Morgunblaðið - 05.09.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 7
4
,m>jfqrum{
/ ----------^
world features
Isaac
Asimov
Jafnvel T þróuðu löndunum lesa
margir minna en eina bók á
mánuði. Þetta þýðir það, að þessir
sömu geta engan vegini. haft við
ritverkum Bandaríkjamannsins
Isaac Asimov, þvf að á sfðustu 56
mánuðum hefur hann sent frá sér
55 bækur og sýnir þess engin
merki, að hann sé að hægja á sér.
Asimov er einn af þekktustu
„science-fiction"-rithöfundum
heims, jafnvel þótt bækur hans
síðustu 15 árin séu allar byggðar
á hefðbundnum visindum. Samt
sem áður seljast ennþá bækur
eins og „The Foundation Trilogy,"
„The Caves of Steel" og „The
Naked Sun", sem komu fyrst út
um 1950, og margir, sem eru
ólmir i „science-fiction'-bækur
hafa fengið bakteriuna ur bókum
hans.
Þótt sögur Asimov spanni
milljónir milna í geimnum. er hann
sjálfur kyrrsetumaður. Nýlega fór
hann til London, og var það i
fyrsta skipti, sem hann fór út úr
Bandarikjunum, síðan hann
fluttist þangað frá fæðingarbæ
sinum, Petrovici, f Rússlandi árið
1923, þá 3ja ára gamall. Og þótt
söguhetjur hans stökkvi um borð i
geimskip án þess að depla auga,
fer hann ekki einu sinni um borð i
flugvél. Hann fór til Englands með
skipi.
Mestan hluta ævi sinnar hefur
hann dvalist í New York og
Boston, þvi eins og hann segir:
„Mér liður best, þegar ég sit
heima og læt hugann reika. Og
vissulega gerir hugurinn það. (
bókum þeim, sem ég hef skrifað,
hefur hann reikað frá upphafi ver-
aldarinnar til enda og héðan til
hinnar fjarlægustu stjörnu. Hann
hefur reikað um öll svið mannlegr-
ar þekkingar án þess nokkurn
tímann að þreytast."
Asimov vandist þvi snemma að
lifa f eigin hugarheimi, þvi hann
óx upp í fjölskyldu, sem ekki hafði
efni á bókakaupum, og varð að
láta sér nægja tvær bækur á viku
úr bókasafni. Til þess að auka á
bókakost sinn, byrjaði hann 11
ára gamall að semja ævintýri fyrir
sjálfan sig. En það var ekki fyrr en
sjö árum siðar, sem honum datt i
hug að gefa verk sín út. Hann var
ár að skrifa fyrstu söguna, og
þegar hann sendi hana loksins til
útgefanda, var henni þegar
hafnað. Hann gafst samt sem áður
ekki upp. Fjórum mánuðum síðar
seldi hann fyrstu söguna sina.
Þremur árum siðar var sögum
hans ekki lengur hafnað, og
bókum hans fjölgaði stöðugt.
Á sama tfma lagði hann stund á
efnafræði við Columbía háskólann
i New York. Árið 1949 var honum
boðin kennarastaða í Iffefnafræði
við læknaháskólann i Boston, og
hann leit fyrst og fremst á sig sem
vfsindamann, sem hafði rit-
Eftir Martin
Sherwood
mennsku að aukastarfi. En það
snerist brátt við: ritmennskan gaf
meira af sér en kennslan, og hann
varð að gera það upp við sig, hvort
hann vildi heldur sleppa ritstörf-
unum eða prófessorsembættinu.
SÁ BEZTI:
Þegar hann var f London, sagði
hann mér: „Mér fannst ég alveg
nógu góður sem visindamaður, ég
myndi skila mínu starfi eins og
aðrir, en ég yrði aldrei sá bezti.
Mér virtist ég geta orðið það sem
rithöfundur. Ég vildi heldur vera
sá besti en næstbesti." Árið
1957 helgaði hann sig síðan rit-
störfum. Það var um sama
leyti og Bandarikjamenn urðu fyrir
þvi áfalli, að Rússar skutu Sputnik
I á loft. Fram til þess tíma segir
hann, að enginn lifandi maður í
Bandaríkjunum hafi trúað því, að
nokkurt annað riki stæði þeim
jafnfætis á sviði vfsinda. Asimov
fannst nauðsynlegt, að „hver sá,
sem gæti skrifað og væri vel
heima f vísindum, ætti að skrifa
fyrir almenning og uppfræða
hann." Síðan þá hafa nánast allar
hans bækur, — en þær eru rúm-
lega 150 alls —, fjallað um
visindaleg efni. Sú nýjasta, sem
mun koma út i Bretlandi, heitir
„Our World in Space" og fjallar
um landnám á tunglinu. Af öðrum
má nefna „The Neutrino", sem
fjallar um nýjar uppgötvanir i
atóm-visindum, bækur um sögu
vísinda og nokkrar með óvenju-
legum titlum, sem hann viður-
kennir, að séu sjálfhælnir, t.d.
„Asimov's Guide to Shake-
speare."
Ég spurði hann, hvort hann
ætlaði að skrifa einhvern
ákveðinn fjölda af bókum. Hann
sagði, að um 1960 hefði það verið
von sín að geta skrifað 100
bækur, og að hann hefði verið
hræddur, þegar sú hundraðasta
kom út: „Ég er sérvitur — mér
fannst, að það hefði verið viðeig-
andi endir að skrifa bók nr. 100
og deyja siðan, áður en ég gæti
skrifað nr. 101. Þess vegna létti
mér mjög, þegar nr. 101 kom út.
Siðan á ég mér ekkert takmark;
ég ætla bara að halda áfram að
skrifa meðan mig langar til þess.
