Morgunblaðið - 31.08.1974, Side 13

Morgunblaðið - 31.08.1974, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGUST 1974 13 HVERS vegna var vamarliðið sent í þessa björgun? Þyrla Landhelgis- gæzlunnar bíður I flugskvli að meðan þyrlur varnarliðsins vinna mestu björgunarafrekin. Er þetta kannski eitthvert skrifli, sem ekki er hægt að nota nema endrum og eins? Svona setningar hafa fallið úr munni margra og þær hafa dunið á flugmönnum þyrlunnar. Mbl. átti samtal við flugmennina fyrir skömmu, þar sem m.a. var komið inn á þetta atriði og ýmis fleiri. Flugmenn þyrlunnar eru tveir, Björn Jónsson og Páll Halldórsson, báðir með mikla reynslu yfir 5000 flugtíma. Og svar þeirra var stutt og laggott. „Það skiptir öllu að bjarga manns- Iffum á sem fljótastan og öruggastan hátt, ekki hver gerir það." Annars verður komið að þessu atriði slðar f samtalinu. „Ég lærði almennt atvinnuflug I Englandi 1957", sagði Björn, þegar blm. spurði fyrst um feril þeirra sem flugmanna „Ég kom heim 1959 og byrjaði þá strax hjá Landhelgis- gæzlunni. Fyrstu árin var ég flug- maður og stýrimaður til skiptis, en ég var lærður farmaðui, áður en ég fór í flugið. Ég var búinn að fá leið á sjónum eftir að hafa verið þar I 9 ár. Mig langaði i skemmtilegt starf, þar sem ég gæti verið á ferð og flugi. og þvl valdi ég flugið Og ég hef aldrei verið ánægðari en í dag Árið 1961 lærði ég þyrluflug hjá bandaríska sjóhernum á vegum landhelgis- gæzlunnar I Flórida, en ég hafði ekki not fyrir þann lærdóm fyrr en Gæzl- an eignaðist fyrstu þyrluna, TF-EIR, árið 1 965. í millitíðinni flaug ég hjá varnarliðinu til að viðhalda rétt- indunum. Þegar þyrlan kom, fór ég að mestu yfir á hana, en ég hafði áður verið flugmaður á Catalínuflug- bátnum TF-RÁN, Skymastervélinni TF-SIF og Albatros-flugbátunum tveimur. TF-EIR eyðilagðist í nauð- lendingu í Rjúpnafelli sunnan Lang- jökuls 1970, og var þá pöntuð að vandlega athuguðu máli ný og stærri þyrla, Sikorsky HH 52 A, sem betur er þekkt undir nafninu TF- GNÁ. Seinna komu tvær minni vélar, TF-HUG og TF-MUN. Til að fljúga nýju þyrlunni þurfti ég að afla mér aukinnar menntunar, og 1971 fór ég í þjálfun hjá bandarísku strandgæzlunni ! Alabama og síðar í Norður-Karólfnu. GNÁ fór svo f fyrsta flugið i ágúst 1 972". ÚR LANDGRÆÐSLU í LANDHELGISGÆZLU „Ég byrjaði að læra flug 1958, hjá Þyt sáluga hér heima", sagði Páll. „Ég fór beint í landgræðsluflug um leið og ég hafði lokið námi 1961 og hjá Landgræðslu ríkisins i Gunnarsholti var ég fram til ársins 1967, er ég fór til Gæzlunnar. Fyrstu árin mín hjá Gæzlunni var ég jafnhliða i landgræðslufluginu á sumrin. Þá var ég eitt ár hjá Loft- leiðum og auk þess I 1 'h ár hjá belgísku flugfélagi, en hjá því flaug ég DC-8 þotum viða um heim. Ég var sendur út til Noregs 1967, og hlaut þjálfun á þyrlu og 1971 fór ég aftur út, í þetta skipti til bandarísku strandgæzlunnar eins og Björn og fékk réttindi á TF-GNÁ,. Núna flýg ég þyrlunni á móti Birni, sem er aðalflugmaður hennar, en auk þess flýg ég Fokkervél Gæzlunnar, TF- SÝR Það er mikill munur að fljúga þyrlunni og venjulegum flugvélum, og mér finnst starfið fjölbreytt og skemmtilegt." NÝJA ÞYRLAN GJÖRBYLTING „Það var gjörbylting að fá þessa þyrlu", sögðu þeir Björn og Páll þegar talið