Morgunblaðið - 31.08.1974, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGUST 1974
Virða verður
sjálfstæði Kýpur
— segja utanríkisráðherrar Norður-
landa að loknum fundi sínum
TVEGGJA DAGA löngum fundi
utanrfkisráðherra Norðurlanda
lauk f gær með blaðamannafundi
á Hótel Sögu, þar sem fundir ráð-
herranna hafa farið fram. Mörg
mál voru rædd á fundunum, og
meðal þeirra ófriðurinn á Kýpur.
í tilkynningu, sem gefin var út
að loknum fundi ráðherranna láta
þeir í ljós áhyggjur yfir áfram-
haldandi spennu á Kýpur og lýstu
jafnfram von sinni, að hlutaðeig-
andi aðilar virði vopnahléð og
fána Sameinuðu þjóðanna og að-
stoði á allan hátt friðargæzlusveit-
ir S.þ. í störfum sínum.
Eins og kunnugt er hafa Finnar
og Svíar gæzlulið á eyjunni. Það
hefur oft verið hindrað í störfum
og jafnvel orðið fyrir manntjóni
af völdum tyrkneska innrásarliðs-
ins. Kom fram á fundinum, að
finnska og sænska stjórnin hafa
sent tyrknesku stjórninni mót-
mæli vegna þessa, en þau mót-
Geir Hallgrfmsson
mæli verða áréttuð, þegar Ecevit,
forsætisráðherra Tyrklands, kem-
ur í opinbera heimsókn til Norð-
urlanda á þessu ári.
Jafnframt segir í tilkynningu
ráðherranna, að þeir vilji leggja
áherzlu á mikilvægi áframhald
samningaviðræðna og að
lausn verði að byggjast á viður-
kenningu á sjálfstæði og fullveldi
Kýpur.
Þá fögnuðu ráðherrarnir þróun
í átt til lýðræðis í Portúgal og
Grikklandi og lýstu velþóknun
sinni á þeirri ákvörðun Portúgal
stjórnar að hraða sjálfstæði ný-
lendna sinna.
Fögnuðu þeir sjálfstæði
Guineu-Bissau og lofuðu stuðn-
ingi við umsókn landsins um aðild
að S.þ. Létu ráðherrarnir jafn
framt f ljós von um, að viðræður
um sjálfstæði Mozambique og
Angóla leiddu til jákvæðrarniður-
stöðu.
Ástandið í öðrum hlutum Suð-
ur-Afríku var einnig til umræðu,
og segir í tilkynningu ráðherr-
anna, að kúgun Afríkumanna hafi
aukizt í Nambíu, Ródesíu og Suð-
ur-Afríku, og lýstu þeir ásetningi
sfnum að vinna áfram að því, að
viðskiptabann á Ródesiu komi til
raunverulegra framkvæmda og
að því að koma á alþjóðlegum
þrýstingi gegn apartheid stefnu.
Þá lýstu ráðherrarnir áhyggj-
um sínum yfir þróun mála f Chile
og auknum pólitískum ofsóknum
og hvöttu stjórnina þar til að láta
af þeim.
Um lausn deilu landanna fyrir
botni Miðjarðarhafs sögðu þeir,
að taka yrði tillit til löglegra rétt-
inda Palestínumanna. Þeir hvöttu
deilandi aðila í Víetnam að virða
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík:
Forsætisráðherra talar
á fundi á mánudag
Geir Hallgrfmsson, forsætisráð-
herra, heldur ræðu á fundi sjálf-
stæðisfélaganna f Reykjavfk n.k.
mánudagskvöld. Forsætisráð-
herra mun ræða um aðdraganda
og myndun rfkisstjórnar Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins og gera grein fyrir
stefnuyfirlýsingu rfkisstjórnar-
innar.
Fundurinn verður haldinn að
Hótel Sögu, Súlnasal, mánu-
daginn 2. september n.k. og hefst
kl. 20.30.
