Morgunblaðið - 31.08.1974, Side 3

Morgunblaðið - 31.08.1974, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGUST 1974 3 Bankastjórn Seðlabanka Islands: Gengisbreytingin á að bæta við- skiptajöfnuð um 4000 millj. Bankastjórar Seðlabankans tilkynna gengislækkun. Jóhannes Nordal (t.v.) og Guðmundur Hjartarson. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. A FRÉTTAMANNAFUNDI hjá Seðlabanka tslands f gærmorgun, þar sem tilkynnt var um gengis- lækkun fsienzku krónunnar, las Jóhannes Nordal bankastjóri upp eftirfarandi greinargerð banka- stjórnar Seðlabankans: Hinn 21. ágúst sl. ákvað Seðla- bankinnn afnám gengisskrán- ingar og stöðvun gjaldeyris- viðskipta, þar sem hann taldi, að aðstæður til skipulegra gjald- eyrisviðskipta væru ekki lengur fyrir hendi vegna óvissu í gengis- og efr.ahagsmálum. Bankastjórn Seðlabankans hefur nú að höfðu samráði við bankaráð lagt til við ríkisstjórn- ina, að gengisskráning verði tekin upp að nýju n.k. mánudag, og verði þá markaðsgengi fslenzku krónunnar gagnvart bandarfsk- um dollar ákveðið sem næst 17% lægra en það gengi, er í gildi var, áður en gengisskráningu var hætt. Verður þá kaupgengi dollars kr. 118,30 og sölugengi 118,70, en gengi annarra mynta í samræmi við það. Hefur ríkis- stjórnin samþykkt þessa tillögu Seðlabankans. Mun hún leggja fram frumvarp til laga um sér- stakar ráðstafanir í sambandi við gengisskráninguna, einkum að því er varðar gengishagnað af út- flutningsvörubirgðum, og verða gjaldeyrisviðskipti ekki tekin upp að nýju, fyrr en lög um það efni hafa verið samþykkt á Alþingi. Sú gengisbreyting, sem nú hef- ur verið ákveðin, hefur þann tví- þætta tilgang að tryggja rekstrar- afkomu atvinnuveganna og bæta greiðslustöðuna við útlönd. Eins og kunnugt er, hefur afkoma út- flutningsatvinnuveganna farið mjög versnandi undanfarna mán- uði, bæði vegna kostnaðarhækk- ana hér innanlands og óhagstæðr- ar þróunar á ýmsum útflutnings- mörkuðum. Er fyrirsjáanlegt, að veigamiklar greinar útflutnings- framleiðslunnar verða að draga saman starfsemi sfna eða stöðva hana að mestu leyti, áður en langt um líður, ef ekkert er að gert. Er þvf yfirvofandi alvarlegur sam- dráttur í atvinnu samfara minnk- andi gjaldeyristekjum. Er gengis- breytingin sérstaklega við það miðuð, að hún geti með viðeig- andi hliðarráðstöfunum tryggt sæmilega afkomu útflutningsat- vinnuveganna við núverandi verðlag og markaðsaðstæður. Er þá m.a. gert ráð fyrir því, að ekki verði um að ræða áframhaldandi víxlverkanir kaupgjalds og verð- lags, heldur aðeins tiltölulega hóf- lega aukningu rekstrarkostnaðar vegna launauppbóta til láglauna- fólks og samsvarandi leiðrétting- ar á fiskverði. Einnig er gengisbreytingin við það miðuð, að hún bæti við- skiptajöfnuðinn við útlönd um allt að 4000 millj. kr. á ársgrund- velli, en það er svipuð fjárhæð og útlit er fyrir, að greiðsluhallinn við útlönd verði í heild á þessu ári. Enn fremur á hún að eyða þeirri óvissu um framtíðarverðgildi íslenzku krónunnar, sem svo mjög hefur ýtt undir spákaupmennsku og óeðlilega eftirspurn eftir gjald- eyri undanfarna mánuði. Stefnt verður að því næstu mánuði að halda meðalgengi íslenzku krón- unnar sem stöðugustu, enda þótt óumflýjanlegt sé, að um breyti- lega skráningu einstakra gjald- eyristegunda verði að ræða, þar á ári sem gengi allra helztu viðskipta- mynta, sem hér eru skráðar, er nú breytilegt frá degi til dags. Loks er rétt að leggja áherzlu á það, að þessa gengislækkun ber að skoða sem lið í i.v,~jðsynlegum heildarráðstöfunum i efnahags- málum, sem bankastjórn Seðla- bankans vonazt til, að fram- kvæmdar verði á næstunni. Efna- hagsvandi sá, sem við hefur verið að glíma hér á landi að undan- förnu, er margþættur, en frumor- sök hans er gífurleg aukning inn- lendrar eftirspurnar samfara