Morgunblaðið - 05.09.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER
27
| ÍÞBdnAFRfniB MOBCUHBLABSIWS
Dagur Norðurlandanna
á Evrópumeistaramótinu
Vetrar-
starf
TBR
VETRARSTARF TBR er nú
senn að hef jast. Formaður fé-
lagsins, Garðar Alfonsson,
verður til viðtals f Gnoðavogi
1, við nýja TBR-húsið frá kl.
17.00—19.00 f dag, fimmtudag,
á morgun og n.k. þriðjudag.
Þeir sem ætla að fá tfma hjá
félaginu f vetur þurfa að skrá
sig sem fyrst. Sfmi er 82266.
Mál KR til
aganefndar
Stjórn KSÍ hefur þegar f jall-
að um þá framkomu KR-inga
að tefla Ölafi Ólafssyni, manni
f leikbanni, fram I leik sínum
við Akranes á laugardaginn,
sagði Ellert B. Schram, for-
maður KSÍ I gær. Stjórnin lft-
ur þetta mál mjög alvarlegum
augum, en kaus að afgreiða
það til aganefndarinnar, sem
mun síðan taka ákvörðun um
hvað gera skuli.
Þá kom einnig til umræðu að
landsliðsþjálfarinn, Antony
Knapp, hefði sent UEFA-
Evrópuknattspyrnusamband-
inu, kæru á hendur íslenzku
dómurunum. Um það mál
sagði Ell^rt. — Sú kæra hefur
ekki verið send og mun ekki
verða send, a.m.k. ekki meðan
Anthony Knapp er starfsmað-
ur KSÍ.
Karl ekki
nógu góður
— ASTÆÐAN fyrir þvf að
Karl Þórðarsson er ekki valinn
f landsliðið er sú, að ég tel
hann ekki nógu góðan til þess
að skipa landsliðsstöðu, sagði
Bjarni Felixson, talsmaður
landsliðsnefndar á blaða-
mannafundi KSl f gær, þar
sem sú spurning var lögð fyrir
viðstadda nef ndarmenn hvern-
ig á þvf stæði að þessi ágæti
leikmaður hefði ekki hlotið
náð fyrir augum nefndarinn-
ar. Bjarni sagðist oft hafa lýst
þeirri skoðun sinni að Karl
væri einn efnilegasti knatt-
spyrnumaður sem við ættum,
— en hann hefur ekki þann
Ifkamsstyrk sem þarf f jafn
erfiðan leik og á móti Belgfu-
mönnum, sagði Bjarni.
Birgir
með lands-
liðið
Á fundi sem stjórn HSl hélt
með fréttamönnum f gær, var
tilkynnt að Birgir Björnsson
myndi verða landsliðsþjálfari
og landsliðseinvaldur, a.m.k.
nú fyrst um sinn. Greindi
Sigurður Jónsson, formaður
HSÍ, frá þvf, að stjórnin hefði
mikinn hug á því að fá hingað
til starfa erlendan þjálfara, og
hefði þegar hafið undirbúning
að þvf að fá hann. Hins vegar
væri það ólíklegt að það tækist
alveg á næstunni, og hefði því
verið leitað til Birgis og hann
beðinn að taka að sér liðið
þangað til.
400 m hlaup
kvenna
GlFURLEGUR fögnuður braust
út meðal finnskra áhorfenda og
keppenda á Evrópumeistara-
mótinu f Róm f gær, er Riitta
Salin, kornung stúlka frá
Helsinki kom fyrst f mark f
úrslitahlaupi 400 metra hlaups
kvenna á nýju Norðurlandameti
og Evrópumeistaramótsmeti
50,14 sek. Þar með hafa Finnar
þegar hlotið tvenn gullverð-
laun f kvennakeppni
Evrópumeistaramótsins. Nokk
uð sem enginn hafði
búizt við, nema þeir sjálfir,
þar sem fínnsku blöðin spáðu þvf
fyrir keppnina, að nú væri tfmi
finnsku stúlknanna kominn, og
að þær myndu koma á óvart f
keppninni.
Salin hljóp 400 metra hlaupið
stórglæsilega. Til að byrja með
virtist hún aftarlega f hópnum, en
þegar komið var út á beinu braut-
ina tók hún eftirminnilegan
sprett sem hún linnti ekki fyrr en
í markinu. Hinar heimsfrægu
austur-þýzku hlaupadrottningar
féllu algjörlega í skuggann í
þessu hlaupi fyrir finnsku stúlk-
unni og ein verðlaun varð upp-
skera A-Þýzkaiands í greininni
sem flestir áttu von á að myndu
færa þeim gull, silfur og brons.
