Morgunblaðið - 31.08.1974, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGUST 1974
Lltgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Bjórn Jóhannsson
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasolu 35,00 kr eintakið.
Abyrgðarlaus afstaða
fulltrúa stjórnarand-
stöðuflokkanna þriggja á
Alþingi sl. fimmtudag, þeg-
ar umræður stóðu um
stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar, hefur vakið
athygli. Þeir viðurkenndu
nauðsyn þess að gera nú
sérstakar ráðstafanir í
efnahagsmálum, en boð-
uðu þó fyrirfram, að
flokkar þeirra mundu snú-
ast öndverðir gegn þeim
ráðstöfunum, sem ríkis-
stjórnin mun beita sér
fyrir til þess að tryggja
fulla atvinnu í landinu og
skjóta traustum stoðum
undir rekstur atvinnu-
fyrirtækjanna. Andstöðu
sína við ríkisstjórnina
reistu þeir á þeim rökum,
að vissa væri fyrir því, að
hún myndi starfa í and-
stöðu við hagsmuni launa-
fólksins í landinu og ekki
vinna í þágu þess.
Augljóst er af þessu, að
talsmenn stjórnarand-
stöðuflokkanna hafa lokað
augunum fyrir þeim atrið-
um, sem formenn beggja
stjórnarflokkanna hafa
lagt einna þyngsta áherzlu
á í sambandi við þær brýnu
ráðstafanir, sem nú
verður að koma í fram-
kvæmd til þess að reisa við
hallarekstur þjóðarbúsins.
Geir Hallgrímsson for-
sætisráðherra hefur sér-
staklega lýst yfir því, að
haga verði málum á þann
veg, að þær ráðstafanir,
sem nú er óhjákvæmilegt
að gera, komi ekki með
fullum þunga niður á þeim,
sem lægst hafa launin í
þjóðfélaginu. Hann hefur
enn fremur ítrekað, að eitt
af meginmarkmiðum þess-
arar ríkisstjórnar sé að
tryggja þeim lakar settu
betri framtíð. Báðir hafa
þeir Geir Hallgrímsson og
Ólafur Jóhannesson lagt
áherzlu á, að ríkisstjórnin
muni hafa samráð við aðila
vinnumarkaðarins og í
stefnuyfirlýsingu stjórn-
arinnar er gefið fyrirheit
um, að samstarfi ríkis-
valdsins við þessa aðila
verði komið í fastar skorð-
ur.
Engum ætti því að bland-
ast hugur um, hver afstaða
ríkisstjórnarinnar er í
þessum efnum. Hún mun
leitast við, svo sem frekast
er kostur, að bæta hag
þeirra, sem við erfiðust
kjör búa í þjóðfélaginu,
hvort sem það varðar
launakjör, heilsu eða fé-
lagslega aðstöðu. Það er á
hinn bóginn dæmigert
fyrir þá ábyrgðarlausu af-
stöðu, sem stjórnarand-
stöðuflokkarnir þrír hafa
þegar markað, að þeir skuli
loka augunum fyrir þess-
um sannindum.
Óhjákvæmilegt er að
gera nú þegar ráðstafanir
til þess að snúa við þeirri
öfugþróun, sem átt hefur
sér stað í efnahagsmálum
þjóðarinnar. Flestum er
ljóst, að við hrikaleg
vandamál er að etja í þess-
um efnum. Gjaldeyrisvara-
sjóðurinn er svo til tómur,
ríkissjóður er á heljarþröm
og flestir f járfestingarsjóð-
ir á þrotum. Mikilvægustu
atvinnuvegir þjóðarinnar
eru reknir með miklum
halla. Ef ekki verða nú
þegar gerðar sérstakar ráð-
stafanir, blasir ekki við
annað en samdráttur og at-
vinnuleysi. Það er hagur
allra landsmanna, að fjár-
málum ríkisins sé nú komið
í rétt horf og traustum
stoðum verði skotið undir
atvinnulífið.