versnandiviðskiptakjörum. Vegna hinnar innlendu verðbólgu sem þessu hefur verið samfara, hefur greiðslujöfnuðurinn við útlönd farið hraðversnandi, jafnframt því sem þrengt hefur að afkomu útflutningsatvinnuveganna. Þótt lækkun gengis krónunnar geti um sinn haldið í horfinu um afkomu atvinnuveganna, verður ekki um varnalegan bata að ræða, nema takast megi að hægja verulega á eftirspurnaraukningunni með viðeigandi aðgerðum { launa- og verðlagsmálum annars vegar, en í fjármálum og peningamálum hins vegar. Er sérstaklega mikilvægt, að jafnaður verði sívaxandi halli á mörgum sviðum opinbers bú- skapar og dregið úr notkun er- lends lánsfjár til innlendra fram- kvæmda. Lög frá Alþingi: Ráðstöfun gengis- hagnaðar í þágu sjávarútvegsins Stjórnarfrumvarp: Söluskattur hækki um 2% FRUMVARP til laga um ráðstaf- anir vegna ákvörðunar Seðla- banka tslands um breytingu á gengi fslenzkrar krónu var til um- ræðu f báðum deildum þings f gær og afgreitt sem lög frá Alþingi. Fyrsta grein frumvarpsins fjallar um fresti þá, sem settir eru f sambandi við afgreiðslu toll- skjala og eru f samræmi við það, sem áður hefur tfðkazt við fyrri gengisbreytingar. Að öðru leyti gilda almenn ákvæði tollskrár- laga um tollmeðferð skjala, eftir að hið nýja gengi hefur tekið gildi. Samkvæmt 2. gr. frumvarpsins er gert ráð fyrir því, að fram- leiðsla frá og með 1. september verði greidd á hinu nýja gengi og fær fiskvinnslan þannig notið hins nýja gengis þegar eftir að gengisbreytingin hefur átt sér stað. Þá er og gengið út frá því, að fiskverð, sem ákveðið verður frá og með 1. október taki einnig til þess afla, sem seldur verður í september. Karjalainen á laxveiðum AHTI Karjalainen, utanríkisráð- herra Finnlands, sem hingað kom á fund utanríkisráðherra Norður- landanna, hélt sfðdegis f gær upp f Borgarfjörð þar sem hann mun verða við laxveiðar í dag, laugar- dag. Að sögn Haralds Björnssonar aðalræðismanns Finna á Islandi óskaði Karjalainen eftir þvf að stunda veiðarnar í friði og þvf er ekki gefin upp nákvæmari stað- setning á hvar utanríkisráðherr- ann rennir fyrir laxinum. Karjal- ainen heldur utan ásamt föru- neyti sínu í fyrramálið. Samkvæmt frumvarpinu verð ur ekki tekinn gengismunur af öðrum afurðum en sjávarafurð- um. Að því er iðnað og landbúnað snertir kemur sá hagnaður, sem af gengisbreytingunni kann að leiða fyrir útflutninginn, þessum atvinnugreinum beint til góða. Um sjávarútveginn gegnir öðru máli. 1 sambandi við þær fjöl- þættu ráðstafanir, sem ríkis- stjórnin mun beita sér fyrir í því skyni að bæta afkomu sjávarút- vegsins, er óhjákvæmilega um að ræða nokkrar tilfærslur milli ein- stakra greina. Þykir þvf eðlilegt, eins og áður hefur verið við gengisbreytingar, að þeim gengis- mun, sem myndast við skil á gjaldeyri fyrir afurðir, sem fram- leiddar hafa verið fyrir gengis- breytinguna, en ekki greiddar fyrr en eftir hana, verði ráðstafað i þágu hinna ýmsu greina sjávar- útvegsins og sjóða hans eftir því, sem frumvarpið ákveður eða sfðar kann að verða ákveðið. Gengismunur, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, skal færður á sér- stakan reikning á nafni rfkissjóðs í Seðlabankanum. Fé, sem á reikninginn kemur, skal ráðstaf- að með sérstökum lögum í þágu sjávarútvegsins og sjóða hans. Aður en umræddu fé er ráðstafað skal greiða af þvf, sem hér segir. a. Hækkanir á flutningskostn- aði og öðrum sambærilegum kostnaði við útflutning vegna þeirra afurða, sem framleiddar hafa verið fyrir 1. september 1974, en fluttar út eftir gjald- eyrisbreytinguna. b. Gengisbætur vegna inn- stæðna Verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnarins, sbr. ákvæði laga nr. 18/1972. c. Halla, sem verða kann vegna niðurgreiðslu á olíu til fiskiskipa fram til 1. október 1974. Ríkisstjórninni skal heimilt að setja með reglugerð eða á