Morgunblaðið - 31.08.1974, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. AGtJST 1974
21
BRUÐURIN SEIvr
HVARF
Eftir Mariu Lang
Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir
41
að flytjast búferlum til Frakk-
lands...
— Fór konan hans með honum?
— Já, það er nú líklegt. Við
heyrðum ekki oft frá honum. En
um jólin skrifaði Mats nokkrar
línur og sagði okkur, að konan
lægi fyrir dauðanum af krabba-
meini. Og svo dó hún í marz. Hún
var jarðsett í Frakklandi og það
liðu nokkrir mánuðir þar til Mats
kon heim. En svo ... spuri hann,
hvort hann gæti fengið húsið
hérna og okkur var það gleðiefni
að geta orðið við þeirri bón hans.
Eg ... ég var satt að segja að vona
hann myndi reyna að kippa þessu
i lag með stúlkuna héðan og hann
fengi nú loks tækifæri til að njóta
dálítillar hamingju ...
— Stúlkan, sagði Christer
beizklega — var í þann veginn að
giftast öðrum manni. Og nú hefur
hún verið myrt og hann ...
— Myrt? Þér ... eigið þó ekki
við, að það hafi verið Anneli
Hammar, sem hann var ástfang-
inn af? Hún, sem hvarf rétt fyrir
brúðkaupið og sem ...? Nei, þetta
er allt of skelfilegt til að ég geti
sætt mig við það.
— Segið mér frú Carlmark.
Teljið þér, að Mats Norrgárd
hefði getað framið morð? 1 af-
brýðiskasti eða vegna örvænting-
ar og sakir allrar þeirrar mæðu,
sem hann hafði orðið að byrgja
inni með sér árum saman.
Hún íhugaði málið en sagði síð-
an afdráttarlaust:
— Nei alls ekki. Kannski sjálfs-
morð. En ekki morð. Alls ekki.
— En, sagði Anders Löving,
þegar hún var farin — annað er
forsenda hins. Ef hann hefur ekki
fyrst rekið Anneli í gegn með
hnífi þá hefði hann varla farið að
hengja sig í tré á eftir.
Christer hristi höfuðið fullur
efasemda.
— Hefurðu aldrei heyrt um
elskendur, sem fylgdust að í dauð-
ann?
Velvakandi svarar I slma 10-100
kl. 10.30 — 11.30, frá mánudegi
til föstudags.
• Hólaskóli
í Hjaltadal,
— og annars
staðar ekki
Húnvetningur nokkur kom
og lagði þetta á borðið hjá okkur
um daginn, heldur gustmikill:
„I þessu stutta hraðbréfi til Vel-
vakanda vil ég vekja athygli á þvf,
að það er og hefur verið aðeins
einn Hólaskóli á íslandi.
Það er útilokað að nefna nýjan
barna- og unglingaskóla hér í
Reykjavík og reyndar hvar sem er
Hólaskóla, nákvæmlega eins og
það er að mfnu mati útilokað, að
stofnað verði nýbýli, sem hlyti
nafnið Bessastaðir.
Það ber að varast að nefna tvær
stofnanir sama nafninu.
Ilúnvetningur."
Við erum algjörlega sammála
Húnvetningum. Það er ankanna-
legt að heyra þennan skóla kall-
aðan Hólaskóla, og það hljóta að
vera fjöldamörg nöfn önnur, sem
til greina geta komið.
Við höfum heyrt fleiri tala um
þetta, og þætti ekki úr vegi að
þessi nafngift yrði tekin til endur-
skoðunar.
0 Fjallapríl
Eyjamanna
í f jarlægum
heimsálfum
Hér fer á eftir bréf, sem
eflaust getur orðið tilefni nokk-
urra deilna:
— Kannski hjá Shakespeare
gamla, sagði Löving kuldalega. —
ekki hér. Og bætti svo við og
brosti út í annað munnvikið.
— Og hvernig hefurðu hugsað
þér þetta? Ég bara spyr. Anneli
Hammar er rekin f gegn af ein-
hverjum óþekktum bófa og sfðan
fellur Mats fyrir eigin hendi?
