Morgunblaðið - 08.09.1974, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1974
EHmi
Járnamenn —
Verkamenn
Vanir járnamenn og verkamenn vanir
byggingavinnu óskast.
Skeljafell h. f.,
sími 86394.
Verkamenn
Verkamenn óskast í byggingavinnu að
Höfðabakka 9.
Upplýsingar á vinnustað og í síma
83640. ‘
Trésmiðir
Óskum að ráða nokkra trésmiði í uppmæl-
ingar nú þegar.
Símar 38220 og 32874.
Atvinna.
Viljum ráða nú þegar karlmenn og kven-
fólk til starfa í verksmiðju okkar. Vakta-
vinna — dagvinna.
Upplýsingar hjá verkstjóra, ekki í síma.
H.F. Hamiðjan,
Stakkholti 4.
Skrifstofustúlka
Vön skrifstofustúlka óskast til starfa strax,
hálfan eða allan daginn. Upplýsingar í
síma 41621.
Auglýsingastofa Kristínar
Álfhólsvegi 5, Kópavogi.
Piltur eða stúlka
óskast til þess að annast sendiferðir,
afgreiðslu pósts og fleiri störf. Við
leggjum til vélhjól.
IBMÁ ÍSLANDI
Klapparstíg 2 7
Sími 27700
2 vélstjórar
The National Textile Corporation (TEXCO)
P.O. Box 9531, Dar es Salaam, Tanzaníu
vill ráða 2 vélstjóra í 2 spunaverksmiðjur
sínar, sem eru staðsettar í Dar es Salaam
og Arusha, Tanzaniu. Umsækjendur
verða að hafa vélstjórapróf frá Vélstjóra-
skóla íslands og próf í rafmagnsfræðum
einnig 5 ára starfsreynslu að minnsta
kosti. Aldur 30—45.
Samningurinn er til 2 ára, en möguleikar
eru á framlengingu. Laun £ 4,500 á ári
og 25% þóknun. Frí læknishjálp og tann-
lækningar, húsnæði og barnaskóli. Fríar
flugferðir fyrir umsækjanda og fjölskyldu
hans. Umsóknir skulu sendar fyrir 20.
sept. til:
National Textile Corporation,
P. 0. Box 9531,
Dar es Salaam.
Stúlka óskar eftir
starfi,
sem hægt er að vinna að nokkru leyti sjálfstætt. Er með
Verzlunarskólapróf.
Góða tungumálakunnáttu (þýzku, dönsku og ensku). Hefur
starfað sem ritari I nokkur ár. Tilboð, sem greini laun sendist
Mbl. fyrir miðvikudagskvöld merkt: „7271".
Reglusamur
viðskiptafræðinemi
á 1. ári, með stúdentspróf frá Verzlunarskóla íslands, óskar
eftir heils eða hálfs dagsvinnu, helzt við bókhald eða gjaldkera-
störf. Get unnið sjálfstætt. Þeir, sem áhuga hafa leggi nöfn sín
á afgr. Mbl. fyrir 1 3. þm. merkt: „8509".
Bakari og
aðstoðarmaður
Bakari og aðstoðarmaður óskast nú
þegar.
Uppl. í Björnsbakaríi, Vallarstræti 4 frá kl.
8—1 2 næstu daga.
Dyraverðir óskast
frá kl. 18—24.
Veitingahúsið Óðal,
sími 11630.
Afgreiðslustúlka
Sérverzlun v/Laugaveg óskar að ráða
afgreiðslustúlku nú þegar hálfan daginn.
Upplýs. um menntun og fyrri störf send-
ist Mbl. merkt 9529.
Ferðaskrifstofa
ríkisins
óskar að ráða nú þegar, í eftirtalin störf:
1. Forstöðustarf fyrir utanlandsferðir.
2. Forstöðustarf fyrir hópferðir útlendinga
innanlands, móttöku erlendra skipa og
skipulagningu ráðstefna.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi
reynslu og þekkingu á ferðamálum og
hafi áður starfað við þau störf.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu vorri.
Ferðaskrifstofa ríkisins,
Reykjanesbraut 6,
sími 1 -15-40
Við viljum ráða
menn til eftirtalinna starfa í verksmiðjum
okkar að Flatarhrauni í Hafnarfirði og að
Háteigsvegi 7 í Reykjavík:
0 Afgreiðslumann í smiðjubúðina.
0 Bílstjóra.
0 Laghenta menn til
framleiðslustarfa.
0 Dreng eða stúlku til
sendistarfa.
Tilboð óskast bréflega eða í síma 18106
milli kl. 1 7 og 1 8 alla starfsdaga.
H.F. Ofnasmiðjan,
Háteigsvegi 7, Reykjavík.
Iðnverkamenn
óskast
Viljum ráða nokkra verkamenn til verk-
smiðjustarfa. Mikilvinna.
Upplýsingar hjá verkstjóranum.
Málningarverksmiðjan Harpa h. f.,
Skú/agötu 42.
Afgreiðslumaður
óskast
Framtíðarstarf.
Uppl. á skrifstofu vorri mánudaginn 9.
sept. kl. 5—6.
Verzlun O. Ellingsen HF.,
Hafnarstræti 15.
Frá Söngskólanum
í Reykjavík.
Söngskólinn í Reykjavík tekur til starfa 1.
október. Umsóknarfrestur um skólavist er
til 23. september. Umsóknareyðublöð
fást í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundsson-
ar, Austurstræti. Upplýsingar um nám og
inntökuskilyrði eru gefnar í síma 21942
kl. 12 — 1 3 alla næstu viku.
Skólastjóri
Sveitarstjóri
Reyðarfjarðarhreppur óskar eftir að ráða
sveitarstjóra frá n.k. áramótum.
Umsóknir um starfið ásamt upplýsingum
um menntun og fyrri störf sendist oddvita
Reyðarfjarðarhrepps fyrir 20. september
n.k.
Nánari upplýsingar um starfið veitir
núverandi sveitarstjóri sími 97-4245 eða
oddviti sími 97-4244.
Laus staða
Prófessorsembættið í barnasjúkdómum
og staða yfirlæknis á Barnaspítala Hrings-
ins er laus til umsóknar.
Gert er ráð fyrir að sama lækni verði veitt
bæði störfin.
Umsækjendur mega gera ráð fyrir því, að
núverandi fyrirkomulag barnaspítalans
breytist.
Um mat á hæfni umsækjenda verður
fjallað samkv. 11. gr. laga nr. 84/1970
og 33. gr. laga nr. 56/1973.
Umsóknarfrestur er til 1 0. október 1 974.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn-
inni upplýsingar um námsferil og fyrri
störf, svo og ítarlega skýrslu um vísinda-
störf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og
rannsóknir.
Umsóknir sendist öðru hvoru ráðuneyt-
inu.
Menntamá/aráðuneytið,
Heilbrigðis- og
tryggingamá/aráð uneytið,
5. september 1974.