Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.09.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1974 Brezhnev: Vill helzt ekl trúa nokkru illu um Ford. Eftir Victor Zorza Óskhyggja í Kreml KREMLHERRARNIR virðast slegnir blindu þegar Ford for- seti á í hlut, ámóta blindu og olli því, að þeim sást yfir það, sem raunverulega skipti máli í Watergate-hneykslinu. Þar sem valdhafarnir í Moskvu voru Nixon skuld- bundnir og töldu hann per- sónugerving bættrar sam- búðar vildu þeir, að hann yrði áfram við völd og neit- uðu að trúa því, að hann yrði ef til vill að segja af sér. Sama óskhyggja ræður ríkj- um í Kreml þegar Ford forseti á í hlut og veldur því, að sovézk blöð gera lítið úr þeim broddi, sem öðru hverju skýt- ur upp kollinum í yfirlýs- ingum nýju stjórnarinnar um þörfina á eflingu landvarna og stórfelldum fjárveitingum til þeirra. Á það er einungis lögð áherzla í Moskvu, að Ford hafi skuldbundið sig til að fylgja þeirri stefnu Nixons að draga úr spennu, að áfram verði haldið á sömu braut og það megi marka af því, að Kissinger ræður utanríkis- stefnunni. Pravda gleðst yfir því að geta bent á, að Ford lætur það verða sitt fyrsta verk á hverjum morgni að hitta Kissinger að máli og að haukar eins og landvarnaráð- herrann, James Schlesinger, og yfirmaður CIA, William Colby, verða að bíða eftir því að á þá verði kallað. Mennirnir í Moskvu sjá aðeins það, sem þeir vilja sjá, þegar Ford á i hlut en því veldur ekki barnaskapur heldur er þetta úthugsað kænskubragð. Sú var tíðin, að gengið var út frá því í Moskvu, að ásetningur heimsvaldasinna væri alltaf vondur og að ráð valdhaf- anna til þess að skáka þeim kölluðu fram nákvæmlega þær aðgerðir, sem þeir höfðu óttazt. Og ef út í það er farið kölluðu Vesturveldin fram það versta í fari mannanna í Moskvu. Nú er einungis góð- ur ásetningur eignaður Ford, hann er álitinn saklaus, og þannig reyna Kremlverjar að láta óskhyggju móta hugs- unina, sem ræður gerð- unum. Allt á þetta heima i hinum nýja farvegi, sem er með röngu kallaður friðsamleg sambúð. Óskhyggjusambúð væri meira réttnefni. Það, sem þér viljið, að aðrir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. En á mótun utanrikisstefn- unnar í Washington er önnur hlið, sem mennirnir í Moskvu hafa öðru hverju vakið athygli á — krókaleiðirnar, Sem valda því, að Hvíta húsið hagar seglum eftir vindi, segir annað hvort kost eða löst á bættri sambúð, venju- lega með hliðsjón af innan- landsstjórnmálum, sem koma utanrikisstefnunni lítið eða ekkert við. Kenning manna í Moskvu er sú, að krókaleiðirnar, sem stafa oft af því að hliðsjón er tekin af kosningum, muni gera það að verkum, að forsetinn taki harðari afstöðu gagnvart Sovétríkjunum en hann annars mundi kæra sig um. Þeir, sem aðhyllast þessa krókaleiðaskoðun á því, sem ráði gerðum forsetans, hafa varað við því á liðnum árum, að Kremlverjar geti ekki tekið nýrri holskeflu hörkulegrar afstöðu með þegjandi þögn- inni, að þeir hljóti að svara í sömu mynt og að bætt sam- búð gæti orðið fyrir stórkost- legu tjóni ef gagnkvæm tor- tryggni magnaðist. Þeir, sem nú stunda sovézka ósk- hyggjusambúð hafa gert slíkar illar grunsemdir út- iægar á síðum Pravda. En þar með er ekki sagt, að þeir menn í Moskvu, sem aðhyll- ast krókaleiðakenninguna, hafi verið sendir í útlegð til Síberlu, aðeins, aðsagt hefur verið við forsvarsmenn þeirra, sem hafa fallið I ónáð um stundarsakir, að þeir verði að hafa sig hæga. Ef hægt væri að skyggnast undir yfirborð skoðana manna I Moskvu á Ford for- seta og stjórn hans kæmi sennilega í Ijós vefur mót- setninga og ótta um framtíð- ina, langtum flóknari mót- setninga og dýpri ótta en það einfeldningslega traust, sem þeir sýna opinberlega. Til- raun, sem yrði gerð til þess að draga upp heildarmynd af því, sem undir býr og byggj- ast mundi á fyrri hugsanaferli Kremlverja og gögnum úr Kremlarfræðum mundi leiða I Ijós þá óvissu um Ford, sem breitt er yfir í blöðunum. Kremlverjar vita sennilega eins vel og við flestir að duttl- ungar