Morgunblaðið - 31.08.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.08.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. AGUST 1974 11 Á SUMARDEGI Erlendur Jónsson SKÓLAÚTGÁFUR FYRIR nokkrum árum hóf bóka- útgáfan Skálholt að gefa út rit- verk, sérstaklega ætluð til lestrar í skólum — skólaútgáfur svokall- aðar, og hefur því verið haldið áfram til þessa dags. Alls hefur Skálholt þannig gefið út tólf bindi auk lesarkasafns með ritverkum sem minna fer fyrir: smásögum, ljóðum og svo framvegis. Ríkisút- gáfa námsbóka hefur einnig — auk margra safnrita — gefið út heil verk með þessum hætti. Fleiri útgáfufyrirtæki hafa gefið út bækur í sama augnamiði, en í minna mæli. Skólaútgáfan er að því leyti frábrugðin venjulegri útgáfu til almennra nota að skýr- ingar fylgja neðanmáls, einnig spurningar varðandi efnið sem nemendum er ætlað að svara. Frá- gangur bókanna er líka íburðar- laus — til að stilla verði í hóf, býst ég við, sem þó hefur tekist mis- jafnlega. Kostir útgáfu af þessu tagi eru ótvfræðir, bæði fyrir nemendur og kennara. Áður var ekki völ á öðru en lesbókum með „úrvali": kvæðum, smásögum og köflum úr lengri verkum, þar á meðal Is- lendingasögum, ævisögum og ferðasögum, að ógleymdum skáld- sögum nítjándu og tuttugustu aldar höfunda. Sumar lesbæk- urnar eru hugvitlega samsettar eins og Lestrarbók Nordals; aðrar miður. Um Nordalsbók er það helst að segja að hún gefur svo gott bókmenntasögulegt yfir- lit varðandi þær aldir sem hún tekur til að tæpast verður á betra kosiö. Ýmsir hafa farið að dæmi Nordals, t.d. Kristján J. Gunnars- son í samantekt Skólaljóða er Rikisútgáfa Námsbóka gaf út fyrir nokkrum árum. En handa- hófslega gerðar lesbækur eru líka með þess konar samtíningi að maður spyr bara: handa hverjum, til hvers? Auðvitað er enginn nemandi orðinn þokkalega skól- aður fyrr en hann er búinn að fá bókmenntasögulega yfirsýn yfir allar aldir fslenzkra bókmennta, þar með taldar bókmenntir 15. til 17. aldar, sem eru fjölskrúðugri og — skemmtilegri en margur hyggur! En vitaskuld er engin meining í þess konar námi að lesa heil kvæði og heilar smásögur aðeins en aldrei nema parta úr lengri verkum, t.d. skáldsögum. Og þar er aftur komið að þörfinni fyrir skólaútgáfur. Slfk útgáfu- starfsemi verður enn að teljast á frumstigi hérlendis, þrátt fyrir lofsvert framtak áðurnefndra út- gefenda. Til frambúðar er hún lftils virði nema hún spanni allar íslenzkar bókmenntir frá upphafi til samtfðar, þannig að öll okkar höfuðrit séu jafnan tiltæk í þess konar formi. Ég á ekki við allt sem prentað hefur verið á Islandi og markvert getur talist, síður en svo, heldur einungis þau rit sem hæst ber og telja verður ótvírætt merkileg frá listrænu og bók- menntasögulegu sjónarmiði séð; raunveruleg öndvegisrit, hef þá í huga að safnrit og lesbækur verði eftir sem áður notaðar til bók- menntalestrar; læt mér því til hugar koma að svo sem fimmtfu skólaútgáfur sem tiltækar væru á hverjum tfma gætu talist spor f áttina. En þá er að vfsu miðað við höfuðrit fyrst og fremst. Eitt slíkra rita tel ég t.d. Islands- klukku Laxness. öðru máli gegnir um Brekkukotsannál; hann hefði að minum dómi mátt reka lestina meðal rita Laxness. (Skálholt hefur gefið út báðar bækurnar) að minnsta kosti ekki þurft koma fyrr en á eftir Sjálfstæðu fólki og Heimsljósi. Eftir ölaf Jóh. Sigurðsson hafa verið gefin út Litbrigði jarðarinnar, og þar finnst mér hafa verið byrjað á réttum enda. Og enga sögu Haga- líns tel ég betur einkennandi fyrir höfund sinn en Kristrúnu í Hamravík sem Rfkisútgáfa náms- bóka hefur gefið út; þar með er sá höfundur réttilega afgreiddur. Fimmtíu bækur samtfmis á markaði — það teldi vfst enginn ofrausn, enda er með þeirri tölu ekki miðað við eitthvert hugsan- legt og fullkomið takmark, heldur hitt hvað ætti að vera unnt