Morgunblaðið - 05.09.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.09.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 21 Goldie í nýju hlutverki Leikkonan Goldie Hawn er vel þekkt hér á landi. Myndin sýnir hana í nýjasta hlutverkinu sínu, en þar leikur hún rússneska stúlku, Oktvabrinu Matveyeva, í myndinni Stúlkan frá Petrovka. Myndin er þó ekki tekin í Rússlandi, heldur i Los Angeles, en Goldie skrapp til Moskvu til að leita sér þekkingar á um- hverfinu og afla sér fyrirmynda. Forsetar fá sér snúning í síðustu viku hélt Ford Bandaríkjaforseti mikla veizlu í Hvíta húsinu. Þangað komu margir gestir, og var hinn nýi varaforseti, Nel- son Rockefeller, þar fremstur í flokki ásamt frú sinni. Myndin er frá dansleik sem fylgdi í kjöl- farið. Fremst sést Ford dansa við konu Rocke- fellers, og aftar sést Rockefeller dansa við forsetafrúna, Betty Ford. Ritvélalist Ritvélin er til margs nýtileg. — Þjóðverjinn Fritz Abel frá Frankfurt hefur t.d. gert þessa mynd af Gerald Ford Bandaríkjaforseta á rit- vélina sína, og verður ekki annað sagt en hon- um hafi tekizt vel upp. Útvarp Reyhjavtk 0 FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1974 7.00 Morgunútvarp Vedurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund bamanna kl. 8.45: Ingi- björg Jónsdóttir heldur áfram lestri sögu sinnar „Lúsíndu og Dabba" (4). Tilkynníngar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli atrióa. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefáns- son ræðir við Guðmund Kjærnested forseta Farmanna- og fiskimannasam- bands tslands um siglingatækjasýn- ingu f Þrándheimi o.fl. Morgunpopp kl. 10.40. Hljómplötusafnið kl. 11.00 (endurt. þáttur G. G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Afrfvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óska- lög sjómanna. 14.30 Sfðdegissagan: „Smiðurinn mikli" eftir Kristmann Guðmundsson Höfundur les (7). 15.00 Miðdegistónleikar Artur Rubinstein leikur á pfanó „Fantasiestúcke“ op. 12 eftir Robert Schumann. Búdapest-kvartettinn ieikur Strengja- kvartett nr. 16 í F-dúr op. 135 eftir Beethoven. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Á skfánum FÖSTUDAGUR 6. september 1974 20.00 Fréttir 20.26 Veður og auglýsingar 20.30 Að utan Þrjár erlendar fréttamyndir. Fyrst er fjallað um flóðin miklu f Bangla Desh og fleiri Asfulöndum, en þar á eftir fer þáttur um fólksfjölgunarvandamálið f heiminum og reynslu Indverja f þeim efnum. Loks verður svo greint nokkuð frá hinum nýja Bandarfkjaforseta, Gerald Ford, og stjórnmálaferli hans. Umsjónarmaður Sonja Diego. 21.25 Kapp með forsjá Breskur sakamálamyndaflokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.05 Iþróttir Meðal efnis f þættinum verður mynd frá leik Vals og Vfkings f bikarkeppni Knattspyrnusambandsins. Umsjónarmaður ómar Ragnarsson. 23.00 Dagskrárlok LAUGARDAGUR 7. september 1974 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Duke Ellington Sjónvarpsupptaka frá jasstónleikum f Bandarfkjunum. 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. 17.30 Frá Egyptalandi Rannveig Tómasdóttir lýkur lestri úr bók sinni „Lönd I Ijósaskiptum“ (5). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.40 Á fimmtudagskvöldi Vilmundur Gylfason sér um þáttinn. 20.10 Leikrit: „Blaðamaðurinn og skáldið“ eftir Erland Josephson Þýðandi og leikstjóri: Stefán Baldurs- son. Persónur og leikendur: Hann............Róbert Amfinnsson Hún ..........