunum.
„Það er enginn vafi á því, að
skothriðin var að undirlagi
Eoka-b“, sagði Lyssarides í
sjúkrahúsi, „og ég efast ekki um,
að CIA hafi átt hlut að máli.“
öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna hvatti á föstudag Grikki og
Tyrki til að vinna saman við hjálp
flóttamanna á Kýpur.
í ályktun, sem samþykkt var
einróma, eru allir stríðandi aðilar
hvattir til að ganga þegar til
samningaviðræðna, sem leitt geta
til jákvæðrar niðurstöðu. Álykt-
unin var lögð fram af Frökkum,
Bretum og Austurríkismönnum.
Deilur á milli Sovétríkjanna og
Bretlands settu mjög svip á fund-
inn í öryggisráðinu. Sovézki full
trúinn, Jakob Malik, greiddi at-
kvæði með ályktuninni, en sagði
hana ófullnægjandi. Hann ítrek-
aði tillögu Sovétrfkjanna um að
alþjóðleg ráðstefna yrði haldin
um Kýpurdeiluna.
Tyrkneskir hermenn á Kýpur
fóru í sigurgöngu fjórar mílur ut-
an við Nfkósíu á fötudag. Opin-
menn og baráttumenn fyrir rétt-
indum Gyðinga segjast álíta, að
sovézk yfirvöld hafi tekið upp
mildari afstöðu gegn ýmsum vel
þekktum andófsmönnum til að
auðvelda verzlun og önnur sam-
skipti við Bandaríkin.
Eðlisfræðingurinn sagði, að Zal-
mansson hefði farið f þriggja
daga heimsókn til eiginmanns
síns, Eduard Kuznetsiv, sem
dæmdur var i 15 ára fangelsi
fyrir sinn þátt í flugránsáætlun-
inni.
Ungfrú Zalmansson hefur enn
ekki fengið, að hitta bræður sína
tvo, sem einnig voru dæmdir í
margra ára fangelsi fyrir að vera
viðriðnir málið.
berlega var tilefnið sigur Tyrkja
yfir Grikkjum fyrir 52 árum síð-
an, en hermenn, sem þátt tóku í
göngunni, notuðu jafnframt tæki-
færið til að fagna velheppnaðri
innrás.
Ríkið kaupir
hlut í Volvo
Stokkhólmi 30. ágúst —
Reuter
TILKYNNT var i kvöld,
að sænska ríkið myndi
verða stærsti einstaki
hluthafi í Volvobifreiða
verksmiðjunum.
Ríkið mun kaupa 585
þúsund nýútgefin hluta-
bréf í fyrirtækinu, sem
er mesta útflutnings-
fyrirtæki Svíþjóðar, og
er andvirði þeirra 100
milljón sænskar krónur.
Er fé þetta fengið úr
miklum lífeyrissjóðum í
vörzlu ríkisins.
Pehr Gyllenhammar,
forstjóri Volvo, sagði í
útvarpsviðtali, að með
kaupunum, sem hann
kallaði góð fyrir báða
aðila, fengi fyrirtækið
nauðsynlegt fjármagn
til útvíkkunar á starf
semi. þess, en áætlun
hefur m.a. verið gerð um
nýja bílaverksmiðju í
Svíþjóð og vörubílaverk-
smiðju í Belgíu.
Notkun á lífeyrissjóð-
um til kaupa á hlutum í
sænskum iðnaði hefur
áður verið gagnrýnd I
Svíþjóð sem „þjóðnýting
í gegnum bakdyrnar".
GIEREK HEIMSÆK-
IR GERALD FORD
Washington 30. ágúst AP
FYRSTI kommúnistaleiðtoginn,
sem Gerald Ford forseti Banda-
rfkjanna á viðræður við eftir að
hann tók við embætti, verður að
öllum Ifkindum Edward Gierek,
leiðtogi pólska kommúnista-
flokksins. Frá þvf var skýrt f
Washington f dag, að Gierek
kæmi f opinbera heimsókn til
Bandarfkjanna 8. október, f boði
Fords. 1 tilkynningu Hvfta húss-
ins segir, að leiðtogarnir tveir
muni f jalla um endurskoðun sam-
bands Bandarfkjanna og Póllands
og skiptast á skoðunum um öll
gagnkvæm áhugamái.
Ekki er ákveðið hversu löng
heimsókn Giereks verður, en gert
er ráð fyrir, að hann muni ferðast
eitthvað út fyrir Washington, auk
þess sem hann ræðir við Ford og
Henry Kissinger, utanrfkisráð-
herra. Það var Nixon fyrrum for-
seti, sem upphaflega bauð Gierek
til Bandarfkjanna, er þeir hittust
f Varsjá um mánaðamót maf—
júnf árið 1972.