kosningakerfisins í Bandaríkjunum eru óútreikn- anlegir. En þeir verða að gera áætlanir um framtíðarstefn- una í utanríkismálum og þeir verða að gera ráð fyrir ýmsu, sem þeir gefa sér forsendur fyrir. Ein kenningin um þá stefnu, sem líklegt er að at- burðirnir taki og bersýnilegt er, að í það minnsta vissir menn í Moskvu aðhyllast, er á þá leið, að kosningarnar 1976 verði barátta milli þeirra hópa, sem sovézk blöð kalla ill myrkraöfl og eru undirforystu Henry Jacksons öldungadeildarmanns og þeirra hópa, sem hljóta að teljast öfl Ijóssins ef þau eru skoðuð gegnt þessu dimma baksviði og eru undir forystu Fords forseta. Þetta getur í sjálfu sér gef- ið mönnunum í Moskvu mjög gilda ástæðu til þess að láta Ford njóta sannmælis þrátt fyrir allar efasemdir, sem þeir kunna að hafa eins og sovézk blöð gera um þess- ar rhundir. En eins og Water- gate-hneykslið hlýtur að hafa kennt Moskvumönnunum eru áreiðanlegir spádómar um framtíðarstrauma F Bandaríkjunum vanþakklátt verk og ýmsir sérfræðinga þeirra hljóta nú að vera önnum kafnir við að gera spádóma þar sem gert er ráð fyrir því, að atburðarásin geti orðið margvísleg. Moskvumennirnir mundu greinilega vilja hjálpa Ford gegn Jackson og þetta gæti Kissinger notað sér til fram- dráttar í þeim samningavið- ræðum, sem eru framundan. En mörgum sovézkum ráða- mönnum finnst, að Brezhnev hafi verið alltof tilhliðrunar- samur við Nixon á þremur fundum þeirra og að tími sé kominn til þess að Hvíta hús- ið borgi eitthvað í staðinn. Væntanlegar samningavið- ræður geta orðið erfiðari en allarfyrri viðræður. Ytri Njarðvík Til sölu nýlegt einbýlishús 145 fm. Stór bílskúr fylgir. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, sima 1 263 — 2890. Pennavinir um allan heim Kynningarþjónusta um allan heim. Myndskreyttur alþjóðapennavina bæklingur. Ókeypis. Skrifið i dag: Five Continents Ltd. Waitakere, NewZealand. Ytri Njarðvik Til sölu 3ja herb. íbúð i fjölbýlis- húsi. Stórar svalir. Sérinngangur. Laus fljótlega. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, simar 1 263 — 2890. Til sölu sportbátur 20 f. með 130 ha Volvovél, tal- stöð o.fl. Bill, veðbréf eða annað koma til greina upp i kaup. Uppl.s. 30834. 3ja — 5 herb. ibúð óskast til leigu sem fyrst. Vinsamlegast hringið í sima 43180. Orgel Mannborg — stórt til sölu. Uppl. i sima 1 3295. Rækjubátur til sölu Kaupandi óskast að 1 5 t. bát, sem útbúinn er til rækju- og handfæra- veiða. I bátnum er radar og Simrad dýptarmælir. Uppl. i sima 92-7558. Stúlka vön afgreiðslu óskar eftir vinnu. Margt kemur til greina. Upplýsingar i sima 24794. Góður jeppi Til sölu er Scout jeppi árg. '66 i góðu ásigkomulagi. Verð kr. 270 þús. Samkomulag. Bilasalan Hafnarfirði h.f., simi 52266 frá kl. 1 —4. Sandgerði Til sölu 4ra herb. efri hæð i stein- húsi við Brekkustíg. 80 fm bil- geymsla fylgir. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, simar 1 263 — 2890. Ung kona með barn á skólaaldri óskar eftir góðu starfi úti á landi. Tilboð sendist Mbl. merkt:„701 9". Til leigu nýtt einbýlishús úti á landi, helzt i skiptum fyrir húsnæði i Reykjavik eða nágr. Upplýsingar i sima 97-4234. Ung hjón óska eftir ibúð til leigu. Reglusemi heitið. Upplýsingar í síma 73201. 2ja — 4ra herb. ibúð óskast strax. Reglusemi og góð umgengni. Upplýsingar í sima 72592. Hjarta-garn enn á gamla verðinu, Hjarta-cr., Combi-cr. Mayflower-bómullarg., Mayflower-cr., Fleur-Mohair, Nuser-babyg. Hof, Þingholtsstræti 1. Til sölu Amerisk Ford vörubifreið ca. 5 tonn. m/föstum pall tækifæris- verð 100 þ. Simi 1 6290. yy ÞRR ER EITTHVRfl 7$ FVRIR RLLR Olíukynditæki til sölu með öllu tilheyrandi. Uppl. i simá 41882 eftir kl. 7 á kvöldin. 3ja herbergja glæsileg íbúð í Hafnarfirði til sölu íbúðin er endaíbúð á efri hæð í 4ra íbúða húsi í kyrrlátu hverfi. Bílskúrsréttur, frágengin lóð og sam- eign. Laus strax. íbúðin verður til sýnis í dag og á morgun. Uppl. í síma 52808. Opið í dag frákl.7-12 Laugalæk 2, REYKJAVIK, simi 3 5o2o i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.