Morgunblaðið - 31.08.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.08.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. AGUST 1974 Veizlan í búinu Höf. Ármann Kr. Einarsson Annan sunnudaginn, sem ég dvel á Fossi, veiti ég því athygli skömmu eftir að ég kem á fætur, að farið er að rjúka úr mjóa strompinum á búinu hennar Rósu, uppi í brekkunni. Litlu seinna kemur Rósa blaðskellandi til mín. Jæja, nú ætla ég að halda smáveizlu í dag fyrir vini mína, segir hún brosandi. Þú minntist á það um daginn, hvort ég ætlaði ekki að bjóða þér. Og auð- vitað ert þú fyrsta „manneskjan“, sem ég býð. Þakka þér fyrir, húsmóðir góð, svara ég hlæjandi. Það er ekki á hverjum degi, sem manni er boðið í veizlu með jafn ágætum gestum og hvolpi, kisu og lambi. Satt að segja finnst mér þetta meira en lítið spaugilegt. Rósa veit ekki, hvernig hún á að taka þessum galsa mínum. Snöggvast verður svipur hennar alvarlegur, og mildur tregi speglast í dökkum augunum. Oft eru dýrin betri en mennirnir, segir hún eftir Strákurinn hafði farið mjög vel búinn að hvers konar leikföngum og tækjum til að eyða deginum niðri á ströndinni. Hann hafði reyndar tekið of mikið með sér — þaö eru á myndinni þrír hlutir, sem hann gat vel skilið eftir heima því þeir áttu ekki heima með hinu dótinu, sem hann tók með sér. andartaks þögn. En ég á ekki við þig, Magga mín, ég veit, að þú ert eins góð og dýrin. Ný hláturhviða brýzt fram. Um leið og Rósa sleppir orðunum, er henni ljóst, hve kátlega þau hljóma, og hún fer sjálf að skelli- hlæja. Jæja, það er gott að vita, að ég er ekki verri en Snati, Brandur og Mjallhvít litla, svara ég. Ég spyr Elínu húsfreyju, hvort ég megi ekki leika mér dálitla stund með Rósu. Það er nú annað hvort, að þú fáir að leika þér á sunnudegi. Ég er nú ekki svo vinnuhörð að banna þér það, svarar Elín brosandi. Ég flýti mér af stað með Rósu. Ég meira að segja hleyp á undan henni upp brekkuna. Það hlýtur að vera gaman að koma í kofann, þegar búið er að kveikja upp í litlu hlóðunum. Nei, bíddu nú svolítið, Magga, kallar Rósa til mfn. Þú verður að hjálpa mér með gestina, það getur stundum verið svo skrambi erfitt að koma þeim uppeftir. Ég hafði ekki hugsað út í, að veizlugestirnir væru svona óþekkir. Flestir láta nú ekki standa á sér, þegar þeir eru boðnir í veizlu. En auðvitað hjálpa ég Rósu með glöðu geði. Rósa ber Brand í fanginu, og ég Snata, en Mjallhvít litla skokkar á eftir. Hún er örugg að elta. Hún er svo hænd að mér, síðan ég fór að gefa henni, að hún hleypur til mín og eltir mig, hvar sem hún sér mig. Þegar öll hersingin er komin inn i kofann hennar Rósu, lokar hún vandlega hurðinni. Það er vissara að láta ekki dyrnar standa upp á gátt, segir Rósa og lítur glettnislega til mín. Gestirnir geta átt það til að hlaupa í burtu, þegar minnst varir, og nást kannski ekki aftur fyrr en eftir mikinn eltingarleik. Rósa biður mig að gæta gestanna, þeir eru vísir til að ólmast og brjóta eitthvað inni, ef þeir eru látnir sjálfráðir. Sjálf snýr Rósa sér að eldamennskunni. Glóðin er farin að dvína í hlóðunum, svo Rósa bætir á þurrum sprekum. Þá blossar eldurinn upp að nýju, og römmum reyk slær út í kofann. Ég verð að grípa fyrir nefið og munninn, en sem betur fer finnur reykurinn fljótlega leið upp um strompinn. ANNA FRÁ STÓRUBORO - saga frá sextándu öld eftir Jón Trausta sínu. Hann rifjaði upp fyrir sér eldgamlar útlagasögur og lifði þær upp í huganum. Grettir Ásmundsson og Gísli Súrs- son urðu hans menn, — menn, sem eltir höfðu verið eins og villidýr landshornanna á milli og ekkert friðland áttu annað en skútann, sem þeir fundu af tilviljun í hvert skiptið, eins og hann hefði þá verið skapaður í skyndi handa þeim, — menn, sem ást og velvild og aðdáun fylgdi hvar sem þeir flæktust, og heil þjóð hóf til hásætis í sögum og söngvum, eftir að þeir höfðu liðið eins konar píslarvættisdauða fyrir ranglæti og ójöfnuð mannanna. Hjalti sat framan við tjaldið og sólin skein inn til hans. Við hlið hans lá „stundastyttingin“; það var að þessu sinni hliðarfjöl í kistil, sem hann var að skera út. Tréspænimir lágu á hnjánum á honum og allt í kringum hann, en hann varð að varast að láta þá hrynja fram af berginu, svo að þeir vektu ekki athygli manna. Merkið um hættu var á bænum í Fit. Hjalti hafði lagt frá sér verkið og starði hugsandi fram fyrir sig. Skuggar skýjanna liðu yfir flatneskjima fyrir neðan hann, og suður við sandana reis brimið eins og fannhvít jökulskör. Markarfljót rann um þessar mundir austur með fjöllunum, alla leið austur undir Hvamm, og fram hjá hellinum rann það rétt fyrir neðan brekkurætumar. Þar niðaði það þungt á eyrunum og velti fram leirgulum öldunum. Á eyrunum handan við fljótið voru hjarðir, eins og lambahópar væru þar þétt setnir, en við og við flugu „lambahóparnir“ upp og settust aftur, því að það voru ekki lömb, heldur veiðibjöllur. Á fitjunum niður við fljótið var Brúnn hans á beit, — hesturinn, sem skapað hafði hamingju hans og síðan útlegð hans, sama árið sem hann var í heiminn borinn, og nú beið hans eins og trúr þjónn, hvenær sem á honum þyrfti að halda. Nú var látið heita svo sem Steinn á Fit ætti hann, hefði fengið hann í hestakaupum við Hjalta. Fyrstu dagana hafði klárinn leitað jafnt og þétt austur eftir, en þó aldrei strokið. Nú var hann orðinn hagspakur. Það var sem fyndi hann á sér, að eigandinn væri ekki langt frá honum. Alls konar fénaður var á víð og dreif um fitjamar og brekk- umar, alla leið upp að berginu. Það var líkast því, að hann sæti yfir öllum þessum fénaði og hefði gát á hverri skepnu. Kindurnar voru nærgöngulastar; þær hurfu inn undir berg- skörina fyrir neðan hann. Smaladagarnir komu aftur til hans í einverunni með gleymdar gleðistundir. Tveir hrafnar liðu í loftinu langt fyrir neðan hann. Fjaðrimar þutu og svört bökin gljáðu. I sömu svipan þaut gráhvítur fálki eins Hér er smávegis fyrir fyrirhöfnina. Ulla — Úlla, brauðsneið- in er til. Mijá — Míjá — Míjá. Jæja, gleðilegt, þá er mín vakt búin. Hann áttu eldri hjón, sem aðeins notuðu hann, er þau áttu erindi í bank- ann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.