Urslit f hlaupinu:
R. Salin, Finnl. 50,14
E. Streidt, A-Þýzkal. 50,69
R. Wilden, V-Þý-zkal. 50,88
N. Ilijna, Sovétr. 51,22
E. Handt, A-Þýzkal. 51,24
K. Kafer, Austurr. 51,77
V. Bcrnard, Bretl. 52,61
J. Pavlicic, Júgósl. 53,01
800 m hlaup
kvenna
BULGARSKA stúlkan L. Tomova
vann nokkuð öruggan sigur í 800
metra hlaupi kvenna á Evrópu-
meistaramótinu f Róm f gær. Tími
hennar var mjög góður: 1:58,1
mín., enda gífurlega mikill hraði í
hlaupinu frá byrjun. Fylgdust
stúlkurnar að í nokkuð þáttum
hnapp allt til þess að 200 metrar
voru til marksins, en þá hófst
mikil barátta milli Tumoya og
Hoffmeister frá Austur-Þýzka-
landi. Kom greinilega fram á
sfðustu metrunum að sú
búlgarska var sterkari og kom vel
fyrst í markið. Urslit í hlaupinu
urðu þessi:
L Tomova, Búlgar. 1:58,1
G. Hoffmeister, A-Þýzkal. 1:58,8
M. Suman, Rúmenfu 1:59,8
M. Dubois, Frakkl. 1:59,9
V. Gerasimova, Sovétr. 2:00,1
N. Morgunova, Sovétr. 2:00,8
E. Katolik, Póll. 2:01,4
G. Klein, V-Þýzkal. 2:01,5
400 m grind
ÞEGAR úrslitahlaup 400 metra
grindahlaupsins hófst á Evrópu-
meistaramótinu f Róm f gær
beindist athygli flestra að Sovét-
mönnunum þremur sem tóku þátt
f hlaupinu. Þeir höfðu náð bezta
árangrinum f undankeppninni og
hlaupið sérstaklega vel, þannig
að margir áttu þarna von á þre-
föidum Sovétsigri.
Til að byrja með voru hlaup-
ararnir nokkuð jafnir, en eftir um
100 metra sprett tók nokkuð að
greiðast úr. Bretinn Pascoe og
Frakkinn Nallet tóku forystuna
og fylgdust að hlið við hlið yfir
hverja grindina af annarri og
hlupu báðir stórglæsilega. Á
endasprettinum reyndist Bretinn
sterkari og sigraði á frábærlega
góðum tíma 48,82 sek., og er það
nýtt Evrópumesitaramótsmet.
Það er af Sovétmönnunum að
segja, að þeir áttu mjög í vök að
verjast. Stúdentaheimsmeistar-
inn Gavrilenko hreppti þó brons-
verðlaunin í hlaupinu, en landar
hans höfnuðu í fimmta og sjötta
sæti.
Urslit hlaupsins urðu þessi:
A. Pascoe, Bretl. 48,82
Jean-Claude Nallet, Frakkl. 48,94
E. Gavrilenko, Sovétr. 49,32
S. Tzidritzis, Grikkl. 49,71
D. Stuckalov, Sovétr. 49,98
V. Savsjenko, Sovétr. 50,01
J. Hewelt, Póll. 50,26
R. Ziegler, V-Þýzkal. 50,49
Kringlukast
EINN þeirra sem tók þátt f gleði-
látum Finnanna á Evrópumeist-
aramótinu f Róm f gær, að loknu
400 metra hlaupi kvenna, var
Pentti Kahma, bezti kringlukast-
ari Finna, en hann stóð þá f eld-
lfnu úrslitakeppninnar f kringlu-
kastinu. Gat hann þvf ekki gefið
sér mikinn tfma til þess að sam-
fagna Salin, heldur kom sér á
sinn stað, f kringlukastshringinn,
og þegar f næsta kasti flaug
kringlan úr hendi hans 63,62
metra, og nægði það kast til sig-
urs f keppninni. 1 annað skiptið
sama daginn hljómaði þvf finnski
þjóðsöngurinn, þegar verðlaun
voru afhent.
Svíinn Ricky Bruch var álitinn
sigurstranglegastur í kringlu-
kastskeppninni, enda hefur hann
verið öruggur með 65—66 metra
köst á þeim mótum sem hann hef-
ur tekið þátt í að undanförnu.