Eða er þau bæði fórnarlömb
herra X? Niðurkenndu bara,
að kenning mín er mun
trúlegri. Anneli fær bréf dag-
inn fyrir brúðkaup sitt. Það
er frá Mats Norrgárd, sem þá
er staddur hér í bústaðnum. Hún
fer á fund hans til að segja hon-
um, að öllu verði að vera lokið
milli þeirra. Hann verður örvita
af afbrýðissemi og neyðir hana til
að vera hjá sér svo að hún kemst
ekki í tæka tið til brúðkaups síns.
Þegar hún að lokum ákveður að
flýja, veitir hann henni eftirför
og drcpur hana. Hann verður síð-
an gripinn skelfingu og samvizku-
biti og ákveður að fyrirfara sér.
En Christer virti hugsi fyrir sér
sfðustu teikningar unga málar-
„Kæri Velvakandi.
Það er leiðinlegt að finna sig
knúinn til svoddan skrifa, en ein-
hver verður að stinga á kýlinu.
Sárafátækir Grænlendingar
reyttu saman töluverðu fé til þess
að koma nágrannaþjóðinni til
hjálpar þegar þeir fréttu af eld-
gosinu í Vestmannaeyjum og því,
sem dundi yfir þjóðina 23. janúar
1973.
Margur hefur sennilega látið
þar sinn næstsíðasta eyri, og svo
voru það allir hinir, — þ.e.a.s. við,
sem fórum að beiðni yfirvalda og
réttum hjálparhönd.
Ekki megum við gleyma öðrum
þjóðum, því þá sannaðist, að tii er
bróðurþel á norðurslóðum. Stór-
höfðinglegar gjafir bræðraþjóð-
anna á Norðurlöndum og margra
annarra eru sannarlega minnis-
varði um gott fólk, sem þau lönd
byggði á því herrans ári 1973.
En varla voru gjafirnar fyrr
komnar en blöðin skýrðu okkur
frá því, að margir ungir Vest-
mannaeyingar væru á förum suð-
ur í Alpa til að klifra þar upp á
fjall. Þetta var gert að einskonar
„núrneri" í blöðum.
Mér fannst þetta til skammar.
Þessir aurar áttu að fara til upp-
byggingar í Eyjum eða til sam-
eiginlegrar uppbyggingar þar.
Látum nú vera ef piltarnir
hefðu laumast suður til Alpanna
svo lftið bar á, en að útbásúnera
það út um allar jarðir var smekk-
leysa.
Nú, meðan verið er að grafa
húsin upp í heimabyggð þeirra og
mikil vöntun er á höndum og fé,
auglýsa þeir einu sinni enn fjall-
gönguferð, að þessu sinni til
Kenya f Afríku. Já, ekki aðeins
fjallgönguferð, heldur safari og
sólbaðsferð, — sannkallaða mak-
ans. Hann horfði á brosandi og
hamingjusamt andlit ungu stúlk-
unnar, hvar hún baðaði sig f lilju-
breiðunni. Og hann var sannfærð-
ur um, að hún hafði ekki verið
neydd til neins. Hún hefði af fús-
um og frjálsum vilja valið ...
Og svo?
Og alltaf kom þetta: hvað svo?
En honum fannst sem hann hefði
á einhvern óáþreifanlegan hátt
þokazt nær lausn gátunnar.
Fingraför Annelis var að finna
um allt húsið, sömuleiðis fingra-
för málarans. Lögreglumaður
kom með eitthvað í hendinni. Það
var plasthettan, sem Anneli hafði
notað um höfuðið. Hún hafði ver-
ið falin f runna skammt frá hús-
inu. En hvers vegna hafði hún
verið tekin upp úr töskunni og
falin þarna?
Hvers vegna? Hvers vegna?
Christer Wijk var alls ekki
sömu skoðunar og Löving — að
málið hefði hér með verið upp-
lýst. En hann lét það afskipta-
laust, þegar lögreglustjórinn tjáði
sig skorinorður á blaðamanna-
indaferð, sem auðugt fólk leyfir
sér kannski einu sinni á ævinni.