Ríkisstjórnarinnar bíður
einnig það verkefni að
greiða úr fjárhagserfið-
leikum stærri sveitarfélag-
anna í landinu, en þau hafa
orðið harkalega fyrir barð-
inu á verðbólguþróun síð-
ustu mánaða. Kreppt hefur
verið svo að ýmsum opin-
berum þjónustufyrirtækj-
um, að fyrirsjáanlegt er, að
þau verði að draga úr þjón-
ustu sinni, ef ekki verða
gerðar sérstakar ráð-
stafanir til þess að bæta
hag þeirra. Þessi ringul-
reið í efnahagslífi þjóð-
arinnar stafar af því, að
þjóðin hefur eytt meira en
aflað er. Víxlarnir eru
fallnir í gjalddaga, og þá
verður að greiða. Það hlýt-
ur óhjákvæmilega að draga
úr eyðslumöguleikum þjóð-
arinnar í heild.
Stjórnarandstöðuflokk-
arnir hafa nú gefið* til
kynna, að þeir muni vinna
gegn öllum ráðstöfunum til
þess að draga saman seglin
og minnka eyðslu i þjóðfé-
r
Abyrgðarleysi
stjórnarandstöðunnar
r'* Aðeirts eln jörð
MENGUN af bflaútblæstri er eitt
af því. sem varðar alla jarðarbúa
jafnt. Sama hvort ein þjóð er bíla
sínnuð og hvort hún sendir mikið
eða lítið af óhreinum blæstri frð
bílum sínum, hún meðtekur ávallt
f andrúmsloftinu sameiginlega
mengun alls heimsins og andar
henni að sér. Eitraðar lofttegundir
berast um allt. Þessvegna er þetta
eitt af þeim málum, sem jarðar-
búar verða að leysa saman.
Raunar er víða unnið að því, eink-
um i iðnaðarlöndunum, sem
mest eiga f húfi og hafa jafnframt
mest fé milli handanna.
Ekki er auðvelt að vita hversu
stóran hlut bflarnir eiga í meng
un loftsins miðað við ýmis
legt annað. Samkvæmt at-
hugun japanskra sérfræðinga
sumarið 1973, bera bílarn-
ír samt ábyrgð á býsna stór-
um lilut í mengun loftsins og
valda skaða á umhverfinu. Þar
virðast litlír bílar mun skaðlegri en
stórir, svo undarlegt sem það
kann að virðast. Bandaríkjamenn
telja bílana valda 60% af mengun
loftsins þar. Og ekki getum við
lokað augunum fyrir því, að alltaf
fjolgar bílum á vegum heimsins og
skaðinn fer því vaxandi. Ef
raunsætt er litið á málið. þá eru
bílar og verða notaðir til gagns og
gamans, hvemig sem hlutföllin
eru þar. Óhugsandi virðist, að þeir
verði lagðir niður, jafnvel þó tak-
marka megi notkun þeirra.
Þvf hlýtur áhuginn að beinast
að þvf að draga úr eða koma I veg
fyrir skaða þann, sem bilarnir
valda og loka fyrir mengun
loftsins frá þeim. Þetta er einmitt
verið að reyna. Nær allar bifreiðir,
sem notaðar eru, ganga fyrir
bensíni eða dísilolíu. Bruninn í
sprengíhóffum bílmótora er langt
frá þvl að vera fullkominn. Út-
blástursgasið inniheldur þvl ýmsar
brunnar lofttegundir, sem valda
slæmri mengun í umhverfinu.
Vélin sendir frá sér fjóra aðal-
mengunarvalda, sam eru kolsýr-
ingur. köfnunarefnisoxið, kol-
vatnsefni og blý. Það siðastnefnda
er líklega hættulegast, af því að
litlir skammtar af þvi geta safnazt
saman i likömum manna og dýra i
svo rikum mæli. að það valdi
eitrun. Þessvegna hafa nokkrar
þjóðir sett reglur um hve mikið blý
megi vera í bifreiðabensini. Ekki
eru menn samt á einu máli um hve
raunhæft það sé. Sumir segja, að
vel megi minnka blýmagnið um
helming, en það kosti peninga.
