Morgunblaðið - 08.09.1974, Síða 32

Morgunblaðið - 08.09.1974, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1974 Leyndardómurinn á loftinu k!- Höf. Armann . Einarsson Stelpa, stelpa! hvar ertu? kallar hrjúf, höstug rödd. Rósa hrekkur við og skimar óróleg í kring um sig. Það er afi, segir hún flaumósa. Ég sé, að gamli maðurinn í Vesturbænum stendur úti á hlaðinu, en hann tekur ekki strax eftir okkur. Líklega hefur okkur dvalizt nokkuð lengi í skemm- unni. Hérna, hérna! segir Rósa og réttir mér kassann. Síðan er hún þotin. Ég stend eftir með kassann í höndunum. Mér er ljóst, að nú er það ég, sem ber ábyrgð á mýslu, að minnsta kosti fyst um sinn. Án frekari umhugsunar hleyp ég í einum spretti heim stéttina. Einhver fullorðinn kann að rekast á mig. Heppnin er með mér. Ég kemst óséð inn í bæ og upp í herbergið mitt. En það má ekki tæpara standa. Rétt á hæla mér kemur einhver upp stigann. Ég þekki á fótatakinu, að það er Sigga frænka. Nú geta HOGNI HREKKVISI McNauqht Synd., Inc. Högni þolir ekki Lassf aðeins skjót handtök bjargað. Ég skutla kassanum undir rúmið mitt, eins langt og ég kem honum. Þetta er sjálfsagt ekkert þægilegra ferðalag fyrir aum- ingja mýslu, en þótt henni hafði verið skotið á loft í tunglflaug. Ósköp ertuskrýtin á svipinn, barn, segir frænka og horfir á mig rannsakandi augnaráði. Æ, ég er svo hrædd um að kvikni í hlöðunni, svara ég samstundis og sný mér frá rúminu. Fyrir alla muni má Sigga frænka ekki fá minnsta grun um, að neitt óvenjulegt sé inni í herberginu. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur út af hlöðunni, Magga mín, svarar frænka blíðari í máli. Það er búið að grafa svo margar og djúpar holur í heyið, að mesti hitinn er rokinn burt. Dyrnar á herberginu standa opnar, og ég heyri umgang niðri í eldhúsinu. Fólkið er víst nýkomið inn. Nú held ég að heyinu sé óhætt heyri ég að Jón bóndi segir. Ég fylgist ekki lengur með samræðum fólksins niðri. Hugurinn snýst allur um mýslu. Vonandi líður henni ekki illa í kassanum. Hún hefur nóg af osti, svo ekki getur hún verið svöng. En kannski er hún þyrst? En hvernig í ósköpunum á ég að fara að því að gefa henni að drekka, svo enginn viti. Það er kallað á okkur Siggu frænku til að borða. Eftir kvöldmatinn vikur frænka varla úr herberg- inu. Hún situr lon og don og prjónar. Rétt áður en við förum að hátta, skreppur hún þó niður og sækir vatn í könnu, til þess að vökva blómið, er talsvert vatn eftir í könnunni. Það er bezt að spara sér sporin, segir Sigga frænka og setur könnuna á borðið. Það liggur ekkert á að fara með hana "iður fvrr en í fyrramálið. Bara að svolítill vatnsdropi væri kominn til hennar mýslu, hugsa ég. Þegar við frænka erum háttaðar og kyrrð komin á, heyri ég mér til mikillar skelfingar, að mýsla fer að þruska undir rúminu. Kannski er hún að reyna að komast út úr kassanum? Hvaða skrjáf er þetta? segir Sigga frænka og lítur felmtruð á mig, ætli geti verið, að mýs eða rottur séu hér á milli þilja? Ekkert heyri ég, svara ég eins sakleysislega og mér er unnt, en ég hef ákafan hjartslátt. Kannski kemst nú allt upp? Sigga frænka gerir sig ekki ánægða með svar mitt. ANNA FRÁ STÓRUBORG — SAGA FRÁ SEXTÁNDU ÖLD eftir Jón Trausta „Nei. Hvar hefirðu falið hann?“ „Hefir heimilisfólkið cngar upplýsingar getað gefið þér?“ „Heimilisfólkið —! Það, sem ekki gat einu sinni komið sér saman um, hvernig hesturinn hans hefði verið litur!“ „Aumingja maður! Skelfing áttu bágt!“ „Þessi hestur er kóngsfé. Hvern hcfirðu látið fá hann? Ég tek hann, hvar sem ég sé hann.“ „Já, auðvitað. En — nianstu hvernig hann var litur?“ „Hverjum seldirðu hann?“ „Seldi ég? Ég sel aldrei hesta.“ „Eða gafst hann þá. Hver á hann núna?“ „Var það ekki Hjalti, sem þú varst að leita að? Eða var það aðeins þessi hestur — handa kónginum?“ „Þú ert sek um bjargráð við Hjalta, síðan hann var gerð- ur útlægur. Það er sannað, að hann hefir verið hér fram undir mitt sumar.“ „Það er ég sjálfsagt. — Það er ekki vandfarið með annað eins mál. Þú ákærir, og — þú dæmir líka!“ Þessi ósvífna hæðnisrósemi gekk lögmanni gegnum merg og bein. Hann þagði og lýsti enn um herbergið. Svo kom hann að rúminu, þar sem bömin sváfu, dró tjöldin til hliðar og lýsti yfir allt rúmið. Tvö bömin sváfu uppi til, en eitt til fóta. Þau sváfu fast og mmskuðu ekki, þó að ljósbirtan félli framan í þau. Rjóð vom þau í kinnum, svipfríð og sakleysisleg, en þó hraustleg og hvert öðru efnilegra. Lögmaður horfði furðu lengi á börnin, og svipur hans mýktist dálítið á meðan. „Þættist þú ekki ríkur, ef þú ættir svona fríðan hóp?“ mælti Anna. Lögmaður breiddi tjöldin aftur fyrir rúmið, en anzaði engu. Hann átti ekkert bam. „Þú veizt, hvar Hjalti er,“ mælti hann, eins og hann rank- aði aftur við erindi sínu. „Hefirðu nokkum tíma efazt um það?“ „Segðu mér, hvar ha .... “ Hann hætti við setninguna í miðju kafi. Hann vissi, að ekki var til neins að segja hana. „Hvað er í þessari kistu?“ mælti hann og sparkaði í stóra kistu, sem stóð hjá rúmi önnu. „Það eru fötin bamanna minna.“ Lögmaður virti kistima fyrir sér. Hún var nægilega stór til 'þess, að þar mætti leyna manni. „Opnaðu kistuna! Ég vil fá að sjá ofan í hana.“ „Nei, það geri ég ekki. Þér er óhætt að trúa orðum min- tc um. „Opnaðu kistuna, segi ég!“ „Nei.“ „Fáðu mér þá lykilinn!“ NÍf. ^ M flkÍlnofgunkQffÍAu — Fyrirgefðu, en ég er víst eitthvað utan við mig f dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.