Morgunblaðið - 31.08.1974, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGUST 1974
17
félk í
fréttum
'
Jackie á að erfa 15 milljarða króna
Jackie Onassis þarf greini-
lega ekki að lfða skort þótt
hennar ástkæri eiginmaður Ari
Onassis hrökkvi uppaf. Skipa-
höldurinn og margmilljón-
erinn mun hafa sett f nýjustu
erfðaskrá sfna, að Jackie skuli
eftir sinn dag erfa upphæð,
sem svarar 15 milljöðrum fs-
lenzkra króna, hvorki meira né
minna. Og það gæti farið að
styttast f þá aura, þvf Onassis er
orðinn 70 áragamall.
Sú kvöð fylgir þó arfinum, að
börn Jackie, Caroline og John-
John, skuli hvort um sig hljóta
350 milljónir af upphæðinni.
Auk þess á John-John að hljóta
eyjuna Skorpios, þar sem
bústaður Onassis hjónanna er,
en þar tekur grfski skipajöfur-
inn sfna mestu ákvarðanir f
sambandi við viðskiptamál, og
þykir mönnum það benda til
þess, að John-John muni f
framtfðinni eiga að taka við
hinum stórkostlegu fyrirtækj-
um, sem Onassis karlinn á úti
um allar jarðir. Sfðan Onassis
missti einkason sinn, Alexand-
er, f flugslysi hér um árið,
hefur hann sffellt verið að leita
að arftaka, og mun hann nú
hafa tekið ákvörðun um, að
John-John hljóti hnossið. Hann
hefur upp á sfðkastið setið á
löngum samtölum með Onassis,
og halda menn, að þar sé Ari
gamli að leggja hinum unga
syni lffsreglurnar. Þeir sjást
hér á myndunum.
Að sjálfsögðu mun Christina,
einkadóttir Onassis, hljóta
mikla upphæð, ekki minni en
þá, sem Jackie fær, en mesta
athygli hefur vakið, að nafn
fyrrverandi ástkonu Onassis,
söngkonunnar Marfu Callas, er
að finna f erfðaskránni. Á hún
að erfa lystisnekkju Ara, sem
heitir Christina, og er sagt, að
Jackie sé fjúkandi reið vegna
þessarar ákvörðunar.
Veðmála-
glaðar
mæðgur
Bretar þykja æði veð-
málaglaðir, og eru þær
mæðgur Elísabet Breta-
drottning og Elísabet
móðir hennar engin und-
antekning þar á.
Það uppgötvaðist fyrir
nokkru, að drottningar-
móðirin hafði í mörg ár
veðjað á hesta í veð-
hlaupum, án þess að ná
sérstökum árangri á því
sviði. Þótti þetta að
vonum tíðindum sæta, og
ekki varð undrunin
minni þegar uppgötv-
aðist, að drottningin tók
einnig þátt í slíkum leik,
en ekki í sambandi við
hesta heldur bréfdúfur.
Fékk hún t.d. væna pen-
ingaupphæð í verðlaun
þegar dúfa, sem hún
veðjaði á, kom fyrst í
mark í flugi frá
Winchester til Sundring-
ham. Þykir Elísabet hafa
staðið sig öllu betur í veð-
málunum en móðir
hennar.
Utvarp Reykfavik 0
LAUGAftDAGUR
29. ágúst
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr.
dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl. 8.45: Knút-
ur R. Magnússon lýkur lestri
„Paradfsargarðsins'* ævintýris eftir
H.C Andersen f þýðingu Steingrfms
Thorsteinssonar.
Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli
liða.
óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristfn
Sveinbjörnsdðttir kynnir.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Frá hljómleikum Alþjóðlegu
lúðrasveitarinnar f .Háskólabfó f ágúst
1972.
Hljómsveitin leikur lög eftir Graiger,
Grieg, Erikson, Sjostakovitsj og Sousa.
14.00 Vikan sem var
Páll Heiðar Jónsson sér um þátt með
ýmsu efni.
15.00 Miðdegistónleikar
Sussie Romande-hljómsveitin leikur
„Gleðimars4*, „Þræladans“ og Pólonesu
eftir Chabrier; Ernest Ansermet
stjórnar.
Robert Shaw-kórinn syngur
„Hermannakórinn“ úr óperunni Fást
eftir Gounod með RCA Victor hljóm-
sveitinni.
15.30 A ferðinni
ökumaður: Arni Þór Eymundsson.
(16.15 Veðurfregnir).
Horft um öxl og fram á við
Arnþór Helgason fjallar um útvarps-
dagskrá sfðustu viku og hinnar næstu.
