Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1974 Lúðrablástur og hátíðleg athöfn áður en úrslita- leikurinn hefst Úrslitaleikurinn í bikarkeppni KSÍ verður með nokkuð öðrum hætti að þessu sinni en hingað til hefur tíðkast. Oft hefur verið að því fundið, að ekki væri nógu skemmtileg stemmning á bikarúrslitaleikjum, og hefur því mótanefnd KSÍ og stjórn KSÍ ákveðíð að gera sitt til þess að breyta þessu. Verður nú málum hagað á mjög svipaðan veg og tíðkast víðast hvar erlendis, þegar slíkir stórleikir fara fram. Áður en leikurinn hefst, leik- ur Lúðrasveit Reykjavíkur á Laugardalsvellinum, en skömmu fyrir kl. 14.00 munu lið ÍA og Vals hlaupa inn á völlinn og stilla sér þar upp. Verður þá íslenzki þjóðsöng- urinn leikínn. Að því búnu munu forráðamenn KSÍ og Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra, ganga fram og munu fyrirliðar liðanna kynna leik- menn fyrir ráðherra. Þá hafa einnig verið uppi áform um, að leikmenn kæmu upp í stúkuna að leik loknum og tækju þar við bikamum, en ekki er með öllu víst, að af þvi geti orðið. Búizt er við miklum fjölda áhorfenda á leikihn [ dag, og er t.d. vitað, að fjöldi Skaga- manna mun koma á leikinn og hvetja sína menn, enda hefur það verið þannig í sumar, að fá lið virðast eiga eins dygga stuðningsmenn og Skagaliðið. Meira að segja halda margir Reykvíkingar enn tryggð við knattspyrnumenn frá Akranesi, og hafa gert það frá hinum svokölluðu gullaldarárum Skagaliðsins. Valsmenn eiga einnig stóran hóp fylgismanna, sem veitt hafa liðinu mikinn stuðning, og er ekki að efa, að þeir munu fjölmenna á völlinn í dag. Er vonandi, að sannkölluð bikarúrslitastemmning ríki á leiknum, t.d. eins og var í aukaleik Keflvíkinga og Vest- mannaeyinga I 1. deildar keppninni í knattspyrnu um ár- ið, en sjaldan hefur verið eins skemmtileg stemmning á Laugardalsvellinum og á meðan sá leikurfórfram. « KIR RUKR UIBSKIPTin SEITl RUGiVSR i JttU KSI KRR Úrslitaleikurinn í bikarkeppni KSÍ Akranes Valur fer fram á Laugardalsvellinum í dag kl. 14.00. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur frá kl. 13.30. Forsala aðgöngumiða fer fram við völlinn frá kl. 10.00. Verð aðgöngumiða: Stúka kr. 300.— Stæði kr. 200.— Börn kr. 100.— Tekst Akurnesingum að sigra í þetta sinn Það verður bikarstemmning í Laugardal í dag KSÍ Loran C viðtæki 1.TRUFLANAMÆLIR. 2. TRUFLANA DEYFARI. 3. AÐVÖRUNARLJÓS, EF STÖÐ DETTUR ÚT. 4. SVIÐVELJARI. 5. RÆSIR OG LJÓSSTYRKUR. 6. AÐVÖRUNARLJÓS VEGNA STRAUMROFS. 7. TRUFLANAFILTERAR, STILLANLEGIR. 8. LEITARSTILLING FYRIR STÖÐ. 9. LORAN C KEÐJUVELJARI. ¦ Finnur fyrri stöðu með 15 — 40 metra fráviki. ¦ Nákvæm staðarákvörðun 70 — 400 m á jarðbylgju. ¦ Langdrægni — 1200 sjómílur jafnt dag sem nótt á jarðbylgju 2500 sjömílur á refleksbylgju. Áreiðanlegar upplýsingar, stillanlegir filterar á truflandi stoðvar. ¦ Rautt Ijós kviknar um leið og stöðin fellur út. ¦ Auðveldur aflestur sjö stafa tala með stillanlegum Ijósstyrk, sem gefur stöðulínur á víxl. ¦ Öruggt í notkun, innbyggðar neyðarrafhlöður taka sjálfvirkt við ef straumrof verður. VIÐHALDS OG VARAHLUTAÞJÓIMUSTA Friðrik A. Jónsson Bræðraborgarstfg 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.