Morgunblaðið - 05.09.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1974, Blaðsíða 2
_2___________ Alþingi í gær: MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER Dregið úr ráðgerðri bensínhækkun Hér liggur teinnringurinn viS ver- búSarbryggjune. ÞaS þykir mörg- um einkennilegt aS auðvelt hafi verið að sigla honum yfir hafiS frá Noregi, en virðist svo vera gjörsamlega ómögulegt aS sigla honum til Húsavlkur. FRUMVARP til laga um fjáröfl- un til vegagerðar, bensínhækkun, var afgreitt við þrjár umræður í neðri deild Alþingis í gær, og til efri deildar, með nokkrum breyt- ingum. Höfuðbreytingin var sú, að ráðgerð bensínhækkun lækki um eina krónu pr. lítra og sam- svarandi lækkun á verði á fyrir- hugaðri hækkun þungaskatts. Ennfremur að 8. gr. frumvarps- ins, sem gerði ráð fyrir að ráð- herra gæti hækkað gjöld þessi í réttu hlutfalli við hækkun vfsi- tölu byggingarkostnaðar, skyldi felld út ur frumvarpinu. Koma þessar breytingar frá meirihluta rfkisstjórnarflokkanna i viðkom- andi nefnd, eftir þingflokksfund sjálfstæðismanna um málið. Þá var og gert ráð fyrir að lögin öðlist ekki gildi, fyrr en 9. september 1974. Gerði Þðrarinn Þórarinsson, alþ.m., grein fyrir þessum breytingartillögum, sem voru samþykktar. Karvel Pálmason sagði Sjálf- stæðisflokkinn hafa staðið gegn verðhækkun bensfns á siðasta þingi og bæri hann því höfuð- ábyrgð á fjárskorti vegasjóðs nú. Björn Jónsson á þingi brezka alþýðusambandsins Björn Jónsson, forseti Alþýðu- sambands tslands, er þessa dagana f Englandi, þar sem hann situr þing brezka alþýðusam- bandsins (TUC). Samkvæmt þeim upplýsingum, sem við fengum hjá Snorra Jóns- syni varaforseta A.S.Í. bauð T.U.C. Alþýðusambandinu að senda fulltrúa á þingið og sam- þykkti stjórn A.S.I. að tilnefna Björn til fararinnar. Ekki er vitað hvenær Björn snýr heim. Mælti hann fyrir breytingartil- lögu, sem hann flytur, ásamt Gils Guðmundssyni og Lúðvík Jóseps- syni, þar sem gert er ráð fyrir, að tvær krónur af skatti á hvern bensfnlítra skuli verja í varanlega gatnagerð í þéttbýli. Ingólfur Jónsson sagði fjár- vöntun vegasjóðs á sl. vori hafa verið 1900 m. kr. Þá ráðgerð bensfnhækkun hefði numið 330 m. kr. Hún hefði því ekki leyst vanda vegasjóðs. Það hefði heldur ekki reynt á þingfylgi við þá hækkun. Fullyrðingar Karvels Pálmasonar væru þvf vanþekk- ingar vottur. Þá sagði Ingólfur að þrfr þingmenn, úr samtökum frjálslyndra og vinstri manna, hefðu á þremur árum gegnt em- bætti samgönguráðherra. Arangurinn væri umrædd fjár- vöntun vegasjóðs, sem nú kallaði á verðhækkun bensíns, þrátt fyrir að framkvæmdir hefðu verið skornar niður um 1100 hundruð milljónir á yfirstandandi ári og ráðgerð lækkun um 1300 milljón- ir á næsta ári, frá vegaáætlun. Þannig hefði verið staðið að einu helzta hagsmunamáli landsfólks- ins, vegaframkvæmdum í land- inu. Matthfas Bjarnason tók undir orð Ingólfs. Hann sagði frumvarp þetta um bensínhækkun hafa ver- ið flutt í tíð fyrri ríkisstjórnar, af ráðherra hennar, og það væri beinn arfur frá ráðherradómi SFV í vegamálum. Hann mælti gegn breytingartillögu Karvels og Lúðvíks um skerðingu fjáröflun- ar til vegasjóðs. Fjáröflun til varanlegar vegagerðar í þéttbýli yrði að leysa með öðrum hætti. Ekki mætti skerða nauðsynlegt viðhalds- og framkvæmdafé vega- sjóðs. Asigkomulag þjóðvega væri nógu slæmt fyrir. Lúðvfk Jósepsson sagði bensín- hækkunarfrumvarpið samansett af Ingólfi Jónssyni og Halldóri E. Heyrði í þjófunum en mundi ekki númerið hjá löggunni! FYRIR nokkru var skipt um sfmanúmer hjá