17.00 Islandsmótið f knattspyrnu: Fyrsta
deild.
Jón Asgeirsson lýsir sfðari hálfleik
lokaleiksins.
17.45 Söngvar í léttum dúr. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 Utlegð og frelsi f fslenzkum fom-
ritum
Hermann Pálsson lektoi flfcíjr erindi
20.00 Létt tónlist frá Noregi
Sinfónfuhljómsveit norska útvarpsins
leikur; öivind Bergh stj.
20.30 Frá Vestur-lslendingum
Ævar R. Kvaran sér um þáttinn.
21.15 Dumka-kórinn syngur úkranfsk
þjóðlög
Einsöngvari: Boris Gmyrja. Söng-
stjóri: Paul Murawský
21.35 „Heimþilisböl“, smásaga eftir
Carson McCullers
Helma Þórðardóttir fslenzkaði. Jónfna
H. Jónsdóttir leikkona les.
22.00 Fréttlr.
22.15 Veðurfregnir.
Danslög
23.55 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok.
Á skfánum
LAUGARDAGUR
31. ágúst 1974
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Læknir á lausum kili
Breskur gamanmyndaflokkur.
Stúdentar f anda
Þýðandi Jón Thor Haraldsson.
20.50 Borgir
Kanadfskur fræðslumyndaflokkur um
borgir og borgarlff, byggður á bókum
eftir Lewis Mumford.
5. þáttur.
Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörns-
21.10 Palmu lögregluforingi gerir
skyssu
Finnsk sakamálamynd, byggð á sögu
eftir Mika Waltari.
Leikstjóri Matti Kassila.
Aðalhlutverk Joel Rinne, Matti Ranin,
Leo Jokela og Elina Pohjanpaá.
Þýðandi Kristfn Mántylá.
Mynd þessi, sem er f gamansömum tón,
greinir frá starfi lögregluforingja
nokkurs og aðstoðarmanna hans við
lausn flókinnar morðgátu. Lögreglu-
foringinn er snillingur f sfnu fagi og
hinn geðfelldasti maður á flestan hátt,
en þó hefur hann sfnar veiku hliðar,
einkum gagnvart kvenfólki.
23.10 Dagskrárlok.
SUNNUDAGUR
1. september 1974
18.00 Meistari Jakob
Brúðuleikur f þremur þáttum.
Flytjendur Leikbrúðulandíð.
Stjórn upptöku Andrés Indriðason.
1. þáttur.
Aður á dagskrá 1. aprfl 1973.
18.15 SögurafTuktu
Kanadfskur fræðslumyndaflokkur fyr-
ir börn og unglinga.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
Þulur Ingi Karl Jóhannesson.
18.30 Steinaldartáningarnir
Bandarfskur teiknimyndaflokkur.
Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir.
18.50 tslenzka knattspyrnan
Sýnd verður mynd frá lokaleik tslands-
mótsins f knattspyrnu. Þar keppa KR
og Akurnesingar.
19.30 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Bræðurnir
Bresk framhaldsmynd.
8. þáttur. Rangar ályktanir
Þýðandi Jón O. Edwald.
Efni 7. þáttar:
Barbara Kingsley er enn f slagtogi með
Nicholas Fox, en ákveður þó að flytjast
heim til móður sinnar. Samvinnan við
Carter og menn hans gengur stirðlega
og kemur stöðugt til árekstra milli
ökumanna hans og hinna, sem fyrir
Edward og Jennifer reyna að koma
samvinnu sinni f betra horf og skýra
afstöðu sfna hvort til annars. Jill fer f
heimsókn til Mary Hammond, en
meðan hún stendur þar við, heldur
David til fundar við Julie.
21.20 Rokk f sjónvarpssal
Hljómsveitin Júdas leikur.
Hljómsveitina skipa Magnús Kjartans-
son, Jón Hrólfur Gunnarsson, Finn-
bogi Kjartansson, Vignír Bergmann og
Rúnar Georgsson.
Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson.
Tónlistin, sem hljómsveitin leikur, er
að mestu frumsamin.
21.50 Sinn er siður f landi hverju
Breskur fræðslumyndaflokkur um siði
og venjur fólks f fjórum heimsálfum.
5. þáttur. Fæðingin
Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson.
22.40 Að kvöldi daes
Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson jg
flytur hugvekju.
22.50 Dagskrárlok
sér um fjörið í kvöld i
HELLUBÍÓ
Sætaferðir frá B. S. í. kl. 9 og frá
Selfossi kl. 10. S. U. J.