Þórunn Sigurðardóttir 20.50 Guðmundur Guðmundsson skáld — aldarminning a. Guðmundur G. Hagalfn rithöfundur flytur erindi. b. Steingerður Guðmundsdóttir les Ijóð. c. Flutt sönglög við Ijóð eftirGuðmund Guðmundsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Sólnætur“ eftir Franz Emil Sillanpáa Andrés Kristjánsson fslenzkaði. Bald- ur Pálmason les sögulok (13). 22.35 Manstu eftir þessu? Tónlístarþáttur f umsjá Guðmundar Jónssonar pfanóleikara. 23.20 Fréttir f stuttu máii. Dagskrárlok. * Auk Ellingtons kemur fram á þessum hljómleikum fjöldi af frægu listafólki, þar á meðal Sammy Davis. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.35 Borgir Kanadfskur fræðslumyndaflokkur um borgir og borgarlff, byggður á bókum eftir Lewis Mumford. 6. þáttur. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörns- son. 22.00 Rógburður (The Children’s Hour) Bandarfsk bfómynd frá árinu 1961. Leikstjóri William Wyler. Aðalhlutverk Audrey Hepburn, Shirley McLaine og James Garner. Þýðandi Guðrún Jörundsdóttir. Myndin greinir frá tveimur ungum kennslukonum, sem koma á fót einka- skóla og reka hann af miklum dugnaði. Þær njóta f fyrstu mikilla vinsælda hjá foreldrum jafnt sem nemendum, en fyrr en varir skellur ógæfan yfir. Ein af námsmeyjunum breiðir út sögu, þar sem gefið er f skyn, að samband þeirra kennslukvennanna sé ekki að öllu leyti heilbrigt. 23.45 Dagskrárlok félk i fjölmiélum jjf Aldarminning Gnðmundar skólaskálds 1 dag minnist útvarpið þess, að hundrað ár eru liðin frá faeðingu Guðmundar Guðmundssonar skálds, en hann fæddist 5. september að Hrólfsstaðahelli á Landi f Rangárvaliasýslu. Hann mun hafa unnað mjög sinni vfðfeðma sveit og hefur sótt margt skáldskaparefnið til heimaslóða sinna. Af bæjarhlaðinu f Hrólfs- staðahelli er afburðafögur fjallasýn, þar sem blasa við augum Hekla, Eyjafjalla- og TindafjalIajökuII f allri sinni tign, en Rangá bugðast blá og tær við túnfótinn. Skammt frá bænum eru sér- kennileg og ævintýraleg kletta- belti, — og sagt er að kveikjuna f Ijóðið „Kirkjuhvoll" hafi skáldið sótt f einn þeirra kletta. Sextán ára gamall fór Guðmundur f Latfnuskólann, styrktur af fátæku foreldri og nokkrum sveitunga sinna, sem munu hafa séð snemma, hvað f drengnum bjó. Arið 1897 lauk hann stúdentsprófi, — og hafði þá hlotið nafngiftina „skóla- skáld", sem ætfð sfðan hefur verið tengd nafni hans. Hann tók heimspekipróf ári sfðar og innritaðist þá f Prestaskólann, en hvarf frá þvf námi skömmu sfðar og hóf nám f læknisfræði. Hann lauk fyrri hluta emb- ættisprófs f þeim fræðum og gerðist aðstoðarlæknir Guðmundar prófessors Hann- essonar á Akureyri um eins árs skeið. Mun hann hafa ætlað sér að verða skurðlæknir, en varð sfðan að hætta námi, vegna þess að hann fékk slæman exemsjúkdóm. Árið 1906 fór Guðmundur Guðmundsson til Isafjarðar og vann þar við ritstjórn, tungu- málakennslu og skáldskap. Hann kunni vel að meta hina sérstæðu fegurð staðarins, en þó mun honum hafa þótt mjög þröngt um sig. A tsafirði kvæntist hann Úlfnu Þorsteinsdóttur og eignuðust þau þrjár dætur, Droplaugu, Hjördfsi og Stein- gerði. Þau fluttust til Reykjavfkur árið 1913, en árið 1919 lézt Guðmundur af afleiðingum spönsku veikinnar, aðeins 44ra ára að aldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.