Norrænu utanrfkisráðherrarnir, frá vinstri Sven Andersson, Svfþjóð, Ahti Karjalainen, Finnlandi, Knut
Frydenlund, Noregi, Einar Ágústsson, og Ove Guldberg, Danmörku. Ljósm. Mbl. Sveinn Þorm.
Parísarsamkomulagið og létu f
Ijós vilja til að leggja sitt af mörk-
um til uppbyggingar f Indókína.
Ráðherrarnir hvöttu einnig hin
tvö rfki Kóreu að halda áfram
viðræðum sínum með sameiningu
ríkjanna fyrir augum.
Mörg önnur mál voru til um-
LEITIN að Bjarna Sigurðssyni
frá Ólafsvík var haldið áfram á
vestanverðu Snæfellsnesi f gær,
en án árangurs. Þá leituðu um 30
manns. 1 dag er fyrirhugað að
halda leitinni áfram, og ef ekkert
kemur fram, sem bendir til
hvarfs Bjarna, verður henni hætt
um helgina.
Allt vestanvert Snæfellsnes
ræðu, eins og afvopnunarráð-
stefnan f Vín, öryggismálaráð-
stefnan f Helsinki, hafréttarráð-
stefnan í Caracas og sjálfstæði
Bangladesh.
Allir utanrfkisráðherrar Norð-
urlanda sóttu fundinn.
hefur verið leitað mjög nákvæm-
lega og stundum hafa allt að 450
manns tekið þátt í leitinni.
Mönnum er með öllu óskiljanlegt,
að engin spor skuli finnast eftir
Bjarna, þvf hver hola og hver
gjóta á Nesinu vestanverðu hefur
verið rannsökuð, en hvergi hefur
neins orðið vart.
Útvarpsráð:
Engin ný
leikrit
kvikmynduð
fyrst um sinn
Á FUNDUM útvarpsráðs á
mánudag og fimmtudag I þess-
arri viku var fjallað um hinn
tröllaukna kostnað, sem fyrir-
sjáanlegur er við kvikmyndun
sjónvarpsins á Lénharði
fógeta. Eins og Mbl. hefur
skýrt frá, er talið að kostnaður
verði allt að 30 milljónum, en
áætlun hljóðaði upp á 5 millj-
ónir. Utvarpsráð hefur farið
fram á að fá nákvæmt yfirlit
yfir kostnað allan við gerð
myndarinnar.
Vegna þess máls samþykkti
útvarpsráð á fimmtudaginn, að
þangað til annað verði ákveðið,
verði ekki fleiri ný leikrit
tekin til vinnslu hjá sjónvarp-
inu.
Mbl. hafði í gær samband við
Pétur Guðfinnsson, fram-
kvæmdastjóra sjónvarpsins, og
spurði hann, hvaða áhrif þessi
ákvörðun hefði á störf sjón-
varpsins. Pétur sagði, að
áherzla væri á það lögð, að
taka ieikrit upp á tímabilinu
15. maí til 1. október. Hins
vegar stæði til að taka tvö leik-
rit upp í haust, Elsu eftir Ástu
Sólveigu og Póker eftir Björn
Bjarman. Elsa verður kvik-
mynduð eins og til stóð, í
byrjun september, en kvik-
myndun á Póker verður
frestað. Þá liggja fyrir nokkur
handrit, svo og hugmyndir, og
verður ekkert frekar unnið í
því efni.
Leitin að Bjarna Sig-
urðssyni án árangurs
Flestir þeir, sem hafa komizt úr kauptúnum á Snæfellsnesi, hafa tekið
þátt I leitinni að Bjarna Sigurðssyni. A þessari mynd sést vörubfll
leggja af stað með flokk leitarmanna. Ljósm. Bæring Cccilsson.
Hjartabíll fyrir Norðurland
Söfnun hafin með 340 þús.