annan hátt nánar fyrirmæli um fram- kvæmd þessara laga. Gcir Hallgrfmsson, forsætisráð- herra, fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Sagði hann m.a., að gengis- breytingin hefði tvíþættan til- gang: að tryggja rekstrargrund- völl atvinnuveganna og að bæta greiðslustöðu þjóðarbúsins gagn- vart útlöndum. Niðurstöð- ur áætlana Þjóðhagsstofnunar sýndu, að við rekstrarskilyrði í júní sl. voru taldar horfur á 1.340 m. kr. tapi á báta- og togaraflotan- um á heilu ári. 1 þessum tölum er ekki talinn kostnaðarauki sjávar- útvegsins af hækkun olíuverðs frá því í nóvember sl. til dagsins í dag, sem gæti numið 1.200 — 1.300 m. kr. á heilu ári. Auk þess mátti ætla, að um 200 — 300 m. kr. halli gæti orðið á Trygginga- sjóði fiskiskipa Þannig virtist í heild um hallavandamál að glfma, Framhald á bls. 23 Á DAGSKRÁ efri deildar Alþing- is f gær var til 1. umræðu frum- varp til laga um breytingu á lög- um um söluskatt. Frumvarpið gerir ráð fyrir þvf, að söluskattur verði hækkaður um tvö prósentu- stig, úr 11% f 13%. Eftir þá hækkun yrðu þau gjöld, sem lögð eru á söluskattsstofn, samtals 19%, er skiptast þannig milli gjaldstofna: söluskattur 13%, söluskattsauki 4%, viðlagagjald 1% og gjald til að draga úr áhrif- um olfuverðhækkana 1%. Tvö sfð- astnefndu gjöldin eru þó tfma- bundin að eiga ekki að gilda leng- ur en til 28. febrúar 1975. Fjármálaráðherra, Matthfas Á. Mathiesen, fylgdi frumvarpinu úr hlaði. Sagði hann, að til athugun- ar hefði verið að bæta umræddri hækkun á söluskattsaukann, enda hefði verið gert ráð fyrir því á sl. vetri, að hann yrði 5%. Frá þessu hefði verið horfið af tvennum ástæðum. I fyrsta lagi hefði sölu- skattsaukinn verið tengdur sér- stökum kjarasamningum. 1 öðru lagi ættu sveitarfélögin enga hlut- deild í tekjum af söluskattstekj- um, sem rétt hefði verið að taka mið af, eins og fjárhag sveitarfé laga almennt væri komið. Skuld ríkissjóðs á aðalvið- skiptareikningi við Seðlabankann næmi nú milli 2 og 3 þúsunda milljóna króna, sem að hluta til stafaði af framlögum rfkissjóðs til ríkisstofnana umfram það, sem fjárlög hefðu gert ráð fyrir, að hluta til vegna launasamninga við ríkisstarfsmenn, sem ekki lá fyrir fyrr en um mánaðamót maí-júní, en laun varð að greiða samkvæmt þeim frá áramótum og loks vegna þeirra ráðstafana, sem nauðsyn- legar þóttu til að halda efnahags- lífinu í skefjum nú í sumar, þ.e. viðnámslaga gegn verðbólgu. I þessu sambandi hefði verið treyst á ráðstafanir nú í haust, til að rétta þennan halla af að nokkru. Ráðherrann sagði, að þessi hækk- un myndi ekki ná nema til um þriggja mánaða á þessu ári og því vart skila ríkissjóði meiri tekjum í ár en sem næmi um 400 milljón- um króna. Nokkrar umræður urðu i deild- inni um málið, sem vísað var til 2. umræðu og fjárhags- og viðskipta- nefndar með 11 samhljóða at- kvæðum. Ráðstefna um umferðaröryggi NORRÆNA umferðaröryggis- nefndin kom saman til fundar á Hótel Loftleiðum s.l. mánudag. t umferðaröryggisnefndinni eiga sæti tveir fulltrúar frá stofn- unum f hverju Norðurlandanna, sem fjalla um umferðarmál. Auk þeirra sitja fundinn embættis- menn frá þvf landi, sem fundur- inn er haldinn hverju sinni. Umferðaröryggisnefndin held- ur fundi einu sinni á fri og þar eru lagðar fram skýrslur um ferðarráðanna og fjallað um sam- ræmdar aðgerðir í umferðar- öryggismálum. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn árið 1956 en íslendingar gerðust aðilar árið 1972. Meðal þeirra mála, sem tekin voru fyrir á fundinum í Reykja- vík má nefna áhrif hraðatakmark- ana á slysatíðni í hinum ýmsu löndum, tæknilegar nýjungar f gerð hjólreiða- og gangstíga, vélhjólaslys, ökuleyfis- og bráða- birgðaökuskírteini, fræðslu á for- skólaaldri og hjálpargögn við um- ferðarfræðslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.