Bruch dvaldi meira að segja á
Ítalíu nær allan fyrravetur til
þess að búa sig sem bezt undir
þessa keppni. Þarna ætlaði hann
sér ekkert minna en gullið, og að
afsanna það að hann gæti ekki
náð sínu bezta á stórmótum. En
Bruch hafnaði þarna í þriðja sæti
og mátti teljast góður með það,
þar sem það var ekki fyrr en f
sfðasta kasti að hann náði að
hrifsa bronsverðlaunin frá A-
Þjóðverjanum Pachale.
Úrslitin urðu:
P. Kahma, Finnl. 63,62
L. Danek, Tékkóslv. 62,76
R. Bruch, Svfþjóð 62,00
S. Pachale, A-Þýzkal. 61,20
V. Velev, Búlg. 61,00
V. Penzikov, Sovétr. 60,86
de Vincentis, ttalfu 59,68
G. Fejer, Ungverjal. 59,46
F. Tegla, Ungverjal. 58,92
L. Gajdzinski, Póll. 58,88
H. Neu, V-Þýzkal. 58,80
G. Muller, A-Þýzkal. 58,32
S. Simeon, ttalfu 56,14
J. Tuomola, Finnl. 55,85
Hástökk
Þjóðargleði var f Danmörku f
gærkvöldi eftir að þær fréttir bár-
ust frá Evrópumeistaramótinu I
Rðm að Iæknaneminn Jesper
Törring hefði orðið Evrópu-
meistari f hástökki. Törring sýndi
mikið öryggi f þessari keppni og
hlaut titil sinn út á það að nota
færri tilraunir við stökk sfn en
Sovétmaðurinn Shapka sem
þarna varð f öðru sæti. Báðir
stukku þeir 2,25 metra, en felldu
2,28 metra þrfvegis. Var Törring
þó nærrí þvf að fara þá hæð f
einni tilraun sinni.
Törring setti Norðurlandamet f
hástökki fyrr f sumar og stökk þá
2,23 metra. Fyrir Evrópumótið
var það annar bezti hástökks-
árangur f álfunni í ár, Sovét-
maðurinn Abramov hafði gert
betur og stokkið 2,24 metra. Hins
vegar leit ekki alltof vel út fyrir
Törring f keppni Evrópumeistara-
mótsins þar sem hann meiddist á
ökkla skömmu fyrir hana. Daninn
varð þvf að treysta á heppni sína
og sleppa eins mörgum stökkum
og mögulegt var. Og einmitt það
færði honum Evrópumeistaratitil-
inn þegar upp var staðið. Úrslit
urðu þessi:
J. Törring, Danm. 2,25
K. Shapka, Sovétr. 2,25
V. Maly, Tékkóslv. 2,19
I. Major, Ungvl. 2,19
J. Wszola, Póll. 2,19
L. Falkum, Noregi 2,16
R. Bergamo, ttal. 2,16
B. Brokken, Belgfu 2,13
D. Patronis, Grikkl. 2,13
A. Pesonen, Finnl. 2,10
G. Ferrari, Italfu 2,10
V. Abramov, Sovétr. 2,10
R. Saint Fose, Frakkl. 2,10
G. Moreau, Belgfu 2,00
400 m hlaup
VESTUR-Þjóðverjar hlutu sín
fyrstu gullverðlaun á EM í gær, er
Karl Honz kom fyrstur að marki í
400 metra hlaupinu á nýju
Evrópumeistaramótsmeti 45,04
sek. Hlutur Vestur-Þjóðverja
hafði ekki verið stór á mótinu til
þessa, og afrek Honz þvf næsta
kærkomið fyrir þessa miklu
frjálsíþróttaþjóð. Honz hljóp 400
metra hlaupið glæsilega, tók
snemma forystu og hélt henni til
loka. Harðari barátta var um
næstu sæti, sérstaklega þó þriðja
sætið, en þar varð Finninn
Markku Kukkoaho að láta í minni
pokann fyrir öðrum Vestur-Þjóð-
verja, þrátt fyrir hetjulega bar-
áttu sína.
Urslitin urðu:
Karl Honz, V-Þýzkal. 45,04
D. Jenkins, Bretl. 45,67
B. Herrmann, V-Þýzkal. 45,78
M. Kukkoaho, Finnl. 45,84
O. Karttunen, Finnl. 45,87
M. Fredriksson, Svfþj. 46,12
E. Carlgren, Svfþj. 46,15
F. Demarthon, Frakkl. 46,19
800 m hlaup
LlTT þekktur hlaupari frá
Júgóslavfu hreppti gullverðlaun-
in f 800 metra hlaupi á Evrópu-
meistaramótinu f Róm f gær.
Sýndi hann mjög óvænta yfir-
burði f hlaupinu, þar sem hann
kom f markið næstum tveimur
sekúndum á undan næsta manni.