barst að TF-GNÁ „EIR hafði ekki björgunamöguleika með spili, hún varð að lenda, ef taka þurfti slasaðan mann. GNÁ þarf ekki nauðsynlega að lenda, hún getur hift þann slasaða upp á spili. Hún getur allt, sem hinar þyrlurnar geta og mikið meira. Það er aðeins eitt, sem hinar þyrlurnar hafa umfram hana, þær geta athafnað sig á öllum varðskipunum, en það er ekki svo mikilvægt atriði, þegar góður spil- útbúnaður er fyrir hendi. En að sjálfsogðu lendum við ef þess er kostur, það er miklu öruggara að taka slasað fólk þannig um borð. Spilið kemur hins vegar í góðar þarfir, þar sem ekki er hægt að lenda, t.d. yfir skipi, en slik björgun hefur einmitt átt sér stað nýlega". VÉLIN MJÖG ALHLIÐA ,,Vélin hefur mjög alhliða getu við hin margvíslegustu störf", sögðu Aðalatriðið að bjarga mannslíf- um á sem fljót- astan og örugg- astan hátt hún hafi uppfyllt helztu vonir Land- helgisgæzlunnar, enda valin að mjög vel athuguðu máli. Það má geta þess hér, að þetta er eina flugvél Gæzlunnar, sem er sérbyggð fyrir verkefnið" MANNSLÍFIÐ ER DÝRMÆTAST „Þó að verkefni þyrlunnar séu öll mikilvæg, eru þó sjúkraflug og leitarflug mikilvægust, því að vissu- lega eru mannslifin dýrmætust. Sjúkraflugið er erfitt, það fylgir þvi ætíð ákveðinn spenna að bjarga öðrum Sú staða getur t.d. komið upp, að flugstjórinn verði að ákveða, hvort hætta eigi mannslifi til að freista þess að bjarga öðru, ef t.d. Björn Jónsson (t.v.) og Páll Halldórsson við þyrluna. þeir félagar aðspurðir um möguleika vélarinnar og margvisleg verkefni, sem henni hafa verið falin. „í fyrstu, þegar vélin var ný, vorum við alveg reynslulausir á notkun stórrar þyrlu, en við höfum smám saman fikrað okkur áfram Með timanum höfum við hlotið reynslu og menntun, og nú getum við nýtt möguleika vélar- innar betur en áður. Hún hefur fengið margvísleg verkefni að glíma við, svo sem sjúkraflug, landhelgis- flug, leitarflug, rannsóknarferðir upp á hæstu fjöll og niður í dýpstu gil, varahlutaflug upp á hæstu jökla, lögregluflug og eftirlit á þjóðvegum, aðstoð við bændur í smölun, aðstoð við byggingarframkvæmdir á hæstu fjöllum vitaþjónustu aðstoð við fólk úti á landsþyggðinni, þar sem snjóa- lög hamla eðlilegum framkvæmd- um, og svo mætti áfram telja. Þyrlan hefur reynzt ákaflega vel í þessum margvislegu og vandasömu verk- efnum og ekki verðurannað sagt, en ekki hver gerir það Rætt við flug- mennina á Landhelgis- þyrlunni TF-GNÁ æfir björgun með spili. (Ljósm. Mbl. Br. H ) TF- GNA þarf að láta mann siga niður i skip i ólgusjó. í sambandi við leitar- og sjúkraflug má koma að því atriði sem við höfum orðið varir við, að margir hafa velt fyrir sér, verkaskipt- ingu okkar þyrlu og þyrlanna i eigu varnarliðsins á Keflavikurflugvelli. Við ákvörðun um slikt liggur það sjónarmið eitt til grundvallar, hvernig bjarga megi mannslífi eða mannslifum á sem fljótastan og öruggastan hátt. Tökum sem dæmi, að skip þurfi á aðstoð að halda i ólgusjó og dimmviðri út af Langa- nesi. Slysavarnarfélag íslands og Landhelgisgæzlan fá tilkyr <Argu um atburðinn og þessar tvær Síbfnanir vega og meta hvað bezt sé að gera. Og með fyrrnefnt sjónarmið i huga velja þær varnarliðið, einfaldlega vegna þess að það hefur yfir að ráða mun fljótvirkari tækjum og þjálfaðri