Jafnvel þótt þú reiknir með einni
bók á mánuði fram til niræðs, eru
það skammarlega fáar bækur."
Hann játar. að sér finnist hreint
ekkert leiðinlegt að vera í sviðs-
Ijósinu og afneitar tilbúinni
hæversku. Margir nútima
„ science-ficton "-rithöfundar telja
hann meistara gamla tímans. sem
hafi lifað sitt blómaskeið fyrir 20
árum, en sé nú orðinn gamaldags.
Hann vakti undrun margra þeirra
árið 1972, þegar hann fór aftur að
skrifa „science-fiction"-sögur og
byrjaði með smásögu, sem heitir
„The Gods Themselves". Með
þessari sögu braut hann eigin
reglu um að skrifa ekki „science-
fiction"-sögur, þarsem mannlegar
tilfinningar og jarðneskar hug-
myndir koma fyrir, þvi að hann
skrifar þarna bók, sem lýsir mjög
jarðnesku umhverfi.
Þessar verur bjuggu á fmynd-
uðum hnetti, og i öðru fráviki frá
reglunni var kynlifi þeirra lýst í
smáatriðum, „þótt þetta annars-
heims-kynlif ætti ekkert skylt við
það, sem við nefnum svo." Hann
sagði mér, „að allir væru hissa á
gamlingjanum og vildu, að hann
skrifaði meira. Ég er ekki viss um,
að ég sé nógu heimskur til að
reyna það, maður á að hætta á
toppnum." En eins og hann sagði
þetta. var ekki hægt að merkja, að
hann ætlaði sér að hætta. (Þýð.:
K. Á.)
Túnþökur — Tækifæri
Get útvegað ódýrar, góðar túnþök-
ur næstu daga. Sími: 20856.
Klinikdama óskast
til starfa strax á tannlæknastofu i
miðbænum allan daginn. Upplýs-
ingar i sima 10452.
Tveir trésmiðir
óskast. Uppl. í síma 52627 á
kvöldin.
Læknanemi
með konu og 2 börn óskar eftir
2ja—4ra herb. ibúð á leigu. Fyrir-
framgreiðsla getur komið til
greina. Simi 27641 eftir kl. 4.
Atvinna
Kona óskast til heimilisstarfa tvo
— þrjá daga i viku.
Mætti hafa með sér barn.
Simi 84100.
Auglýsingateiknara
sem vinnur í miðborginni vantar
2ja — 3ja herb. ibúð i Reykjavik.
Upplýsingar í síma 50329 eftir kl.
7 hvert kvöld.
Kaupið garn
áður en ný hækkun dynur yfir.
Mesta úrval borgarinnar er i
HOFI, ÞINGHOLTSSTRÆTI 1.
Tvist-saumur
og Gobelin vörur nýkomið.
Rya- og smyrnateppi á elda verði.
HOF, ÞINGHOLTSSTRÆTI 1.
Kona óskast
til að gæta tveggja barna (1 og 5
ára) i vetur eftir hádegi. 5 daga i
viku. Helzt í neðra Breiðholti eða
Kópavogi. Upplýsingar i síma
72257.
Ungur 2ja barna
námsmaður óskar eftir starfi á
kvöldin eða á nóttunni (5—6 ár).
Þeir, sem gætu hjálpað, vinsam-
lega hringi i sima 38058 eða
sendi tilb. á Mbl. merkt: Vinna á
nóttunni — 9516 fyrir 1. okt.
Land Rover '55 til sölu
Selst ódýrt.
Upplýsingar i sima 38264.
Óskum eftir lítilli íbúð
Upplýsingar i síma 33248 —
43266.
Arbæjarhverfi
Kona óskast til þess að gæta barns
á 1. ári. Hálfsdagsvinna. Gott
kaup. Upplýsingar í síma 84259
eftir kl. 3 e.h.
Er vaskurinn stiflaður?
Tek stiflur úr handlaugum, baðkör-
um og eldhúsvöskum.
Baldur Kristiansen
Sími 19131.
Lassiehvolpar
Lassiehvolpar til sölu. Upplýsingar
i sima 92-661 5.
Rafvirkjameistari
Ungur rafvirkjanemi með 2 ár að
baki i Iðnskólanum óskar eftir að
komast á samning sem fyrst.
Tilb. sendist Mbl. merkt „701 2"
íbúð óskast
2ja—3ja herb. helzt i Hafnarfirði.
Uppl. i sima 30051.
Tónlistarkennari
óskar eftir starfi i vetur, hvar sem
er á landinu. Tilb. sendist Mbl.
fyrir 12. sept., merkt: „Tónlist —
7016".
Attache í vestur-þýzka
sendiráðinu
óskar eftir að taka á leigu stóra
íbúð eða hús.
Upplýsingar á Hótel Borg,
herbergi 306.
ÞHR ER EITTHURfl
FVRIR RLLR
Islenzka fyrir
útlendinga
Vinsamlegast segið erlendum vinum yðar frá
íslenzkukennslu Mímis. Nemendur eru þjálfaðir
í talmáli allt frá upphafi. Málfræðin er kennd
með dæmum.
Simi 11109 og 1 0004 (kl. 1 —7 e.h.)
Málaskólinn Mímir,
Brautarholti 4
FJARSTERKUR AÐILI OSKAR
EFTIR EINBYLISHUSI í ELDRI
HLUTA BORGARINNAR
MEÐ GÓÐRI LÓÐ
Til greina kemur gott og vandað
timburhús, en steinhús
er þó æskilegra
Þeir er vildu sinna þessu, vinsamlega sendi
nöfn sin ásamt helstu upplýsingum til afgr.
Mbl. merkt „Fjársterkur 4444"
fyrir 15. sept n.k.