Morgunblaðið - 05.09.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.09.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER Hœttan vofir Það er nú einmitt það dularfulla. Skemman var harðlokuð. Ég skil ekki, hvernig kisa hefur komizt inn, svarar Rósa. Ekki fer Brandur þó í gegn um lokaðar dyr og heila veggi, segi ég undrandi og skil ekki þetta undarlega fyrirbrigði frekar en vinkona mín. Þegar Brandur finnur músarþef, halda honum engin bönd. Það er svo einkennilegt, hann finnur alltaf einhverja smugu, þó enginn annar komi auga á hana, svarar Rósa íhugandi. Hvað getum við gert? spyr ég, þegar ég sé áhyggjusvipinn á andliti vinkonu minnar. Það hef ég einmitt verið að brjóta heilann um, svarar Rósa. Ef við náum mýslu lifandi verðum við að koma henni á einhvern öruggan stað. Veiztu ekki af einhverjum felustað, þar sem mýsla litla getur verið óáreitt? spyr ég. Nei, að minnsta kosti ekki hér í Vesturbænum. Þar þekkir Brandur hverja smugu og glufu, krók og kima, svarar Rósa. Það væri helzt, að þú tækir mýslu til þín, bætir hún við brosandi. Hamingjan hjálpi mér! hrópa ég. Ekki veit ég, hvar ég ætti að fela hana. Brandur er ekki eins kunnugur í Austurbænum, þó hann eigi það til að laumast þangað, segir Rósa hugsandi. Æ, ég veit ekki, hvernig þetta endar, svara ég og andvarpa. Heyrðu! segir Rósa allt í einu, áttu nokkurn góðan pappakassa? Hvaö kom það þessu við. Ég var einmitt að vona að nú væri Rósa búin að finna einhverja lausn á vandamálinu. Höf. Ármann Kr. Einarsson Jú, ég held, að ég eigi góðan pappakassa í dótinu mínu, svara ég. Viltu lána mér kassann til að flytja mýslu í? Já, það er alveg sjálfsagt. Ágætt, ágætt segir Rósa. Og við skerum á hann pínulítið gat, svo mýsla geti andað. Ég brosi að ákafanum i vinkonu minni. En svona er Rósa, hún er ekki í rónni fyrr en hún er búin að framkvæma það, sem hún ætlar sér. Góða stund ræðum við Rósa vandamálið um hana mýslu, en komumst ekki að neinni niðurstöðu. Við erum þó ákveðnar í, ef við náum mýslu á undan Brandi, að fjarlægja hana strax úr skemmunni og reyna að koma henni á einhvern öruggan stað. Við bindum einnig fastmælum að láta fullorðna fólkið ekkert vita um þetta ráðabrugg okkar. Það vildi áreiðanlega helzt koma mýslu litlu fyrir kattarnef. 10. Leyndardómurinn á loftinu Næsta morgun sæti ég færi þegar Sigga frænka er komin niður, og dreg töskuna mína undan rúminu og opna hana. Jú, ég mundi rétt, þarna er ágætis pappakassi með loki. Ég tek kassann og losa úr honum ýmislegt smádót. Síðan næ ég í skærin henn- ar frænku og klippi smágat á lokið. Ég klippi snepil- inn ekki af, en læt hann vera fastan á einni hliðinni, svo hann er eins og lítill gluggi á hjörum. Að lokum finn ég gott snæri til þess að binda aftur kassann. DRÁTTHAGI BLÝANTURINN ANNA FRA STORUBORG — SAGA FRÁ SEXTÁNDU ÖLD eftir Jón Trausta Og þegar þeir voru riðnir á hvarf austur með fjöllunum, henti hann sér á Brún Hjalta og reið aðra leið, þar til hann var tominn fram hjá þeim, án þess þeir yrðu hans varir. Hann kom góðri stundu á undan þeim að Stóruborg og mætti þeim aftur, þegar hann reið til baka. Þá lét hann þá tefja sig á því að elta sig út í mýrar og vegleysur, og loks fram á svarta sjávarsandana, og tapa sér þar út í myrkrið. Hann vissi, að það var óhætt; hann mátti treysta Brún. En sumir af fylgdarmörmum lögmanns voru að brölta í keldum og síkjum alla nóttina og draga hesta sína upp úr. Þegar lögmaður kom heim á Stóruborg með það, sem eftir var af liðinu, skipaði hann vopnuðum mönnum fyrir allar dyr á bænum, að dæmi Sturlunga, og bauð þeim að láta engan sleppa út. Sjálfur gekk hann að aðaldyrunum með þrjá menn. Skipaði hann þá hraustum manni, sem með ,honum var, að hlaupa á hurðina og brjóta hana upp. Maður- inn hljóp knálega á hurðina, og var hún þá lausari fyrir en hann varði. Hrökk hún opin, og steyptist hann inn í göngin. Þar lá hann í roti, þegar lögmaður og félagar hans komu að, hruflaður til stórskemmda á höfðinu af steinum í veggnum. Lögmaður hafði veitt mönninn sínum vel heima um dag- inn, og á leiðinni hafði einnig verið fast drukkið, svo að ekki voru honum J>að nein undur, Jpótt eitthvað kynni að takast. ófimlega. Þetta var þó allt öllu lakari byrjun en hann hafði búizt við, og þótti honum það fremur ills viti. Nú voru ljós kveikt, fólkið rifið upp úr rúmunum og tekið að yfirheyra það. Fólkið fékk várla tíma til að klæða sig. Hálfnakið og skjálfandi af hræðslu var það dregið fram fyrir lögmanninn og menn hans, alvopnaða, og spurt og spurt í þaula, til þess að reyna að flækja það og veiða. Grið- konur fengu varla svarað fyrir gráti og ekka. Húskarlar voru lítið eitt djarfari. En það, sem upp úr fólkinu hafðist, var sára- lítils virði. Hjalti hafði horfið af heimilinu í tólftu viku smn- ars, sumir sögðu tíundu, en það var að minnsta kosti í sömu vik- unni og lúðumóðirin var róin í land í Miðbælisvörum, einni eða tveimur vikum áður en hann Siggi á Sitjanda gifti sig, — ja, það hafði nú eiginlega engin gifting verið, því að þau höfðu látið katólskan flökkumunksræfil gefa sig saman, lög- maðurinn hlaut nú að vita það bezt, hvort það væri lögmæt gifting. Svo í næstu viku þar á eftir hafði hann Egill gamli í Eyvindarhólum misst kúna sína. Hún hafði legið dauð i haganum, bráðsnemmbær kýr, alveg dæmalaus mjólkurkýr. Það var varla einleikið. Og einmitt í sömu vikunni hafði rekið marflóétinn sel austur á Skógasandi; sumir sögðu raun- ar, að það hefði verið maður; enginn hafði eiginlega þorað »að snerla við skrokknutn, og s.vo hafði hanu tekið út afj:ur ... ílkÖÍor9unk(kffinu Spilaðu nú ungverskan dans Gísli — ég er að búa til ungverskt gúllass. Hvor verður f yrstur. Það leið yfir konuna mína — ég er á leið til læknis. Ólafur minn — Þín einkamál eru mér óvið- komandi en ....? KjiUi- <stf , IÞIll IL-Si 1" 1 I f.-c g H 1 ;1 1 J .l|

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.