Kcflavfkurlög- reglunni. Númerið er nú 3333, en var áður 1110. Nýja númerið stendur ekki f sfmaskrám, og breytingin hefur farið fram hjá mörgum. Hafa orðið af þessu vandræði. Þannig var það nótt eina í fyrri viku, að brotizt var inn í verzlun f Keflavík. Litlu var stolið en nokk- ur spjöll unnin á húsnæði verzl- unarinnar. Maður nokkur i ná- grenninu heyrði lætin, en gerði ekkert f málinu. þar eð hann Tilboð í íþn)tta- og sundhöll í Eyjum TILBOÐ í íþrótta- og sundhöll í Vestmannaeyjum voru opnuð í gær, en afgerandi tilboð bárust frá þremur aðilum og voru þau frá 250—350 millj kr. Þau þrjú mannvirki, sem boðið er upp á afgerandi eru öll erlend, en til- boðsaðilar eru Istak (húsfrá Phil og Son), Skeljafell og Asmundson og Weber. Tilboðin eru nú í at- hugun hjá bæjarstjórn Vest- mannaeyja, en reiknað er með að þessi mannvirki verði komin upp um mitt næsta ár. mundi ekki nýja númerið hjá lög- reglunni! Símsvari er í gamla númerinu, en komið hefur fyrir að hann hefur bilað, og hefur það einnig valdið vandræðum. Það er því ástæða að minna Keflavíkinga og aðra, sem eiga erindi við lög- regluna á að símanúmer hennar er 3333. Hreinn komst ekki í úrslit Hreini Halldórssyni tókst ekki sem bezt upp f kúluvarpskeppni Evrópumeistaramótsins f Róm f gær. Varpaði hann 18,04 metra f fyrstu umferð, sfðan 18,28 metra f annarri umferð, og gerði sfðan ógilt f þriðju umferð. Var Hreinn því alllangt frá sfnu bezta, og tókst ekki að komast f úrslita- keppnina, en lágmarkið fyrir hana var 19,00 metrar. Fyrirhugað var að Stefán Hallgrfmsson keppti f 400 metra grindahlaupinu, en horfið var frá þvf, til þess að hann gæti betur einbeitt sér að keppninni f tug- þraut, en hún hefst á morgun, föstudag. Sigurðssyni. Hann taldi það vel fyrir málum séð, að vegasjóður gæti vel misst af tekjum þeim, sem breytingartillaga hans og Karvels gerði ráð fyrir að rynni til þéttbýlisvega. Gunnlaugur Finnsson sagði nauðsynlegt að hjálpa þéttbýlis- kjörnum á landsbyggðinni, sem væru helztu framleiðslustöðvar þjóðarinnar, en hefði þó ekki getað sinnt varanlegri gatnagerð, til fjármögnunar slíkra fram- kvæmda. Hann væri þó á móti breytingartillögu Lúðvíks og Karvels af þremur ástæðum: 1) Hún skerti nauðsynlega fjáröflun til þjóðvegakerfis landsins, 2) til- lagan gerði ekki ráð fyrir því hvern veg f jármagni skyldi skipta milli sveitarfélaga, 3) að gerð Framhald á bls. 16 Island í þriðja sæti Hamborg, 4. september — NTB tSLAND er í þriðja sæti f sex landa skákmótinu f Ostseebad Eckernfoerde f Vestur-Þýzka- landi með 12'A vinning. Danir sóttu á Vestur-Þjóðverja sem enn eru efstir. Hafa Danir nú 13 vinninga en Vestur-Þjóðverjar 1454. Svfar hafa 11 vinninga, Finnar 9 og Noregur 7. Ljósm. Mbl.: Brynjólfur. Þjóðargjöf í mðurníðÉi ANNAR teinæringurinn, sem Norðmenn gáfu tslendingum í tilefni 1100 ára afmælis ts- landsbyggðar, og falin hefur verið Húsvfkingum og Aðaldæl- ingum til varðveizlu, hefur leg- ið f mikilli niðurnfðslu við eina verðbúðarbryggjuna f Reykja- vfk frá þvf að hann kom til landsins. Teinæringurinn sem nefnist örn hefur orðið fyrir miklum ágangi krakka og hafa hafn- sögumenn ekki haft við að reka börn upp úr bátnum. Hafnsögumaður, sem við ræddum við f gær, sagði að það væri hneyksli, hvernig far- ið væri með bátinn og algjört virðingarleysi við þessa þjóðar- gjöf. Ef báturinn yrði ekki fluttur frá viðlegustaðnum á næstunni, mætti búast við að hann yrði eyðilagður. Hann sagði, að þeir hafnsögu- menn hefðu t.d. þurft að reka krakka upp úr bátnum, sem bú- in voru að kveikja undir eld- stæðinu. Skagamenn