mannskap, sem það hefur reiðubúið til þjónustu á hvaða tíma sólar- hringsins sem er. Þyrlurnar þeirra eru hraðfleygari en okkar, fara 125—130 sjómilur á klukkustund, en okkar þyrla 85 sjómílur. Þá getur varnarliðið sent með 4-hreyfla eld- sneytisvél, þannig að þyrlan getur tekið eldsneyti á lofti og sparar tima, sem annars hefði farið i eldsneytis- töku á leiðinni. Þessi eldsneytisvél getur einnig leiðbeint þyrlunni beztu leiðina og verið búin að finna skipið, þegar þyrlan kemur á vettvang. Á meðan þyrlan vinnur að björgunar- störfum, getur aðstoðarvélin lýst upp svæðið til að auðvelda björg- unina í vélunum er sérhæft lið manna, sem vita upp á hár, hvað þeir eiga að gera, t.d. sjúkraliðar með 7 ára nám að baki, sem geta bæði hent sér í fallhlif og stokkið í sjóinn i kafarabúning. Þeir eru full- færir að gera að sárum manna og koma þeim um þorð i þyrluna aftur". VIÐ LANGT AÐ BAKI „[ þessum efnum stöndum við nokkuð langt að þaki, en þó er þetta allt í áttina, en mætti ganga hraðar. í sama tilfelli og fyrr er getið myndum við þurfa að millilenda á Akureyri til að taka eldsneyti. Þá gæti farið mikill timi I leit að skipinu Þegar björgun er afstaðin, kannski í kolniðamyrkri, þarf að koma sjúkl- ingnum sem fyrst til Reykjavíkur, en áður þarf enn einu sinni að milli- lenda til endsneytistöku. í þessu tilfelli væri varnarlið'ð mikið fljótara að vinna björgunarstarfið. Þannig verður að meta aðstæður hverju sinni, og því eru varnarliðinu oft falin vandasöm björgunarstörf, þar eru betri og fljótvirkari tæki og þjálfaðri mannskapur, en i mörgum tilfellum getur þyrlan okkar reynzt eins vel. Þetta verður að vera mats- atriði hverju sinni". TAKA Á SIG FLEIRI OG FLEIRI VERKEFNI VARNARLIÐSINS „Það eru margir, sem ekki hafa gert sér grein fyrir þessu og hafa haldið, að vélin væri ekki nægilega góð til sins brúks. En eftir þvi, sem við höfum fengið meiri reynslu og höfum getað nýtt betur möguleika vélarinnar, höfum við bætt við okkur fleiri og verkefnum, sem varnarliðið annaðist áður. Og vissulega vitum við, að vélin hefur sin takmörk og vildum, að keypt yrði stærri og full- komnari þyrla og hafin þjálfun starfsliðs, sem væri tiltækt til þjörg- unar á hvaða tíma sólarhrings sem er. En i þeim efnum eigum við enn langt i land til að ná þeirri fullkomn- un, sem sveitir varnarliðsins hafa náð. Nú er til taks harðsnúin sveit lækna undir forystu Ólafs Ingi- björnssonar, sem er tilbúin i björgunarferðir með þyrlunni á hvaða tima sólarhrings sem er, hvenær sem er. En þessir læknar hafa ekki hlotið sérstaka þjálfun og þeir eru ekki tiltækir úti á flugvelli, þá verður að sækja upp á spitala, þar sem þeir standa kann§ki á hvíta sloppnum í aðgerð Fórnfýsi þess- arra manna ber að lofa En mark- miðið hlýturað vera ný og fullkomn- ari björgunarþyrla og þjálfað starfs- lið. Þvi fyrr sem því marki er náð, því betra. Það er okkar skoðun, að hér megi ekki skera fjármagn við nögl Fyrst hægt er að leggja 30—40 milljónir í kvikmyndun Lénharðs fógeta, en það er einmitt sama upphæð og TF-GNÁ kostaði, ætti að vera hægt að leggja fjár- magn i nýja og fullkomnari björgunarþyrlu". sögðu þeir félagar Björn Jónsson og Páll Halldórsson i lok samtalsins — SS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.