Snorri Sigfússon, fyrrum skóla-
stjóri og námsstjóri, er níræður í
dag (31. ágúst 1974). í telefni
afmælisins afhentu börn og
Snorri Sigfússon
tengdabörn Snorra Blaðamanna-
félagi íslands f dag ríkistryggð
skuldabréf, sem nú eru að verð-
gildi 250 þúsund krónur, sem
fyrsta framlag til kaupa á hjarta-
bll eða svonefndum neyðarbíl
fyrir Norðurland. Gjöfin er gefin
til minningar um Hauk Hauksson,
blaðamann, sem var sonarsonur
Snorra og jafnframt fyrsta barna-
barn hans og fyrri konu hans,
Guðrúnar Jóhannesdóttur. —
Anna Snorradóttir afhenti gjöf-
ina fyrir hönd gefenda og sagði
við það tækifæri, að það væri von
og ósk gefenda, að þess yrði ekki
langt að bíða, að höfuðstaður
Norðurlands eignaðist hjartabíl á
borð við þann, sem Reykjavík hef-
ur nú fengið.
Þá hefur Leifur Haraldsson,
verkfræðingur, afhent Blaða-
mannafélaginu 25 þúsund krónur
frá sér, systrum sínum og fjöl-
skyldum þeirra af sama tilefni.
Sögðust þau vilja heiðra frænda
kr. framlagi
sinn, Snorra á afmælisdeginum
og minnast móður sinnar um leið,
en hún, Valgerður Björnsdóttir,
sem lést sfðast liðinn vetur, var
bróðurdóttir Snorra Sigfússonar.
Börn Snjólaugar Jóhannesdótt-
ur og Guðjóns Baldvinssonar frá
Skáldalæk í Svarfaðardal afhentu
Blaðamannafélaginu 30 þúsund
krónur og tóku fram að þetta væri
ekki minningargjöf, heldur gefið
til heiðurs afmælisbarninu.
Börn Halldórs Sigfússonar og
Guðrúnar Júlíusdóttur frá Dalvfk
afhentu Blaðamannafélaginu 5
þúsund krónur með afmælis-
kveðju til Snorra og til minningar
um foreldra sína, sem nú eru látn-
ir. Halldór var bróðir Snorra.
Sesselía Eldjárn, sem var for-
maður Kvennadeildar Slysa-
varnafélagsins á Akureyri frá
stofnun og þar til húji fluttist til
Reykjavíkur fyrir fáum árum, af-
henti Blaðamannafélaginu 5 þús-
und krónur í söfnunina. Hún
kvaðst það gleðja sig mjög, að
söfnun þessi skyldi hafin og
kvaðst vera sannfærð um, að
margir myndu heiðra Snorra ní-
ræðan með þvf að leggja málinu
lið.
Þá afhenti Björk Guðjónsdóttir,
formaður Samtaka Svarfdælinga f
Reykjavík, 25 þúsund krónur frá
félagsmönnum með árnaðarósk-
um og þökkum til Snorra, en
hann var upphafsmaður að stofn-
un þessa félagsskapar.
Blaðamannafélagi Islands hafa
því borist í dag 340 þúsund krón-
ur f söfnun þá, sem það hefur
ákveðið að beita sér fyrir til
kaupa á hjartabíl fyrir Norður-
land. Sá bíll yrði væntanlega rek-
inn frá Fjórðungssjúkrahúsi
Akureyrar og yrði í umsjá Akur-
eyrardeildar Rauða Krossins.
Haft hefur verið samráð fyrir
bæjarráð Akureyrar og Akur-
Haukur Hauksson.
eyrardeild Rauða Króssins um
þessa söfnun, og er þess að vænta,
að hún beri góðan árangur.
Blaðamannafélagið þakkar ætt-
ingjum og vinum Snorra Sigfús-
sonar framtakið og ekki sízt hon-
um sjálfum, sem hefur mikinn
hug á því að þetta mál nái fram að
ganga. — Um leið og félagið óskar
honum til hamingju með daginn
skal þess getið, að hann verður að
heiman f dag.