Þeir ku ætla að „kanna“ eitt-
hvert gamalt eldfjall!
Eru eldfjallafræðingar með i
ferðinni? Eru jarðfræðingar með
í ferðinni?
Þetta litur kannski vel út í
blaðafréttum, og gaman hlýtur að
vera fyrir þá að geta státað af að
hafa staðið uppi á einhverjum
„Mont“-tindi, en hvað um öskuna
og heimabyggðina, sem hinir eru
að grafa upp úr gjallinu?
Hvað skyldu þeir nú halda, sem
sendu jafnvel aura, sem þeir gátu
naumast af séð vegna fátæktar,
en lesa nú annan pistil um
„Mont“-tindaferðalög þeirra alls-
lausu Eyjaskeggja, sem misstu
heimili sín í gosinu?
Þetta er okkur til minnkunar,
og að minnsta kosti er það krafa
okkar að þetta brambolt „eyja-
Mont-tinda-peyja“ sé ekki látið
angra okkur meira en orðið er f
fjölmiðlum.
Þessi aurasóun er ekki aðeins
þeim sjálfum til skammar heldur
þjóðinni allri.
Einn þeirra, sem gáfu.“
Þetta er ungt og leikur sér, eins
og kerlingin sagði. Hins vegar má
það vera bréfritara nokkur
huggun, að sameiginlegt flug-
félag bræðraþjóðanna á Norður-
löndum mun hafa kostað kappana
til fararinnar, þannig að bein
fjárútlát eru líklega minni en
gera mátti ráð fyrir. Auk þess
hafa landkönnuðirnir áreiðanlega
þörf fyrir sitt sumarfrí eins og
hver annar.
0 Að varðveita
menninguna
Gísli Sigurðsson, sem starf-
fundi á hótelinu. Hann sá fyrir
sér fyrirsagnir blaðanna:
MORÐINGINN SVIPTI SIG
LÍFI EFTIR ÖDÆÐIÐ.
AFBRVÐISEMI OLLI BROÐAR-
MORÐI.
Kannski hafði Löving á réttu að
standa?'
Og ef ekki varð síðar að leið-
rétta þetta. Ef þeir kæmust þá
einhvern tima að annarri niður-
stöðu. En hann var í aðra röndina
feginn að géta um hríð dregið
andann léttar.
Hann varð að gefa sér tíma til
að raða öllum litlu brotabrot-
unum saman og reyna að fá fram
heildarmyndina. Og að hugsa ...
Það sem eftir var dagsins varð
þó ekki mikið ráðrúm til heila-
brota. Vegna atburða í Örebro
hélt Löving á brott í skyndi og lét
Christer og Leo Berggren um að
leiða Anneli-málið til lykta.
— Og ég skal segja þér, sagði
Christer við Berggren — að á
meðan ég hef ekki afdráttarlaus-
ar sannanir fyrir hinu gagnstæða
ætla ég mér að ganga út frá því
sem gefnu, að Mats Norrgárd hafi
einnig verið myrtur. Við byrjum
með að rannsaka hvað vinir okkar
hafa verið að dunda í nótt.
Christer fékk sér kaffi og smurt
brauð sér til hressingar og síðan
gekk hann í áttina að verksmiðju-
byggingunni. Hann hitti Jóakim
fyrir í forstjórastólnum. Og hann
var vel klæddur eins og fyrri dag-
inn, sléttgreiddur og kurteis i hví-
vetna. Hann horfði forvitnislega á
Christer og sagði:
— Hverju get ég þakkað heiður-
inn? Eruð þér með handtöku-
skipun upp á vasann, eða er mein-
ingin að skrafa vítt og breitt um
lífið og tilveruna?
— Já, því ekki það, svaraði
Christer, dró fram pípu sina og
sagði: — Erindi mitt er reyndar
að spyrja yður hvernig þér sváfuð
í nótt?
Jóakim lyfti brúnum í ósvikinni
undrun:
— Ja, þvilik umhyggja! Eruð
þér alltaf svona hugsunarsamur
ar í pósthúsinu I Neshaga 16
hringdi. Hann sagðist nýlega hafa
farið í nokkrar bókabúðir til að
skoða hvernig hin margumtalaða
islenzka menning væri á vegi
stödd.
