Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1974 Nýr Datsun til sölu. Blár Datsun 1 20 y station til sölu. Upplýsingar í síma 86893 í dag og á morgun. Krakkar — Sunnudagaskóli Við hefjum sunnudagaskóla á morgun 1 5. september. Verður á hverjum sunnudegi kl. 1 1:1 5 að Brautarholti 4, II. hæð. Allir krakkar hjartanlega velkomnir. „Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda og enda á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja". Orðskviðfrnir 22,6. Bibliusöfnuðurinn Immanúel. Lodnuflokkun&vélar Fiskvinnslustöövar Við getum afgreitt nokkrar síldarloðnuflokkun- arvélar, fyrir næstu loðnuvertíð, ef samið er strax. Eins og áður tökum við að okkur að breyta síldarflokkunarvélum frá Stálvinnslunni fyrir Loðnuflokkun. Þannig breyttar gegna vélarnar tvöföldu hlutverki, þ.e. að flokka jöfnum hönd- um síld eða loðnu. Bjóðum breytingu fyrir fast verð ef óskað er. Hafið samband við okkur sem allra fyrst. STÁLVINNSLAN h.f. Súðarvogi 44. Sími 36 750. Hausttízkan ^ Ullarkápur " Tweedkápur Kápur með skinnum Kápur úr rúskinnslíki Jakkar með kuldafóðri Leðurjakkar Síðbwcur með vestum Síð pils Húfur og hattar 4 Nýjar vörur íhverri viku þcrnhard lax^al KJÖRGARÐ/ Verkamenn Verkamenn óskast í byggingavinnu að Höfða- bakka 9. Upplýsingar á vinnustað og í síma 83640. Wagoneer Quatratrack 1 974 til sölu. Sem nýr, ekinn 9.000. Til sýnis að Kársnesbraut 107, Kópavogi. Dagur dýranna — merkjasala Á morgun sunnudag er dagur dýranna. Sölu- börn komið og seljið merki dagsins. Þau verða afhent í eftirtöldum skólum frá kl. 1 0 árdegis til kl. 4s.d. í Reykjavík: Melaskóla, Austurbæjarbarnaskóla, Laugarnesskóla, Breiðholtsskóla. í Kópavogi: Kópavogsskóla. í Hafnarfirði: Lækjarskóla. Góð sölulaun Samband dýraverndunarfélaga íslands. Mercury Comet '74 Til sölu er Mercury Comet árg. '74. Litur: Gulur m/ dökkbrúnum vinyltopp. 6 cyl, sjálfskiptur, vökvastýri. Skipti möguleg. Upplýsingar í síma 73593. óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: BLAÐBURÐARFÓLK AUSTURBÆR Laufásvegur frá 58, Ingólfs- stræti, Þingholtsstræti, Leifs- gata, Sóleyjargata, Hátún, Hverfisgata frá 63 —125, Mið- tún, Laufásveg 2 — 57, Barónsstíg, Laugaveg 101—171. VESTURBÆR Reynimelur I. SELTJARNARNES Melabraut, Skólabraut. ÚTHVERFl Laugarásvegur frá 1 —37, Aust- urbrún, Snæland, Laugarnes- vegur 34—85, Fossvogsblett- ur, Laugarásvegur 38—77. KÓPAVOGUR Kópavogsbraut, Hávegur, Digra- nesvegur I. Holtagerði. GARÐAHREPPUR Óska eftir blaðburðarbörnum í Efstu-Lundirnar, Fitjarnar og fleiri hverfi. Upplýsingar ísíma 35408. Einar Sigur- finnsson -níræður í DAG varð heiðursmaðurinn Ein- ar Sigurfinnsson frá Lágu Kotey í Meðallandi níræður. Gamlir ná- grannar austan úr Meðallandi tengja enn nafn hans við þann bæ. 90 ár, hár aldur greindar- og drengskaparmanns, sem ber ell- ina vel, tígulegur í f asi, glaður og gamansamur undir silfurhærum. Vissulega ber hann svipmót hins háa aldurs langrar æfi sem hefur boðið honum að kynnast ýmsu, sumu stríðu og sáru, öðru ánægju- legu og blíðu. En víst er að afmæl- isbarnið er f lestum öðrum óf ús að kvarta eða rekja raunir. Alla tíð hefur hann verið maður bjartsýn- innar, fús að þakka gjafaranum alls og allra fyrir það sem lífið hefur fært honum. Öskir hans hafa orðið bænir og áreiðanlega gæti hann sagt okkur margt um bænheyrslu í þess orðs fyllstu merkingu ef tækifæri gæfist. Marga samferðarmenn hefur Einar Sigurfinnsson eignast aust- ur í Meðallandi, í Biskupstungum, í Vestmannaeyjum og nú f Hvera- gerði. Ég þykist geta fullyrt að alstaðar hafi hann leitast við að bæta hugarfar samferðarmanns- ins, ekki aðeins með því að starfa í þeim félagssamtökum sem hann taldi helzt til mannbóta, heldur í því að benda einstaklingnum á veginn sem hann skyldi ganga sér og sínum til heilla. Strax sem ungur maður leggur hann lið félagsmálum sveitar sinnar. Hann setti fram skoðanir sínar í ræðu og riti í þágu ung- mennafélaganna, bindindismál- anna undir merki I.O.G.T., dýraverndarsamtakanna, fram tíðarmálefni héraðs síns. Hann verður að verja skoðanir sínar á fundunC þar sem deilt var. Hann var og er vel máli farinn, gætinn í orðum og hefur áreiðanlega aldrei viljað særa með orðum eða í verki, en fús til að bæta úr stundarerfiðleikum nágrannans með greiða sem hann gæti látið af hendi eða lagt sitt til að græða sár á viðkvæmri skilnað- arstund. Á slíkum stundum gat Einar komið fram sem prédikari, er flutti orð fagnaðarerindisins af innileik og einlægni hins trúaða manns. Víst er að kirkjan hef ur átt hug hans allan öðrum samtökum og stofnunum fremur. I minni er hvflíkan innileik og einlægni hann lagði I meðhjálparastarfið við Langholtskirkju. Einar hefur lesið mikið, þegar annir daganna hafa leyft, skrifað sér til hugarhægðar bundið og óbundið mál. Þætti sem um menn og málefni. A hann ýmislegt ritað i fórum sínum sem merkilegt er og dýrmætt. Frá fyrstu búskaparárum hans austur í Meðallandi er minnst hagleiks hans, hvort sem var við smíði, hleðslu garða, veggja eða binda bók, þótt öll væru tækin frumstæð miðað við það sem nú er. Einar var jarðræktarmaður í orðsins bezta skilningi. Enn getur kunnugur vegfarandi rakið blett- Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.