með góðu móti og við núverandi að- stæður. En þá tjóir heldur ekki að skólar landsins séu allir og alltaf að kenna sömu bækurnar, heldur verða kennarar og nemendur að vera frjálsir að velja og hafna eftir sínu höfði; þvf aðeins og engan veginn öðru vísi er fjöl- breytni í skólaútgáfu hugsanleg. Á síðari árum hafa samræmd próf farið í vöxt. Þrátt fyrir það hefur að minnsta kosti gagn- fræða- og miðskólum verið í sjálfsvald sett hvaða bækur væru notaðar til kennslu í málfræði, setningarfræði og málnotkun f hverjum skóla fyrir sig. Ég tel að hið sama eigi að gilda um bók- menntatexta. Próf í menntaskól- unum hafa ekki verið samræmd enn sem komið er, enda er menntaskólanemendum veitt nokkurt frelsi til að velja sér bók- menntalegt lesefni til prófs; velja eftir listum sem kennarar taka saman og fá þeim f hendur. Bókmenntaáhugi ungs fólks Fjölmenni við útför Snaebjarnar Jónssonar Björk, 28. ágúst. UTFÖR Snæbjarnar I. Jónssonar, skrifstofustjóra Kfsiliðjunnar h.f., fór fram f dag frá Reykja- hlfðarkirkju að viðstöddu miklu f jölmenni. Snæbjörn varð bráðkvaddur 21. þ.m. Hann hafði þá verið tæp 5 ár skrifstofustjóri hjá Kísiliðjunni. Snæbjörn var fæddur í Reykjavík 17. ágúst 1930 og var því rétt orðinn 44 ára er dauða hans bar að höndum. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir Einarssonar i Reykjahlið f Mývatnssveit og Jón Egilsson ættaður úr Borgarfirði, lengi bílstjóri hjá Mjólkursam- sölunni. Snæbjörn vann mörg ár við verzlunar- og skrifstofustörf í Reykjavík, mest hjá S. í. S. og Dráttarvélum h.f. Hann tók mikinn þátt í íþróttum á sínum unglingsárum. Hann var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Herðubreiðar í Mývatnssveit. Eftirlifandi kona Snæbjarnar er Þórunn Andrésdóttir Kjerulf, ættuð úr Borgarfirði og áttu þau 3 börn. Mikill sjónarsviptir er að Snæ- birni Jónssyni og hans skarð verður áreiðanlega vandfyllt. Blessuð sé minning hans. Kristján. Aðalfundur Bridge- félags Hafnarfjarðar AÐALFUNDUR Bridgefélags Hafnarfjarðar verður haldinn f dag, laugardaginn 31. ágúst 1974 og hefst stundvislega klukkan 15. Dagskrá fundarins verður með venjulegum hætti nema hvað verðlaunaafhendingu fyrir síð- íjstd keppnisár (’73—4) verður bætt inn í skýrslu stjórnar. Fundurinn verður haldinn f veit- ingahúsinu Skiphól. Þeir sem verðlaun eiga inni hjá félaginu eru beðnir að mæta svo og aðrir félagsmenn og velunn- arar félagsins. Stjórnin. hefur farið vaxandi, sumpart fyrir hvatning góðra kennara, sumpart vegna tfsku. Hins vegar mátti ætla að athafnaleysi vald- hafa að dæma undanfarin ár að þeir teldu bækur með öllu óþarfar í skólum. Skóli er teikn- aður með útskotum, krabba- gluggum og öðru skrauti til að auka hróður arkítektsins sem teiknar og stjórnmálamannsins sem hefur „útvegað fé til fram- kvæmdanna", en enginn lætur sér til hugar koma stað fyrir þó ekki væri nema smæstu tegund bókasafns sem er þó forsenda þess að hægt sé að kenna ungu fólki að umgangast bækur á menningarlegan hátt. Spurnir hef ég þó haft af því að á teikningum af skóla nokkrum hafi verið gert ráð fyrir bókasafni, en fræðsluráð viðkomandi staðar hafi litið á það eins og hverja aðra hugaróra og fjarstæðu og ráðstafað salar- kynnum þeim sem safninu voru ætluð umsvifalaust til annarra nota. Vonandi eru til gagnstæð dæmi þó mér sé ekki kunnugt um þau. Nema hvað í fáeinum skólum Reykjavíkur eru reyndar starf- rækt bókasöfn, með sérmenntuðu starfsliði meira að segja. Mildur? Já,en ekkivið fítu og matarleifar. Palmolive-uppþvottalögurinn er mjög áhrifamikill og gerir uppþvottinn Ijómandi hreinan og skínandi — jafnvel þótt þér þurrkið ekki af ílátunum. Jafnframt er efnasamsetningin í Palmolive þannig, að hann er mjög mildur fyrir hendurnar. Prófið sjálf... Palmolive í uppþvottinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.