Annaðhvort verður að bæta
öðrum efnum f stað blýsins i
bensinið til að halda uppi oktan-
magninu eða þá að bensinið
missir kraft og við ökum styttri
vegalengd á lítranum á eftir.
Ymis ráð hafa verið rædd til að
draga úr mengun af völdum bif-
reiðareyks. T.d. að útbúa bílinn
tækjum, sem gera brennsluna full-
komnari og útbiástursrörin
hreinnni. Heyrzt hefur, að eig-
endur slíkra bila hafi, er þeir komu
til íslands, fjarlægt þessi tæki og
kosið heldur að halda áfram að
spúa mengun yfir aðra, rétt eins
og allir aðrir.
Þá fer fram leit að öðrum
hreinni eða hreinum orkugjöfum.
Frakkar eru t.d. að gera tilraunir
með jarðgas í vökvaformi til að
drífa áfram bifreiðir, án þess að
þær mengi í nærri eins ríkum mæli
sem bensin og olia. Sú aðferð
mundi hafa þann góða kost, að
ekki þyrfti að breyta í grundvallar-
atriðum núverandi gerð bilvél-
anna. Ástæðan fyrir því, að jarð-
gasið mengar minna, stafar af
efnafræðilegri samsetningu þess,
en þar er metan i stóru hlutfalli.
Auk þess hreinsast gasið nokkuð
þegar þvi er breytt í vökva. Sá
böggull fylgir þó skammrifi, að við
venjulegt hitastig verður jarðgas í
vökvaformi aftur að gasi. Þvi
verður að geyma það i tankinum
við mínus 160 stiga hita og ein-
• •
Okum
viðí
raf-
magns-
angra hann alveg sérstaklega.
Jarðgas og súrefni blandast á leið
í leiðslur og blöndunginn, en
blöndunin fer öll fram i silindr-
unum, þannig að hægt er að nota
þunna blöndu og draga úr myndun
kolmónoxiðs. Öll óhreinindi
hverfa við breytingu á gasinu í
vökva, ekki er um brennistein að
ræða og þvi ekki hætta á að
klórin, brómin og slikt fari út i
loftið og nýtingin verður góð
vegna hins há oktanmagns.
Rafmagnsbilarnir eru þó það,
sem flestir binda vonir við. Þeir
mundu knúðir með rafmagni af
geymum, eins og aldamótabílarnir
voru. I grein, sem Hersir Oddsson
skrifaði f blað Starfsmannafélags
Rafmagnsveitu fyrir nokkru, segir
m.a: „Vandamálið er það, að
þrátt fyrir alla kosti raforkunnar,
sem við erum sammála um að séu
óteljandi, þá er hún æði illa fallin
til geymslu á hagkvæman hátt.
Þrátt fyrir tilraunir viða erlendis
með ýmsar nýjar gerðir rafgeyma,
svo sem zink-loft-geyma og
natrium-svaelgeyma, þá eru
flestar tilraunabifreiðarnar, sem
fram hafa komið siðustu árin, með
hina venjulegu blýgeyma. Blý-
geymar eru einfaldari i viðhaldi og
rekstri, ekki þörf á dælum eða
kælibúnaði né öðrum aukabúnaði
og hráefnið til framleiðslunnar er
tiltölulega ódýrt. Venjulegur blý-
geymir hefur geymslurýmið u.þ.b.
30—40 Wh/kg, miðað við 5 klst.
afhleðslutíma, en til þess að raf-
Rafmagnsbíllinn Enfield 8000.
magnsbifreiðar geti talizt sam-
keppnisfærar við aðrar bifreiðar.
hvað hraða og akstur á lengri
vegalengdum snertir, þyrfti
bíl 1985?
laginu þó að þeir viður-
kenni nauðsyn þessa. At-
hyglisvert er, að varafor-
maður Alþýðuflokksins
snýst nú eindregið gegn
væntanlegum efnahagsráð-
stöfunum ríkisstjórn-
arinnar, en á sl. vori lýsti
formaður Alþýðuflokksins
yfir því, að þær bráða-
birgðaráðstafanir í efna-
hagsmálum, sem Ólafur Jó-
hannesson beitti sér fyrir,
gengju ekki nærri nógu
langt. Og aðeins er liðin
vika frá því, að formaður
Alþýðuflokksins sagði á Al-
þingi, að allir ábyrgir
stjórnmálamenn gerðu sér
grein fyrir því, að nú yrði
að gera sérstakar ráð-
stafanir í efnahagsmálum.