Þar hefði verið sægur bóka,
eins og lög gera ráð fyrir, á öllum
mögulegum erlendum málum.
Einnig hefði sums staðar verið
mikið um svokallaðar klámbæk-
ur. Þá hefði hann brugðið sér inn
í sjoppu eitt kvöldið til að kaupa
sér sigarettupakka, og þar hefði
verið sömu sögu að segja, en þær
bækur, sem þar hefðu verið á
boðstólum, hefðu reyndar verið á
íslenzku.
Síðan sagðist hann hafa farið að
velta þvi fyrir sér hvort þetta
væri hin islenzka menning, sem
verið væri að vernda með tak-
mörkun Keflavikursjónvarpsins.
Siðan sagði GIsli:
„Nú veit ég, að það er margt
aldrað fólk, bæði nágrannar mínir
og aðrir, sem horfir mikið á Kefla-
víkursjónvarpið þegar ekkert er I
þvi íslenzka, t.d. síðari hluta dags.
Hvers vegna er verið að svipta
þetta fólk því að geta horft á góða
skemmtun.
Er íslenzk menning ekki í jafn
mikilli hættu þótt lokað verði fyr-
ir Keflavikursjónvarpið?
Hvers vegna megum við ekki
heyra og sjá annað en það, sem
ríkisvaldið skammtar okkur?
Ef Keflavíkursjónvarpið er
svona menningarsnautt, eins og
sumir vilja vera láta, hvers vegna
í ósköpunum er þá verið að hafa
fjölda kennara í vinnu við að
kenna fólki erlend tungumál?
Eða er kannski einhver regin-
munur á því, sem maður sér, |
heyrir eða les?“ •
Vélverk h.f.
Bílasala
Seljum í dag:
Fiat 128 '74.
Fiat 127 73.
Mercedes Benz '62, '65 og '69.
Chevrolet Nova '65, '68 og '69.
Volvo 144 '67. Skipti á nýleg-
um amerískum.
Saab '65.
Chevrolet Pickup '72.
Renault R 4'74.
Frambyggður rússajcppi með
dieselvél árg. '66.
Willys '55, '64, '74.
Skátjeppi '66.
Bronco '66.
Volkswagen '62, '66, '67, og
'69.
Volvo M 86 3ja öxla árg. 19 72.
Opið í dag laugardag.
Leitið upplýsinga
og látið skrá bílinn
á sölulista hjá okkur.
Vélverk h.f.,
bílasala.
Sími 85710 og 85711.
Bifneiðasala
Notaóirbilartilsölu
WagoneerW8 beinskiptur'70.
Willys ekinn 47 þús km. Ný
blæja. Arg. '65.
Datsun Coupé 1 200'71
Hornet 4ra dyra. Gott verð. '71.
Simca GSL 4ra dyra '71.
Willys með húsi. Gott stað-
greiðsluverð. '65.
Hunter Super '71.
Volkswagen 1300 ekinn 32
þús. km '72.
Sunbeam 1 500 Super ekinn 20
þús km. '73.
Willys með blæju. Tilboð. '67.
Hunter, góður bill '67.
Volkswagen. Þarnfast viðgerðar.
'65.
Wagoneer '64 og '70.
Humber Scectre sjálfskiptur ’70.
B.M.W. 1600 2ja dyra'69.
Chevrolet Vega ekinn 13 þús.
km. '73.
Rambler Classic 4ra dyra '67.
Datsun Cherry '74. Óskráður nýr
bill.
Mjög gott staðgreiðsluverð.
Tökum góðar bifreiðar i umboðs-
sölu.
Veitum örugga, fljóta og góða
þjónustu.
Allt á sama stáð
EGILL.
VILH J ALMSSOM
HR
Mmgayegi 118-Simi 15700
é>573 COSPER
Konan yðar lenti í bílslysi — nei bíllinn skemmdist
ekkert.
VELVAKAINIDI