Barátta hlaupsins stóð um silfur-
verðlaunin, en þar urðu mynda-
vélarnar og hin sjálfvirku tfma-
tökutæki að skera úr um röð.
Kom það mönnum nokkuð á óvart
að tfmamunur skyldi gerður á
hlaupurunum sem virtust koma
hnff jafnir f markið.
Meðal keppenda í hlaupinu var
heimsmethafinn Fiasconaro frá
Italfu. Fyrir hann varð hlaup
þetta hálfgert „fíaskó“. Hann átti
ekki möguleika í þeim gffurlega
hraða sem haldið var uppi og
hafnaði í sjötta sæti, sjónarmun á
undan þeim sem urðu f sjöunda
og áttunda sæti. Urslit hlaupsins
urðu:
L. Susanj, Júgóslv. 1:44,1
S. Ovett, Bretl. ^ 1:45,8
M. Taskinen, Finnl. 1:45,9
V. Ponomarev, Sovétr. 1:46,0
G. Stolle, A-Þýzkal. 1:46,2
M. Fiasconaro, Italfu 1:46,3
D. Fromm, A-Þýzkal. 1:46,3
W. Wulbeck, V-Þýzkal. 1:46,3
Landsliðið
valið
Stjórn Knattspyrnusam-
bands tslands tilkynnti f gær
val landsliðsnefndar á iands-
liðinu sem leika á við Belgfu-
menn á Laugardalsvellinum á
sunnudaginn. Leikur þessi er
liður f Evrópubikarkeppni
landsliða, en sem kunnugt er
leikur tsland þar f riðli með
Belgfu, A-Þýzkalandi og
Frakklandi. Verður þetta jafn-
framt fimmti landsleikur ts-
lands og Belgfu. Hafa Belgfu-
menn ætfð borið sigur úr být-
um og markatalan f landsleikj-
unum fjórum er 21:2, þeim f
vil.
Landsliðið verður þannig
skipað:
Þorsteinn Ólafsson, tBK
Magnús Guðmundsson, KR
Björn Lárusson, ÍA
Eirfkur Þorsteinsson, Vfkingi
Jón Péturssoa Fram
Marteinn Geirsson, Fram
Jóhannes Eðvaldsson, Val
Karl Hermannsson, tBK
Grétar Magnússon, tBK
Guðgeir Leifsson, Fram
Asgeir Elfasson, Fram
Teitur Þórðarson, t A
Matthfas Hallgrfmsson, lA
Gfsli Torfason, tBK
Atli Þór Héðinsson, KR
Asgeir Sigurvinsson, Standard
Liege.
Svo sem sjá má af þessari
upptalningu er liðið mjög Iftið
breytt frá þvf sem var í leikn-
um við Finna á dögunum. Þeir
sem koma nú nýir inn f lands-
liðshópinn eru Magnús Guð-
mundsson, KR, Björn Lárus-
son, ÍA, Jón Pétursson, Fram
og Asgeir Sigurvinsson,
Standard Liege. Koma þeir f
stað Sigurðar Haraldssonar,
Magnúsar Þorvaldssonar, Jóns
Gunnlaugssonar og Óskars
Tómassonar.
• *
v.#*'
Reykjavíkurmótið
í frjálsum íþróttum
Reykjavíkurmeistaramótið f
frjálsum íþróttum — aðalhluti
fer fram á Laugardalsvellinum
n.k. máudag og þriðjudag.
Keppnisgreinar eru eftir-
taldar:
KARLAR: Fyrri dagur: 100
metra hlaup, 400 metra hlaup,
1500 metra hlaup, 110 metra
grindahlaup, 4x100 metra boð-
hlaup, langstökk, stangar-
stökk, kúluvarp, spjótkast.
Seinni dagur: 200 metra hlaup,
800 metra hlaup, 5000 metra
hlaup, 400 metra grindahlaup,
4x400 metra boðhlaup,
hástökk, þrfstökk, kringlukast,
sleggjukast.
KONUR: Fyrri dagur: 200
metra hlaup, 800 metra hlaup,
100 metra grindahlaup, 4x400
metra boðhlaup, hástökk,
kringlukast. Seinni dagur: 100
metra hlaup, 400 metra hlaup,
1500 metra hlaup, 4x100 metra
boðhlaup, kúluvarp, spjótkast
og langstökk.
I 5000 metra hlaupinu verð-
ur tekinn millitími á 2 enskum
mílum.
Þátttökutilkynningar þurfa
að hafa borizt Olfari Teitssyni
fyrir fimmtudagskvöld.