Þrátt fyrir þessa vitneskju
boða stjórnarandstöðu-
flokkarnir að þeir muni
snúast gegn því, að ráð-
stafanir verði gerðar til
þess að tryggja fulla at-
vinnu og koma fjármálum
ríkisins í eðlilegt horf.
Fyrstu aðgerðir stjórn-
arinnar verða björgunar-
aðgerðir. Þeim aðgerðum,
sem ekki má draga lengur,
er verið að koma í
framkvæmd nú. Á næst-
unni verða frekari
aðgerðir í þessum
efnum undirbúnar. Þegar
hallarekstur þjóðarbúsins
hefur verið færður til betri
vegar, verður fyrst unnt að
marka ákveðna framtíðar-
stefnu í þjóðmálum. Björg-
unaraðgerðirnar hljóta að
sitja í fyrirrúmi, ella er
veruleg hætta á, að sam-
dráttur í atvinnustarfsemi
og framleiðslu leiði til at-
vinnuleysis. Mikilvægast
er, að gera nú ráðstafanir
til þess að koma í veg fyrir
þær afleiðingar þeirrar
óstjórnar, sem rikt hefur
til þessa.
geymslurými þeirra að vera
minnst helmingi meira. Það er þó,
þrátt fyrir hið takmarkaða rými
blýgeymanna, talið fullvist, að
með fjötdaframteiðslu Ktilla raf-
magnsbifreiða, sem þá sérstak-
lega væru ætlaðir til innanbæjar-
aksturs, megi smiða hentuga og
hagkvæma rafmagnsbifreið, sem
fyllilega væri samkeppnisfær við
bensínbilana. Athuganir sýna, að
aðeins 10% bifreiða í innanbæjar-
akstri aka rneira en sem nemur
50km/dag að jafnaði. Slikur dag-
akstur liggur vel innan þeirra tak-
marka, sem rafmagnsbifreiðinni
eru sett í dag með hinum venju-
legu blýgeymum. Sé reynt að
skyggnast fram i timann, má þvi
miður búast við að rafmagnsbif-
reiðir til almennra nota á lengri
vegalengdum verði ekki hag-
kvæmar fyrr en eftir 10— 1 5 ár."
Siðar getur Hersir þess m.a , að
Japanir áætli, að ef 5 milljónir
rafmagnsbila verði þar i notkun
árið 1985 og að raforkunotkun
verði 300 Wh/km pr tonn, og
hver bifreið aki sem svarar
20.000 km á ári að meðaltali, yrði
raforkunotkun Japana 30 millj-
arðar kWh. Ekki kveðst hann vilja
spá um raforkunotkun okkar js-
lendinga til rafmagnsbifreiða
1985, en setur upp dæmi miðað
við 10 þúsund rafmagnsbifreiðir.
Tölur eru e.t.v. orðnar úreltar, þvi
blaðið er frá árslokum 1972. Þó er
gaman að sjá, að miðað við inn-
kaupsverð án tolla, sem var u.þ.b.
4 kr., má ætla að þessar 10 þús-
und bifreiðar gætu sparað 196
milljón kr. i beinhörðum pen-
ingum. Reiknar hann þá með
næturverði á rafmagni á sama
tima. En miðað við útsöluverð
mundu bensínbifreiðarnar þá eyða
16-faldri þeirri upphæð, sem
áætlun var fyrir rafmagnsblla.
Sjálfsagt þykir okkur gott að
spara, en ennþá mikilvægara
kannski að losna við eiturguf-
urnar, sem bilarnir blása i sívax-
andi mæli út í loftið.
— E.Pá.