taka fram rek net eftir 14 ára hvíld Viggo Nielsen VIGGO Nielsen skrifstofustjóri frá Kaupmannahöfn flytur fyrir- lestur á vegum Þjóðminjasafns Is- lands (Ásu G. Wright fyrirlestur) í Arnagarði á morgun, föstudag 6. Akranesi 4. sept. NU er verið að útbúa tvo vélbáta á sfldveiðar með reknet, þá v.s. Djúpvegsfrumvarpið orðið að lögum FRUMVARP til laga um happ- drættislán til Djúpvegs, loka- áfanga hringvegar um Vestfirði, var endanlega afgreitt frá neðri deild Alþingis f gær. Frumvarpið hafði áður verið samþykkt frá efri deild og verður nú sent ríkis- stjórninni sem lög frá Alþingi. sept. kl. 8.30. Fyrirlesturinn nefn- ist „Yfirlit yfir umhverfisvernd- arreglur á Norðurlöndum, eink- um friðunarráðstafanir". Reyni og v.s. Sigurvon. Það eru liðin 14 ár sfðan gert hefur verið út -neð þvf veiðarfæri héðan frá Akranesi. Vélskipið Víðir mun byrja veið- ar með þorsknet næstu daga. Tveir trillubátar, sem veiða á línu, afla um 5—700 kg af þorski og ýsu í hverri veiðiferð, og selja karlarnir aflann í smásölu, uppúr bátunum við bryggju og fá 40 krónur fyrir kílóið. Fiskbúðir fyrirfinnast hér engar, en fryst flök eru seld í búðum á 195 kr. kílóið. Til samanburðar má geta þess, að t.d. er ný smáýsa og þorskur seldur á fiskbúðum f Svfþjóð á sænskar krónur 9,50 — 10, sem er um 250—260 krónur fslenzkar eftir núverandi gengi. Togarinn Víkingur AK 100 landaði hér í gær 105 lestum af þorski og karfa. Skuttogarinn Krossvfk AK 300 landar 110 lest- um í dag. Atvinna er hæfileg á meðan „hjólið snýst", þótt afli sé rýr á þrautpfndum þorskmiðum. — Júlfus. Fyrirlestur um umhverfis reglur á Norðurlöndum Albingi í gær: Verðjöfnunargjald af raforku Frumvarp til laga um verð- jöfnunargjald á raforku var til umræðu á Alþingi í gær. Fram komu þrjár breytingartillögur við frumvarpið: tvær frá iðnaðar- nefnd neðri deildar, sem klofnaði f afstöðu sinni til málsins, og ein frá iðnaðarráðherra. Breytingartillögur meirihluta nefndarinnar og iðnaðarráðherra gera ekki ráð fyrir breytingu á sjálfu verðjöfnunargjaldinu, 13% af seldri raforku til notenda, heldur framkvæmd málsins og skipan stjórnar Rafmagnsveitna rfkisins. Minnihluti nefndarinnar, Eðvarð Sigurðsson og Eyjólfur Sigurðsson, leggja hins vegar til, að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar, til nánari at- hugunar í sambandi við væntan- legar samræmdar lausnir á fjár- hagsvanda ríkissjóðs og rfkis- stofnana. Til vara leggja þeir til að frumvarpið verði fellt. Nokkrar umræður urðu um málið. Nánar verður skýrt frá efni breytingartillagnanna f frásögn Mbl. af framhaldsumræð- um um málið í þingdeildum. Viggo Nielsen hefur stjórnað friðunardeild danska menningar- málaráðuneytisins frá 1961, en sú deild er sfðan 1973 hluti af hinu nýja umhverfismálaráðuneyti, ásamt með skipulagsmálum, nátt* úruvernd, húsafriðun, minja- vernd o.fl. Viggo Nielsen er lög- fræðingur að mennt, en er auk þess magister f fornleifafræði. Auk embættisstarfa hefur hann lengi unnið að rannsókn járnald- arakra í austurhlutum Danmerk- ur. Allir eru velkomnir að hlýða á fyrirlesturinn. Reglulegt Alþingi 29. október nk. LAGT var fram og rætt í efri deild Alþingis f gær frumvarp til laga um breytingu á lögum um samkomulag reglulegs Alþingis. Samkvæmt þvf er gert ráð fyrir þvf að reglulegt Alþingi 1974 skuli koma saman þriðjudaginn 29. október nk. Frumvarpið var afgreitt við þrjár umræður f efri deild og til neðri deildar. Stefnt er að þvf að ljúka yfirstandandi sumarþingi fyrir helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.